Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 MORödlv-|p|\>’ KAfFINU 1 f* -4Si GRANI QÖSLARI 23? 6 M0VL£- Já, aðeins neðar — jú. nú ertu á réttum stað ah-aha. fX__ 93e Hvenær fékk kötturinn siðast mat? Þvi var spáð fyrir mér, þegar ég var á barnsaldri, að ég myndi ferðast um heimshöfin! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Mörgum hefði virst nægja að geta staðsett háspil varnarinnar í spili dagsins. Austur gaf, allir á hættu. Norður S. D8 H. ÁG984 T. D1032 L. G5 Vestur S. 3 H. K76 T. K64 L. Á109764 Suður Austur S. Á94 H. 52 T. ÁG9875 L. K3 S. KG107652 H. D103 T. - L. D82 Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 1 tÍKull 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu pass 2 spaðar 3 lauf pass 3 tí«lar 3 hjörtu pass 3 spaðar pass i spaðar dobl pass COSPER „Mannskemmandi þjóðfélagsandi,, Að fyrstu vil ég þakka fyrir grein Jóns Thorarensens sem birt- ist 25. október. Það sem þar kom fram voru svo sannarlega orð í tíma töluð. Við erum áreiðanlega mörg sem höfum sömu skoðun og hann á hvalveiðum okkar íslend- inga svo ekki sé talað um bruðlið á öllum sviðum eins og Jón bendir réttilega á. Árum saman megum við horfa á í sjónvarpi að öndveg- isfæðu er kastað á glæ, sbr. grásleppuna, svo eitt af óteljandi dæmum sé tekið. Það er sárgræti- legt að horfa upp á ósómann og geta ekkert að gert. En það er ekkert hlustað á þær raddir í eyðimörkinni sem eru að benda á það sem miður fer. Valda- og peningagræðgi er ofar öllu. Það er talað um óreglusemi æskunnar og að menn flýi landið. Hefur engum dottið í hug að spyrja af hverju? Jú, það er sagt að það sé vegna atvinnutækifæra, meðal annars. En skyldi það vera öll sagan? Ábyggilega ekki. Það er orðið óþolandi vægast sagt, að búa við þennan „móral“ sem hér ríkir. Ég vil taka svo djúpt í árinni að segja að hann sé mannskemmandi. Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum? Eru ekki sveiflurnar í pólitíkinni ein- mitt vísbending um að stór hópur kjósenda er orðinn langþreyttur á ranglætinu sem hvarvetna blasir við. En hvað getur hinn almenni borgari gert? Hann sem er hættur að trúa hinum margsviknu kosn- ingaloforðum. Mér er spurn? Er ekki kominn tími til að stofna nýjan flokk þar sem mannúð og réttsýni skipa hærri sess en hjá núverandi stjórnmálamönnum. Þar sem skynsamleg langtíma- sjónarmið allra ráða í stað stund- arhagsmuna örfárra. Þar sem raunverulegt lýðræði ríkti jafnt í orði sem á borði. Kjósandi. • Barnauppeldi Á barnaári tölum við um að búa betur að börnunum. Við tölum Vestur spilaði út tígul 4, austur lét ásinn og suður trompaði. Af því, sem þegar hafði skeð gat suður dregið ýmsar ályktanir og sú fyrsta var, að pass austurs í öðrum sagnhring sýndu fremur veika opnun. Vestur, með tvísagð- an lauflit átti varla þar bæði ás og kóng og ás austurs sagui tígul- kónginn vera hjá vestri. Þar sem vestur hafði doblað lokasögnina varð að ætla að hann að auki með annaðhvort trompás eða hjarta- kóng. Og ætti spilið að vinnast varð það að vera kóngurinn. Þann- ig átti austur, sem hafði opnað, spaðaás, tígulás og annað af tveim hæstu laufunum. Að þessu athuguðu kann að líta út fyrir, að suður eigi 10 slagi örugga. En með tvíspil í laufi er hugsanlegt, að austur geti fengið slag á trompníuna sé trompi spilað á drottningu. Sagnhafi kom auga á ráð við þessu. Eftir að hafa trompað tígulásinn spilaði hann laufi. Vestur gat ekki gert betra en láta lágt, austur fékk slaginn og þá gagnaði ekki að spila aftur laufi. Hann spilaði því lágu trompi, tekið með áttu og aftur spilað laufi og vinningur tryggður. Næsta lauf var trompað með drottningu og tíu slagir öruggir. Fyrir áhugasama lesendur má við bæta, að fleiri skemmtilegir möguleikar leynast í spilinu. Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthonv Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 99 — Ég veit þú ert að reyna að hjálpa mér. Fyrirgefðu. Eg held ég sé bara að missa vonina. Ég hef verið mjög hrædd þessa síðustu daga. — Það er vegna þess sem fyrir kom, sagði Peters. Hann var ekki reiður lengur. Hún var þreytuleg og vonleysisleg. — Það kom þér úr jafnvægi. En vertu ekki svona svartsýn á manninn þinn. Hann gerir það sem hann getur. — Það er þessi innilokun sem er að gera mig vitskerta, sagði Eileen. Hjartað barðist ótt og títt í brjósti hennar. — Ef ég gæti bara fengið að fara út í fáeinar mínútur. Sitja i sólinni... \ — Ég ætlaði að léyfa þér að fara út í garð, sagði Peters — að minnsta kosti ef þú lofar að hegða þér vel. — Ég mun gera það, sagði hún. — Ég heiti því. Þau sátu úti i garðinum og hún hallaði sér aftur á bak og horfði upp í laufguð trén. Hann sat hjá henni. Þau höfðu ekki mælt orð af vörum síðan þau fóru út úr herberginu. — Þakka þér fyrir þetta, sagði Eileen. — Þér veitti ekki af að fá þér frískt loft, sagði hann. — Ef þú ert skynsöm þá skal ég leyfa þér að koma stund út daglega. — Hefur þú verið í fangelsi? — Já, tvisvar. — Þetta er skrítin reynsla. Það er eins og þú sért gersam- lega einn í heiminum. Eins og ekki ein einasta vera í heimin- um skeyti um hvað um þig vcrður. Var þér lika þannig innanbrjósts? — Nei, sagði Peters. — Ég átti vini sem ég vissi að myndu ná mér út. En hann vissi hvað Eileen átti við þótt hann hefði ekki fundið þessa tilfinningu í sama skilningi og hún lagði i hana. En i sjálfu sér hafði hann staðið utan samfélagsins árum saman. — Maður hefur nægan tíma til þess að hugsa, sagði hún. Hann hallaði sér aftur i stólnum, hálflukt augun. Hann var það nálægt henni að hann myndi geta gripið hana sam- stundis ef hún reyndi að hreyfa sig. Hún hafði verið að velta fyrir sér hvernig hún ætti að bera sig að. Hún vissi að hann var ekki með byssu. Ef hún kæmist að hliðinu og út á veginn ... þá væri henni borg- ið. — Ég er syf juð, sagði hún. Hann hallaði höfðinu og leit á hana. — Allt í lagi. Láttu það eftir þér. Það er að verða voðalega heitt. Hún lokaði augunum og fann að henni tókst að slappa af. Hún var grafkyrr lengi. Hún reyndi að átta sig á hversu langur tími væri liðinn. Hún reiknaði út að það væri stund- arfjórðungur. Eileen opnaði augun eilítið, nægilega til að sjá hann. Hann lá í sömu stelling- um og sneri höfði frá henni. Hún beið enn um hríð og horfði á hann. Hann hreyfði sig ekki. Hún drap öðrum fætinum niður. Aftur beið hún. Hún sá ekki framan í hann, en hann virtist í svefni. Það brakaði ekki i stólnum þegar hún hreyfði sig. Hún rétti sig upp. Enn bærði hann ekki á sér. Hún hélt að hann myndi vakna við hjartsláttinn. Hún tóð upp. Hún snerist á hæli og flýði til hægri í áttina að skógargötunni fram- an við húsið. Peters var ekki sofandi. Hann hélt að hún væri sofandi. Hún var næstum komin að hliðinu þegar hann sá að hún var farin. Peters var ekki nema sekúndubrot að ná henni. Hún hafði gripið i hliðarrimiana og komst hvort eð var ekki lengra. Hún heyrði að bíll nálgaðist. Hann greip um munn hennar þegar hún ætlaði að gefa frá sér hljóð. Tárin streymdu niður vanga henni. Hann hélt henni í fangi sér þar til bilhljóðið var dvínað. Hann ýtti henni á und-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.