Morgunblaðið - 14.11.1979, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1979
31
• Úr leik KR og Vals í LauKardalshöilinni í fyrrakvöld. Þar tapaði
Valur sínum fyrsta leik i úrvalsdeildinni og hafa þá öll liðin tapað
einum leik. SÍKurvegarinn í kvöld bætir því stöðu sina mjög.
Körfuknattleikur
Fram — ÍR
í kvöld
nú þessi:
59:68
4 3 1 343:324 6
3 2 1 244:229 4
3 2 1 244:236 4
3 2 1 212:205 4
4 1 3 322:241 2
3 0 3 238:266 0
EINN leikur fer í kvöld fram í
úrvalsdeildinni i körfuknattleik.
Þá mætast ÍR og Fram í íþrótta-
húsi Hagaskólans. Hefst leikur-
inn klukkan 19.00. Mótið gerist
nú býsna spennandi, en öll liðin
hafa nú tapað leik.
Staðan i úrvalsdeildinni í
körfuknattleik i
Valur-KR
Valur
UMFN
ÍR
KR
is
Fram
Bandaríkin
sigruðu aftur
BANDARÍSKA golfsveitin, skip-
uð þeim Haie Irwin og John
Mahaffey tryggðu Bandarikjun-
um sigur á HM í golfi sem fram
hefur farið i Grikklandi siðustu
dagana. Þeir félagar slógu sam-
anlagt 575 högg, fimm höggum
betur en Skotar sem urðu í öðru
sæti. Bandaríkjamenn sigruðu
því annað árið í röð og Mahaffey
var aðili að siguriiði USA í fyrra
sem og nú. Félagi hans þá var
Andy North. Irwin keppti nú
einnig í annað skiptið í kcppn-
inni, siðast 1974, er hann ásamt
Lee Trevino varð í þriðja sætinu.
Irwin lék hina rúmlega 6 kíló-
metra löngu braut dagana fjóra á
285 höggum, en það var besti
árangur einstaklings í keppninni
og hreppti hann sérstök verðlaun
fyrir afrekið. Mesta athygli vakti
þó 22 ára gamall Vestur Þjóðverji
að nafni Bernard Langen, sem lék
á aðeins tveimur höggum minna
en Irwin.
Eitt leiðindamál blossaði upp á
HM að þessu sinni, er gríska
ríkisstjórnin skipaði suður afríska
liðinu fyrirvaralaust að hafa sig á
brott. Blessuð pólitíkin gekk þar
berserksgang og var um tíma
mikil ólga meðal all margra liða.
Var um tíma útlit fyrir að sumar
myndu draga sig út úr keppninni í
mótmælaskyni. Ekkert varð að
vísu úr, en hætta er talin á því, að
brottrekstur Suður Afríku kunni
að skaða HM-keppnina í fram-
tíðinni.
Sigursælir KR-ingar
KR sigraði i þremur flokkum Reykjavíkurmótsins í handknattleik, en
úrslitaleikir í yngri flokkunum fóru fram með leynd í Laugardalshöll-
inni um heigina. Sigruðu KR-ingar í 1., 3. og 4. fiokki karla.
Vikingur sigraði í 2. flokki karla og í 2. flokki kvenna sigruðu
Valsdömur. I tveimur flokkum fengust ekki úrslit sökum jafntefla og
verður að leika að nýju. Mætast Fram og Víkingur í 4. flokki karla og
Fram og ÍR í 3. flokki kvenna.
Mistök leiðrétt
VEGNA rangra upplýsinga voru
áhorfendatölur, sem gefnar voru
upp í grein um leik Vals og KR í
körfuknattleik í blaðinu í gær
nokkuð fjarri lagi. Það rétta er
að 1413 áhorfendur greiddu að-
gangseyri en ekki 2100 eins og
stóð i blaðinu.
Milljónir runnu í
sjóo Magna á Grenivík
— óvenjuleg fjáröflun í Grenivík
VÆGAST sagt óvenjuleg fjáröfl-
un til handa iþróttafélagi fór
fram á Grenivík um síðustu
helgi, er íbúar þorpsins sýndi
stuðning sinn við iþróttafélagið
Magna i verki. Magni komst
óvænt i 2. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu á síðasta keppnis-
timabili og varð afleiðingin sú,
að leikmenn liðsins urðu að
leggja mun meira á sig heldur en
Evrópumeistararnir Nottingh-
am Forest hafa samþykkt að
seija landsliðsmanninn Tony
Woodcock til Kölnar fyrir
600.000 sterlingspund, ef kapp-
inn hefur áhuga á að fara, sem er
í Knatlspyrna 1
áður hafði tíðkast. T.d. var æft á
Akureyri þrisvar í viku meira
eða minna allan veturinn. Fóru
þá 2—3 jeppabifreiðir 100 kíló-
metra leið i alls kyns fantafærð,
samtals óku ieikmenn Magna um
23,000 kílómetra til æfinga.
Þegar að því kom að gera upp
ýmsa reikninga í haust að keppn-
istímabili loknu varð að fara að
huga að peningum. Stakk þá
ekki alveg víst eins og staðan er.
Hann er á báðum áttum. en
framkvæmdastjórinn Brian
Clough hefur lagt hart að honum
að gera upp hug sinn fyrir
helgina. Og Clough hefur einnig
boðið Woodcock þriggja ára
samning sem tryggir kappanum
mun hærri tekjur heldur en hann
hefur fyrir. Hvað verður er því
allt á huldu.
ungur maður að nafni Þorsteinn
Harðarson upp á því að fá báta
þorpsins til þess að róa eina helgi
og gefa aflann. Þó að ekki væri
farið fram á lítið, var þetta óðara
samþykkt og á laugardaginn komu
í frystihúsið á staðnum 8 tonn af
fiski. Fólk dreif víða að og gaf alla
sína vinnu. Komu rúmlega 3,3
milljónir í buddu Magna og er
meira á leiðinni, því að samið var
um helgarróður og enn á eftir að
veiða á sunnudegi og vinna allan
þann afla.
— Kristleifur Meldal, formaður
Magna sagði í stuttu spjalli, að
hann hefði ekki orðið þess var að
nokkur hefði séð eftir vinnu sinni
og væru heimamenn hreyknir af
því hversu almenn þátttaka hefði
verið, „menn komu víða að til þess
að leggja sitt af mörkunum þrátt
fyrir að veðrið væri snarvitlaust.
Það er sannarlega ánægjulegt að
starfa fyrir félag sem hefur slíkan
stuðning við bakið" sagði Krist-
leifur. gg.
Woodcock til Kölnar?