Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTOBER 1979 55 fclk í fréttum Finnur missti þingsœtið + DÁNSK-íslenzki læknirinn Finnur Erlendsson sat á síðasta kjörtímabili á þingi íyrir Fram- (araflokk Mogens Glistrup í Danmörku. En í kosningunum i Danmörku síðastliðinn sunnu- dag beið Framfaraflokkurinn mikið afhroð — missti sex af 26 þingmönnum sínum. Meðal þingmanna Framfaraflokksins sem misstu þingsæti var Finnur Erlendsson. Hann sat á þingi fyrir N-Jótland. f ® Jón Ásgeirsson. Jón á heimleið + HINN góðkunni íþrótta- fréttamaður útvarps, Jón Ás- geirsson. hefur síðastliðin tvö og hálft ár ritstýrt Lögberg- Heimskringlu í Vesturheimi. Hann snýr nú heim í vikunni. „Ég mun fara aftur á útvarp- ið.“ sagði Jón í stuttu spjalli við Mbl. ,.En mun þó ekki fara aftur á íþróttirnar, hef ekki hug á því. Hermann Gunnars- son hefur sinnt því starfi nú í hálft þriðja ár með prýði án þess þó að hafa vissu fyrir því að starfið væri hans til fram- búðar“ sagði Jón ennfremur. Jón skrifaði síðasta leiðara sinn í Lögberg-Heimskringlu hinn 28. september. Við ritstjórn blaðsins tekur nú prófessor Haraldur Bessason. HUÓÐFÆRAHÚS REYKJAvIKUR. Finnur Erlendsson. Kristín Erla varð fimmta í Helsinki Paganini: III. Fiðlukonsert D-dur. o n/.i/. v'i immmmáÉm I, HLJÓMLEIKAR 11 ÁRA FIÐLUSNILLINGURINN WOLPI SCHNEIDERHAN OO PIANOLF.1KARINN, PRÓF. WILLY KLASEN VIÐFAN GSEFNI: I. Beethoven: Vorsónata, Op. 24, fyrir piano og fiðlu Allegro — Adagio — Scherzo — Rondo. II. Beethoven: Andante favori fyrir piano. a. Georg G. Miiller: Capriccio, Op. *0 fyrir piano. b. Willy Klasen: Konsertparaphase yfir Josef Sauer: »Die Schönbriinner«, Vals. Schneiderhan og prógrammið + KRISTÍN Erla Karlsdóttir, sem í vor hreppti titilinn Ungfrú Reykjavík tók um síðustu helgi þátt í fegurðar- samkeppninni „Miss Scandina- via“ í Helsinki í Finnlandi. Tíu stúlkur frá Norðurlöndum tóku þátt í keppninni og Kristín Erla hafnaði í fimmta sæti. Kristín Erla cr 20 ára gömul og starfar í tízkuverzlunni Bazar í Reykjavík. Finnsk stúlka varð hlutskörpust i keppninni og sænsk stúlka hafnaði í öðru sæti. Ásamt Kristínu Erlu keppti fyrir íslands hönd Guð- björg Sigurðardóttir. + FIÐLULEIKARINN Wolfgang Schneiderhan kom hingað til lands og lék með Sinfóníuhljómsveit íslands á fimmtudag og minningartónleikum Hauks Gröndals í gær, laugardag. Schneiderhan „debúteraði44 á íslandi fyrir rúmum fimmtíu árum, þá ellefu ára gamall, árið 1927. Morgun- blaðið skýrði frá þessu og eftir þá frétt kom Sveinn Þórðarson, fyrrv. banka- gjaldkeri, til Elínar Pálma- dóttur blaðamanns og færði henni prógrammið frá þeim tíma. Af því má sjá, að ellefu ára gamall hefur Schneiderhan ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur í vali tónverka. Elín færði Schneiderhan pró- Guðmundur Pálsson og Sigríður Hagalín gera víðreist + HJÓNIN Guðmundur Pálsson leikari og Sigríður Hagalín leikkona hafa undanfarið ferðast um Norðurlönd og Evrópu, og heimsótt leikhús. Þau dvöldust í mánuð í Englandi, heimsóttu síðan borgir eins og Paris, Berlin, Kaupmannahöfn, Helsinki og Stokkhólm þar sem þau kynntu sér það nýjasta í leikhúsheiminum. Þau létu sér þó ekki nægja að heimsækja heimsborgirnar heldur voru þau fyrr í mánuðinum á Álandseyjum. Þar sáu þau tvær leiksýningar. „Þó við skildum ekki orð í finnsku þá finnst okkur finnska leikhúsið mjög spennandi, sérstaklega uppfærsla Benno Besson á Hamlet í Lilla teatern i IIelsinki,“ sögðu þau í viðtali við blaðið Áland. Á myndinni eru hjónin fyrir framan innganginn á Álandsleikhúsinu. grammið honum til mikillar ánægju. Hann eignaðist þannig minjagrip frá upp- hafi ferils síns sem eins þekktasta iistamanns heims. Kristín situr fgrir í Englandi + KRISTÍN Ámundadóttir hefur nú alfarið snúið sér að ljósmynda- fyrirsætustarfi í Bretlandi. Hún fetar þar í fótspor „stóru systur“ sinnar, Sigrúnar, sem hefur unnið í Bretlandi síðastliðin tvö ár, í brezka blaðinu 19, októberheftinu, eru myndir af Kristínu þar hún auglýsir samkvæmisklæðnaðinn í vetur. Kristín er stúlkan á myndinni. Hún er 22 ára gömul og stundaði síðas vetur nám í sálarfræði við Háskóla lslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.