Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 35 þangað myndi hann aldrei leggja leið sína, hvað sem í boði væri. Allmargir leiðangrar hafa lagt á K2, en aðeins þrem hefur lánast að stíga á tindinn. Þar þykir útsýni ægifagurt, en fáir eru til frásagnar. Fyrsta fjallgöngusveitin sem upp komst var ítölsk, árið 1954; síðan kom japönsk sveit árið 1977 og bandarísk sveit í fyrra, 1978. I fyrra gerðu Bretar út mikinn leiðangur á K2, og var hún skipuð úrvalsmönnum eingöngu. Chris Bonnington var leiðang- ursstjóri; hann hafði áður stjórnað tveim breskum leið- öngrum á Mt. Everest. Aðrir voru þar Doug Scott, sem kleif Everest fyrstur Englendinga, Pete Boardman, Joe Tasker og Nick Estcourt. Nick Estcourt var aðeins þrítugur að aldri, en þótti þegar einn af snjöllustu fjallamönnum Bretlands. Hann lenti í snjóflóði í þessum leiðangri, og hefur lík hans aldrei fundist. Enn einu sinni hafði Fjallið grimma skek- ið hramminn, og leiðangurinn varð frá að hverfa. Skuggabaldur tók saman. Halda áf ram byggdahugmynd- um á Laugardalssvæðinu Felldu tillögu sjálfstæðismanna Borgariulltrúar Sjálf- stæðisflokksins báru fram breytingartillögu í borg- arráði á þriðjudag, þar sem lagt var til að horfið yrði frá hugmyndum um íbúðabyggð í Laugardal vestan Glæsibæjar og í Sogamýri, austan Skeið- arvogs og efnt til hug- myndasamkeppni um Laugardal. Var tillagan felld af 3 borgarráðs- mönnum Framsóknar- flokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, sem að svo búnu samþykktu að halda áfram að kanna hugsanlegt byggingar- magn og afmörkun byggð- ar á svæðinu. Á fundinum lögðu borgarráðs- fulltrúar meirihlutans fram svo- fellda tillögu, og voru fyrstu 3 liðirnir samþykktir samhljóða. En ágreiningur varð um síðustu máls- greinina, sem samþykkt var með 3 atkvæðum gegn 2. Borgarráðsfulltrúar meirihlut- ans lögðu fram svofellda tillögu: Borgarráð samþykkir að fela Þróunarstofnun að hefja nú þegar undirbúning að gerð deiliskipu- lags undir íbúðarhús: 1. Á Laugarási, utan þess svæðis, sem eðlilegt verður talið að friðlýsa sem náttúruvætti. 2. Á stofnanasvæði við Hafnar- fjarðarveg, þó þannig að tekið verði tillit til eðlilegra þróun- armöguleika stofnunar, sem á svæðinu er. 3. Á stofnanasvæði við Eyrarland með sama fyrirvara og um ræðir í 2. lið. Þá óskar borgarráð að kannað verði nánar hugsanlegt bygg- ingarmagn og afmörkun byggðar á athugunarsvæðinu vestan Glæsibæjar og í Sogamýri, austan Skeiðarvogs. Þegar sú könnun liggur fyrir, mun borgarráð taka ákvörðun um framhald mála. Lögðu Birgir Isleifur Gunnars- son og Albert Guðmundsson fram eftirfarandi breytingartillögu, sem var felld með 3 gegn 2. „Hins vegar samþykkir borgar- ráð að hverfa nú þegar frá hug- myndum um íbúðarbyggð á svæði vestan Glæsibæjar og í Sogamýri, austan Skeiðarvogs. Svæðið í Sogamýri verði áfram útivistar- svæði og verði Þróunarstofnun, í samráði við garðyrkjustjóra, falið að gera nánari tillögur um nýt- ingu svæðisins sem útivistarsvæð- is svo og um nánari skipulagningu þess. Jafnframt samþykkir borg- arráð að láta fram fara hug- myndasamkeppni um nýtingu og skipulag Laugardalsins allt að mörkum við Suðurlandsbraut. I þeirri samkeppni verði ráð fyrir því gert að Laugardalur verði útivistarsvæði með íþróttamann,- virkjum, grasgarði, ræktunarstöð og skrúðgarði, auk hugsanlegtar stofnunar, sem færi vel í slíku útivistarsvæði.