Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979
17
Útgefandi
Framkvæmdaatjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiósla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstrssti 6, sími 10100.
Aöalstrasti 6, sími 22480.
Simi83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
í lausasölu 200 kr. eintakíð.
Kjósendur
gera kröfur
Nú er mesta prófkjarahrotan gengin yfir. Sem fyrr vekja
prófkjörin upp fleiri spurningar en þau svara og skapa
fleiri vandamál en þau leysa. Þessar persónukosningar vekja
að sjálfsögðu eftirvæntingu og athygli. Þær mega þó ekki
verða til þess að draga athyglina frá kjarna málsins, sem eru
þau vandamál, sem við Islendingar eigum við að etja í
efnahagsmálum okkar og kosningarnar í byrjun desember
snúast um.
Kjósendur eiga fyrst og fremst að gera tvenns konar
kröfur til stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram í þessum
kosningum. Hin fyrri er sú, að flokkarnir geri rækilega grein
fyrir stöðu efnahagsmálanna eins og hún var, þegar vinstri
stjórn Ólafs Jóhannessonar fór frá völdum. Fyrsta skilyrðið
til þess að kjósendur geti tekið ákvörðun um það, hvaða
flokki eða flokkum þeir telja bezt treystandi til að takast á
við efnahagsvandann er að þeir eigi greiðan aðgang að
skilmerkilegum upplýsingum um stöðu þjóðarbúsins, þegar
vinstri stjórnin skildi við. Þess vegna hlýtur viðskilnaður
vinstri stjórnar að vera fyrsta mál á dagskrá í þeirri
kosningabaráttu, sem nú er að hefjast. Önnur krafa kjósenda
til stjórnmálaflokkanna á að vera sú, að þeir geri grein fyrir
því fyrir kosningar, hvernig þeir hyggist taka á verðbólgu-
vandanum eftir kosningar. í þeim efnum duga ekki lengur
almennar yfirlýsingar heldur eiga kjósendur heimtingu á
skýrum og nákvæmum svörum um það, hvað flokkarnir ætla
að gera eftir kosningar, komist þeir til valda. T.d. er
þýðingarlaust fyrir flokkana að bera á borð fyrir kjósendur
yfirlýsingar af því tagi, sem Framsóknarflokkurinn hefur
gefið undanfarnar vikur að setja beri í lög, að verðbólgan
skuli lækka að ákveðnu marki á tilteknu árabili. Allir vita,
að verðbólguvandinn verður ekki leystur með því að lögfesta,
að verðbólgan skuli vera svo og svo mikil. Áróður af þessu
tagi er móðgun við kjósendur. Það er áreiðanlega mjög langt
síðan við höfum staðið frammi fyrir jafn alvarlegum og
djúpstæðum vanda í okkar þjóðlífi og verðbólgan er. Þess
vegna verður að gera þá kröfu til flokkanna að þeir taki
sjálfa sig og kjósendur alvarlega og fjalli um þetta vandamál
af þeirri ábyrgð, sem þeim ber.
Stjórnmálabaráttan hér einkennist nú af dæmalausu
lýðskrumi og má ekki á milli sjá hver gengur lengst í þeim
efnum. Verðbólguvandinn verður hins vegar ekki leystur
með lýðskrumi og vissulega er ástæða til þess fyrir
kjósendur að velta því fyrir sér, hvort alþingi, sem kosið er
með þeirri auglýsingastarfsemi, skrumi og trúðshætti, sem
nú tíðkast í stjórnmálabaráttunni, sé yfirleitt hæft til þess
að takast á við þessi alvarlegu vandamál.
Almenningur í þessu landi er orðinn þreyttur á stjórn-
málabaráttu og stjórnmálamönnum og getuleysi þeirra til
þess að leysa þau vandamál, sem þeir hafa boðið sig fram til
að leysa. Af þeim sökum verður áreiðanlega rækilega eftir
því tekið, hvernig flokkarnir haga kosningabaráttu sinni
fyrir kosningarnar, hvernig þeir skýra fyrir kjósendum
hvaða aðferðum þeir ætla að beita til þess að ráða
niðurlögum verðbólgunnar. Kjósendur eru orðnir kröfuharð-
ari en þeir áður voru og gera m.a. kröfu til þess að þeir sem
bjóða sig fram til stjórnmálastarfa, sýni í verki, að þeir séu
til þess hæfir að sinna þeim störfum þannig að að gagni
verði.
