Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI um að þau þurfi á hinu og þessu að halda, barnaheimilum, vel búnum herbergjum, góðum leikföngum og svo mætti lengi upp telja. Sjón- varps- og útvarpsþættir eru gerðir og því dembt yfir þjóðina hvers börnin fara á mis og hinir og þessir spekingar gera ótal tillögur um breytingar. En hve oft hefur heyrst um það, á þessu margrómaða barnaári, að börnin þurfi örlítið meira af foreldrum sínum. Þurfi meira af þeirra tíma og meiri kærleika? Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt marga spekingana tala um þann þátt barnauppeldis. Að ala upp barn er mikill ábyrgðarhlutur. Barnið er persóna og við getum ekki krafist eignar- réttar yfir því og skikkað það til að vera eins og við viljum. Okkar hlútverk sem foreldra er því að vernda það í uppvextinum, upp- fræða, og umlykja með kærleika. En hvað er að gerast í nútíma- þjóðfélagi. Kapphlaupið um pen- ingana er orðið svo gífurlegt að börnin verða númer tvö. Að vera heima og hugsa um börn er talið svo niðurdrepandi að báðir for- eldrarnir verða að fara út á vinnumarkaðinn. Sem sagt við sjálf og okkar hagsmunir koma fyrst, síðan barnið og umhyggjan fyrir því. En hvað gerist svo? Barnið finnur að það er einhvers konar hindrun, það er fyrir foreldrum sínum og því líður illa. Úti á götunni meðal vinanna finnur það e.t.v. kærleika og finnur að þar er það ekki fyrir neinum. Á gatan að vera börnunum meira „heimili" en þeirra eigið? Verða ekki bæði stjórnvöld og einstaklingar að snúa blaðinu við? Stjórnvöld verða að gera foreldrum það kleift að vernda börn sín og veita þeim umhyggju. Báðir foreldrarnir eiga ekki að þurfa að vinna úti til að geta framfleytt sér og sinni fjöl- skyldu. Og þeir sem peningaþörfin knýr ekki út á vinnumarkaðinn, ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja þangað út, einungis til að lyfta sjálfum sér upp. Ábyrgðin á uppeldi barna okkar hvílir á okkur sjálfum og engum öðrum. Áhugamaður. • Fyrirspurn til fréttastofu útvarps í hádegisfréttum ríkisút- varpsins 24. október var skýrt frá dómum yfir andófsmönnum í Tékkóslóvakíu og þeir nefndir stjórnarandstæðingar. Andófs- menn hafa einungis krafist þess af stjórnvöldum að stjórnarskrá landsins verði virt. Hvaðan hefur fréttastofan þá vitneskju að mennirnir séu stjórnarandstæð- íngar: Vogabúi. Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Markús B. Ö. Thoroddsen. • Góður sjón- varpsþáttur Sjónvarp.sáhorfandi hringdi, og vildi koma á framfæri ánægju sinni með sjónvarpsþátt Gunnars Eyþórssonar á þriðjudagskvöldið, og þann fróðleik sem þar kom fram, og kvaðst vonast til að Gunnar yrði með fleiri slíka þætti í sjónvarpinu á næstunni. • „Sumri hallar...“ Kona hringdi til Velvakanda vegna visunnar „Sumri hallar, hausta fer“. Undanfarið hafa birst tvær greinar í Velvakanda um umrædda vísu og í annarri þeirra var gerð grein fyrir höfundi henn- ar. Þar er höfundur „Sumri hall- ar“ sagður vera Illugi Einarsson. Konan vildi benda á það, að í „Eyfirskar sagnir" eftir Jónas Rafnar er vísa þessi sögð vera SKAK Umsjón: Margeir Pétursson í Úkraínsku deildarkeppninni í ár kom þessi staða upp í viðureign óþekkts meistara, Chervonovs, sem hafði hvítt og átti leik, og stórmeistarans Dorfmans. Hinn síðarnefndi drap síðast riddara á c3, en hann hefði betur látið það ógert, því að hvítur á banvænan millileik. 24. g6! (Hótar máti í öðrum á h7) De7 og Dorfman gafst upp án þess að bíða eftir svari hvíts, því að eftir 25. gxf7 - Dxf7, 26. Bxc3 er hvítur hrók yfir. eftir Benedikt ívarsson. í bók Jónasar er umrædd vísa nokkuð öðruvísi en sú sem birtist í Velvakanda, eða þannig: Sumri hallar, hausta fer, heyri snjallir ýtar. Hafa fjallahnjúkar hér, húfur mjallahvítar. SIGCA V/öGA í \iLVtm Prófkjör Sjálfstæðisflokksins minnum Á ELINU AUGLYSING — Vegna beinna kynna hennar af borgarbúum og málefnum þeirra sem borgarfulltrúi í Reykjavík og sem blaöamaður. — Vegna þess aö hún hefur hugkvæmni, kjark og dugnaö til aö nýta sína reynslu og þekkingu og koma málum fram. — Vegna þess aö í henni er fólginn möguleiki á að rétta aftur hlut kvenna í þingliöi Sjálfstæöisflokksins og fá tvær konur kjörnar á þing í Reykjavík. Stuöningsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.