Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTOBER 1979 59 Á NÆSTUNNI TÓNABÍÓ: NEW YORK, NEW YORK ÞAU ánægjulegu tíðindi hafa borist til eyrna að hér verður tekin næst til sýningar fyrsta tónlistarmynd þeirra félaganna Martin Scorsese og leikarans Roberts De Niro, en við höfum áður orðið vitni að frábærri samvinnu þeirra í myndunum MEAN STREETS og TAXI DRIVER. Hér eru þeir víðsfjarri blóðidrifnum öngstrætum stórborgar- innar, því bakgrunnur NEW YORK, NEW YORK, er einmitt tónlistar-, einkum jazzlíf borgarinnar á fimmta áratugnum. De Niro leikur jazzleikara, sem hrífst af söngkonu bandsins, Lizu Minelli. Þess má geta um vönduð vinnubrögð De Niros, að hann tók sig til og lærði og æfði að spila á saxafón vikum saman áður en kvikmyndatakan byrjaði. Stiklað á stóru Þar sem að undir- ritaður hefur dvalist erlendis að undan- förnu, og myndirnar í kvikniyndahúsunum hrannast upp og gengið yfir — misjafnar að gæðum eins og gengur — þá verður farið frek- ar fljótt yfir sögu að þessu sinni. AUSTURBÆJARBÍÓ: SVARTA ELDINGIN („Greased Lightning“) Stemmningin í kvik- myndahúsinu var ein- staklega létt og hress undir upphafsmínútum „Svörtu eldingarinn- ar“. Unglingarnir — en sá aldurshópur er meg- instoð og stytta kvik- myndahúsanna, sem kunnugt er — fóru á kostum, klappað hres- silega þegar Pryor reytti af sér einhvern brandarann eða plataði verði laganna uppúr skónum. En, því miður, hljóðnaði klapp og hlátur gestanna ærið fljótt, enda engin furða, því áður en langt leið komu gallar henn- ar í ljós: leikstjóranum virðist engan veginn vera það ljóst hvers konar mynd hann er að skapa. Gamanmynd með tilheyrandi sprelli og fíflalátum, sögulega mynd um hárbeittan baráttumann fyrir réttlæti til handa þel- dökku fólki, eða þá kappakstursafþrey- ingarmynd. Þessir þrír þættir eru að sjálfsögðu meg- inþræðir sögu fyrsta litaða kappaksturs- kappa Bandaríkjanna, en það hefur ekki tekist að flétta þá saman. Fyrrihlutinn er hin ág- ætasta skemmtun, en svo virðist sem leik- stjórinn missi tökin á efninu er Scott hefur fengið réttlætinu full- nægt. Eftir það dettur S E niður á hálfvand- ræðalegt plan. Pryor er góður leik- ari sem nýtur sín lang- best í hreinræktuðum gamanmyndum, sbr. THE BINGO LONG TRAVELLING ALL STARS AND MOTOR KINGS. Þá stendur Beau Bridges sig vel að venju, en vesalings Pam Grier er hálf- utanvelta í klúðurslega skrifuðu handriti. GAMLA BÍÓ: COMA Hér er á boðstólum nýlegur þriller, efnið af vísindaskáldlegum toga spunnið. Ungur kvenlæknir, G. Bujold, fær grunsemdir um að ekki sé allt með felldu á spítalanum sem hún vinnur. Svo virðist sem alltof margir sjúkl- ingar leggist í dauðadá undir svæfingu, og þeg- ar hún verður vitni að þriðja tilfellinu á ör- skömmum tíma, tekur Bujold til sinna ráða... Efnið er að sjálf- sögðu með allmiklum ólíkindum, en það er aukaatriði, það, sem máli skiptir, er að eftir imr' Richard Pryor sem ökuþórinn Scott Wendell. rólega byrjun er COMA spennandi og hressileg skemmtun. Crichton virðist nú vera orðinn jafnvígur á pennann og kvikmyndatökuvélina — nýjasta mynd hans sem handritshöfundar og leikstjóra, THE GREAT TRAIN ROBBERY, var frum- sýnd í sumar við góðar undirtektir. Genevieve Bujold er sannfærandi sem hinn felmtri slegni kven- læknir, Michael Doug- las er öllu kraftminni sem hinn vantrúaði kærasti hennar, — vantar vörpuleika karls föður síns, — en það er enn talsvert lífsmark með Richard Widmark, því gamalkunnri, fág- aðri illyrmsku hans bregður fyrir. NÝJA BÍÓ: CASH Hér hefur nafnbreyt- ing átt sér stað. Þeim hjá Fox hefur sjálfsagt þótt myndin ekki „plumma sig“ nægilega vel undir sínu rétta nafni - WHIFFS. - Og kannski má sá ástæðuna fyrir nafn- breytingu myndarinn- ar í auglýsingatexta kvikmyndahússins „ÞEIR' SEM