Morgunblaðið - 31.10.1979, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.10.1979, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 „Ef guð og físki- fræðingar leyfa” Akvörðunar að vænta í dag um tílhögun og takmarkanir loðnuveiða — FYRIR þá sjómenn, sem stunda loðnuveiðarnar og annan svipaðan veiðiskap með nót, er orðið um hálf- gerða farandmennsku að ræða, sjómennirnir vita alls ekki hvar þeir standa frá degi til dags og því er ekki um neitt atvinnuöryggi að ræða, sagði Óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands íslands í samtali við Morgun- blaðið í gær. — Segjum sem svo, að loðnuveiðarnar verði stoppaðar innan viku, þá þýð- ir það einfaldlega, að þeir verða afskráðir af sinum skipum og úthaldið þá búið vegna stjórnvaldsaðgerða. Út- gerðarmenn geta sem sé sagt við sjómennina, hittumst síðast í janúar á næsta ári góðir félagar, ef guð og fiski- fræðingarnir leyfa, sagði Ósk- ar. í fréttatilkynningu frá sjáv- arútvegsráðuneytinu, sem gef- in var út 11. október síðastlið- inn, segir m.a. að nauðsynlegt gæti verið að stöðva loðnuveið- ar í haust og gæti sú stöðvun verið tilkynnt með stuttum fyrirvara þegar íslenzki flot- inn hefði veitt 350—400 þús- und lestir. Aflinn er nú rétt tæplega 400 þúsund lestir. í tilkynningunni segir, að skyn- samlegt sé talið að geyma 150 þúsund tonn til hrognatöku og e.t.v. eitthvað umfram það vegna loðnufrystingar. Afla á hrognatökutímanum, sem væntanlega yrði eftir febrúar- lok, er fyrirhugað að skipta með kvóta á hvert skip. Við þá skiptingu yrði tekið tillit til burðargetu skipanna og afla- bragða þeirra eftir stærð und- anfarin ár. í fyrrnefndri tilkynningu segir, að verði talið óhætt að veiða meira en 150—200 þús- und tonn eftir áramót, þá verði það gert í janúar á meðan fituinnihald loðnunnar er enn sæmilega hátt. Eins og áður hefur komið fram hefur ís- lenzki loðnuflotinn veitt um 400 þúsund lestir á vertíðinni í haust og þegar virðist vera búið að ákveða að „geyma“ 150—200 þúsund lestir til hrognatöku og loðnufrystingar eftir áramót. Ef reiknað er með hærri tölunni í þessu sambandi er 600 þúsund lesta loðnuafla þegar „ráðstafað“, en að auki veiddu Norðmenn um 120 þúsund lestir úr íslenzka loðnustofninum við Jan Mayen í sumar. Það var í marzmánuði síðastliðnum, sem fiskifræð- ingar lögðu til að hámarksafli á loðnu í haust og næsta vetur færi ekki yfir 600 þúsund tonnin, en sú tillaga fól í sér helmingssamdrátt á veiði úr íslenzka loðnustofninum, mið- að við sama tímabil 12 mánuð- ina á undan. Ekki er talið að niðurstaða fundar íslenzkra og norskra fiskifræðinga, sem lauk í gær, feli í sér verulegar breytingar á fyrri tillögum þeirra. Skoðanir virðast vera mjög skiptar um réttmæti þess að draga svo mjög saman loðnu- veiðarnar eins og fiskifræð- ingar vilja gera. Margir sjó- menn og skipstjórar telja, að aldrei hafi verið meira af loðnu á miðunum en einmitt núna og telja fráleitt að tak- marka veiðarnar svo mjög. Aðrir segja að þörf sé á slíku og sagðist Óskar Vigfússon að undanförnu hafa búið „sína menn“ undir það versta. Sagð- ist hann hafa heyrt, að mun meira væri af minni loðnu í aflanum og auk meiri blöndun- ar afla, þá væri fituinnihald loðnunnar minna. Aðstæður virtust því að einhverju leyti vera breyttar, full ástæða væri til að fara að öllu með gát og hugsa um framtíðina en ekki