Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 „ Upp mínir sex í Jesú nafni” Eitt haust fóru sex menn í eftirleit. Var fyrirmaður ferðarinnar hraust- menni og fullhugi mikill. Þegar þeir voru komnir í fjarlægustu leit hrepptu þeir byl svo þeir villtust og vissu ekki hvar þeir fóru. Eftir langan tíma fundu þeir að halla tók undan fæti. Komu þeir þá í dalverpi eitt og fundu því næst bæ fyrir sér; börðu þeir að dyrum. Karl einn kom til dyra, ljótur mjög og illilegur. Kvað hann það nýlundu að menn sæktu til byggða sinna og forvitnuðust um þær, og leit hann óhýru auga til gesta. For- ingi þeirra varð fyrir svörum. Sagði hann hvernig á stóð um ferðir þeirra. Brauzt hann inn og félagar hans með honum án þess karl gjörði að leyfa það eða banna. Þegar þeir höfðu setið um stund var þeim borið kjöt á skálum; gjörði það kona ein ungleg, en döpur mjög. Stóð karl á meðan í skáladyrum. Hún sagði í hálfum hljóðum: „Borðið þið þann barminn sem frá ykkur snýr." Þeir þóttust sjá að við þann barminn var sauðakjöt, en mannakjöt við hinn. Síðan bar stúlkan af borði og dró af þeim vosklæði. Sagði hún þá enn í hálfum hljóðum: „Verið það var- ir um ykkur, farið ekki af nærklæðum og sofnið ekki.“ Um nóttina var tunglskin. Svaf forsprakki eftirleitar- manna í rúmi sem skugga bar á og sagði hann lagsmönnum sínum, að þeir skyldu ekki bæra á sér hvað sem á gengi fyrr en hann kallaði til þeirra. Stund- arkorn eftir að þeir voru lagztir niður kom karl inn. Gekk hann að rúmi eins og þreifaði á brjósti hans og sagði: „Magurt brjóst, þreklaust." Þannig tók hann á þeim öllum og tautaði líkt fyrir munni sér. Seinast kom hann að rúmi forsprakkans og þegar hann tók á honum mælti hann: „Feitt brjóst, hugmikið." Síðan brá hann sér út í horn og greip þar öxi og sneri að rúmi foringj- ans. Sá hann hvað verða vildi og vatt sér ofan úr rúminu, en karl hjó í rúmið og missti hans. Greip maðurinn þá öxina og náði henni af karli. Karl æpti þá og mælti: „Upp mínir tólf í andskotans nafni.„Maðurinn færði þá öxina í höfuð karls svo í heila stóð og hann féll, og mælti: „Upp mínir sex í Jesú nafni.“ Þá opnaðist hurð í gólfi niðri og upp manns- höfuð, en hinn hjó það af. Banaði hann þeim þar öllum tólf í kj allaradyrunum. Síðan fundu þeir kvenmann þann er hafði þjónað þeim til sængur um kvöldið. Var hún bóndadóttir úr Eyjafirði er karl hafði stolið og vildi neyða til að eiga elzta son sinn. En henni stóð stuggur af þeim, mest fyrir þá sök að þeir drápu alla er villtust til þeirra, og átu þá. Mikið fundu þeir þar fémætt og margt sauðfé var í dalnum. Réðst það af að foringi eftirleit- armanna varð eftir við annan mann stúlkunni til skemmtunar og til að gæta fjárins, að það félli ekki um veturinn fyrir það að það væri óhirt. Hinir eftir- leitarmenn fóru heim. Um vorið flutti maðurinn stúlkuna norður og átti hana síðan að ráði föður hennar. Flutti hann síðan allt það sem í afdalnum var norður og reisti stórt bú og bjó þar vel og lengi. ITT>T?nT\TTT> íYLÍMJjUU Ulí Ef borin er út sæng hjóná á sunnudagsmorgni til að viöra hana veröur hjónaskilnaöur. Ef bóndinn feröast eitthvaö má konan ekki búa um rúm hans hiö fyrsta kvöld sem hann fer aö heiman því þá koma þau aldrei framar í eina sæng. Ætíd er