Morgunblaðið - 31.10.1979, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 31.10.1979, Qupperneq 32
Sími á afgreiösiu: 83033 JlUrennbUibib áritstjórn og skrifstófu 10100 JHnrsonbUibib MIÐVIKUDAGUR 31.0KTÓBER 1979 Forsætis- nefndar og samstarfs- ráðherra- Verði loðnuveiðar stöðvaðar neyðist SR til að segja upp yfir 200 manna starfsliði ÁKVÖRÐUNAR sjávarútvegs- rádherra um takmarkanir á loðnuveiðum i vetur er að vænta i dag, en siðdegis í gær lauk (undi islenzkra og norskra fiskifræð- inga um stærð íslenzka loðnu- stofnsins. í ályktun sem stjórn Sildarverksmiðja ríkisins sam- þykkti á fundi sfnum á laugar- dag segir m.a. að verði loðnuveið- ar stöðvaðar i byrjun nóvember- mánaðar „neyðist stjórn Síldar- verksmiðja rikisins til að segja upp störfum, þegar i stað, yfir 200 manna starfsliði ef forða á fyrirtækinu frá fjárhagslegu hruni“. í ályktuninni, sem send var sjávarútvegsráðherra sem áskor- un, segir ennfremur, að „afkomu- spá Þjóðhagsstofnunar, fjárfest- ingar í skipum til loðnuveiða og endurbygging vinnslustöðva til loðnuvinnslu hefur fyrst og fremst grundvallast á aflaspám Haf- rannsóknastofnunarinnar, þar sem talið er óhætt að veiða 1.200.000—1.500.000 tonna ársafla. Nú er búið að fjárfesta tugi milljarða í þessum atvinnurekstri og þúsundir fjölskyldna í landinu eiga alla sína afkomu undir þess- um veiðum." Fiskifræðingarnir Jakob Jak- obsson og Hjálmar Vilhjálmsson sögðust í gærkvöldi ekki vilja ræða niðurstöður fundarins, sem lauk síðdegis í gær. Sögðu þeir, að skýrsla um stofnstærð loðnunnar yrði rædd á fundi þeirra með sjávarútvegsráðherra í dag. Ingolf Röttingen, norski fiski- fræðingurinn, sem þátt tók í fundinum, sagði í viðtali í gær, að fiskifræðingarnir hefðu ekki séð ástæðu til að gera breytingar á fyrri tillögum sínum um 600 þúsund lesta hámarksafla úr íslenzka loðnustofninum í haust og á næstu vetrarvertíð. Sjá ályktun SR á blaðsiðu 12. I.jósm. Emilía. Bifreið ungmennanna tveggja, er ekkert hafði spurzt til frá því á föstudagskvöld, fannst á 10 metra dýpi í Þorlákshöfn í gær. Á myndinni sést þegar verið var að hífa bifreiðina upp á bryggjuna sem hún fór fram af. Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu í gær til fundar í Ráðherrabústaðnum, en munu í dag sitja fundi forsætisnefndar og samstarfsráðherra Norðurlandanna. Lj<v.m. ói.k.m. Bifreið ungmennanna fannst á 10 metra dýpi fundirí dag FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda komu síðdeg- is í gær saman til fundar i Ráðherrabústaðnum í Reykjavík. í dag munu ráðherrarnir síðan sitja fund með norrænu ráð- herranefndinni, sam- starfsráðherrum, en það eru þeir ráðherrar Norð- urlandanna er fara með norræn máiefni. Forsætisráðherrarnir eru Ank- er Jörgensen frá Danmörku, Mauno Koivisto frá Finnlandi, Odvar Nordli frá Noregi, Torbjörn Fálldin frá Svíþjóð og Benedikt Gröndal. Samstarfsráðherrarnir eru Lise Östergaard frá Dan- mörku, Pirkko Työlaejaervi frá Finnlandi, Bjartmar Gjerde frá Noregi, Karin Söder frá Svíþjóð og fyrir íslands hönd situr fund samstarfsráðherranna Guðmund- ur Bendiktsson ráðuneytisstjóri, en Benedikt Gröndal er sam- starfsráðherra fyrir íslands hönd. Þá munu forsætisráðherrarnir einnig sitja fund forsætisnefndar- innar, en þar verður m.a. ræddur undirbúningur að þingi Norður- landaráðs, sem halda á í Reykjavík í mars n.k. Fundum þessum lýkur síðdegis í dag, en auk ráðherranna sitja þá ýmsir embættismenn. Erlendu gestirnir halda af landi brott á morgun. LEITARMENN fundu í gær um kl. 16.00 í höfninni á Þorlákshöfn bifreið ungmenn- anna tveggja frá Þorlákshöfn, er ekkert hafði spurzt til frá því á föstudagskvöld. Lík þeirra beggja fundust í bifreið- inni, en þau voru Katrín Sig- rún Ólafsdóttir, 26 ára, til heimilis að Reykjabraut 3, og ómar Berg Ásbergsson, 21 árs, til heimilis að Eyjahrauni 18. Bifreiðin, sem var af Lada-gerð og bar skrásetningarnúmerið X-4905, fannst skammt frá bryggjusporði syðstu bryggj- unnar í Þorlákshöfn. Þar, sem líklegt var talið, að bifreiðin hefði farið út af bryggjunni, sem nefnist Suðurvarar- bryggja, var um 15 sentimetra hár kantur. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi var kanturinn ónýtur á köflum og talið að bifreiðin hafi farið fram af er verið var að snúa henni. Hált var á bryggjunni eftir loðnu- landanir, að sögn lögreglunn- ar. Hafa bifreiðar áður farið fram af hálum bryggjum í Þorlákshöfn. Tiu metra dýpi var þar sem bifreiðin fannst. Mikil og víðtæk leit var gerð að bifreiðinni í gær og á mánu- dag. Leitarflokkar leituðu á Reykjanesi, í nágrenni Þrengslavegar, á Hellisheiði, í Þingvallasveit og víðar. Þá var mikið leitað við Þorlákshöfn. Á mánudag var kafað í höfninni þar og köfun fram haldið í gær þar til bifreiðin fannst. í gær- morgun slæddu bátar höfnina. Aðstæður til leitar í höfninni voru erfiðar. Sterk austanátt stóð beint inn hafnarmynnið og var ókyrrt á þeim slóðum sem bifreiðin fannst. Áttu kafarar af þessum sökum erfitt um vik og sáu þeir vart úr augum, að sögn Sigurðar Helgasonar hjá björgunardeildinni Mannbjörg í Þorlákshöfn. Það vildi til, er verið var að hífa bifreiðina upp úr höfninni, að afturrúðan féll úr bifreiðinni og skolaðist lík Katrínar út. Var fyrirhugað að halda áfram leit að líki hennar í gærkvöldi með því að slæða höfnina og senda kafara niður. Rjúpan á3000kr.? RJÚPNAVEIÐIN hefur gengið sæmilega það sem af er þegar gefið hefur, en rjúpan er þó ekki enn komin til sölu í verslunum. Hjá Kjötbúð Tómasar í Reykjavík, sem farin er að taka á móti rjúpunni, fékk Mbl. þær upplýsingar að búist væri við að farið yrði að selja hana þegar verðið lægi fyrir seinni hluta nóvembermánað- ar eða í byrjun desember. Verðið var í fyrra rúmlega tvö færi þó eftir veiðinni, hún hefði þúsund krónur og taldi verslun- byrjað vel, en síðan hefði veður arstjórinn að það yrði vart undir spilit svo og væri meira um bönn þrjú þúsund krónum í ár. Það nú en áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.