Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 15 Gunnar Thoroddsen: llalli ríkissjóðs í viðureign við verðbólgu er afkoma ríkissjóðs meginmál. Halli á ríkissjóði árum saman og skuldasöfnun við Seðlabankann er ein af uppsprettum verðbólgunn- ar. Hér þarf að verða gjörbreyting og það strax. Árið 1980 verður Þak á íjárlögin Áður en fjárlagagerð hefst verð- ur ríkisstjórn að ákveða hámark ríkisútgjalda, þak á fjárlögin. T.d. mætti ákveða, að þau skuli á næsta ári vera 10% lægri en fjárlagafrumvarpið, sem vinstri stjórnin lagði fram í október og hljóðaði upp á 350 milljarða. Gunnar Thoroddsen á misnotkun og spillingu. Þær leiða til þess, að þeir ríku fá meira í sinn hlut úr ríkissjóði en þeir snauðu. Þegar dregið verður úr niðurgreiðslum, á að bæta lág- launafólki það upp með tekju- tryggingu, fjölskyldubótum og af- námi á tekjuskatti, þannig að kaupmáttur þessa fóiks minnki ekki. í>ak á fjárlögum ríkissjóður að skila greiðsluaf- gangi og byrja á því að borga skuldir sínar við Seðlabankann, sem nú nema 30—40 milljörðum króna. En hvernig má þetta verða? Það er ekki lengur hægt að hækka skatta, þeir eru þegar orðnir alltof háir. Þetta verður að gerast með því að lækka rikisútgjöldin. Hvernig á að fara að því? Taka þarf upp ný vinnubrögð við gerð f járlaga. Innan þessa ramma verða fjár- laga- og hagsýsludeild og fjárveit- inganefnd Alþingis að koma út- gjöldunum fyrir. Ranglátar niðurgreiðslur Niðurgreiðslur úr ríkissjóði á landbúnaðarvörum kosta nú milli 20 og 30 milljarða á ári og eru komnar úr hófi. Hér má spara milljarða. Bændur sjálfir og sam- tök þeirra hafa látið í ljós, að þær megi helzt ekki verða meiri en Leiðir til lækkunar mismunur á framleiðsluverði og söluverði. Þessar miklu niður- greiðslur skekkja verðlag og draga úr hvöt til að ráðast í nýjar búgreinar. Þær bjóða heim hættu óþaríur fjáraustur Fyrir forgöngu ungra Sjálf- stæðismanna á sínum tíma tók Sjálfstæðisflokkurinn almanna- tryggingar á stefnuskrá sína. Það þarf jafnan að búa svo um, að vanheilir menn, öryrkjar og aldr- aðir njóti mannsæmandi aðbúnað- ar og lífskjara. En það er ástæðu- laust, að hið opinbera greiði stórfé til þeirra, sem ekki þurfa á því að halda. Ég vil nafna dæmi: Maður einn, sem hefur röska eina milljón í tekjur á mánuði, fór nýlega í árlega læknisskoðun hjá heimilis- lækni, ekki vegna vanheilsu, held- ur öryggis. Það var einn liður í þeirri skoðun, að teknar voru röntgenmyndir af honum á Land- spítalanum. Þegar hann fær reikninginn, kosta þessar myndir 18 þús. kr. Af þeim á hann sjálfur að borga 2 þús. kr., en 16 þús. kr. borgar ríkið fyrir hann. Auðvitáð er þetta fjarstæða ein. Allt of mörg dæmi eru um slíkan óþarfa fjáraustur, þar sem má spara stórar fúlgur, án þess að skerða hlut þeirra, sem á þurfa að halda. Verðbólgan er sálrænt og siðferðilegt vandamál Verðbólgan er ekki aðeins efna- hagsmál, heldur einnig og ekki síður sálrænt og siðferðilegt vandamál. Hún tærir sundur margar þær dyggðir, sem ávallt eiga að vera helgar hverri heil- brigðri þjóð. Fordæmi valdhaf- anna mótar allt þjóðfélagið. Ef stjórnendur landsins sýna í verki vilja til hagsýni og sparnaðar, ef þeir láta ríkissjóð hætta halla- búskap og í þess stað skila afgangi og greiða skuldir, mun hugarfar borgaranna breytast og margt snúast til betri vegar með þessari þjóð. Gisli Jónsson menntaskólakennari: Kosningabaráttan núna ein- kennist af því, hversu skýrt afmarkaða kosti menn hafa um að