Morgunblaðið - 14.11.1979, Page 1
32 SÍÐUR
251. tbl. 66. árg.
MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Um 30 þúsund erlend
börn í skólum á Kúbu
Sendiherra Israels í Lissabon fluttur á sjúkrahús
eftir skotárásina. sím«mynd ap.
Árás á sendi-
herra ísraels
í Lissabon
^ Lissabon. 13. nóvember — AP. Reuter.
ÁRÁS VAR í dag gerð á sendiherra ísraels í Portúgal.
Sendiherrann, Eprahim Eldar. særðist en lífvörður hans beið
bana og tveir aðrir særðust í árásinni á sendiherrann. Hann var
að koma til sendiráðs ísraels í miðborg Lissabon þegar tveir
vopnaðir menn réðust að bifreið hans. Lífvörður Eldars var
stiginn út úr bifreiðinni þegar tilræðismennirnir gerðu árásina.
Þeir skutu úr vélbyssu og köstuðu handsprengju að bifreiðinni.
Lífvörðurinn varð fyrir brotum úr handsprengjunni og beið
samstundis bana. Sendiherrann var í bifreiðinni og bjargaði það
lifi hans.
Sendiherrann varð fyrir
tveimur byssukúlum og brotum
úr handsprengjunni. Aðgerð
var gerð á honum við Santa
Maria-sjúkrahúsið í Lissabon í
dag og sögðu læknar, að líðan
hans væri eftir atvikum. Auk
Eldars særðust bílstjóri hans
og kona, sem átti íeið um en
hún varð fyrir brotum úr hand-
sprengjunni. Tilræðismennirn-
ir komust undan. Fyrir tíu
dögum lauk í Lissabon ráð-
stefnu um málefni Araba.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO,
kom þá til Lissabon. PLO-
samtökin hafa neitað að eiga
aðild að morðtilræðinu og tals-
maður þeirra í Madrid for-
dæmdi verknaðinn. ísraelsk
stjórnvöld ásökuðu Portúgali
um að hvetja til starfsemi
hryðjuverkamanna með því að
heimila ráðstefnu Araba í
Lissabon.
Teheran, Washington, 13. nóvember.
— AP. Reuter.
SENDIHERRA írans hjá Samein-
uðu þjóðunum, Jamal Shemirani,
átti í kvöld fund með Kurt
Waldheim, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna. Hann fór
fram á fund í öryggisráðinu til að
ræða „ástandið og ógnun Banda-
ríkjanna við heimsfriðinn með
viðbrögðum sínum við töku sendi-
ráðsins í Teheran,“ eins og hann
orðaði það.
Utanríkisráðherra írans, Abol-
hassan Bani Sadr, sagði í dag í
opnu bréfi til Kurt Waldheims,
sem lesið var í útvarpið í Teheran,
að „það minnsta sem Bandaríkin
geta gert sé að viðurkenna sekt
keisarans“. Hann lagði til, að fram
færi alþjóðleg rannsókn á „glæp-
um“ keisarans og að eignir Reza
Pahlavi í Bandaríkjunum yrðu
afhentar írönskum stjórnvöldum.
Sádr sakaði Bandaríkin um „efna-
hagslegt stríð" á hendur Irönum
með því að hætta að kaupa olíu frá
landinu. Þá sakaði hann Banda-
ríkin um að stefna heimsfriðnum í
hættu.
í Washington skýrði Hodding
Carter, talsmaður utanríkisráðu-
neytisins frá því, að beint síma-
samband hefði verið við sendiráð-
ið í Teheran síðustu daga. Hann
sagði, að íranskir stúdentar hefðu
tekið við skilaboðum til gíslanna.
Jimmy Carter aflýsti fyrirhug-
aðri för sinni til Pennsylvaníu í
dag vegna Iransmálsins og var það
í annað sinn sem forsetinn aflýsir
ferð. Henry Jackson, öldunga-
deildarþingmaður og formaður
varnarmálanefndar þingsins,
sagði að ekki kæmi til greina að
samþykkja síðustu kröfur Sadr.
Ákvörðun Jimmy Carters um að
hætta kaupum á olíu mæltist alls
staðar vel fyrir. Embættismaður í
Washington sagði, að með ákvörð-
un sinni hefði forsetinn viljað
taka olíuna sem vopn úr hendi
írana.
