Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.1979, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 1979 Umsjón: Sérn Jón Dalbú Hróbjartsson Séra Karl Siyvrbjörnsson Siyurfrur Pdlsson AUDROTTINSDEGI Trúir vottar sannleikans Síðasti sunnud. í október: Hallgrímsmessa Heilög ritning, sem boðar hann, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið, alfa og ómega, upphafið og endirinn. Pistillinn Róm. 3,21—28: Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Guðspjallið Jóh. 8,31—36: Jesús sagði: Ef þér standið stöðugir í orði mínu, þá eruð þér sannarlega lærisveinar mínir, og munuð þekkja sannleikann, og sann- leikurinn mun gjöra yður frjálsa. HaUgrímskirkja í gær, 27. október, var 305. ártíð síra Hallgríms Pétursson- ar, en hann andaðist í Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, 27. okt. 1674. Óhætt er að fullyrða að enginn maður hafi haft dýpri, varanlegri og heillavænlegri áhrif á íslenska þjóðarsál en hann. Kveðskapur hans hefur um aldir verið alþjóðareign, samofin örlögum manna frá vöggu til grafar. Eða eins og Sigurbjörn Einarsson, biskup, komst að orði við vígslu turnsal- ar Hallgrímskikrju, 27. okt. 1974: „Iðjan hans bjó yfir þeirri gift heilags anda, sem eigi þvarr í þrjú hundruð ár. Enginn íslensk- ur hugur hefur vaknað svo til vitundar í nær þrjár aldir, að Hallgrímur hafi ekki með orðum sínum snortið hann, upplýst, sefað, styrkt og grætt. Enginn komst svo til vits og máls, að hann þægi ekki bænarorð, heil- ræði og hugsvölun af honum. Og vart var hinsta andvarp tekið né gröf orpin, nema leitað væri til Hallgríms um hjálp, hugbót, huggun." (S.E.: Helgar og há- tíðir, Rvík 1976) Og Dr. Jakob Jónsson segir: „Ævi hans hér á jörð var aðeins 60 ár, en í raun! og veru mun henni ekki ljúka, fyrr en þjóðin verður ólæs áj búndið mál, eins og það hefurl verið á liðnum öldum. Þess| vegna er séra Hallgríms ekki I minnst á sama hátt og margra annarra ágætismanna, sem höfðu mikla þýðingu sína eigin tíma, en nútíminn skilur ekki, nema með því að grafa í gömlum rústum eða hrista rykið af hálf- gleymdum doðröntum. Séra Hallgrímur er maður vorrar eigin tíðar, og verður maður framtíðarinnar, nema eitthvert stórslys hendi íslenska menn- ingu.“ (J.J.: Um Hallgrímssálma og höfund þeirra, Rvík. 1972.) Hugmyndin um minningar- kirkju Passíusálmaskáldsins er nánast jafngömul þessari öld, en þegar íbúafjöldi var orðinn sá í Reykjavík, að fyrirsjáanlegt var, að nauðsynlegt yrði að skipta bænum í fleiri prestaköll, fékk draumurinn um Hallgríms- kirkju á Skólavörðuhæð byr undir báða vængi. Um 1930 var haldin hugmyndasamkeppni um gerð kirkjunnar og bárust marg- ar tillögur, en ákvörðun var þó frestað. Það var ekki fyrr en tíu árum síðar sem Alþingi sam- þykkti lög um fjölgun presta- kalla í Reykjavík, og var þar tekið fram að hið stærsta þeirra skyldi nefnt Hallgrímspresta- kall, og þar skyldi reist stór kirkja í minningu Hallgríms Péturssonar. Hét Alþingi stuðn- ingi ríkisvaldsins við þessa framkvæmd, og var Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins falið að teikna kirkjuna. En nú var stríð í heiminum. A krikjulóðinni voru herbúðir setuliðsins og fyrstu árin átti hinn fjölmenni Hallgrímssöfn- uður athvarf í kvikmyndasal Austurbæjarskólans til guðs- þjónustu-halds. En að styrjöld lokinni var hafist handa um framkvæmdir, og reistur neðri hluti kórsins og innréttuð þar kapella, sem vígð var 5. desem- ber 1948. Þjónaði hún sem safn- aðarkirkja um aldarfjórðungs skeið. Frekari framkvæmdir við kirkjusmíðina lágu síðan niðri löngum vegna efnahagsástands- ins í landinu, en nauðsynleg leyfi fengust ekki til efniskaupa, en nokkru fyrir 1960 var hafist handa á nýjan leik að reisa veggi kirkjuskips og svo turninn. Mikl- ar deilur voru um kirkjuna, stíl hennar og stærð, en ekkert fékk bugað forráðamenn og unnendur kirkjunnar og sífellt fleiri komu til liðs með fjárframlögum. Á 300. ártíð Hallgríms Pétursson- ar, hinn 27. okt. 1974 var smíði turns og turnálma lokið, og salur í suðurálmu vígður sem safnað- arkirkja. Þann sama dag lagði forseti íslands, Dr. Kristján Eld- járn, hornstein að kirkjunni. Þetta var eftirminnileg hátíð, þar sem mikilvægum áfanga var nað í