Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 Búkovskí í framhaldi af erindi Vladimírs Búkovskís, sem birtist í Morgunblaöinu um síöustu helgi, koma hér svör hans viö spurningum fundargesta á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varöbergs, þar sem erindiö var flutt. Ólympíu- leikarnir Anæsta ári fara Ólympíuleikarnir fram í Sovétríkjunum, en sú ráðstöfun er reiðarslag fyrir okk- ur andófsmenn. Einn þáttur Ólympíu- leikanna á að fara fram í Eistlandi, það er að segja kappsiglingin. Af hálfu Sovétstjórnarinnar er þetta hið mesta kænskubragð, því að hún gerir sér mætavel grein fyrir því að margar þjóðir hafa aldrei getað viðurkennt innlimun Eistlands, Lettlands og Litháens í Sov- étríkin. Tilgangurinn með því að hafa kappsiglinguna í Eistlandi er einungis sá að þátttaka í henni jafngildir viðurkenn- ingu á því að Eystrasaltslöndin séu innan landamæra Sovétríkjanna. Meðal annars af þessari ástæðu er afar óviturlegt fyrir lýðræðisþjóðir að taka þátt í þessum Ólympíuleikum. Þær ættu fremur að nota tækifærið til að beita Sovétstjórnina þrýstingi með því að neita þátttöku og í því sambandi væri staða Eistlands kjörin ástæða," sagði Búkovskí. Bókasýning í Moskvu Nýlega var haldin sýning á erlend- um bókum í Moskvu. Allar bækur voru að sjálfsögðu settar í rit- skoðun, sem margar stóðust ekki og komust því ekki á sýninguna. Fulltrúar hinna ýmsu forlaga fengu synjun er þeir sóttu um leyfi til Moskvufarar vegna sýningarinnar. Samt létu fjölmargir aðrir forleggjarar sér lynda að þiggja slíkt leyfi. Þeir létu sér lynda að bækur þeirra væru bornar undir ritskoðara Sovétstjórnarinnar. Það var eins og þetta fólk færi að hugsa í takt við Sovétkerfið um leið og það var komið inn fyrir landamæri Sovétríkjanna. Allt í einu fannst því ekkert athugavert við lögleysuna og ósómann. Það, sem þessir vestrænu útgefendur áttu auðvitað að gera, var að koma ekki nálægt þessari bókasýningu, af þeirri ástæðu að aðgang- ur að henni væri takmarkaður og alþjóðleg bókasýning gæti ekki sætt politískri ritskoðun. En þeir gerðu það ekki.“ Um forrétt- indi flokks- brodda og kerfiskalla Sovézkt þjóðfélag gerir mikinn mun á stéttunum. Munurinn á lifskjör- um, — bilið milli háttsettra flokks- manna og verkamanna er með ólíkind- um, og miklu meira en milli nokkurs kaupsýslumanns og verkamanns í þessu landi. Ekki er ótítt að flokksmaður fái tuttugu sinnum hærri laun en verkamað- ur, en þar við bætast svo hlunnindi þau, sem starfsmenn flokksins og skrif- finnskukerfisins njóta. Þau hlunnindi standa almenningi ekki til boða og þeirra njóta heldur ekki nærri allir flokksmenn. Slík hlunnindi eru til dæmis fólgin í innkaupum í sérverzlunum með fágæta innflutningsvöru. Fyrirbæri, sem nefnt er „lokuð flokksdreifing", annast sölu á varningi, sem ófáanlegur er í öðrum búðum, en verðlag þar er mjög lágt. Þetta eru til dæmis einu búðirnar þar sem hægt er að kaupa kavíar, því að enda þótt hann sé fluttur úr landi og fáan- legur í verzlunum á Vesturlöndum, er hann í Sovétríkjunum ekki ætlaður öðrum en þeim, sem aðgang hafa að „lokaðri flokksdreifingu". Utlendingar geta reyndar keypt kavíar í sérstökum verzlunum þar sem einungis er tekið við alþjóðlegum gjaldmiðli. Sama er að segja um húsgögn, fatnað, raftæki eins og segulbandstæki, útvarpstæki og annað slíkt, en allt þetta geta flokksbroddarnir fengið við vægu verði hjá „lokaðri flokksdreifingu". Til eru skólar, sem nefndir eru sérskól- ar. Þeir eru ætlaðir greindustu krökkun- um, en einhvern veginn hefur það viljað svo til að það eru háttsettir flokksmenn, sem eiga klárustu krakkana. Þannig átti þetta ekki að vera í upphafi. Þessum skólum var komið á fót til að auðvelda hæfileikanemendum tungumálanám. Tungumálakennslan hefst í sjö ára bekk, en að loknu námi í þessum skólum eru nemendurnir langtum betur uppfræddir en önnur börn og hafa miklu meiri möguleika á inngöngu í háskóla. Með tímanum hefur þróunin orðið sú, að það eru forréttindi þarna háttsettra flokks- manna að fá þarna skólavist. í Sovétríkjunum eru