stundarhagsmuni. Kristján Ragnarsson sagðist í gær ekki vilja tjá sig um þetta mál og vildi heyra rök fiskifræðinga og niðurstöður síðasta fundar þeirra áður, sömuleiðis skoðanir sjávarút- vegsráðherra og hvað hann ætlaðist fyrir. Kristján sagði, að stjórn LÍÚ hefði verið boðuð til fundar í dag til þess að taka afstöðu til þess, sem fram kæmi á fundi hagsmuna- aðila með sjávarútvegsráð- herra klukkan 13 í dag. Ef litið er á loðnuafla þriggja síðustu ára þá var hann 966.741 lest árið 1978, liðlega 812 þúsund 1977, 458 þúsund 1976 og 501 þúsund lestir árið 1975. Frá síðustu áramótum og þar til nú í lok október er aflinn úr íslenzka loðnustofninum orðinn um 1.050 þúsund lestir, en Norð- menn og Færeyingar hafa veitt um 140 þúsund lestir af þessum afla. Útflutningsverð- mæti loðnuafurða á síðasta ári var tæplega 12.6 milljarðar á verðlagi síðasta árs. Alls eru 52 skip á loðnuveið- um nú og á þeim nokkuð á áttunda hundrað skipverjar. Það er því eðlilegt að spurt sé hvað verður fyrir þessi skip að gera ef veiðarnar verða stór: lega dregnar saman í vetur. I fljótu bragði virðist ekki um margt að ræða. Kolmunna- veiðar hafa yfirleitt gengið illa og ekki yrði hægt að veiða hann fyrr en næsta vor. Neta- veiðar yrðu ekki mögulegar fyrir stærstu skipin í vetur, en hins vegar möguleiki fyrir minni skipin, en þó ekki fyrr en seinni hluta vertíðar. Það er þó hæpið að beina þessum skipum á þorskveiðar þegar sífellt er hvatt til meiri friðun- ar á þeirri fisktegund. Djúp- rækjuveiðar hafa verið rædd- ar, en til að þessi skip gætu farið á þær veiðar þyrfti að gera breytingar á þeim flest- um og bæta við tækjum. Okkur vantar ennþá konur í vinnu hálfan eöa allan daginn. Unniö eftir bónuskerfi nýtt húsnæöi, nýjar vélar, hugguleg kaffistofa afsláttarkort þar á meöal 30% afsláttur af fatnaöi. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 85055 eöa Fosshálsi 27. ÍÍS SAUMASTOFA, WKARNABÆR __ Fosshálsi 27, sími 85055. Nýtt spil fyrir yngstu börnin Stjörnuspilið kemur út um jólin SPILABORG h.f. hefur gefið út nýtt spil fyrir 3—7 ára börn, „Spilið um dýrin mín“. Að sögn útgefendanna er hlutverk þess að fræða börnin um íslensku dýrin en með spilinu fylgja 36 dýra- myndir. Þessar dýramyndir hef- ur Spilaborg einnig gefið út á hörðum spjöldum fyrir yngstu börnin og i litabók. Þá hefur Spilaborg gefið út spil sem nefnist Glopol og er enska útgáfan af Sjávarútvegsspilinu. Sögðust útgefendurnir hafa boðið ýmsum aðilum í Bretlandi spilið til kaups og flestir þeirra höfðu þau orð um spilið að það væri mjög gott nema hvað mjög sterk pólitísk stefna kæmi fram í því. í Glopol er nefnilega refsað fyrir að kasta olíu og öðrum mengunarefn- um í sjóinn en þátttakandinn er verðlaunaður fyrir t.d. að bjarga hval. Hins vegar hafa Norðmenn sýnt Glopol áhuga og mun það verða gefið þar út á næsta ári. Um jólin mun Spilaborg gefa út „Stjörnuspilið". Fyrirtækið kynnti spil þetta á Alþjóðlegu vörusýn- ingunni í Laugardal í sumar. Stjörnuspilið gengur út á það að er því lýkur hefur hver þátttak- andi fengið persónulýsingu sem hann hefur mótað eftir eigin óskum en það gengur ekki alltaf jafn vel. Á næsta ári mun Spilaborg hafa í huga að taka þátt í alþjóðlegri vörusýningu í Nurnberg í Þýska- landi. Hafa þeir sótt um pláss á sýningunni en ekki fengið neitt svar ennþá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.