Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 45 kornflutningur þangaö brygðist held ég að sé að taka fulldjúpt í árinni. Jafnhliða synjun um kornsölu mætti setja skilyrði, þannig að ekki yrði um afdráttarlauSa neitun að ræða. Þá fyrst yrði hægt að líta á þetta sem samningaviðræður og þá fyrst fer Sovétstjórnin líka að vita hvað klukkan slær. Það má setja það skilyrði að þeir fækki í herjum sínum. Með þessu móti mætti líka fá þá til að gefa almenningi eitthvað frjálsari hendur, um leið og þetta kæmi sjálfum ykkur að gagni. Astæðan er einfaldlega sú, að um leið og Sovétstjórnin finnur fyrir þrýst- ingi á efnahagskerfið, sem má nú ekki við miklu, þá slær hún af, að minnsta kosti eitthvað. Það er mín skoðun, að það sé hreint og beint fáránlegt að selja Sovétríkjunum þennan varning án þess að setja skilyrði og án þess að beita þrýstingi í því skyni að bæta ástandið, til heilla fyir alla aðila, innan Sovétríkj- anna og utan þeirra." Af hverju geöveikra- hæli? Eftir lát Stalíns og afhjúpun á glæpaverkum hans sá Krúsjeff sér ekki fært að nota sömu aðferðir og áður höfðu verið við lýði. Hann gat ekki varpað fólki í fangelsi í stórum stíl, því að slíkt hefði skemmt mjög fyrir stjórninni erlendis, stofnað í hættu viðskiptahagsmunum og komið í veg fyrir betri samskipti. En hann gat ekki stjórnað landinu án þess að ógna þjóðinni, því að það er ekki hægt að stjórna kommúnistaríki í samræmi við kommúnískar hugsjónir án þess að ógna alþýðunni. Þess vegna tók hann upp nýja aðferð til að halda alþýðunni í skefjum en hún var í því fólgin að hann tók geðlækningar í sína þjónustu. Hugsunin, sem að baki liggur, er ofur einföld, og á sér rætur í kommúnískri sálarfræði. Marxisminn kennir að félagslegar kring- umstæður sljóvgi mannlega hugsun og að and-sósíalísk hugsun sé útilokuð hjá fólki, sem lifað hefur í sósíalísku þjóðfé- lagi í sex áratugi. Samkvæmt kenning- unni eru ekki til nema þrjár skýringar á and-sósíalískri hugsun: Sú, að umhverfi mannsins sé ekki sósíalískt, hann sé á mála hjá heimsvaldasinnum, eða sú, að maðurinn sé brjálæðingur. Þetta er sú röksemdafærsla, sem Krúsjeff studdist við, er hann lýsti því yfir í ræðu árið 1959 að í landinu væru ekki lengur til neinir þjóðfélagsandstæðingar og þeir fáu, sem enn væru á móti kerfinu, væru bara geðsjúkir. Þegar farið var að beita fólk þvingun- um undir því yfirskini að um geðlækn- ingar væri að ræða var fljótlega farið að skipta andófsmönnum í tvo flokka geð- sjúklinga, — annars vegar þá sem haldnir væru stigvaxandi ofsóknar- hyggju, en sú sjúkdómsgreining felur í ser að einstaklingurinn telur einhverjar hugmyndir svo yfirþyrmandi og mikil- vægar að hann hljóti að afsala sér sínu eigin frelsi og fjölskyldunnar, börnum sínum og starfsframa í þeirra þágu. Við vorum beittir þessari aðferð á sjöunda áratugnum og okkur fannst þetta ekki sízt erfitt viðureignar af því að nánast var ógjörningur að svara þeim spurning- um, sem fyrir okkur voru lagðar í þessu sambandi. Sé maður spurður hvers vegna maður sé á móti þjóðfélaginu, sem er lykilspurning áður en „stigvaxandi of- sóknarhyggja" er úrskurðuð, er ekki hægt að svara því til að þjóðfélagið sé algjörlega á misskilningi byggt. Það þætti gefa ótvírætt til kynna að maður- inn væri þrjálaður. Því síður er hægt að fallast á að maður sjálfur hafi á röngu að standa og að þjóðfélagið hafi rétt fyrir sér, því að þar með er maður farinn að afneita sínum eigin skoðunum. Vinur minn einn hliðraði sér hjafþessu með að vitna í Lenín. Hann hélt því fram við læknanefndina, að skilgreining hennar á ofsóknarhyggju stæðist ekki, því að Lenín hefði á sínum tíma verið í andstöðu við þjóðféiagið og sú afstaða hefði stofnað frelsi hans og starfsframa í hættu. Samt dytti engum í hug að halda því fram að Lenín hefði ekki verið fullkomlega