Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 28.11.1979, Síða 1
56 SÍÐUR 263. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 7,3 stiga jarð- skjálfti í íran Golden, Colorado — 27. nóvember — AP. ÓTTAZT er að fjöldi manna hafi farizt i miklum jarðskjálfta i norðaustur-íran i dag. Skjálftinn mældist 7.3 stig á Richters- kvarða, en i morgun varð á sömu slóðum skjálfti, sem mældist 5.6 stig. Um 200 manns fórust á þessu svæði í landskjálfta, sem mældist 6.7 stig, fyrir tveimur vikum. Auk þeirra, sem létu lífið, særð- ust f jölmargir og mikið tjón varð á mannvirkjum. NATO-eldflaugar: Danir vilja frestun Kaupmannahöfn — 27. nóvember — AP. MINNIHLUTASTJÓRN Anker Jörgensens i Danmörku hefur þrátt fyrir harðar deilur á Þjóð- þinginu i dag ákveðið að halda til streitu hjá Atlantshafsbandalag- inu tillögu um að ákvörðun um meðaldrægar eldflaugar i Vest- ur-Evrópu verði frestað um sex mánuði. Ætlun dönsku stjórnar- innar er að gefa Rússum ráðrúm til að endurmeta stefnuna varð- andi SS-20 eldflaugarnar sovézku og láta reyna á það hvort Sovét- stjórninni er raunverulega svo umhugað um afvopnun Evrópu og hún hefur viljað vera láta, að þvi er Kjell Olesen utanrikisráð- herra sagði i þingræðu i dag. Þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ár, sem ríkisstjórn i Danmörku tek- ur af skarið í utanríkis- og öryggismálum án þess að styðjast við verulegan þingmeirihluta. Henning Christophersen, fyrr- verandi utanrikisráðherra og formaður Vinstri flokksins, gagnrýndi harðlega að Danir skyldu nú ætla að „fara einför- um“ innan Atlantshafsbanda- lagsins og kvað það áhyggjuefni að stjórnin stofnaði i hættu sam- starfi aðildarrikjanna í öryggis- málum. Danmörk er fyrsta ríkið innan NATO, sem tekur opinberlega afstöðu gegn því að ákvörðun verði tekin um meðaldrægar eld- flaugar á ráðherrafundinum í Brussel í næsta mánuði, en í Hollandi og Noregi hefur gætt verulegrar andstöðu við málið að undanförnu. Flokksstjórn v-þýzka jafnaðarmannaflokksins lýsti í dag yfir stuðningi við stefnu Schmidts kanslara um að sam- þykkja dreifingu eldflauganna í Evrópu, jafnframt því sem leitað yrði samkomulags við Sovétrikin um gagnkvæma takmörkun slíkra kjarnorkuvopna. (AP-slmamynd) íranskar fallhlífastormsveitir ganga um borð í Herkúles-herflutningavél, sem íranir fengu frá Bandaríkjunum á sínum tíma. Síðan Ayatollah Khomeini lýsti því yfir í fyrradag, að allir vopnfærir menn yrðu að vera viðbúnir hernaðarárás Bandaríkjanna hafa umsvif Iranshers stórum aukizt. komið sprengiefni fyrir á við og dreif á sendiráðssvæðinu, og væru þeir þess albúnir að sprengja staðinn i loft upp. ólga meðal almennings og herskárra fylgismanna byltingarstjórnar- innar fer stöðugt vaxandi, en óttazt er að trúarofstækismenn missi taumhald á sér á fimmtu- dag og föstudag í þessari viku, en tiað eru meiriháttar helgidagar i ran. Þá er siður strangtrúaðra að húðstrýkja sjálfa sig með svipum eða rista hold sitt til að sanna að þeir séu fúsir til að gerast píslarvottar fyrir trú sína. í allan dag hefur herinn verið venju fremur umsvifamikill í landinu, og vart varð mikilla herflutninga frá Teheran. Ekki er vitað hvert förinni var heitið, en ljóst er að herhvöt Khomeinis frá í gær á mikinn