Þá bárust fréttir frá Teheran
um að írönsku stúdentarnir í
bandaríska sendiráðinu hefðu
hafnað tillögum Sadr og sagt, að
ekki kæmi til greina neins konar
samningagerð — þeir hefðu tekið
bandaríska sendiráðið af hugsjón.
íran vill fund í
öryggisráðinu
— til að ræða „ógnun Bandaríkjanna við heimsfriðinn,,
Símamynd AP.
The Times — aftur á götuna. Lundúnabúi les hið
sögufræga blað, sem aftur kom út i dag. Sjá frétt bls. 15.
Ræða um nýtt eld-
flaugavarnakerfi
Haaií. 13. nóvember — AP. Reuter
FUNDUR varnarmálaráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins hófst í
Haag í dag. Til umranlu í Haag er áætlun ríkja Atlantshafsbandalags-
ins um nýtt eldflaugavarnakerfi í V-Evrópu sem svar við SS-20
kjarnorkueldflaugum Sovétmanna. Þeim má skjóta hvert á land sem
er í V-Evrópu og sagðar mjög fullkomnar.
Willem Scholten, varnarmála-
ráðherra Hollands, studdi tillögur
um hið nýja eldflaugavarnakerfi
en lagði til, að ákvörðun yrði
frestað. Hinar bandalagsþjóðirnar
vilja hins vegar að ráðist verði í að
hrinda áætluninni strax í fram-
kvæmd.
Afstaða Hollendinga var já-
kvæðari en búist hafði verið við.
Ákvörðun um endurnýjun eld-
flaugavarna ríkja Atlantshafs-
bandalagsins verður tekin á fundi
ráðherranefnda bandalagsins í
Brussel um miðjan desember
næstkomandi.
Ráðstefnunni í Haag lýkur á
morgun.
Miami. 13. nóvember, AP
UM 30 þúsund nemendur frá
Afríku og Nicaragua stunda
nú nám í skólum á eyju um
120 kílómetra fyrir sunnan
Havana að því er útvarp
Havana skýrði frá í dag. Frá
því var skýrt að í síðustu viku
hefði nýr skóli verið tekinn í
notkun og að þar mundu um
600 nemendur frá Angóla
stunda nám. Auk almenns
náms nema börnin byltingar-
fræði að því er Luis Boko,
starfsmaður sendiráðs Kongó
í Havana, skýrði frá.
Samkvæmt fréttum er von á
nemendum frá Guinea-Bissau,
Sao-Tome og Principe, fyrrum
nýlendum Portúgala, til Kúbu.
Útvarp Havana sagði, að nú
stunduðu börn frá Eþíópíu,
S-Yemen, Angóla og Mosam-
bique nám á Kúbu.
Jonas Savimbi, leiðtogi UN-
ITA — skæruliðafylkingarinn-
ar, sem berst gegn stjórn
Angóla, sakaði Kúbumenn
nýlega um að hafa rænt sex
þúsund börnum á aldrinum 7
til 15 ára og farið með þau til
Kúbu. Hann kallaði þessar
aðgerðir Kúbumanna „herferð
gegn menningu Angóla".
Sovézk jólakort
Lundúnum, 13. nóvember — AP
JÓLAKORT framleidd í Sovétríkjunum flæða nú yfir Bretland og
er verð þeirra aðeins tíundi hluti verðs brezkra korta. Brezkir
jólakortaframleiðendur kvörtuðu undan þessu á blaðamannafundi
íLundúnum i dag.
.„Brezkur almenningur er
blekktur til að kaupa þessi kort.
Hvergi er getið hvaðan þessi
kort koma og fólk veit því ekki
að jólakortin eru framleidd í
ríki, sem hefur afneitað krist-
indómi og ofsótt kristna kirkju,"
sagði James Galbraith í Lundún-
um í dag.
Hann sagði að um 100 milljór
jólakort frá Sovétríkjunum væri
nú seld á brezkum markaði, flest
með trúarlegum texta. Búist er
við að sala sovésku kortanna
muni nema um 10% af sölu
jólakorta á Bretlandi.