sérstök sjúkrahús og sérstök heilsuhæli við Svartahafið, sem aðeins eru til afnota fyrir starfs- menn flokksins. Ég get sagt ykkur frá manni, sem sagði mér makalausa sögu. Ég kynntist honum í fangelsi, en hann hafði starfað við dreifingu á þessu forréttindagóssi. Hann sagði mér að jafnvel í þessum efnum væri stéttaskipting við lýði. Með- limir stjórnmálanefndar flokksins eru þeir einu, sem mega fá vissan varning. Svo koma miðstjórnarmenn, en fyrir þörfum þeirra er ekki jafn vel séð. Þá koma ráðuneytin, en þeim er raðað eftir mikilvægi. Þetta er svo flókið kerfi að aumingja manninum hafði orðið það á að ruglast í ríminu, með þeim afleiðingum að hann var sakaður um fjárdrátt og síðan var honum stungið í fangelsi. Ég tel ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á hinni rótgrónu stéttarvitund. I Bandaríkjunum eru mörg dæmi þess að börn auðkýfinga taki sér fyrir hendur að sópa göturnar eða vinna við vélaþvott. Ég hef meira að segja rekizt á slíkt. Slík störf mundu börn starfsmanna sovézka kommúnistaflokksins aldrei geta gengið í. Þau gætu jafnvel ekki ráðið sig til verzlunarstarfa. Svo lítillækkandi eru slík störf í augum flokksins, að það yrði aldrei látið viðgangast. í Moskvu er stofnun ein, sem heitir ÍMON, en þar fer fram þjálfun og fræðsla verðandi diplómata og verzlun- arfulltrúa. Án sérstakra meðmæla hátt- settra flokksmanna fær enginn inngöngu í þessa stofnun. Af sjálfu leiðir að slík meðmæli eru auðfengin fyrir börn flokksmanna. Þið kannski vitið að börn leiðtoganna og meðlima stjórnmála- nefndarinnar eru yfirleitt diplómatar, verzlunarfulltrúar eða tengjast þeim starfsgreinum með einhverjum hætti. Jafnvel sonur Brésneffs er nú verzlun- arfulltrúi í Svíþjóð. Umgengni yið komma Eg færi nú ekki að mæla með því að þið beittuð kommúnistana ykkar einhverjum þvingunaraðgerðum," var svarið við spurningunni um hvort Islendingar ættu að umgangast komm- únista eins og annað fólk, eða hvernig fara ætti með þá öðrum kosti. „Þið skuluð umgangast þá eins og mannlegar verur eða eitthvað enn verðmætara. Ég held að flestir hljóti þeir að vera auðtrúa og bernskir í hugsun, ósköp einlægir og auðtrúa. Ég er enginn farandráðgjafi í baráttunni gegn kommúnisma, en eitt ráð get ég þó gefið ykkur: Ef þið hafið efni á þá ættuð þið að bjóða þeim að dveljast í Moskvu í eitt ár.“ ", Hann útskýrði síðan tímatakmörkin svo: „Eitt ár er nægilegur tími til að menn geti séð í gegnum sovézkt þjóðfé- lag. Lengri dvalartími en eitt ár gæti reynzt hættulegur, því að þá fara menn að verða samdauna þessu kerfi og innlimast í það með margvíslegum hætti. Til dæmis eiga námsmenn, sem eru í náðinni, kost á margháttaðri fyrir- greiðslu og forréttindum, meðal annars í formi beinna fjárstyrkja." Hvernig þjóðir hætta að vera til Iþessu sambandi skulum við huga að stöðu minnihlutahópa í upp- hafi og gera okkur grein fyrir því áo nugmyndafræði kommúnismans mið- ast við það að þurrka út hvers konar þjóðlega menningu og þjóðlega hefð. Það var byrjað á því að útrýma slíkri hefð, menningu og trúarskoðunum meðal Rússa sjálfra, en síðan var farið að nota Rússa til að útrýma menningu, hefð og trú annarra þjóða innan Sovétríkjanna. Varðandi kúgun minnihlutahópa og þjóðarbrota er þess að sjálfsögðu fyrst að geta, að heilu þjóðarbrotunum hefur verið útrýmt, — þau hafa verið þurrkuð út af yfirborði jarðar. Önnur hafa týnt tungu sinni, enn önnur hafa verið svipt stafrófinu og þar með ritmáli sínu. Sumar þjóðir Mið-Asíu, á Úsbekistan- og Túrkmenistan-svæðunum, voru sviptar stafrófinu eftir byltinguna. í staðinn fyrir arabískt letur fengu þessar þjóðir kyrillískt letur, sem meðal annars hafði það í för með sér, að ný kynslóð, sem einungis lærði að lesa og rita samkvæmt nýja stafrófinu, gat ekki lesið þau trúarrit, sem tíðkazt höfðu frá aldaöðli. Nýja kynslóðin var á sama hátt útilokuð frá þjóðskáldum, og botnar ekkert í allri þessari menningu og öllum þessum bókum fyrir byltinguna. Útrýmingarstefnan tekur á sig fjöl- breytta mynd, allt eftir landshlutum. í Úkraínu er