hljómgrunn í landinu, og ýmsir háttsettir her- miklir herf lutningar f rá Teheran — 27. nóvember — AP. ÞRÁTT fyrir tilmæli írans um að fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna yrði frestað til laugar- dags, svo Bani-Sadr utanríkisráð- herra gæti verið viðstaddur, kom ráðið saman í kvöld. Áður en fundi var frestað til laugardags- kvölds var samþykkt að ítreka kröfu um að bandarisku gislarn- ir í Teheran yrðu látnir lausir, auk þess sem Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri S.Þ. skoraði á stjórnir írans og Iiandaríkjanna að gæta stillingar og forðast hverja þá ráðstöfun, sem orðið gæti til þess að hella olíu á eldinn. Ofbeldismennirnir, sem hafa sendiráðið á valdi sinu, lýstu því yfir í dag, að þeir hefðu Innan sendiráðsmúranna i Teheran eru vopnaðir verðir stöðugt á sveimi, en i hópi varðanna er kvenfólk, eins og sjá má á þessari mynd. Teheran foringjar hafa lýst því yfir að herinn væri við öllu búinn. Bylt- ingarverðir dreifðu í dag fræðslu- ritum um vopnaburð meðal al- mennings fyrir utan bandaríska sendiráðið. Iranski sendiherrann í Moskvu, Mohammed Mokri, lýsti því yfir í dag, að byltingarstjórnin í íran nyti öflugs stuðnings Sovétstjórn- arinnar, en íransstjórn hefði ekki farið fram á hernaðarlegan stuðn- ing Sovétríkjanna vegna deilunn- ar við Bandaríkin. Arf taki Kosygins? Moskvu — 27. nóvember — AP. NÁNASTI aðstoðarmaður Alex- ei Kosygins forsætisráðherra Sovétrikjanna, Nikolai A. Tikh- onov, varð í dag fullgildur meðlimur stjórnmálanefndar sovézka kommúnistaflokksins. Stjórnmálanefndin er æðsta valdastofnun flokksins og eiga i henni sæti 14 manns. Aðild Tikhonovs, sem er 74 ára að aldri, að stjórnmálanefndinni þykir benda til þess að hann eigi að taka við af Kosygin, sem talinn er alvarlega veikur og hefur ekki sézt opinberlega s.l. sex vikur. Á miðstjórnarfundi þar sem Tikhonov var formlega tekinn í æðstu manna tölu, var Mikhail S. Gorbachev, sem er aðeins 48 ára, gerður að varafulltrúa í stjórn- málanefndinni, en varamenn hennar eru níu að tölu. Miðað við aðra meðlimi þessarar valda- stofnunar er Gorbachev barnung- ur, en meðalaldurinn er 69.9 ár. Nikolal Tikhonov Háttsettur embættismaður Sovétstjómarinnar staðfesti í dag að Kosygin væri sjúkur, en vildi ekki greina frá því hvað að honum amaði. Óstaðfestar fregnir herma að hann hafi fengið hjartaslag, en sumir halda því fram að hann hafi nýlega gengizt undir upp- skurð vegna lifrarsjúkdóms. Svarta kassans leitað Karachi. 27. nóvember. Reuter. „SVARTA kassans“ úr Bocing 707 þotu pakist- anska flugfélagsins, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jedda. með 156 manns innanborðs, er enn leitað. Rannsókn málsins er í hönd- um saudi-arabískra flug- málayfirvalda, en forráða- menn flugfélagsins segja, að enn sé allt á huldu um orsök slyssins. Allir farþegar þotunnar voru pakistanskir pílagrímar, en lík þeirra voru svo illa útleikin, að í dag var akveðið að flytja þau ekki heim til Pakistan, heldur skyldu þau grafin í Saudi-Arabíu. Greftrun hófst í dag, en pílagrímunum er búin hinzta hvíla miðja vegu milli slys- staðarins og Mekku, hinnar helgu borgar Múhammeðs- trúarmanna. Ólgan í íran vaxandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.