velja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram vel undirbúna og skýra stefnu í efnahagsmálum og um hana og Sjálfstæðisflokk- inn snúast kosningarnar. Ef verðbólguvandinn verður ekki leystur, leysist enginn annar vandi. Einkum er lausn þess vanda brýnt hagsmunamál lág- launafólks. Mikil bíræfni Það er raunar furðuleg bíræfni hjá fyrrverandi stjórn- arflokkum, sem hrökkluðust frá völdum eftir 13 mánuði, að biðja leggja með enn meira miskunn- arleysi. Sjálfstæðisflokkurinn telur þessa skattpeninga betur komna hjá einstaklingum og fyrirtækjum en ríkinu. Auk þess var skattheimtan komin á það stig að hún lamaði stórlega vinnuframlag sumra þeirra sem mesta hafa hæfileikana og get- una. Lofað var hjöðnun verð- bólgunnar í áföngum og sett fræg Ólafslög um það efni, „skilgetið afkvæmi Alþýðu- flokksins" að vísu, að sögn Kjartans Jóhannssonar. Efndirnar hafa orðið þær, að sé miðað við ágúst — október sl., en allan þann tíma hafa Ólafslög gilt, er verðbólgan slík að jafn- gilti 81% á ári. Þeir menn, sem Gísli Jónsson. anda í Norðurlandskjördæmi eystra sérstaklega hugstætt. Þar stendur slagurinn um annan mann á D-listanum, Halldór Blöndal, og 3. mann á B-listan- um, Guðmund Bjarnason. Áreið- anlegustu skoðanakannanir benda til þess að þarna sé svo mjótt á munum, að vart megi á milli sjá. Kemur þetta til af því að nokkrir Sjálfstæðismenn buðu af misgáningi fram sér- stakan lista í kjördæminu. Sá listi virtist um sinn hafa nokk- urt fylgi, þó ekki í líkingu við það sprell sem menn gerðu á nokkrum vinnustöðum á Akur- eyri. Framsóknarmenn héldu uppi mögnuðum áróðri fyrir S-listann af skiljanlegum ástæð- um, svo mögnuðum að þeir tóku að hræðast um eigin menn og drógu í land í Degi sl. fimmtu- dag. Samkvæmt skoðanakönnun síðdegisblaðanna gæti fylgi inlegir andstæðingar okkar hefðu farið með Jón Sólnes, fjölskyldu hans og Sjálfstæðis- flokkinn, ef Jón hefði verið í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, og hvað halda menn að andstæðingar okkar hefðu gert Jóni, fjölskyldu hans og Sjálf- stæðisflokknum um allt land, ef þeim, andstæðingum okkar, hefði í opnu prófkjöri tekist að koma honum ofarlega á fram- boðslista? Þetta bið ég menn að athuga. Koma Sjálfstæðis- flokknum ekki að gagni Ég hef enn orðið var við þann misskilning hjá sumum að at- kvæði greidd S-listanum komi Sjálfstæðisflokknum að gagni með einhverjum hætti. Það er nú öðru nær, eins og sýnt hefur verið. Listinn hefur af yfirkjör- stjórn verið úrskurðaður utan flokka og atkvæði greidd honum koma því engum flokki til góða við úthlutun uppbótarsæta. Framboðið er í sjálfu sér von- laust. Það gera sér æ fleiri ljóst. Meira að segja hefur efsti maður listans kvatt fólk til þess á framboðsfundum að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn, en það gera menn ekki með öðru móti en kjósa D-listann, og vonandi að sem flestir hlýði því kalli. Ef þeir flokkar, sem hafa svikið allt, sem þeir lofuðu og mestu skipti, fá ekki rækilega ráðningu nú, þá geta íslenskir stjórnmála- menn leyft sér hvað sem er. Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær ekki það tækifæri, sem hann biður um nú, er það yfirlýsing manna um tómlæti og vonleysi. En fólk vill ekki gefast upp. Það vill reyna til þrautar. Það vill reyna eitthvað nýtt. Það vill efla einn flokk til ábyrgðar, og það vill horfa til framtíðarinnar með von í stað örvæntingar. Þess vegna kemur Sjálfstæðisflokkur- inn svo sterkur út úr skoðana- könnunum síðdegisblaðanna og þess vegna kemur hann enn sterkari út úr alvörukosningun- um á sunnudaginn kemur. 