sultur og seyra í því búi sem mikið er veitt af rjúþum. Ef maður situr auöum höndum situr maöur undir sjö djöflum en hamþar þeim áttunda. Mikil undirhár eru auösmerki. Ef Reykjavíkurtjörn er íslaus fyrír sumarmál þá er von á íkasti eftir þau. Úr Haralds sögu haröráða Með Vœringjum í Miklagarði Haraldur, sonur Sigurðar sýr, var i Stiklarstaðaorrustu með ólafi^ konungi helga, hálfbróður sínum og komst á brott með öðrum flóttamönnum nokkuð sár. Þegar hann hafði verið læknaður hélt hann um Kjöl til Svíþjóðar og síðan austur í Garðariki og gerðist þar höfðingi yfir landvarnarmönnum Jarizleifs konungs. Frá Garðaríki byrjaði hann ferð sína út í Grikkland, til Miklagarðs, og varð brátt höfðingi yfir öllum Væringjum. Hér segir frá því, er Haraldur og Væringjar unnu borg á Sikiley og þurftu þá að beita til þess nokkrum brögðum þvi að borgarmúrar voru miklir og sterkir og ekki auðunnir. En er Haraldur kom til Sikil- eyjar, þá herjaði hann þar og lagði þar með liði sínu til einnar borgar mikillar og fjölmennrar. Settist hann um borgina, því að þar voru sterkir veggir, svo að honum þótti ósýnt, að brjóta mega. Borgarmenn höfðu vist nóga og önnur föng, þau er þeir þurftu til varnar. Þá leitaði hann þess ráðs, að fuglarar hans tóku smáfugla, er hreiðruðust í borginni og flugu á skóg um daga að taka sér mat. Haraldur lét binda á bak fuglunum lok- arspæni af tyrvitré og steypti vaxi og brennisteini og lét slá eldi í. Flugu fuglarnir, þegar er lausir urðu, allir í senn í borgina að vitja unga sinna og hýbýla, er þeir áttu í húsþekjum, þar er þakið var reyr eða hálmi. Þá laust eldinum af fuglunum í húsþekjurnar. En þótt sérhver bæri litla byrði elds, þá varð það skjótt mikill eldur, er margir fuglar báru til víða um borgina í þekjur, og því næst brann hvert hús af öðru, þar til er borgin logaði. Þá gekk fólkið allt úr borginni og bað sér miskunnar, þeir hinir sömu, er áður höfðu margan dag drembilega mælt og hæðilega til Grikkjahers og höfðingja þeirra. Gaf Haraldur öllum mönnum grið, þeim er þess beiddu, fékk síðan vald yfir þeirri borg. ^4 ðfortíð skal hyggja effrumlegt skal byggja, ánfræöslu þess liðna sést ei hvaö er nýtt.“ Þannig orti Einar Benediktsson og þessi gamla mynd, sem tekin var í eldhúsinu á Reykhólum vestra, sýnir betur en margt annað þau miklu umskipti, sem orðið hafa á högum þjóðarinnar á þessari öld. Mjólkin, flotið og áin Fjórtán Einu sinni áttu karlar þrír tal með sér um ýmsa hluti; þar kom að þeir fóru að tala um hvaða matur þeim félli vel. Segir þá einn þeirra: „Góð er mjólkin, guð var í henni skírður." „Ósatt er það,“ sagir annar, „í flotinu var hann skírður, blessaður." „Ekki er það heldur sannara," sagði hinn þriðji, „hann var skírður í ánni Fjórtán." „Beiskur ertu nú, drottinn minn ” Einu sinni var kerling til altaris. Presturinn hafði ekki góðan augastað á kerlingu og er sagt hann gjörði það af hrekk, en sumir segja hann gjörði það af ógáti, að hann gaf kerlingu brennivín í kaleiknum. En kerl- ing lét sér ekki bilt við verða og sagði það, sem síðan er að orðtaki haft: „Og beiskur ertu nú, drottinn minn.“ Kerlingin hélt það væri fyrir sinna synda sakir að messuvínið væri svo beiskt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.