Fyrir síðustu kosningar létu kjósendur blekkjast af
loforðinu um samningana í gildi. Það loforð var svikið. Þau
svik munu áreiðanlega verða til þess, að kjósendur verða
bæði raunsærri og gagnrýnni á flokkana og frambjóðendur
þeirra og stefnumið að þessu sinni. Kjósendur keyptu svikna
vöru síðast. Þeir hafa áreiðanlega ekki áhuga á að endurtaka
það.
Úrslit prófkjörs sjálfstœðismanna
í Reykjavík vegna alþingiskosninga
Hvað
segja
þauum
próf-
kjörið
og
úrslit
þess
Morgunblaðið leit-
aöi í gær til þeirra
tólf einstaklinga er
urðu efstir í prófkjöri
sjálfstæðismanna í
Reykjavík um helg-
ina, og spurði þá
álits á prófkjörinu og
úrslitum þess.
Fara svör þeirra
hér á eftir:
Mikill áhugi
Reykvíkinga
á að efía SjáJf-
stœð&flokkinn
segir Geir
Hallgrímsson
„ÞÁTTTAKAN í prófkjörinu sýnir
að það er mikill áhugi hjá Reyk-
víkingum um að efla fylgi Sjálf-
stæðisflokksins í alþingiskosn-
ingunum sem í hönd fara,“ sagði
Geir Hallgrímsson. „Að því leyti
er prófkjörið mikið ánægjuefni.
Um órslit prófkjörsins tel ég
ekki ástæðu að fjalla sérstaklega,
en þó hlýt ég að þakka það traust
sem mér var sýnt,“ sagði Geir að
lokum.
Framboð mitt
til forseta
hafði neikvœð
áhrif í kosn-
ingabaráttunni
segir Albert
Guðmundsson
„PRÓFKJÖRIÐ er orðið allt of
flókið að mínum dómi, auk þess
sem það gefur tilefni til harðnandi
baráttu milli frambjóðenda, og tel
ég það vera komið út á ranga
braut og þarfnist endurskoðunar.
Breyta þarf reglunum á þann hátt
að ekki verði í raun um að ræða
bræðravíg manna í framboði,"
sagði Albert Guðmundsson.
„Um mína eigin útkomu vil ég
segja það,“ sagði Albert ennfrem-
ur, „að hún er mjög góð að mínum
dómi og betri en ég bjóst við,
miðað við breyttar prófkjörsregl-
ur. Eins vegna þess að ég varð
þess var að það hafði neikvæð
áhrif í kosningabaráttunni, að ég
er frambjóðandi til forsetakjörs.
Miðað við þetta tvennt tel ég
útkomuna vera mjög góða, og ég
er þakklátur öllum þeim er studdu
mig í þessari kosningabaráttu og
vil senda þeim mínar bestu kveðj-
ur og þakkir, ég tel að saman
höfum við unnið eftirtektarvert
afrek í þessari baráttu.
Varðandi listann í heild, eða röð
efstu manna, vil ég segja það, að
ég tel listann hafa orðið sigur-
stranglegan í kosningum, hvaða
frambjóðendur sem kynnu að hafa
valist í efstu sætin. Þetta var allt
gott fólk sem var í framboði, að
vísu misjafnlega vel þekkt meðal
kjósenda, en allt frambærilegt
fólk. Listinn er því sigurstrangleg-
ur, og hefði orðið það hvernig sem
raðast hefði í efstu sæti hans.
Sjálfstæðisflokkurinn á bersýni-
lega mikið úrval af góðu fólki,“
sagði Albert að lokum.
„Er að
sjálfsögðu
ánœgður með
árangurinn ”
segir Birgir ísleifur
Gunnarsson
„Ég var að sjálfsögðu ánægður
með þann árangur sem ég náði í
þessu prófkjöri, og þakka þeim
fjölmörgu sem studdu mig, og
mun ég að sjálfsögðu reyna að
verða verður þess trausts sem mér
hefur verið sýnt,“ sagði Birgir
ísleifur Gunnarsson.
