Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 37 Ljósm. Kristján. Magnús Kristmannsson. Kristmann Magnússon og Magnús Þorgeirs- son standa hér hjá (yrstu saumavélinni sem Magnús seldi. Lengra til hægri er afsteypa af fyrstu véiinni sem Píaff-fyrirtækið í Þýskalandi bjó til. Pfaff- umboðið á íslandi 50ára 50 ÁR eru liðin síðan Pfaff- umboðið á íslandi seldi sina fyrstu saumavél. Fyrstu 10 árin var það til húsa að Bergstaða- stræti 7 en s.l. 40 ár í Pfaff-hús- unum við Skólavörðustíg 1—3 en þau hús voru byggð árin 1939— 1949. Nú á fimmtugsafmælinu flytur Pfaff með starfsemi sína í nýbyggt verslunarhús að Borg- artúni 20. Verður starfsemin þar öll á einum stað, þ.e.a.s. verslun, skrifstofa og vörugeymsla. Auk Pfaff-heimilissaumavél- anna hefur umboðið selt íslensk- um prjóna- og saumaiðnaði saumavélar, auk ýmissa hjálpar- véla og tækja. Þá hefur Pfaff umboð fyrir Stoll og Passap- prjónavélar. Fyrir tólf árum fékk versiunin umboð fyrir Candy-heimilistæki, þvottavélar, uppþvottavélar, kæli- og frystitæki. Á þeim tíma hefur fyrirtækið selt 20.000 Candy-tæki, þar af 18.000 þvottavélar. Fyrir þremur árum tók Pfaff við umboði fyrir Braun-fyrirtæk- ið, þ.e. þann hluta sem snýr að rakvélum, hársnyrtitækjum og öðrum heimilistækjum. Tilviljun réð upphafinu í 35 ár veitti Magnús Þorgeirs- son fyrirtækinu forstöðu, en þá tók við stjórn sonur hans Krist- mann sem rekið hefur það síðan. Þriðji ættliðurinn hefur nú hafið störf við fyrirtækið, Magnús sonur Kristmanns. Hjá Pfaff-umboðinu vinna nú 20 manns. Upphafið að starfsemi Pfaff hér á landi var þannig að systir Magnúsar bað hann að útvega sér Pfaff-saumavél þar sem hún hafði heyrt þeirra getið. En Magnús hafði samband við fyrirtækið sögðust þeir aðeins selja honum 6 saumavélar í einu og buðu honum umboðið um leið. Fyrsta sauma- vélin sem Magnús seldi var fót- stigin og kostaði 240 krónur. í dag kostar fullkomnasta saumavél fyrirtækisins 315 þúsund krónur. Auk þess að selja áðurnefndar vélar hefur Pfaff staðið fyrir sníðanámskeiðum og kennslu á saumavélarnar og hefur sníðabók fyrirtækisins, „Það er auðvelt að sníða", verið prentuð í 13 þúsund eintökum. Myntsýningunni lýkur í dag Myntsýningu Myntsafnarafé- lagsins í Bogasal Þjóðminja- safnsins lýkur kl. 22.00 í kvöld. Svo sem komið hefur fram í greinum mínum þessa viku, eru þar til sýnis íslenskir seðlar og mynt, sem notuð hefur verið hér á landi frá þjóðveldistímum til vorra daga. En það er fleira sem er sýnt á þessari sýningu en mynt og seðlar, nefnilega MATVÆLA-SKAMMTUR OKTORER 1039 Mynt eftir RAGNAR BORG skömmtunarseðlar og barm- merki. Hafa þessir sýningar- gripir vakið verðskuldaða at- hygli. Þeir tveir safnarar, sem sýna þessa gripi, safna einnig mynt, en hafa einnig tekið þetta hliðarspor í söfnun sinni. Allir sem komið hafa á Myntsýning- una hafa lokið upp einum rómi Sykur mi « Hrííjgrión, haunir eða annað 250 8 Haframjöl 250 g Hveiti 20« X hvcitibrauí5 25« g Ruffmjöl 500 g «?8a rúghrauð 75(1 g H vdU 200 - «8a hveitibrauð 250 g Sykur 5(H) 8 Katfi br. og m. «25 X rSa kaifihaumr 150 g Haframjöl 250 g Hveiti 200 8 hvuitíbrauð 25« s Rúfimjöi 500 8 öfS-t rúgbrauð 750 8 Hveiti 2(M) g hveHíbrau? 250 8 Sykur 500 g Hrísgrjón, liaunir eða ímnað 250 8 Haframjöl 250 % Hveití 200 f «8» hveitihrauð 250 g Rúirmjöl 500 * rúghrauð 750 g Hvetti 200 s i'8a hveitibrauf 250 g Kafli br, 08 ra. Hveiti liúpijöl i Hveili ! 'MVrt ~ um hve vel hún sé uppsett, en það gerði Gunnar Bjarnason leiktjaldamálari. Einnig hefur tekist mjög vel til með ljósin og sjást sýningargripirnir sérlega vel. Eg vil því hvetja þá, sem enn hafa ekki séð þessa gagnmerku sýningu, að koma nú í dag. Munu safnarar verða á staðnum til að leiðbeina gestum, og þeir sem vilja láta innrita sig í Myntsafn- arafélagið geta nú notað tæki- færið um leið og þeir sjá Mynt- sýninguna. Arekstur í hafnar- mynninu Antwerpen. 26. okt. Reuter. TVÖ flutningaskip rákust á i hafnarmynninu í Antwerpen i dag og urðu á þeim verulegar skemmdir, en slys urðu þó ekki á mönnum. Þarna voru á ferðinni Marianne frá Panama, 3.700 tonn, og Empros, grískt skip, tæplega 9 þús. tonn. VERÐTRYGGÐUR LÍFEYRIR FYRIR ALLA LANDSMENN 1. Óðaverðbólga teflir stöðu og afkomu aldraðra ellilífeyrisþega og öryrkja f mikla hættu. 2. Enn eru margir sem njóta ekki verðtryggðs líf- eyris. Tryggja verður stöðu þessa fólks og verja þaö áföllum. 3. Tillaga Guðmundar H. Garðarssonar um Líf- eyrissjóð íslands - verðtryggður lífeyrir fyrir alla landsmenn, tryggir stöðu og afkomu örykja og ellilífeyrisþega, nái þaö fram að ganga. 4. öruggt kjör Guðmundar H. Garðarssonar í eitt af efstu sætunum á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins f Reykjavfk stuðlar að framgangi þessa mikla réttlætis- og hagsmunamáls. Stuðningsmenn Guðmundar H. Garöarssonar (Auglýsing þessi er greidd með frjálsum framlög'm).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.