Morgunblaðið - 02.09.1979, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1979
22
Enn hafa mér borizt margir
botnar og góð bréf, sem ég er
þakklátur fyrir. Fyrrihlutinn
var svona:
Torfan vígð er tíma og stað,
táknrænt dæmi um gamla bæ-
inn.
Þórir Baldvinsson botnar:
Þetta danska dæmi um það
dugir oss þó lítt íhaginn.
Eða:
Enn að kosta upp á það
er að kasta fé á glæinn.
Hrafnkell Óskarsson á Akur-
eyri sendir botn með þeirri
orðsendingu, að það sé kærkomið
að fá tækifæri til að spreyta sig
á botnum, — nokkuð sem ég hef
ekki reynt frá menntaskólaárun-
um yrir 10 árum:
Léttir flestum fyndist það
fyki hún burtu einhvern dag-
inn.
Og botn Móra er á svipuðum
nótum:
Bættur skaði þætti það
þótt hún brynni einhvern dag-
inn.
Aðrir botnar voru flestir
hverjir með svipuðu viðhorfi til
Torfunnar, svo að ekki virðist
hún í miklum metum, ef þeir eru
þverskurður á almenningsálit-
inu!
Fyrir viku gerði ég stuðla og
höfuðstafi nokkuð að umræðu-
efni og fylgi því nú eftir með því
að vitna í rímnabragfræði síra
Helga Sigurðssonar, sem er
biblía þeirra, sem við slík fræði
fást. Þar er þessi vísa með
yfirskriftinni „ferskeytt, ljóð-
stafaleysa":
Ásmundur klappar hundi sfn
og með orðum gladdi:
Þú skalt alla ævi þín
þjóna mér sem Naddi.
Síðan segir síra Helgi:
„Slík ófullkomin ljóð eru
sprottin af getuskorti, vangá eða
Gylfi yrkir grfðarstrangt í gáleysi.
kæruleysi, að láta vera í ljóð-
stafnum. Væri vísa þessari kippt
í ljóðstafasamhengi, yrði hún á
þessa leið:
Mundi klappar seppa sín,
svo með orðum gladdi:
Allar stundir þú skalt þín
þjóna mér sem Naddi.“
Varla dylst neinum, að gamla
þjóðvísan er ólíkt skemmtilegri,
þótt „ljóðstafaleysa" sé. Og ekki
er hún dónaleg þessi staka
Jóhannesar úr Kötlum úr kvæð-
inu Rímþjóð:
í sléttuböndvatnsfelldog stöguð
hún þrautpíndan metnað sinn
lagði
í stuðla hún klauf sfna þrá
við höfuðstaf gekk hún til
sauða.
Það hendir margar konur, er
þær komast á fimmtugsaldur-
inn, að bæta við sig einhverjum
aukakílóum. Þetta er að sjálf-
sögðu viðkvæmt mál og nauð-
synlegt að segja þeim þetta með
mikilli varúð. Stefán Eiríksson á
Akureyri stundi þessu upp við
konu sína eitt kvöldið:
Finn ég glöggt er dagur dvín,
drunga fyllist sálin.
Eru að breytast, ástin mín,
á þér Venusmálin.
En kona hans, Jódís Jósefs-
dóttir, lét sér hvergi bregða og
svaraði:
Ef að breytast málin mín
muntu gott af hljóta.
Slíkt er eignaaukning þín
og einungis til bóta.
Mætti gamla máltækið
mönnum öllum kenna:
Aldrei verður ofmikið
ummál góðra kvenna.
Ég hitti Sigurð Jónsson frá
Haukagili á förnum vegi og við
fórum að ræða um vísur Gylfa Þ.
Gíslasonar hér í blaðinu fyrir
rúmri viku. Hann sagði mér að
Lárus Jóhannesson hefði eitt
sinn byrjað svona:
Gylfi yrkir gríðarstrangt
í gáleysi.
Og þeir Andrés Eyjólfsson í
Síðumúla og Karl Kristjánsson
botnuðu í sameiningu:
Andskotinn féll ekki langt
frá eikinni.
