Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 K2—Fjallið grimma í sjónvarpinu Á dagskrá sjónvarps 28. okt. kl. 21.50. Fjallstindurinn K2 rís eins og steyttur berghnefi hátt upp úr hrikalegum firnindum norðvest- urhluta Himalaja, þar sem heit- ir í Karakoram og þykir illt yfirferðar. Hann er næsthæsti tindur heimsins, 28.740 fet á hæð. Mt. Everest er heldur hærri, og munar þó aðeins 286 fetum. K2 er eiginlega skammstöfun fyrir „Karakoram Tindur 2“, en þannig merktu breskir landmæl- ingamenn hann, þegar þeir könnuðu Indland hvað ræki- legast árið 1856. Aðrir tindar þar nærsveitis voru merktir á líkan hátt, en þeir hafa fyrir löngu hlotið venjuleg örnefni af vörum kortagerðarfólks og fjall- göngumanna, sem þarna eru einlægt á sveimi í leit að hættum og ævintýrum. En K2 heitir ennþá K2, það stafar frá honum tígulegri ógn og kaldri fegurð, og við hann loða engin venjuleg nöfn. Það var í byrjun þessarar aldar, sem fjallgöngumenn reyndu í fyrsta skipti að klífa þennan ægifagra tind, sem bar við himin úti í snævi þöktum auðnum Himalaja. Foringi leiðangursins var eng- inn annar en Aleister Crowley, sem var illa þokkaður á Bret- landi fyrir djöfladýrkun og svartar messur. Hann þótti ein- stakt varmenni og var auknefnd- ur „The Great Beast“, eða „Voða- skepnan", og gerði sér til dund- urs að snúa Biblíunni upp á andskotann. Ekki var nú forystan gæfuleg, í kvöld enda hreppti leiðangurinn for- aðsveður og lenti brátt í ófærum. Tóku menn mjög að örmagnast og hénuðust niður í skaflana. En það var eins og ekkert biti á sjálfan höfuðpaurinn, Aleister Crowley, og honum rann í skap að sjá þarna eymd manna sinna. Dró hann upp skammbyssu úr pússi sínu og kvaðst mundu skjóta hvern þann til bana, er ekki dragnaðist á fætur í hvelli og héldi tafarlaust áfram för- inni. En veðrið versnaði stöðugt og brátt varð Crowley að láta und- an siga. K2 hafði orðið galdra- manninum ofjarl. Eftir hrakför Crowleys hefur jafnvel harðsoðnum fjallagörp- um staðið einhver stuggur af K2, og ekki að ófyrirsynju. Þeir eru orðnir margir, afreksmennirnir, sem látið hafa líf sitt í svelluð- um hlíðum K2, sem fjallgöngu- menn kalla stundum sín á milli „Fjallið grimma". Eitt gamalt brýni, sem ekki kallaði allt ömmu sína, kvað svo að orði að yfir K2 grúfði svartur vængur bölvunar og dauða, og Júlía í Nýja bíói Nýja bíó hefur hafið sýningar á bandarisku kvikmyndinni Júlíu. Framleiðandi er Richard Roth en leikstjóri er Fred Zonne- mann. Kvikmyndahandritið er eftir Alvin Sargent, byggt á sögu eftir Lillian Hcllman. Tónlist við myndina er eftir George Delerue. Með eitt aðalhlutverkið fer Jane Fonda sem hlaut Oscarsverðlaun- in í ár fyrir leik sinn í kvikmynd- inni „Coming Home“. Júlíu leikur Vanessa Redgrave. Með önnur meiriháttar hlutverk í myndinni fara Jason Robards, Maxmilian Schnell og Hal Holbrook. Júlía fjallar um náið vináttu- samband tveggja ólíkra kvenna, Júlíu og Lillian. Myndin hefst á því að Lillian sem er komin á efri ár fer að rifja upp ýmsar minn- ingar meðal annars fyrstu tilraun sína til að verða leikritaskáld. Vanessa Redgrave og Jane Fonda í hlutverkum Júliu og Liilian. Henni er þá ráðlagt að fara til Spánar en hún neitar því og fer í staðinn til Parísar þar sem hún hittir æskuvinkonu sína Júlíu. Eftir að þær stöllur hafa orðið að þola súrt og sætt saman er Júlía myrt af nasistum. En vinátta Lillian og hennar hafði verið það náin að Lillian getur ómögulega gleymt Júlíu. „I öllum kvikmyndum sem ég nef leikið í hingað til hefur konum . erið lýst sem óvinum eða keppi- autum," sagði Jane Fonda. Þetta er í fyrsta skipti sem ég eík í kvikmynd sem fjallar um njög náið, gagnkvæmt vináttu- amband milli tveggja