Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 23

Morgunblaðið - 31.10.1979, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1979 23 Fæddur 29. september 1884. Dáinn 22. október 1979. Hann afi er dáinn. Okkur langar til aö minnast hans með nokkrum orðum. Hann var fæddur á Geir- mundarstöðum í Strandasýslu 29. september 1884. Foreldrar hans voru Kristín Björnsdóttir og Eyj- ólfur Eyjólfsson, er þar voru í húsmennsku. Hann fluttist að Ósi í Steingrímsfirði með móður sinni til Þórarins Hallvarðssonar og Guðmundínu Kristjánsdóttur og er þar til 22 ára aldurs er hann fer til Hnífsdals til fiskiróðra og er þar uns hann kvænist og flytur til Önundarfjarðar. Hann kvæntist Hólmfríði Þóru Guðjónsdóttur 25. desember 1914. Þau bjuggu í Armúla í Önundarfirði. Þau eign- uðust 4 börn, þau eru Aðalsteinn, vinnur í Áburðarverksmiðjunni, Kristján, póstmaður, Guðmundur, strætisvagnabílstjóri, Þórunn, húsmóðir. Þau búa í Reykjavík og Mosfellssveit. Afkomendur afa eru orðnir 72. Afi og amma fluttust suður til Reykjavíkur 1947 og settust að hjá syni sínum í Nesi við Seltjörn. Síðan fer afi sem vaktmaður í Arnarholt og var þar til 85 ára aldurs. Síðan hefur hann verið hjá Þórunni dóttur sinni. Amma lifir mann sinn. Þrátt fyrir háan aldur var afi andlega og líkamlega hraustur, þar til fyrir ári að heilsu hans hrakaði. Hann spurði svo mikið um afabörnin og langafabörnin sín til að vita hvernig þeim vegnaði á lífsbrautinni. Afi var alltaf svo ljúfur og góður, það hefur hjálpað honum síðustu árin þegar ellin færðist yfir og hann hætti að fara í sínar vanalegu gönguferðir. Við þökkum guði fyrir góðar minning- ar um afa og þökkum honum fyrir allt og biðjum guð að varðveita ömmu okkar á þessari sorgar- stund. Blessuð sé minning hans. Dúna og Togga. Hafsteinn Björnsson I dag hefði Hafsteinn Björnsson miðill orðið 65 ára ef hann hefði fengið að vera lengur hér á meðal okkar. En hann er farinn því enginn ræður sínu skapadægri. Eg var sitjari hjá Hafsteini í 8 ár og þar sem ég var mágkona hans töluðum við kannski meira saman en hann gerði við fólk yfirleitt, því Hafsteinn var fátal- aður um hæfileika sína á andlega sviðinu, því eins og hann sagði vissi hann minna sjálfur en þeir sem sátu fundi hjá honum, þá var hann víðs fjarri og vissi ekkert um það sem gerðist, en þótti mjög gaman að heyra ef eitthvað merki- legt kom fyrir sem oftast var. Aftur var skyggni hans svo merkileg að undrun sætti og sagði hann mér frá ýmsu sem fyrir hann bar. Langar mig í minningu hans að segja frá einu sem hann sagði mér. Hafsteinn var á Hellis- hólum hjá syni sínum Gísla, sem þar bjó, var hann einn úti á túni að raka, fann hann nálægð Run- ólfs (stjórnanda að handan), var hann í nokkurri fjarlægð og benti honum að koma, lagði Hafsteinn frá sér hrífuna og gekk á móti Runka en þá hvarf hann. Hélt Hafsteinn að ekkert væri um að vera og sneri við, en þá birtist gamli maðurinn aftur og beygði Vegna slæmra mistaka, sem urðu hér í blaðinu í gær við birtingu minningargreina þessara — og blaðið biður alla hlutaðeigandi