Það hefur vakið nokkra at-
hygli, að borgarfulltrúarnir
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir og Guð-
rún Helgadóttir eru ekki alltaf
sammála. Móri kvað:
Kratar ýmsu komu f höfn,
kvað þar mest að sprundi.
Þcgar breiðast brosti Sjöfn,
beisklega Guðrún stundi.
Og í tilefni gærdagsins er ekki
óviðeigandi, að fyrrihlutinn
verði svona (gagaraljóð):
Stjórnin lifði árið af
þótt yrði henni kvillasamt.
Ekki verður meira kveðið að
sinni.
H.Bl.
Grænfriðungar:
„Landhelgisgæzlan og
Hvalur hf. í leynimakki”
„VIÐ BÁÐUM Landhelgisgæzluna að afhenda okkur gúmbátana þar
sem saksóknari hafði lýst því yfir að þeirra væri ekki lengur þörf í
þágu rannsóknarinnar. Landhelgisgæzlan sagði að bátarnir væru f
haldi að bciðni Hvals hf. og vfsuðu okkur á dómsmálaráðuneytið.
Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu stað-
festi að bátunum væri haldið að beiðni Hvals hf. og er við báðum hann
að sjá til þess að við fengjum bátana spurði hann okkur hvort við
ætluðum að sigla til Englands. Er við sögðum það ekki koma málinu
við, vfsaði hann málinu frá sér og sagði okkur að tala við
Landhelgisgæzluna. Þar sem að saksóknari hefur lýst þvf yfir að
bátanna sé ekki lengur þörf f þágu rannsóknarinnar, teljum við að
skila beri okkur þeim. Og þær viðtökur sem við höfum fengið í gær og
dag hjá yfirvöldum eru hlutir sem maður ætti öllu heldur von á í
lögregluríki.“ Þannig mælti David McTaggart, einn fulltrúi Green-
peace, f spjalli við biaðamenn í gær.
„Það er augljóst að um leyni-
makk hefur verið að ræða milli
Landhelgisgæzlunnar og Hvals hf.
Okkur hafði lengi grunað að þetta
leynimakk ætti sér stað, en nú
höfum við fengið það staðfest.
Þetta þykir okkur í meira lagi
furðulegt og gæti slíkt og annað
eins varla gerst í öðrum lýðræð-
isríkjum. Hverjir stjórna eigin-
lega hér, ríkisstjórnin eða þeir
sem halda uppi löggæzlu?
Okkur var tjáð í ráðuneytinu að
bátarnir væru einnig í haldi vegna
lögbanns sem sett var á fyrri
skipstjóra og leiðangursstjóra, en
okkur er spurn hvernig það sé
hægt, þar sem dómstólar hafa enn
ekki úrskurðað hvort við gerðumst
brotlegir á hvalveiðislóðum hér
við land. Við teljum að ráðuneytið
og Landhelgisgæzlan hafi hér tek-
ið lögin í sínar hendur. Hvarvetna
sem við höfum komið hefur verið
farið að okkur skv. lögum, en
annað er upp á teningnum hér og
þykir okkur það miður, þar sem
við höfum á allan hátt farið með
friði.
Alls höfum við verið teknir
fastir fimm sinnum, en ekki höf-
um við verið ákærðir í neinu
tilfellanna og hlægir þetta fram-
ferði löggæzlumanna því án efa
margan. Og Jón Magnússon lög-
fræðingur Landhelgisgæzlunnar
hefur ekki virt okkur svars þrátt
fyrir loforð þar um, og endurtekn-
ar beiðnir okkar um að fá bátana
afhenta. Okkur hefur ekki einu
sinni verið leyft að hreinsa bát-
ana, en þeir liggja undir skemmd-
um af völdum seltu. Verðmæti
bátanna er um 15 milljónir
króna."
