Morgunblaðið - 14.11.1979, Side 19

Morgunblaðið - 14.11.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979 Um 700 milljón kr. aðlögunar- gjald til skipta Vatnsmiðlunarlón Landsvirkjunar við Sigöldu stendur nú í 494 metrum og samkvæmt upplýsingum Jóhanns Más Mariussonar hjá Landsvirkjun náði það fullri hæð nú i haust eftir rigningar og kvað hann menn ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af vatnsmálunum nú eins og var fyrr í haust. bó sagði hann enn haldið i orkusölu til Álfélagsins og Járnblendifélagsins. Á myndinni má sjá til vesturs i inntakið sem er ofan við stöðvarhúsið. Ljósm. Rax — RÍKISSTJÓRNIN hefur fallist á tillögur iðnaðarráðherra um skiptingu jöfnunargjalds og að- lögunargjalds til hagræðis i ákveðnum greinum islenzks iðn- aðar á þessu ári segir í fréttatil- kynningu frá iðnaðarráðuneyt- inu i gær, en þar segir m.a.: Ríkisstjórnin hefuríallist á tillög- ur iðnaðarráðherra um skiptingu jöfnunargjalds og aðlögunargjalds til hagræðis ákveðnum greinum íslensks iðnaðar á þessu ári. Jöfnunargjaldi sem lagt var á með lögum nr. 83/1978, er ætlað að jafna þann aðstöðumun, sem stafar af því, að hér á landi er ekki virðisaukaskattkerfi eins og í helstu viðskiptalöndum okkar. Virðisauka- skattur er endurgreiddur við út- flutning og til að jafna þennan mun er upphæð, sem svarar til sölu- skattsáhrifa á kostnaðarverð fram- leiðsluvara íslensks útflutningsiðn- aðar og þeirra iðngreina, sem keppa við tollfrjálsan innflutning, end- urgreidd til viðkomandi fyrirtækja. A þessu ári koma alls um 870 mkr. til greiðslu og hefur nokkur hluti þeirrar fjárhæðar þegar verið greiddur út. Skv. tillögum iðnaðar- ráðherra kemur nú vaxandi hluti endurgreiðslunnar á útflutning þessa árs, og er þar um mikilsverða hagsbót að ræða fyrir iðnaðinn við þær aðstæður varðandi rekstrarfé, sem hann nú býr við. Aðlögunargjald var lagt á inn- flutta iðnaðarvöru frá 1. júlí 8.1. í samræmi við lög nr. 58/1979. Til- gangur laganna er að bæta íslensk- um iðnaði uppsafnað óhagræði, sem stafar af óhagstæðri gengisskrán- ingu, skattlagningu umfram það, sem erlendir keppinautar búa við og samkeppni af hálfu ríkisstyrktra iðngreina erlendis. Gjaldið er lagt á ýmsa samkeppn- isvöru og skapar þannig tollvernd, en skv. lögunum skal tekjum af því á árinu 1979 varið til sérstakra iðn- þróunaraðgerða skv. nánari ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að fengnum tillögum iðnaðarráðherra. Hugmyndir hafa' verið uppi um að leggja stóran hluta af tekjum þessa árs í Iðnrekstrarsjóð, sem síðan myndi ráðstafa þeim í samræmi við efni lagabreytinga, sem enn liggja ekki fyrir tillögur um. Iðnaðarráðherra hefur nú, eftir að hafa ráðfært sig við forystumenn í íslenskum iðnaði, ákveðið að leggja til að meginhluti tekna af gjaldinu skuli að þessu sinni varið til end- urgreiðslna til útflutnings-, veiðar- færa-, umbúða-, fóður-, málm- og skipasmíðaiðnaðar. Hefur ríkis- stjórnin fallist á þá tillögu. Fram hefur komið að undanförnu, að fyrirtæki í þessum greinum eiga nú við mikinn vanda að etja. Það er skoðun ríkisstjórnarinnar, að það sé nú forgangsatriði í ísienskri iðnþróun að efla starfandi iðnfyr- irtæki til nýrra átaka í útflutnings- og samkeppnisiðnaði og þúsundir starfsmanna eigi nú afkomu sína undir því, að iðnfyrirtækin verði öflugri og arðbærari. Til viðbótar þeim endurgreiðslum, sem koma í hlut iðnfyrirtækjanna, mun talsverð upphæð af tekjum af aðlögunar- gjaldinu renna til þess að hefja starfsþjálfun i fata-, ullar- og skinniðnaði. Fyrirtæki á þessu sviði hafa að undanförnu risið á fót víða um land og miklu máli skiptir fyrir framtíð þeirra, að vel sé kunnað til verka, svo að fyrstu sporin takist vel. Getur hin fyrirhugaða starfsþjálf- un orðið einn af hyrningarsteinun- um i þróun iðnaðar i dreifðum byggðum landsins, en siðar er ætlunin að hún taki til fleiri iðngreina. Nokkurri fjárhæð er ætlað að verja til iðnrþóunaráætlana fyrir Norður- og Austurland. Þá er einnig ákveðið að leggja fram talsvert fé til rannsókna í steinullariðnaði og í stálbræðslu, svo og til stuðnings við rekstur Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins. Loks er þess að geta, að 70 mkr. verður varið til tilrauna með saltvinnslu á Reykjanesi. Talið er, að alls muni tekjur af aðlögunargjaldinu nema um 700 mkr. á þessu ári, og er samþykkt ríkisstjórnarinnar miðuð við þá tekjuáætlun. Morgunblaðið innti Davíð Schev- ing Thorsteinsson formann félags íslenskra iðnrekenda álits á þessari ákvörðun: „Við fögnum þessari við- urkenningu ríkisstjórnar íslands," sagði hann, „sem fékkst í ráðstöfun aðlögunargjaldsins. Mað því að end- urgreiða útflutningsiðnaðinum upp- safnað óhagræði er loks fengin viðurkenning á því sem við höfum haldið frám í mörg ár að starfsað- staða iðnaðarins er slík að gengið sem hann hefur verið neyddur til að búa við allan aðlögunartímann hefur verið ranglega skráð. Þar sem aðlög- unargjaldið er tímabundið gjald og rennur út 31/12 1980 er auðséð að ekki verður lengur umflúið að koma starfsaðstöðu iðnaðarins í eðlilegt horf hvað gengisskráningu snertir." Gamla sjónvarpið hefur nú öölast verögildi því aö Radíóbúöin býöur nú viöskiptavinum sínum aö taka hvers konar notuö, jafnvel ónýt svart/hvít sjónvarpstæki upp í Notað Nú getur þú komiö meö gamla, góöa, svart/hvíta sjónvarpiö þitt og viö tökum þaö á matsveröi sem hluta af greiöslu upp í nýtt litsjónvarpstæki. Ef þú ert ekki sáttur viö okkar verö tökum viö tækiö í umboössölu. Er hægt aö bjóða betur? Viö bjóöum, eins og allir vita eitt mesta úrval litsjónvarpstækja á landinu — tæki frá heimsþekktum framleiöendum eins og Nordmende — Bang & Olufsen og ASA. Verö og gæöi viö allra hæfi. Verslióísérverslun með LITASJÓNVÖRPog HUÖMTÆKI 29800 BUÐIN Skipholti19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.