heill á geðsmunum. Þessi röksemdafærsla kom honum að vísu ekki að gagni, heldur varð hún bara til þess að í læknaskýrslunni var hann talinn þjást af stórmennskubrjálæði, og hefði meðal annars líkt sér við Lenín. En á þessum tíma var misbeiting geðlækninga í pólitískum tilgangi ekki eins ískyggileg og erfið viðureignar og hún er nú, því að vísindamenn telja ekki raunverulega ástæðu til að beita þá lyfjameðferð, sem þjást af ofsóknar- hyggju. Skömmu eftir 1965 innleiddi Snjesjevskí prófessor kenningu um svo- nefnda hægfara geðklofasýki. Þessa teg- und geðsýki telur Snjesjevskí geta hagað sér svo að engra ytri einkenna verði vart í allt að fjörutíu til fimmtíu ár. Hún þarf hvorki að hafa áhrif á tilfinningasvið sjúklingsins eða andlega skerpu og ekki er annað að skilja en að eina fólkið, sem raunverulega sé óhult fyrir þessum kvilla, séu Snjesjevskí og lærisveinar hans. Yfirvöld tóku þessa kenningu snarlega upp á sína arma og komu henni á framfæri og frá því á árunum upp úr 1970 hefur Snjesjevskí verið helzta kennivald í geðlækningum í Sovétríkjun- um. Kenningar hans hafa nú hlotið skilyrðislausa viðurkenningu og hver einasti geðlæknir í Sovétríkjunum hlýtur að lúta þeim. Innilokun pólitískra fanga í geðveikrahælum fer fram með tvennum hætti. Annars vegar er um að ræða sérstaka tegund geðsjúkrahúsa, sem austantjalds eru ekki annað en venjuleg fangelsi, girt gaddavír með rimla fyrir gluggum. Fangarnir eru lokaðir inni allan sólarhringinn og einasti munurinn á slíkum geðsjúkrahúsum og venjulegum fangelsum er sá, að verðirnir eru í hvítum sloppum utan yfir einkennisbún- ingunum. Forstöðumenn eru læknar, sem jafnframt eru starfsmenn dóms- málaráðuneytisins. Þeir eru flokkaðir eftir mannvirðingum og starfa undir sams konar stjórn og hermenn. Það sem gerir vistina hvað þungbærasta er það að skömmu eftir komuna þangað tjá lækn- arnir mönnum, að þeir eigi þaðan ekki afturkvæmt nema þeir lýsi því yfir að skoðanir þeirra hingað til hafi byggzt á röngum forsendum. Þeir segja að með því að viðurkenna og gagnrýna mistök sýni sjúklingurinn batamerki, og þetta sé eina leiðin fyrir geðlæknana til að úrskurða að um bata sé að ræða og að hægt sé að útskrifa sjúklinginn. Þeir, sem ekki ganga að þessu, eru látnir taka mikið af lyfjum, auk þess sem beitt er við þá ýmsum aðferðum, sem flestar eru mjög sársaukafullar og jafnvel skaðleg- ar. Þegar ég var í slíku geðsjúkrahúsi var einkum beitt þrenns konar meðferð. Aminasin var gefið í sprautu og hafði sljóvgandi og svæfandi áhrif, og hægt var að sofa svo lengi sem lyfið var gefið. En aukaverkanirnar voru mjög skaðleg- ar og höfðu áhrif á ýmis innyfli, svo sem lifrina. Súlfasín var annað lyf, sem mikið var notað á þessum tíma, en það orsakaði háan sótthita og ofboðslegar kvalir skömmu eftir innspýtingu. Hér er raun- ar um að ræða súlfúr, sem leystur er upp í olíu. Loks var um að ræða meðferð, sem einkum var beitt þegar þörf var talin á alvarlegri refsingu, en hun fór þannig fram að sjúklingurinn var vafinn inn í votar segldúkslengjur, mjög fast, alveg upp í handarkrika. Þegar segldúkurinn þornaði skrapp hann saman með þeim afleiðingum að brennandi sársauki fór um allan líkamann, þannig að sjúkling- urinn varð viðþolslaus af kvölum. Ætlazt er til þess að starfsfólkið fylgist með púlsi sjúklinga meðan á þessu stendur og ef púlsinn er orðinn veikur á að vefja dálítið ofan af svo sjúklingurinn geti dregið andann, en síðan er hert á aftur. Þess eru mörg dæmi að fólk hefur látið lífið í þessari meðferð, — yfirleitt hefur það kafnað af því að hjúkrunarliðið hefur ekki brugðið nógu skjótt við eða af því að það hefur hreinlega gleymt sjúklingnum. Eftir að Snjesjevskí kom til skjalanna var farið að nota fleiri lyf, svo sem gallaperídól, sem orsakar krampa, kippi og skjálfta, sem minnt geta á ástand Parkinson-sjúklinga. Aukaverkanir þessa lyfs eru skaðlegar og notkun þess er hættuleg, auk þess sem hún hefur í för með sér mikinn sársauka. Þetta var sem sé það, sem átti sér stað í hinum serstöku geðsjúkrahúsum, en þá eru ótalin almenn geðsjúkrahús. Þau líkjast sjúkrahúsum eins og þau gerast í öðrum löndum, en þó er þar fólk, sem lokað er inni af pólitískum ástæðum um óákveðinn tíma.