kvenna." „Við munum gera raflýsingu svo ódýra að einungis þeir ríku geti notað kertiu. THOMAS A. EDISON, OKTOBER 1879. „Við munum gera raflýsingu svo hagkvæma að einungis þeir ábyrgðarlausu haldi áfram að brenna kerti heimsins báða enda“ PHILIPS EINDHOVEN, HOLLANDI f- Hinn 21. október \ 1897, tókst jEdison að koma fyrir koluðum ~ bómullar-glóþræði inni í nærri loft- tæmdu glerhylki. Þegar peran var tengd við jafnstraum lýsti hún eins og „kvöldstjarna". Uppfinningin var skráð í Bandaríkjunum sem einkaleyfi nr. 223.989, undir heitinu glópera. Þótt þessi snjalli, 32 ára gamli uppfinningamaður væri ekki upphafsmaður raflýsingarinnar, hafði hann unnið það snilldar- verk að gera hana raunhæfa og hagkvæma til almenningsnota. Ljósbogalamparnir voru of stórir, klossaðir og orkufrekir fyrir heimili og skrifstofur. Litlu ljósaperurnar hans Edisons voru 16 „kerta" og kostuðu aðeins 40 cent stykkið. 1. september 1882 var kveikt á mörgþúsund slíkum perum hjá fyrstu 85 rafmagns notendunum við Peral Street í New York. Edison hafði kveikt hugmyndina að rafvæðingunni, sem olli framfarastökki alls mannkyns í iðnþróun, auknum við- skiptum, heimilisþægindum og öryggi á götum úti. Aðeins 5% af orkunotkun iðnaðarþjóða er til raflýsingar, en vegna þess hve fljótlegt og auðvelt er að kveikja á henni og slökkva er hún augljós vettvangur orku- sparnaðar. I orkukreppunni á árunum 1973 og 1974 fór hugsandi fólk að íhuga hvaða ljós mætti slökkva. Eftir meira en 90 ár var heimurinn hættur að taka raflýs- inguna sem sjálfsagðan hlut. GUÐ SÉR FYRIR SÍNUM Fyrstu árin eftir að Edison gerði uppgötvun sína, höfðu menn engar áhyggjur af orkusparnaði. Kol voru næg og nýjar olíulindir fundust í Pennsylvaníuríki árið 1859. Sérfræðingarnir sögðu, að ef meiri olíu þyrfti, þá væri bara að bora 12 mílur niður í jörðina og þá fengist nær olía næstu milljón árin. Guð sæi fyrir sínum. En framleiðendur ljósaperunnar voru ekki á sama máli. Édison-rafljósafyrir- tækið, Peruverksmiðja Philips (sem hóf keppnina 1891 í Eindhoven, Hollandi) og önnur framtakssöm fyrirtæki leituð- ust við að bæta orkunýtnina allt frá upphafi. Ekki gátu þó þessi fyrirtæki séð fyrir, að orkulindir heims myndu fara þverrandi. Þau gerðu sér aðeins ljóst að viðskiptavinir þeirra þyrftu að borga rafmagnsreikningana og að rekstr- arsparnaður væri þess vegna aðalatriðið í vaxandi samkeppni. En hvað sem öðru líður, var aukin nýtni nauðsynlegur hvati til framleiðslu stærri og endingarbetri ljósapera. BARÁTTA ALDARINNAR - LÚMEN GEGN WATTI - BIRTA FYRIR ORKU Eins og lengd er mæld í metrum, er ljósmagn mælt í lúmenum og rafmagnsþörfin í wöttum. Lúmenið veitir ánægjuna, en wattið er það sem hún kostar. Fyrsta pera Edisons gaf ekki nema 3 lúmen/watt og breytti aðeins 0,56% raforkunnar í sýnilegt ljós. Hún var snilldar- verk, en þó ekki fullkomin. Með tilkomu Philips-glóperunnar, með pressuðum wolfram-glóþræði, árið 1907, meira en tvöfaldaðist nýtnin, í 1,28% og ljósmagnið varð 8 lúmen/watt. Dregni wolfram- glóþráðurinn, sem kom fram árið 1909, lýsti jafnskært og jafnhag- kvæmt, en var auk þess „óbrjótandi". Þegar Philips fann upp á því árið 1913 að vefja wolfram-glóþráðinn í gorm og setja argon-gas í peruna í stað þess að lofttæma hana, jókst ljósmagnið stórlega, eða í 12 lúmen/watt. Árið 1933 hækkaði nýtnin enn um 20%, þegar farið var að tvívefja glóþráðinn. Sérstakar perur með innbyggðum speglum veittu enn meiri birtu til notkunar í sýningargluggum og á heim- ilum, án nokkurs aukins rekstrar- kostnaðar. Árið 1959 kom fram alger- lega ný gerð smápera með glóþræði, fyllt halogen-gasi í stað eðalgass. Þessar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.