Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
en eigum eftir að skora
merkilegra né hátíðlegra en gengur
og gerist og allt eru þetta kjósendur,
sem við hittum ýmist á vinnu-
stöðum, í heimahúsum eða utan
heimilis í tómstundum.
Að umgangast fólk af öllum stétt-
um í starfi og leik hefur reyndar
verið minn bezti skóli, enda dæmi ég
hvorki unga né eldri eftir titlum eða
starfsheitum, heldur af manngerð og
eigin verðleikum. Ég tel mig geta
gætt hagsmuna þessa fólks ekki
síður en ýmsir þeir, sem um þessar
mundir eru að slá sig til riddara með
miklum bægslagangi í nafni verka-
lýðs og sósíalisma."
„Kveðum niður
verðbólguhugs-
unarháttinn“
„Er bryddað á fjölþættum spurn-
ingum á vinnustöðum?"
„Það koma upp ólíklegustu mál á
fundunum og að því leyti þjálfast
maður í tilsvörum og skilur betur
hugsunarhátt fólks og þau vanda-
mál, sem allur almenningur á við að
glíma.
Ég hef til dæmis orðið var við þaö,
þegar við erum að tala um verð-
bólguþróunina, að allt of margir
halda, að þeir græði á verðbólgunni.
Þetta er skiljanlegt hugarfar, þar
sem heil kynslóð hér hefur alizt upp
í verðbólguþjóðfélagi, eða allan
þennan áratug. Ef til vill er það
mesti vandinn hjá væntanlegri ríkis-
stjórn, hver sem hún verður, að
kveða niður þennan hugsunarhátt.
Ég hygg, að verðbólgugróðasjónar-
miðið verði ekki upprætt eðlilega
nema á þann hátt, sem við sjálfstæð-
ismenn leggjum til, þ.e. með því að
taka á þessum vanda með snöggu
átaki, grípa til aðgerða, sem skiia
Kosningastarf hefur að mörgu
leyti verið á annan hátt en áður, m.a.
vegna hins stutta aðdraganda, vegna
þess að vinstri stjórnin varð jafnvel
skammlífari en bjartsýnustu and-
stæðingar hennar þorðu að vona.
Ellert B. Schram hefur verið áber-
andi í kosningabaráttunni í
Re.vkjavík vegna ákvörðunar sinnar
um að víkja úr 6. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í 8. sætið, sem
er baráttusæti sjálfstæðismanna nú.
I rabbinu við Ellert spurðum við
hann um tilfærsluna í 8. sætið.
„Tilbúinn
í slaginn“
„Það er rétt að taka það fyrst
fram, að ég hef heyrt þá skoðun, að
ég hafi brotið reglur í þessu sam-
bandi, þar sem prófkjörið væri
bindandi. Kjörnefndin sjálf er bund-
in af því að gera tillögur samkvæmt
reglunum, ef frambjóðandi fær
ákveðið hlutfall atkvæða, en hins
vegar getur frambjóðandi sjálfur og
fulltrúaráðið sem hefur æðsta vald
varðandi framboð, breytt lista frá
prófkjöri, ef það er talið sterkara og
eðlilegra. Það er í rauninni hægt að
færa til í öllum sætum, ef því er að
skipta. Tilboð mitt um bre.vtinguna,
sem ég einn hafði frumkvæði að, og
ákvörðun fulitrúaráðs er því í fullu
samræmi við gildandi reglur."
„Hver var ástæðan fyrir tilboði
þínu?“
„Ástæðan fyrir tilfærslunni af
minni hálfu var að skapa samstöðu,
sýna launafólki í landinu fullt tillit
með því að viðurkenndur baráttu-
maður á þeim vettvangi sé í öruggu
sæti og svo hitt að draga fram þá
staðreynd, að við sjálfstæðismenn í
Reykjavík teljum að 8. sætið sé
baráttusætið og ég var tilbúinn í
þann slag.“
„Þá áhættu
hef ég tekið“
„Þessi ákvörðun þín, sem er ein-
stæð í íslenzkri pólitík í dag, hefur
mikið verið rædd. Sérðu eftir
ákvörðuninni?"