„Að öðru leyti vil ég segja það,“
sagði Birgir ísleifur ennfremur,
„að ég hefði kosið að fulltrúar
launþeganna á listanum hefðu
orðið hærri, en raun ber vitni.
Hin mikla þátttaka í prófkjör-
inu sýnir meðbyr Sjálfstæðis-
flokksins. Flokkurinn mun því
örugglega bæta við sig þingsætum
í Reykjavík, og baráttusætin
munu færast neðar en þau voru í
síðustu kosningum. Nú ríður því á
að flokksmenn snúi bökum saman
og hefji stórsókn gegn andstæð-
ingunum," sagði Birgir að lokum.
Stuðningur
við baráttu-
mál og hug-
myndir ungra
manna íStjálf-
stœðisfíokknum
segir Friðrik
Sophusson
„HIN mikla þátttaka í prófkjörinu
sýnir ótvírætt þann mikla áhuga
sem sjálfstæðismenn hafa á
stjórnmálum líðandi stundar, og
hún sýnir ennfremur þann mikla
meðbyr sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú,“ sagði Friðrik Sophus-
son.
„Ég held að sú góða útkoma sem
ég fékk í prófkjörinu sé einkum
því að þakka hve margir menn
lögðu hönd á plóginn, aðallega
hafði ég virkan stuðning yngra
fólks," sagði Friðrik ennfremur,
og ég naut þess að vera yngsti
þingmaður flokksins. Ég tel þessa
útkomu vera fyrst og fremst
stuðning við baráttumál og hug-
myndir ungra manna í Sjálfstæð-
isflokknum og ennfremur vísbend-
ingu um áhuga fólks á endurnýjun
forystuliðs Sjálfstæðisflokksins.
Ég finn til aukinnar ábyrgðar
við það að hafa færst ofar á
listann, og ég vona að ég reynist
þessa trausts verður og að mér
takist að axla þá ábyrgð sem mér
hefur verið lögð á herðar.
Ný liggur fyrst fyrir að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefji skipulega
sókn í þeirri baráttu sem þegar er
hafin, og nýti sem best þann mikla
byr sem flokkurinn hefur nú.
Almennt um útkomuna í próf-
kjörinu og röð efstu manna vil ég
segja það, að valið er sett í hendur
stuðningsmanna flokksins. Tólf
þúsund stuðningsmenn Sjálfstæð-
isflokksins hafa valið þennan
lista, og þeir skipa stærstu kjör-
nefnd stjórnmálaflokks hér á
landi sem enn hefur skilað áliti
sínu.
Að lokum vil ég svo færa öllum
þeim er studdu mig í prófkjörinu
og lögðu mér og sameiginlegum
hugsjónum okkar lið kærar þakk-
ir,“ sagði Friðrik Sophusson að
lokum.
Vísbending
um meðbgr
Sjálfstœðis-
flokksins
segir dr. Gunnar
Thoroddsen
„GÓÐ þátttaka í prófkjörinu er
vísbending um að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi meðbyr,“ sagði
Gunnar Thoroddsen. „Vonandi
dugar sá byr til þess árangurs í
þingkosningunum í desember, að
skapa traustan grundvöll að bættu
stjórnarfari í landinu.
Að því er varðar úrslitin fyrir
mig persónulega, er ég mjög
ánægður og þakka stuðnings-
mönnum fyrir það traust sem þeir
hafa sýnt mér.“
Skiptast
á skin
og skúrir
segir Ragnhildur
Helgadóttir
„ÉG GERÐI mér grein fyrir því að
úrslit í röðun sæta gætu orðið afar
tvísýn,“ sagði Ragnhildur Helga-
dóttir. „Þótt sæti mitt á listanum
yrði að þessu sinni númer sjö, var
heildaratkvæðatala mín í öll sæti
63% af greiddum atkvæðum.
í stjórnmálum skiptast á skin
og skúrir og ég hef staðið í þessu
vegna málefnisins en ekki pers-
ónulegs ávinnings, og nú er mér
efst í huga þakklæti til þeirra er
studdu mig í prófkjörsbarátt-
unni,“ sagði Ragnhildur að lokum.
Sjá næstu slðu