“ Misskiln- ingur Vestur- landabúa Beðið var um skilgreiningu á þvi hvort Ashkenazy, Rostropovitsj og Búkovskí teldust landráða- menn samkvæmt sovézkum lögum. Ennfremur var Búkovski spurður álits á metsölubók bandariska hlaðamanns- ins Hedrich Smith, The Russians: „Ég býst við því að Ashkenazy sé talinn landráðamaður samkvæmt sov- ézkum lögum, þar sem hann hafnaði ríkisborgararétti sínum árið 1968 í mót- mælaskyni við innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu. Áður hafði hann leyfi yfirvalda til að fara til útlanda, þar sem hann var kvæntur íslenzkri konu, þannig að þá hefur hann ekki verið talinn landráðamaður. Á Rostropovitsj væri heldur ekki hægt að líta sem landráða- mann, því að hann strauk ekki til Vesturlanda. Hann hafði leyfi til tónleikaferðar, en honum dvaldist dálítið lengur en ætlazt var til, svo að Sovét- stjórnin svipti hann ríkisfanginu. Hann hafnaði því sem sagt ekki sjálfur. Æðsta ráðið svipti hann ríkisfanginu með sér- stökum úrskurði árið 1978 og því er vart hægt að líta á hann sem landráðamann. í lagalegu tilliti er mál mitt vandasamast viðfangs. Ég er enn sovézkur ríkisborg- ari. Þeir hafa ekki svipt mig ríkisfang- inu. Sjálfsagt af því að þeir kærðu sig ekki um að ræða málið frekar en orðið var og vildu ekki þurfa að nefna mig á nafn í bráðina. í þokkabót er ég ekki búinn að afplána dóminn, síðasta dómin- um yfir mér hefur ekki verið fullnægt. Lögum samkvæmt er ég enn í útlegð. Dómurinn var kveðinn upp 1971. Ég fékk 12 ár, þar af tvö í fangelsi, fimm í fangabúðum og fimm í útlegð. Þegar ég var sóttur í fangaklefann árið 1976 átti ég eftir um það bil eitt og hálft ár í búðunum og árin fimm í útlegð. í flugvélinni til Zúrich spurði ég fulltrúa yfirmanna KGB, sem var látinn fylgja mér, hvernig færi nú með dóminn, — hvort honum hefði verið breytt eða hvort ég hefði kannski verið náðaður. Hann svaraði því neitandi og sagði að dómur- inn væri enn í fullu gildi. Lagalega séð er mál mitt nefnilega mjög flókið, til dæmis af því að þeir tóku mig úr fangelsinu gegn vilja mínum. Það var ekki leitað eftir samþykki mínu. Ég var handjárn- aður, fluttur um borð í flugvél #á herflugvelli í grennd við Moskvu og síðan fluttur alla leið til Zúrich. Lögum samkvæmt var þetta glæpur. Þeir rændu mér úr fangelsinu og fluttu mig alla leið til Vesturlanda gagnstætt vilja mínum. Bók Smiths er ágæt og raunsönn. Hann bjó í Moskvu um árabil og starfaði þar sem blaðamaður fyrir The New York Times. Margir vina minna leiðbeindu honum með margvíslegum hætti, þannig að í rauninni er bókin verk margra manna. Án slíkrar aðstoðar hefði honum aldrei tekizt að kynnast hliðargötunum og ýmsum þáttum daglegs lífs í Sov- étríkjunum. Hann er nákvæmur í með- ferð staðreynda, en nokkuð íhaldssamur þegar hann reynir að setja Rússlandss- öguna og núverandi ástand upp sem hliðstæður. Það er einhver algengasta skyssa vestrænna menntamanna, að reyna að skýra hið ömurlega ástand í Sovétríkjunum með því að það sé afleið- ing af illri rússneskri þjóðarhefð. Þeir halda því kannski ekki blákalt fram, en stundum gefa þeir í skyn að Rússar séu svo vont fólk að þeir hafi afflutt og eyðilagt hina göfugu hugsjón kommún- ismans. Þeir vita greinilega mjög lítið um sögu þjóðarinnar. Þeir vita til dæmis ekki að ánauð í Rússlandi var aflétt tveimur árum áður en þrælahaldi var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.