afsökunar á, eru greinar þessar birtar hér í dag eins og þær áttu að vera. Þorgeir Guðmundur Eyjólfsson — Minning sig niður og eins og hann þreifaði á heyinu og ýtti því til, en hvarf við svo búið. Hafsteinn gekk þangað og einmitt þar sem Runki þreifaði á jörðinni lá úr sem Gísli Hafsteinsson hafði týnt deginum áður er hann var við slátt á túninu, og í þeirri von um að finna úrið var hann ekki farinn að hafa orð á þessu við heimafólkið, urðu því allir undrandi er úrið kom þannig til skila. Já, það er fáum gefið að lifa í tveimur heimum eins og hann gerði og þessir heimar voru hon- um svo nálægir að hann sagði: þetta er svo stutt, það er eins og að stíga yfir þröskuld. Eftir því sem leið á ævina held ég að hann hafi hlakkað til að flytja, hann sagðist vita að hann færi fljótlega, það væri búið að lofa sér að snögglega yrði klippt á þráðinn. En hitt bið ég góðan Guð um og vona að hann bænheyri mig, að ég fái að deyja í grænu grasi og vakna aftur uppi á grænum grasbala. Hann fékk ósk sína uppfyllta, Guð gaf honum það fyrir allt sem hann var búinn að gera fyrir okkur samferðamenn- ina. Blessuð sé minning hans. Elisabet Helgadóttir. / Uthlutanir úr Gjafa- sjóði Thor- valdsens- félagsins Á 100 ára afmæli Thorvalds- ensfélagsins, árið 1975, stofn- aði félagið sjóð, „Gjöf Thor- valdsensfélagsins*4, með 10 milljónum króna, í þvi skyhi að styrkja til framhaldsnáms erlendis þá, sem sérmennta sig til starfa á stofnunum til dvalar, kennslu og þjálfunar vanheilum og afbrigðilegum börnum og unglingum. Gjafasjóðurinn hefur alla tíð verið ávaxtaður á vaxtaauka- reikningi. Úthlutun úr sjóðn- um hefur farið fram árlega undanfarin fjögur ár, og hafa alls 57 umsækjendur hlotið styrki úr sjóðnum, samtals að upphæð kr. 14.775.000.-. Sé miðað við framfærslukostnað á þeim tímum, sem úthlutanir fóru fram á, eru þær að verðgildi í ár kr. 25.832.000.-. Lokaúthlutun úr gjafasjóðn- um fór fram í miðjum ágúst s.l., og hefur hann því lokið hlutverki sínu. Eftirtaldir aðilar hlutu námsstyrki þessu sinni: Anna Karin Júlíussen, Dóra Júlíus- sen, Eyrún ísfeld Gísladóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Gyða Haraldsdóttir, Helga St. Guð- mundsdóttir, Jóhann Thor- oddsen, Karl S. Benediktsson, Karla Kristvinsdóttir, Matthí- as Viktorsson, Rósa Steins- dóttir, Signý Einarsdóttir og Þorbjörg Sigurðardóttir. Sandfell hf. var stofnaö af sjómönnum og útvegsmönnum til aö þjóna sjávarútvegi. Eftir 15 ára þjónustu erum viö stoltir af að geta boðiö eftirtaldar úrvalsvörur: • MARBLUE togvíra frá British Ropes • Flotvörpur frá ENGEL • Norska toghlera frá BergensMekan- iske Verksteder • Franska toghlera frá Morgére • Plastkúlur frá Plasteinangrun h.f • Línur, garn og kaðla frá Hampiðjunni hf. • Bobbinga frá Vélsmiðjunni Odda hf. • Húöir, keöjur, millibobbinga, lása o.fl. frá Bretlandi • Króka, tauma, baujuluktir og belgi frá Noregi ALHLIDA VÍRAÞJÓNUSTA Á VÉLVÆDDU VERKSTÆÐI ÍSAFIRÐI Símar. 94-3500 Bkrifstofa 94-3570 vöruafgreiðsla 94-4366 víraverkstæöi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.