Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979 Prýðið húsið vafningsviðum: HUMALL (Humulus lupulus) Hér á landi þrífast nokkrar klifur- og vafningsplöntur mæta- vel upp við hús í sæmilegu skjóli t.d. humall, maríuklukka og vaf- toppur. Vaftoppurinn blómgast fagurlega en hinar tvær geta klætt húshliðar iðgrænu skrúði. Það getur bergfléttan líka en er öllu vandræktaðri. Hér skal aðal- lega vikið að humlinum, en hann er frægur frá fornu fari og hefur verið ræktaður mikið erlendis vegna aldinkolla kvenjurtarinnar, en þeir eru notaðir í öl. Kven- blómakollarnir líkjast könglum og eru alsettir gulum kirtilhárum, sem í eru lupulin beiskt efni sem og eykur geymsluþol ölsins. Fræg- ur er líka „humlakoddinn" vegna svæfandi áhrifa. Á ferð í Bæjaralandi sá ég einkennilega bletti alsetta mjóum grænum súlum. Þetta voru humlagarðar en þar eru reknar visna á haustin. Hægt er að skipta humli með því að skipta hinum skriðula jarðstöngli og er sú aðferð fljótlegust. Nær hann þá tveggja—þriggja metra hæð á 3. eða 4. ári og síðan árlega. Hann breiðist smám saman út með jarðstönglinum. Auðvelt er einnig að fjölga humlinum með græðl- jngum en það tekur lengri tíma. Þá er tekinn greinarendi fyrri Jiluta sumars og settur í vatn inni. myndast þá fljótlega rætur og má síðar gróðursetja ungu jurtina úti í garði. Auðvelt er að fjölga honum í stórum stíl í gróðurhúsi. Humall er venjulega látinn klæða veggi en líka má láta hann vaxa flatan út á steina. Mikinn skugga af trjám þolir hann varla þó ekki þurfi hann sérlega mikla birtu heldur. Humall sést nú orðið allvíða í görðum á íslandi en vert væri að nota hann miklu meira. i Flestir hafa veitt athygli grænum blöðum humalsins þar sem hann klifrar upp eftir húsveggjum, en færri munu hafa augum litið hina sérkennilegu aldinkolla kvenjurtarinnar. niður mjóar grenistengur svo að humallinn geti vafið sig utan um þær og klifrað þannig upp í birtu og yl. I norðlægum löndum er humallinn aðallega ræktaður til prýði og hér á landi þekur hann húshliðar hér og hvar á sumrum. í góðum sumrum myndar hann og aldinkolla. Humallinn vefur sig til hægri utanum mjóa hluti t.d. prik eða spotta. Net hæfir honum einnig vel til að klifra í. Hann er fremur gróf og harðgerð jurt, hrjúf átöku og ber stór handflip- ótt blöð. Hvassviðri geta skemmt laufið svo best er að velja honum fremur skjólgóðan stað, en mikla sól þarf hann ekki, vex t.d. allvel norðan í móti. Humall er fjölær jurt þ.e. rót og jarðstöngull lifir veturinn af en stöngull og blöð Önnur vafningsjurt — öllu fíngerðari — en engu að síður harðgerð er MARÍUKLUKKA (Convolvus sepium) Blöð hennar eru hjartalaga og stilklöng, stöng- ull fremur mjór. í góðum sumrum ber hún mörg hvít eða bleikrauð klukkulaga blóm. Vex upp af jarðstöngli og er fjölgað eins og humli. Bæði humall og maríu- klukka þekja t.d. hliðar hússins Lindin á Laugarvatni. En fyrst sá ég maríuklukku þekja hús Guð- laugs Rósinkranz á Ásvallagötu í Reykjavík. Hafði Guðlaugur flutt sprota af henni frá Svíþjóð í vasa sínum. Maríuklukka breiðist út með rótarsprotum líkt og humall- inn. I. D, 29 SL Petersburg Florída Draumafeití fidrÚnalsveiö 1. ferð 15. sept. 18 næstur St. Petersburg 3 nætur New York. Uppselt. 2. ferð 30. sept. 18 nætur St. Petersburg 3 nætur New York. Laus sæti. 3. ferð 21. okt. 20 nætur St. Petersburg. Laus sæti. 4. ferð 10. nóv. 14 nætur St. Petersburg Laus sæti. 5. ferð 24. nóv. 20 nætur St. Petersburg. Laus sæti. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI26900 Dvalist verður á Hótel Hilton Inn, St. Pet- ersburg Beach, vió Mexicoflóa. Hótelið er byggt í Austurlandastíl Öll herbergi eru með baði, loftkælingu, litasjónvarpi og svölum. Og það er sannarlega nóg að gera þarna, þú getur auk þess að sleikja sólskinið: — farið á sjóstangaveiðar — spilað golf — jafnvel minigolf — leikið tennis — siglt seglskútu — o.m.fl. Verð frá 417.800.— Innifalið í verði eru flugferðir, gisting í tveggja manna her- bergjum, fararstjórn og flutningur til og frá flugvelli. Brottfararskattur er ekki innifalinn. ATH: Verðið er miðað við að bókað sé 30 dögum fyrir brottför, eftir það hækkar verðið. Aukaverð fyrir herbergi með eldhúskrók er 15.000.— á mann. Aukaverð fyrir eins manns herbergi er 69.000.— Öll verð miðast við 1. september 1979. 7 § Sigrún Davíðsdóttir Matreiðslubók handa ungu fólki á öllum aldri. o«u^6tte9»5' o«eo>ö|'iU, °9 sa .a v^ess au _ e\nQOOy evr\a v Almenna bókafélagið Austurstræti 18, — sími 19707. Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.