langri baráttu. Unnið er ósieitilega að bygg- ingu þessa mikla húss. Á undan- förnum fimm árum hefur verið steyptur upp kórinn og hvolfþak hans, og súlur og veggir kirkju- skipsins, en stefnt er að því að koma kirkjuskipinu undir þak. Fullbyggðrar Hallgrímskirkju bíða mörg verkefni í þágu þjóðar og kirkju, að vera miðstöð öflugs og lifandi starfs á sviði tilbeiðslu og boðunar, svo og kirkjulegs tónlistarflutnings. Kirkjan mun veita langþráða og verðuga um- gjörð um dýrustu perlur hljóm- bókmenntanna, enda er kapp- kostað að búa svo um hnúta, að hljómburður verði með ágætum. Hallgrímskirkja er stærsta kirkjubygging á íslandi. Að stíl er hún skilgetið afkvæmi þeirrar þjóðernishyggju í byggingarlist, sem ríkjandi var á árunum fyrir síðari heimstyrjöld í nágranna- löndum okkar. Eflaust er Grundtvigskirkjan í Kaupmannahöfn fyrirmynd Hallgrímskirkju. Höfundar Grundtvigskirkjunnar sóttu fyrirmynd sína í form dönsku sveitakirknanna, sem eru eins og samgróinn hluti hinnar dönsku landslagsmyndar. En form Hall- grímskirkju eru sótt í sjálfa náttúru Islands, í ævintýra- myndir „Hraundranga," „Dverg- hamra" og „Álfaborga", hamra- belti og jökulbungur. Svipur kirkjunnar er stórbrotinn, eins og íslensk náttúra sjálf, tignar- legur eins og gnæfandi fjalla- tindar, hvítur og hreinn eins og fannbreiður jöklanna. Álmur turnsins mynda eins og út- breiddan faðm, er býður hvern þann er framhjá fer, velkominn, turnspíran, sem teigist eina 75 metra upp, ber uppi krossinn hvíta, sigurmark Guðs og lausn- armark manna, sem signir byggð og land. Kirkjan á margt fagurra muna, sem ber vitni um ást manna á minningu Hallgríms Péturssonar og því musteri, sem reist er í minningu hans. Þar má nefna Kristsmynd Einars Jóns- sonar, en mynd þessa gaf mynd- höggvarinn kirkjunni, Altaris- taflan er hins vegar dönsk, gerð af Stefan Viggo Pedersen, og sýnir krossfestingu Krists og er myndin gjöf dansks íslandsvin- ar. Á altari stendur silfurkross, mótaður sömu stuðlabergsform- um og kirkjan sjálf, kross þenn- an gerði Leifur Kaldal, sem einnig gerði kvöldmáltíðar-áhöld kirkjunnar, allt eru þetta minn- ingargjafir. Kirkjan á fagran og vandaðan skrúða, sem unninn er af listakonunum Sigrúnu Jóns^ dóttur og Unni Ólafsdóttur. í turninum eru svo klukkurnar, sem allar eru gjafir. Þær þrjár stærstu eru gefnar af Sambandi Islenskra Samvinnufélaga, sú hin stærsta ber nafnið „Hall- grímur" og áletrunína: „Dýrð, vald, virðing,“ sem er upphaf á lokaversi Passíusálmanna. Er þetta stærsta klukka á landinu og vegur um tvö tonn. Þar fyrir utan eru svo 28 smærri klukkur, sem mynda klukknaspil, og eru þær gjafir ýmissa einstaklinga og fyrirtækja um land allt, og bera nöfn gefenda. í anddyri Hallgrímskirkju, gegnt inngöngudyrum, gefur að líta, — á þeim stað, þar sem aðaldyr verða inn í kirkjuskipið — lítið altari og altaristöflu, sem sýnir engilinn boða upprisu Jesú Krists. Taflan og munirnir á altarinu tilheyrðu kapellu Laugarnesspítala, sem danskir Oddfellowar reistu um aldamót- in síðustu. Þar var alla tíð haldið uppi reglubundnum guðsþjón- ustum sérstakra spítalapresta, þ.á.m. voru sr. Friðrik Friðriks- son og sr. Haraldur Níelsson. Þegar holdsveikispítalinn var lagður niður ákvað síðasti sjúkl- ingurinn, Jósefína Guðmunds- dóttir, að Hallgrímskirkja skyldi varðveita þá gripi, sem prýtt höfðu helgidóm holdsveikra, — þjáningasystkina Hallgríms. Var munum þessum komið fyrir þarna í anddyrinu sem tákn allra þeirra mörgu gjafa, sem kirkjunni hafa borist frá upp- hafi og berast jafnt og þétt frá fjölmörgum vinum og velunnur- um um land allt og jafnvel í öðrum löndum. Þarna stendur þetta tákn og minnir á hlýhug, vináttu og fórnfýsi og markar dyrnar til framtíðarinnar. Á gjöfum og velvild VINA HALL- GRÍMSKIRKJU byggist það hvort og hvenær þessari miklu smíð verði lokið og unnt verður að ljíka upp dyrunum inn í fullbyggða Hallgrímskirkju. Biblíu- lestur Sunnuda/fur 28. okt. Jóh. 8:31 —36 Mánudagur 29. okt. Lúk. 10:1-3 og 17-20 Þridjudagur 30. okt. Lúk. 10:25-37 MiÖvikudagur 31. okt. Lúk. 10:38-42 Fimmtudagur 1. nóv. Lúk: 11:1-8 Föstudagur 2. nóv. Lúk. 11:9-13 Laugardagur 3. nóv. Lúk. 12:1-9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.