Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendill óskast á ritstjórn Morgunblaðsins frá kl. 9—12. Upplýsingar í síma 10100. JffltoiQðisiÞlftfeifr Vélritun Innskrift Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfskraft víð innskrift á texta. Aðeins kemur til greina fólk með góða vélritunarkunnáttu. Um vakta- vinnu er að ræða. Allar nánari upplýsingar gefa verkstjórar tæknideildar mánudag og þriöjudag milli kl. 10-12 og 2-4. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Hafnarfjörður — skrifstofa Óskum eftir að ráða starfskraft á skrifstofu allan daginn. Um er að ræða fjölbreytt starf. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Bókhaldsþekking. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Hafnarfjöröur — 4529“, fyrir n.k. miövikudag. Vélstjóra vantar á 75 tonna bát, sem er að hefja línuveiðar. Upplýsingar í síma 92-8062, Grindavík. Bílasmiðir óskast Einnig aðstoöarmaöur á bíl. Mikil vinna. Upplýsingar hjá framkvæmdastjóra og verk- stjóra í síma 82720 og 82195. Nýja bílasmiöjan h.f. Hamarshöfða 5. Næturgæslustarf — íbúð Sá sem getur útvegaö ráðvöndum, traustum manni gott næturgæslustarf eða aðra góða næturvinnu nú þegar eða eitthvaö seinna, getur fengiö á leigu í átt ár nýja ca. 50 fm 2ja herb. íbúð á góðum stað í bænum. Verður tilbúin snemma eftir áramót. Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir n.k. föstu- dagskvöld 2. nóv. merkt: „A-Ö — 4658“. Framkvæmdastjóri Þekkt fyrirtæki í framleiðslu og þjónustuiðn- aði óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra með tækni eða viðskiptamenntun. Starfið krefst góðrar skipulags- og stjórnun- ar hæfileika vegna væntanlegs stór verkefn- is. Vmis hlunnindi geta fylgt starfinu. Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. merkt: „Þjónusta — iðnaður — 4770“ fyrir 5. nóv. n.k. Gæsla Hitaveitu Jarðarnytjar Starfsmaður óskast frafl. júní 980. 1. Til gæslu og til þess að sjá um viðhald Hitaveitu Laugaráss í Biskupstungum. 2. Til þess að hafa með höndum viðhald og ýmsa umsjón heilsugæslustöðvar í Laugar- ási. Skilyrði er, að umsækjandi hafi nokkra reynslu í meðferð véla, sé verklaginn og kunni til viðgerða, þ.m. rafsuðu. Hér er um það bil hálft starf að ræða en auk þess býður Laugaráshérað fram íbúðarhús, útihús og jarðarnytjar til búskapar eöa annars sjálfstæðs atvinnureksturs. Umsóknir sendist fyrir 15. nóvember Jóni Eiríkssyni, oddvita, sem gefur frekari upplýs- ingar í síma 99-6523. Hárgreiðslusveinn óskar eftir vinnu. Upplýsingar í síma 54353 eftir kl. 7 á kvöldin. Verkfræðingar — Tæknifræðingar Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir aö ráða verkfræðing eða tæknifræðing til starfa við byggingareftirlit. Frekari upplýsingar veitir undirritaður. Umsóknir sendist til skrifstofu byggingar- fulltrúa, Skúlatúni 2, fyrir 8. nóv. 1979. Æskilegt aö umsókn fylgi upplýsingar um fyrri störf ásamt prófskírteini. Byggingarfulltrúinn í Reykjavík. Ráðningar- þjónustan óskar eftir að ráða: 1. Ritara með góða vélritunarkunnáttu. 2. Bókara til starfa við merkingu fylgiskjala. 3. Operator með starfsreynslu við tölvu- vinnslu. 4. Kerfisfræðing með góða starfsreynslu í kerfissetningu til fjölbreyttra starfa 5. Tæknifræðing til starfa við tölvudeild. 6. Innheimtustjóra sem stjórnar innheimtu- aðgerðum o.fl. 7. Byggingatæknifræðing til starfa á Vest- fjörðum. 8. Verkstjóra í framleiðslufyrirtæki í Reykjavík Vinsamlegast sendiö umsóknir á þar til gerðum eyöublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar. Einnig er sjálfsagt að senda umsóknareyöublöð sé þess óskað. Algjör trúnaður. Ath. Það er umsækjendum að kostnaðar- lausu að leita til okkar. Hagvangur hf. Ráöningarþjónusta c/o Haukur Haraldsson, Grensásvegi 13, Reykjavík, Símar 83483 og 83666. Verslunarstörf Viljum ráða starfsfólk til starfa í eina af matvöruverslunum okkar í eftirtalin störf: a. Skrifstofu- og afgreiðslustörf allan dag- inn. b. Afgreiðslustarf hálfan daginn. Allar nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suöurlands Starfskraftur óskast Óskum eftir starfskrafti í fatapressun og saumaskap. Model Magasin Laugavegi 26. 3. hæö, sími 25030. Framtíðarstarf Bifvélavirki eða vélvirki óskast. Reynsla í viðgeröum stórra bifreiða eða vinnuvéla æskileg. Til greina kemur verkstjórn. Vinnu- aðstaða góð. Umsóknir meö uppl um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 3. nóv. n.k. merkt: „Verkstjórn — 4893“. Bifreiðasmiðir eða járnsmiðir vanir fínni smíði óskast. Uppl. hjá verkstjóra eða á skrifstofunni Reykjanesbraut 10-12, sími 20720 Landleiöir h.f. Starfskraftur óskast Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa. M.a. vélritunar, símavörzlu og sendistarfa. Við- komandi þarf að hafa bíl til umráða (bíla- styrkur greiddur). Upplýsingar í síma 21960. Laus staða í félagsmálaráöuneytinu er laus til umsóknar staða deildarstjóra, sem veita skal forstöðu deild er annist málefni þroskaheftra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist félagsmála- ráöuneytinu fyrir 20. nóvember n.k. Félagsmálaráðuneytiö, 26. október 1979. Fataverslun óskar eftir starfskrafti hálfan daginn 1—6, æskilegur aldur 20—35 ár, umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. fyrir 1. nóv. merkt: „Áhugas- öm—4892“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.