„I pólitík verða menn að vera
tilbúnir til þess að fylgja hugsjónum
sínum eftir með því að berjast fyrir
fljótt árangri. Ég hef enga trú á því,
að það sé hægt að eyða þessum
„verðbólguspekúlasjónum“ á löngum
tíma vegna þess að ef fólki er sagt,
að verðbólgan eigi að minnka úr 80'/?
í 50% á milli ára eða hjaðna á
löngum tima, þá neyðist það til þess
að halda áfram að spila á hana og
hún blómstrar áfram. Þetta finnst
mér sterkasta röksemdin fyrir þvi,
sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur nú
tii.“
„Fólk fylgist vel
með málum“
„Er fólk opinskátt á vinnu-
staðafundunum?"
„Ég hef nú verið á milli 40 og 50
vinnustaðafundum síðustu vikurnar
og mér finnst það stórkostlega
skemmtilegt, hvað fólk fylgist vel
með og er inni í málum. Ég hef
forðast prédikanir eða langar ræður,
en hins vegar leitazt við að svara
heiðarlega þeim spurningum, sem
fram koma.
Ég hef hvergi orðið var við ofstæki
eða fyrirfram mótaða afstöðu um
mannvonzku „ihaldsins“, nema þá
hjá örfáum ræðumönnum á fundi
hjá háskólastúdentum. Þó hefði
mátt ætla, að þeir gættu virðingu
sinnar, ekki síður en almenningur,
en þetta sannar enn betur, að þroski
manna er ekki kominn undir skóla-
menntun eða starfstitlum. Ég vil þó
leggja áherzlu á að hér var greini-
lega um örfáa ofstækismenn að
ræða.“
Nokkur óvaænt atvik og skemmti-
leg hafa gerzt. Ég uppgötvaði til
dæmis, þegar ég var kominn á einn
vinnustaðinn, að ég hafði gleymt
jakkanum heima í óðagotinu. Á
öðrum staðnum lenti ég í því að taka
slag, þar sem fjórða mann vantaði í
brigde, og elskuleg kona uppi í
Breiðholti hrópaði yfir sig, þegar
hún sá mig standa í dyragættinni:
„Ellert minn, hvernig vissir þú að ég
var hér?“
Kosninga-
baráttan
snýst um tillögur
Sjálfstæðisflokks-
ins
„Andstæðingur sjálfstæðismanna
deila hart á stefnu ykkar."
Rætt við Ellert B. Schram um stöðuna
á lokaspretti kosningabaráttunnar
markið“
framgangi þeirra, taka áhættu, ef
svo ber undir, og þá áhættu hef ég
tekið. Af tali mínu við fjölda fólks
hef ég fundið, að ákvörðun mín er
skilin og metin og það hefur verið
mér hvatning.
Það hefur margt verið skrafað og
skrifað um þess ákvörðun og m.a.
hefur þvi verið haldið fram, að ég
hafi verið þvingaður eða „keyptur"!
Ég hef talið það fyrir neðan virðingu
mína að svara þvílíku og öðru eins,
en endurtek, að ég tók þessa afstöðu
sjálfur og án skuldbindinga eða
tilmæla.“
„Sumir spyrja nú samt hvað þú
fáir í staðinn?"
„Ég hef orðið var við það, en slík
spurning hefur aðeins styrkt þá
skoðun mína, að ég hafi gert rétt, ef
það mætti verða til þess að opna
augu fólks fyrir því, að menn eiga
ekki að hafa afskipti af stjórnmálum
af persónulegum ástæðum einum,
heldur fyrst og fremst málefna-
legum! Ég fæ ekkert í staðinn annað
en þá ósk mína uppfyllta — að
Sjálfstæðisflokkurinn eflist."
„Skemmtilegar og
lærdómsríkar
heimsóknir“
„Hvernig finnst þér stemmningin í
þessari kosningabaráttu, scm er að
ýmsu leyti með nýju sniði, sérstak-
lega í þéttbýlinu?"