“ Sænskur sunnu- dagur í Esjubergi ESJUBERG, veitingastaðurinn á jarðhæð Hótel Esju mun í vetur perur hafa enn betri nýtni, gefa allt að 20 lúmen/watt og endast tvöfalt lengur. Þær eru notaðar í aðalljós bíla, sýningavélar, punktlýsingarlampa og flóðljós. Þar lýsa þær betur en fyrir- rennarar þeirra. Gera má ráð fyrir að innan skamms sjái dagsins ljós nýjar smáperur með ljósmagni allt að 50 lúmen/watt. DAGSLJÓS Jafnhliða þessu voru sömu braut- ryðjendurnir að þróa úrhleðsluperur, U0 3b'N/8Vv H lg\ MAIÍ INHClLANrP? PHILIPS Ljósmagn í Lumenum Orkuþöri í wöttum Lumen áwatt Glópera 1.280 100 13 Halogen pera 1.700 100 17 Halogen bílpera 1.500 60 25 Blandljóaapera ML 3.150 160 20 Flúrpípa TL 80 (38 mm) 3.400 40 85 Flúrpípa TLD 80 (26 mm) 3.450 36 96 Kvikasilfurspera HPL—N 23.000 400 58 Háþrýsti — natríumpera SON 25.000 250 100 Lágþrýsti — natríumpera SOX 22.500 135 167 Málmhalíóapera HPI—T 90.000 1000 90 perur sem ekki hafa glóþráð, en gefa frá sér miklu meira ljósmagn, endast lengur og eru hagkvæmari í rekstri. Gestir í Haag í Hollandi, árið 1932, urðu mjög undrandi að sjá hverja aðra rauðgula frá hvirfli til ilja í undarlegri birtu frá nýrri götulýsingu. Hér var um að ræða natríum-lýsingu frá Philips, sérstaklega hagkvæma. Á sama hátt lýstu bláhvítu kvika- silfursperurnar ökumönnum á leið þeirra um evrópskar hraðbrautir allt frá 1935. SON háþrýsti-natríumperan, sem Philips bjó til 1965, gefur 130 lúmen/ watt, og stærstu perurnar senda frá sér eitthundrað og þrjátíu þúsund lúmen af hlýlegu gullnu ljósi. Hár hiti og mikill þrýstingur natríum-gassins valda því, að innra hylki perunnar verður að vera úr gegnsæju keramiki í stað glers. SOX-peran frá Philips, árangur nýj- ustu þróunar lágþrýstinatríum- perunnar, er í þann veginn að setja heimsmet, 200 lúmen/watt. Hún er ákjósanlegasta og hagkvæmasta per- an til almennings- og öryggislýsingar, innan dyra sem utan. Síðast en ekki síst má nefna HPI háþrýsti-kvikasilfursperuna, sem húð- uð er að innan með sérstöku ljómefni, gerðu úr blöndu málmhalíða og yttrí- um vanadíats. Hún er notuð í lista- söfnum og sjónvarpsupptökusölum, því engin pera á markaðinum kemst nær því að líkja eftir dagsljósinu. Ljósmagn hennar er nálægt 10ö lúmen/watt. ÞÚ HEFUR ENGU AÐ TAPA NEMA KÍLÓWATT- STUNDUM Flúrpípurnar, sem komu til sögunnar 1939 sýndu umhverfið í und- arlegum og kulda- legum litum, því góðri litendurgjöf var fórnað fyrir betri nýtni. Þá fórn þarf ekki lengur að færa. Árið 1974 framleiddi Philips flúrpípuna TL 80 með litendurgjöf, sem nálgast að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru til lýsingar í listasöfnum. Þrátt fyrir svo góða litend- urgjöf var hægt að skipta út þremur venjulegum flúrpípum fyrir tvær nýjar og spara þannig 33% orkunnar. En Philips lét ekki þar við sitja og á síðastliðnu ári kom endurbætta flúrpíopan TL D80 á markað inn, en hún notar 10% færri wött og gefur sama ljósmagn. Nú fæst hún einnig í stöðluðum litum. Þróun raflýsingarinnar tekur aldrei enda. Orkulindir jarðar kunna að fara þverrandi en sama gildir um kröfur okkar til