26.11 79 G.J. Línumar skýrast um kjörfylgi til þess að mynda samskonar vanstjórn og þeir hurfu frá. En það gera þeir samt, Framsóknarflokkurinn hvað ákafast, þó með því skilyrði að hann verði stærstur af hinum litlu. En á því er nú lítill vafi. Sem betur fer, eru engar horfur á því að Alþýðubandalagið verði aftur næststærsti flokkur á íslandi. Enginn flokkur hefur verri málefnalega stöðu fyrir þessar kosningar. En hyggjum að loforðum og efndum. Vinstri stjórnar flokk- arnir lofuðu samningum í gildi. Það var svikið. Þeir lofuðu aukn- um kaupmætti launa. Hann hef- ur minnkað um eitt prósent á mánuði í þeirra valdatíð. Þeir lofuðu lækkun og jafnvel afnámi tekjuskatts af launatekjum. Efndirnar eru þær að skatt- píningin hefur aldrei verið meiri og átti að verða enn meiri, ef stjórnin hefði hjarað. Ýmsir hafa orðið að greiða föstu launin sín í skatta og lifa á yfirvinnu, sem síðan átti aftur að skatt- biðja fólk að leyfa sér að endur- taka slíka stjórnarhætti, eiga ekki traust skilið. Sjálfstæðisflokkurinn eina vonin Alþýðubandalagið hefur engar áhyggjur af mikilli verðbólgu. Það hefur komið ár sinni vel fyrir borð í síðustu ríkisstjórn. Glundroði og vonleysi er þess keppikefli. Ekki lappa upp á þjóðfélagið, heldur bylta því, þó erfitt reynist nú að finna árenni- legar fyrirmyndir erlendis. Er fokið í flest skjól, þegar í orði verður að afneita hverju „dýrð- arríkinu" á fætur öðru og hug- sjónin tekur á sig skýrasta mynd í Víetnam og Kampútseu. Býsna vel hefur hins vegar tekist að koma fólki til þess að halda að allt sé vonlaust og sami rassinn undir öllum stjórnmála- flokkum. En það hef ég fundið að menn eiga eftir einn kost. Ein tilraun er eftir. Hún er sú að efla Sjálfstæðisflokkinn til valda einan og láta hann sýna hvað í honum býr. Hann er nú eina haldreipi margra manna. Og jafnvel þeim, sem lítt hefur þótt koma til hans, þykir nú maklegt að hann fái að spreyta sig á því sem öllum hinum flokkunum mistókst. Ef hann fær fylgi til meiri hluta stjórnar, er ekki hægt að beita þeirri aðferð, að hver kenni öðrum um það sem miður fer í samstjórn. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn fær nú það tækifæri, sem margir vilja veita honum og misnotar það, á hann sér ekki viðreisnar von um langa framtíð. Upp á það ætla sumir gamlir andstæðingar að kjósa hann. S-listablaðran sprungin Sterkur Framsóknarflokkur þýðir nýja vinstri stjórn, segir Ólafur Jóhannesson, og það er hárrétt. Þetta er mér sem kjós- S-listans orðið 5—6%, en það hrekkur hvergi nærri til að koma manni að. Til þess þarf þetta fylgi a.m.k. að tvöfaldast. En það er nú eitthvað annað en svo verði. Smám saman strjálast fylgið af S-listanum og þeir Sjálfstæðismenn sem höfðu hugsað sér að kjósa hann, sjá nú að það yrði aðeins til þess að hjálpa þriðja Framsóknarmanni inn og stuðla þar með að nýrri vinstri stjórn. Átkvæði frá Sjálf- stæðisflokknum til S-listans féllu því ekki aðeins dauð, þau kæmu Framsóknarmönnum að beinu gagni. Ég er löngu hættur að jagast við skoðanabræður mína um framboðsmál Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra, enda höfum við öðru þarfara að sinna. En vegna greinar Friðriks vinar míns Þorvaldssonar hér í blaðinu s.l. sunnudag, vildi ég aðeins spyrja. Hvernig halda menn að sameig-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.