vandamálið aðallega í sam- bandi við tungumál og menningu. Þar sem mál þeirra líkist mjög rússnesku flæktist það ekki fyrir Rússum að neyða upp á þá tungu sinni, enda hefur það tekizt til fullnustu í sumum hlutum landsins. Þó ekki í Úkraínu vestanverðri, sem var hernumin 1940, en austurhéruð landsins eru undirlögð af Rússum. Sama er að segja um Hvíta-Rússland. Heita má að þar tali ekki nokkur maður tungu Hvít-Rússa nú orðið. í þessum landshlutum eru engir skól- ar, sem kenna þessi tungumál. Þeir skólar, sem kenndu þau fyrir um það bil aldarfjórðungi eru hættir að starfæ- Um efnahagslega undirokun er það að segja, að hún verður að teljast mismun- andi mikil eftir landshlutum. Sovét- stjérnin gerir sér grein fyrir því að þorri manna í Eystrasaltsríkjunum er þeim beinlínis fjandsamlegur, og reynt er að forðast árekstra með því til dæmis að hafa betra vöruval í verzlunum en víða annars staðar. Stjórnin vill helzt vera laus við ólgu eða jafnvel uppreisn í þessum löndum. Andstaðan þar stóð lengur en víðast annars staðar, einkum í Litháen en þar kom iðulega til óeirða eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar allt aftur til ársins 1956. Þangað til voru starfandí svonefndir „Skógarbræður", sem börðust gegn sovézka hernámslið- inu. Svo eru önnur svæði, sem fá allt aðra meðferð — svæði, sem Sovétstjórn- in misnotar efnahagslega, en þar gefa suðurhéruð Kasakstans og Úkraínu, svo og ákveðin svæði Síberíu, mest af sér.“ Hvítasunnu- menn þjást í hljóði Um aðstoð trúfélaga á Vesturlönd- um við systurfélög í Sovét sagði Búkovskí meðai annars. „Hvítasunnumenn eru nýbúnir að halda alþjóðamót í Vancouver. Enginn ætlast til þess að þeir fari að kasta sprengjum inn í sovézk sendiráð eða gera annað af því tagi. Það eina, sem við förum fram á, er að þeir komi á framfæri frásögnum af ofsóttum hvítasunnu- mönnum í Sovétríkjunum og þeim, sem hafa verið líflátnir af því að þeir sinntu ekki herkvaðningu, en sovézkir hvíta- sunnumenn bera ekki vopn. Hvítasunnu- menn á Vesturlöndum hafa aldrei for- dæmt Sovétstjórnina opinberlega. Þegar ég var í Vancouver kom ég fram í sjónvarpsþætti, sem nefnist „Phone In“, og setti þar fram þessa gagnrýni á hvítasunnumenn og alþjóðamót þeirra. Um leið var einn kominn á línuna. Hann hóf mál sitt á því að lýsa samúð hvítasunnumanna með málstað trú- bræðranna í Sovét, en því miður fengi hann ekki séð að nokkur tök væru á því að koma þeim til hjálpar. Ég benti honum á, að nú stæði yfir alþjóðamót þeirra í borginni, — hvers vegna í ósköpunum þeir notuðu ekki slíkt tæki- færi til að fordæma Sovétstjórnina opinberlega. Þá sagði hann: „Mér er ekki kunnugt um dæmi þess að fólk hafi verið tekið af lífi.“ Þetta var auðvitað helber lygi- Að sögn heimildarmanna minna í Moskvu eru erlendir hvítasunnumenn iðulega á ferð í Sovétríkjunum og þeir hafa samband við sína menn. Stöðugt leggja þeir að þeim að fara nú varlega, að stofna ekki til úlfúðar, að mótmæla ekki. Þeir segja: „Þið skuluð þjást í hljóði eins og Kristur." Svona afstaða er auðvitað ekki annað en hræsni.“ Hvað verður um kornið, sem sent er í „kornhlöðu Evrópit ? Spurt var hvort hægt væri að neita Sovétstjórninni um að fá keypt korn frá Bandaríkjunum án þess að slíkt hefði í för með sér hernaðar- legar afleiðingar af hálfu Sovétríkj- anna. og hvort kornsölutregða kæmi ekki fyrst og fremst niður á röngum aðila, sem sé almenningi. „Kornsala hefur löngum verið umdeilt mál. Sakarov er til dæmis í hópi þeirra, sem telja ófært að nota korn til að beita þrýstingi. Ég er honum ósammála um þetta. Korn og önnur influtt matvæli sjást sjaldnast í verzlunum. Slík inn- flutningsvara fer yfirleitt til annarra landa, — þeirra landa sem Sovétstjórnin telur sér henta að múta þá stundina, eða vill styrkja með matvælagjöfum, eins og til dæmis Kúbu og Angólu. Þá fer jafnan verulegt magn í forðabúr hersins, en almenningur sér aldrei neitt af þessu korni. Að gera ráð fyrir því að hernaðar- innrás Sovétríkjanna yrði yfirvofandi ef

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.