„Þetta er að sjálfsögðu ekki í
fyrsta skipti, sem frambjóðendur
koma á vinnustaði eða umgangast
fólk. Hvað mig varðar, þá hef ég um
árabil starfað í íþróttahreyfingunni,
þar sem menn í öllum starfsgreinum
vinna saman. Þar hef ég oft komizt í
snertingu við hin ólíkustu viðhorf og
hagsmunamál fólks úr öllum stétt-
um. Ég hef alltaf gert mér far um að
kynnast ýmsum og ólíkum störfum.
Þar á meðal hef ég stundað sjó-
mennsku undanfarin ár og hef haft
af því ómetanlegt gagn. Þessar
heimsóknir á vinnustaði nú fyrir
kosningarnar eru nýbre.vtni að því
leyti, hvað þær hafa verið mikið
stundaðar, en mér hafa þótt þær
skemmtilegar og lærdómsríkar."
„Met fólk af
manngerð,
en ekki titlum“
„Nú hafið þið einnig heimsótt
skemmtistaði og heimahús."
„Já, auk vinnustaða höfum við
heimsótt heimili og diskótek og
sjálfsagt hefur einhverjum þótt nóg
um. En þetta er gert í þeim tilgangi
að sýna sig og sjá aðra og undir-
strika þá staðreynd, að frambjóð-
endur eru ofur venjulegt fólk, hvorki
Ellert á spjalli við tvo gamla togarafélaga frá þvi i sumar, þá Þóri Sigtryggsson t.v. og Ásgrím Guðjónsson,
en þeir eru skipverjar á Bjarna Benediktssyni. Ljósmynd Mbl. Kristján.
„Rauði þráðurinn í stefnu okkar sjálfstæðismanna,“
sagði Ellert B. Schram, „er tillitið til láglaunafólksins.
TekjutryKginK. hækkuð skattfrelsismörk og afnám
rangláts vísitölukerfis, sem eykur launamismuninn, en
allt er þetta að mínu mati í þágu launafólks. Það er
sorgleg staðreynd að á íslandi skuli stórir hópar
launafólks hafa innan við 300 þús. kr. á mánuði i tekjur
og mér er ómögulegt að skilja, hvernig fólk getur lifað
mannsæmandi lífi við þau kjör. Ég skal ekki skella
skuldinni á neinn fyrir þessi bágbornu launakjör, en
forsenda þess, að þau geti batnað, er, að atvinnurekstur-
inn blómstri, að þjóðarframleiðslan aukist og verðbólg-
an verði kveðin niður. Verðbólgan er mesta lífskjara-
skerðingin og gegn henni ætlum við sjálfstæðismenn að
berjast mcð kjafti og klóm. Kauphækkanir í krónutölu
eru lítils virði, ef þær sömu krónur brenna jafnóðum
upp á verðbólgubálinu. Þetta skilja allir. En Alþýðu-
bandalagið t.a.m., „verkalýðsflokkurinn“, leggur ekk-
ert raunhæft til málanna, en þrástagast hins vegar á
kröfunni um vitlaust vísitölukerfi, sem magnar verð-
bólguna, en dregur ekki úr henni.
Þeir vilja halda við launamisréttinu og verðbólg-
unni, sem hefur verið forsenda þessa misréttis.“
Það má segja að við höfum rabbað við Ellert á
hlaupum, því það cru miklar annir hjá frambjóðendum
á lokaspretti kosningabaráttunnar, tæp vika til kjör-
dags. Við fylgdumst með Ellert dagstund og meðal
atriða á dagskrá þann dag voru vinnustaðafundir.
heimsóknir í heimahús og á árshátíðir, almenn
fundahöld, og í hádeginu brá hann sér á fornar slóðir,
Melavöllinn.
Síminn er mikið notaður i kosningabaráttunni, en þessi mynd af
Ellert var tekin i símaviðtalstima i Valhöll s.l. laugardaKsmorgun.
Ljósmynd Mbl. Emilía.
„I sókn,