Betur búnir að ári
Þeir David McTaggart og Alan
Thornton sögðu að það vekti
gremju í röðum Greenpeace-
manna hvernig komið hefði verið
fram við þá í bátamálinu. Tæpast
yrði nokkuð um frekari aðgerðir á
miðum hvalbátanna í ár, þar sem
vertíðinni væri að ljúka. Þeir
sögðu að Rainbow Warrior kæmi á
miðin næsta sumar og yrðu þeir
Grænfriðungar þá öllu betur bún-
ir til að trufla veiðarnar.
„En okkur þykir undarlegt að
Islendingar skuli halda áfram
hvalveiðum. Þær skipta þjóðar-
búið tiltölulega litlu og ljóst er að
innan tveggja ára verður búið að
samþykkja bann á allar hvalveið-
ar. Og að 18 mánuðum liðnum
verða aðeins fimm hvalveiðiþjóðir
í heiminum, þ.e. íslendingar,
Norðmenn, Japanir, Kóreumenn
og Spánverjar. Önnur ríki munu
hætta hvalveiðum fyrir þann
tíma.
Hætta íslendingar
hvalveiðum?
Við höfum reyndar haft spurnir
af því að Islendingar hætti ef til
vill hvalveiðum þegar á næsta ári.
Þessi orðrómur er á kreiki innan
hvaliðnaðarins. Einnig er tekið
fram í dreifibréfi utanríkisráðu-
neytisins til þeirra sem skrifað
hafa stjórnvöldum og hvatt til
þess að hvalveiðum verði hætt
hér, að í gangi sé gagnger end-
urskoðun á stefnu íslendinga i
hvalveiðimálum.
Öll teikn benda til þess að
hvalveiðar verði með öllu bannað-
ar að tveimur árum liðnum. Okkur
þykir streita íslendinga því sér-
kennileg, og ljóst er að ef tekin
yrði fljótlega sú ákvörðun að
hætta héðan hvalveiðum, þá yrði
það til mikils álitsauka fyrir
þjóðina hjá miklum fjölda fólks
um heim allan."
Hvalurinn og loðnan
„Okkur þykir fróðlegt að bera
saman okkar vafstur annars vegar
og deilu íslendinga og Norðmanna
vegna Jan Mayen hins vegar, en
við þann samanburð kemur í ljós
að íslendingar eru ekki samkvæm-
ir sjálfum sér. Við erum að berjast
fyrir því að íslendingar hætti að
veiða hvali sem hafa hér viðkomu
en ala unga annars staðar og
fjarri landinu. Deilan um Jan
Mayen snýst um það að íslend-
ingar vilji að Norðmenn veiði alls
ekki loðnu sem hrygnir við ísland
en hefður viðkomu í nánd við Jan
Mayen hluta úr ári.“
Að lokum sögðu þeir McTaggart
og Thornton að fyrr í sumar hefðu
þeir rætt við nokkra alþingismenn
um að þingið léti hvalveiðimál
Islendinga til sín taka. Þeir félag-
ar verða hér á landi fram yfir
helgina og eiga viðræður við ýmsa
aðila um hvalveiðimál.
Sigrún Jónsdóttir sýnir batik
Bolungarvík 29. ágúst 1979.
Þessa dagana stendur yfir
sýning á verkum Sigrúnar Jóns-
dóttur í ráðhússal Bolungarvík-
ur.
Alls eru á sýningunni 121 verk
flest unnin í batik. Sérstaka
athygli vekur hvernig listamað-
urinn notar ljós og birtu til að
gefa myndunum líf.
Sigrún Jónsdóttir er þekkt
fyrir að fara sínar eigin leiðir í
listinni.
Hún hefur haldið fjölmargar
sýningar bæði innanlands og
utan, hún hefur hlotið margar
viðurkenningar fyrir verk sín á
erlendum vettvangi.
Sýningin í Ráðhúsinu var opn-
uð 26. ágúst og stendur hún til og
með 2. sept., en þann dag verður
hún opin frá 2 til 10.
Gunnar.
Sigrún Jónsdóttir stendur hér við eitt verka sinna, sem nú eru til
sýnis í ráðhússalnum (Bolungarvík. Ljósm. Gunnar.