SÁU MASH, verða líka að sjá CASH“ En hvað um það, þessi lágfleyga grínmynd virðist hafa fallið vel í kramið hérl- endis, líklega hvergi gengið betur í heimi, miðað við hinn marg- umrædda mannfjölda. Talsvert hæpið þó að upphefja landann sök- um þess. CASH - WHIFFS er á margan hátt mis- lukkuð mynd, að maður tali nú ekki um þegar tekið er tillit til þess að hvergi hefur snyrtivör- ukóngurinn George Barri sparað til. Leik- ararnir eru velflestir að góðu kunnir. Gould fer með aðalhlutverkið og hefur í sannleika sagt ekki verið betri um langa hríð. En meingallað handritið háir honum, líkt og öðrum ágætum leikur- um þessarar myndar. Sem dæmi má nefna að í upphafi er Gould van- kaður sauðarhaus, en undir lokin forhertur og snjall afbrota- maður. Hinir leikar- arnir standa sig vonum framar og reyna að Kanadíska fegurðardísin Genevieve Bujold í aðalhlutverki þrillersins COMA (Gamla Bíó). Hin óárennilega „Delta-klíka‘ trónar uppi á aurhlífinni. John Belushi moða úr því sem að þeim er rétt. CASH fer allsæmi- lega af stað og einstaka kaflar hin þokka- legasta skemmtun, en þegar á líður má segja að myndin sé ein reyksprengja — í orðs- ins fyllstu merkingu. LAUGARASBlO: DELTA KLÍKAN („Animal House“) Þegar þessar línur eru skrifaðar, hefur einn ærslafyllsti farsi síðari ára, ANIMAL HOUSE, verið sýndur við góðan orðstír í Laugarásbíói í nokkrar vikur. Enda á ferðinni ein vinsælasta myndin vestanhafs á síðasta ári. Verið er að kvik- mynd framhald hennar auk þes að sjónvarps- myndaflokkur byggður á myndinni er í bígerð. Og einn aðalkeppinaut- ur National Lampoon, skopblaðið MAD, sem er okkur Islendingum vel kunnugt er nú kom- ið vel á veg með sína fyrstu kvikmyndagerð. En eins og kunnugt er, þá fjármagnaði N.L. þessa kostulegu mynd- gerð. DELTA KLÍKAN, eins og myndin nefnist á íslensku, er snarrugl- aður farsi um algert stjórn- og virðingar- leysi á heimavist í bandarískum mennta- skóla. Uldeilur á milli slúbbertanna í niður- nídda Delta-húsinu og fyrirmyndarnemend- anna á Omega-heima- vistinni. Myndin er engan veginn vel gerð tækni- lega, en á hinn bóginn oftast drepfyndin. Hér er aðhlátursefnið nokk- uð óvenjulegt, eða hinir veikari punktar mannskepnunnar. Því í Deltahúsinu telst leti, ómennska, vanvirðing, subbuskapur, ringul- reið og dónaskapur til ómissandi mannkosta. Leikararnir standa sig með mikilli prýði, ekki hvað síst John Belushi og félagar hans í Deltunni, Bruce McGill, Stephen Furst og Tim Matheson, og af andstæðingum þeirra, hinum hreinlegu og óþolandi Omegabúum, Mark Metcalf, Martha Smith og James Doughton. Þá er ógetið Donalds Sutherland, en ferill hans hérlendis í þessari mynd endaði sem kunnugt er í rusla- tunnunni. Vinsældir DELTA- KLÍKUNNAR hér sem annars staðar má ör- ugglega rekja að nokkru leyti til sárleiða fólks á endalausum boðum og bönnum, samþykkta og reglu- gerða misviturra manna sem tröllríða þjóðfélögunum. HÁSKÓLABÍÓ: FRÆNDI, FRÆNKA („Cousin, Cousine“) Sú frétt olli mér miklum leiðindum, að sýnd hefði verið mynd- in COUSIN, COUSINE á meðan ég flatmagaði víðsfjarri í suðrænni sól. Því brást ég harla glaður við er ég sá að myndin var auglýst til sýningar síðastl. mánu- dag. En engin önnur frönsk mynd hefur orð- ið jafn viusæl utan síns heimalands á síðari ár- um sem C,C. Og skemmst frá að segja, þá olli FRÆNDI, FRÆNKA mér engum vonbrigðum, þvert á móti var hún jafnvel enn skemmtilegri, létt- ari og betri en ég hafði gert mér vonir um. Hún fjallar um hjóna- bandserjur, einkum og sérílagi framhjáhald, á þann eðlilega og gam- ansama hátt sem frönskum er einum lag- ið. Og þar sem þessi afbragðsmynd verður sýnd áfram næstu mánudaga, þá mun ég fjalla ítarlegar um FRÆNDI, FRÆNKA á næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.