þeirra. Þörfin fyrir meiri og betri lýsingu mun halda áfram að aukast og við munum fullnægja henni. Þetta eru ekki ósættanlegar andstæður. Það sannar saga fyrirtækis okkar frá upphafi. Eins og er höfum við ljósgjafa, sem gætu minnkað orkunotkun til lýsingar á heimilum allt að 70%, í verslunum og skrifstofum allt að 50%, á skemmtisvæðum og vaktsvæðum allt að 75% og á hraðbrautum allt að 70% — ef fólk vildi. En það sem meira er, þessi sparnaður næst, þó Ijósgæði og ljósmagn haldist óbreytt, eða jafnvel aukist. En að sjálfsögðu erum við ekki komnir á leiðarenda. Önnur öld raflýsingar er að hefjast. Uppfinning Edisons er rétt að komast á skrið og við munum ekki láta olíuskort hefta framgang okkar. Við munum bjóða heiminum þá hagkvæmu ljósgjafa, sem hann þarnfast. Philips, Hollandi En ljósaperurnar eru aðeins hluti framleiðslunnar. Ljosrannsókn- arstofa og Lýsingarhönnunar- ' og verkfræðismiðstöð Philips í Eindhoven vinr.a stöðugt að þróun nýrra og betri ljósbúnaða, stjórnbúnaða (svo sem rafeindastraum- festu með 10% minni orkutöp) svo og á sviði ljóstækni. Þrotlaus barátta er háð fyrir aukinni hagkvæmni, sem verið hefur aðalsmerki okkar og von framtíðarinnar allt frá 1891. 1879/1979 Rafliós 100 ara Þeir sem vilja afla sér nánari upplýsinga um ljósaperuna geta fengið sent frá Heimilistæki hf. Sætúni 8, frítt eintak af bæklingnum HOW IS AN INCANDESCENT LAMP MADE? sem gefin er út af PHILIPS verksmiðjunum. Nafn .. Heimili Staður heimilistæki hf SÆTÚNI 8 — SIMI 24000 taka upp þann sið að hafa sérstaka sunnudaga helgaða ákveðnu þjóðerni og verður þá matur viðkomandi þjóðar á boðstólum í veitingasalnum. Nú um þessa helgi verður „sænskur sunnudagur* í Esjubergi og þar boðið upp á sænskt góðmeti. Esjuberg mun í dag kynna sænska matargerðarlist, en hún byggir á þjóðlegum hefðum. Sem dæmi um rétti, sem á boðstólum verða má nefna „rimmad laks“, „krovsalat", „ostasalat", „grisfött- er“, „kroppkakor", „Vármalands- korv“, revbensspjáll", „pytt i panna“ og „glasmástersill". Auk þess eru á boðstólum fjölmörg salöt og réttir. Gestum til skemmtunar á með- an snætt er, mun Þjóðdansafélag Reykjavíkur sýna sænska þjóð- dansa og Þorvaldur Björnsson og Jónas Dagbjartsson leika sænska tónlist á harmoniku og gítar í hádeginu og um kvöldið. Norskt tónskáld kynnir verk sín NORSKA tónskáldið Magnar Am frá Bergen mun kynna tónverk sín í sal Tón- listarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, sunnudaginn 28. okt. kl. 2 e.h. Magnar Ám, sem þykir eitt af efnilegustu tónskáldum yngri kynslóðarinnar í Noregi, hefur kennt hljómfræði og kynnt norska nútimatónlist við Tónlistarskólann. Er hér um kennaraskipti að ræða á milli Tónlistarskólans í Reykjavík og Bergen, en þar hefur Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld kennt undanfarnar tvær vikur. Á sunnudag munu m.a. fimm nemendur úr Tón- listarskólanum flytja eitto af nýjustu verkum Magnars Am. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á þessa tónleika. (Fréttatilkynning) Flóamarkað- ur JC Vík FLÓAMARKAÐUR Junior Chamber Vík heldur áfram í dag, sunnudag, kl. 14—17 og má fá þar marga góða muni á lágu verði. Flóamarkaðurinn verður í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.