Morgunblaðið - 28.11.1979, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
Friðrik Friðriksson, viðskiptafræðinemi:
Hvers vegna er nauðsynlegt
að selja ríkisfyrirtækin?
Nýlega birti framkvæmdastjóri
ríkisfyrirtækis grein í Morgunblað-
inu, þar sem hann gagnrýnir þá
menn, sem vilja auka ráðstöfun-
arfé almennings með því að selja
ríkisfyrirtæki og lækka skatta. Þar
sem nokkurs misskilnings gætir
hjá framkvæmdastjóranum, langar
mig til þess að benda á tvenns
konar sjónarmið, sem ráða því, að
frjálshyggjumenn vilja fækka
ríkisfyrirtækjum. Hér er um að
ræða annars vegar siðferðileg sjón-
armið og hins vegar hagkvæmn-
issjónarmið.
Mörg ríkisfyrirtæki eru rekin í
beinni samkeppni við einkaaðila,
og önnur eru starfrækt á sviðum,
þar sem einstaklingar gætu auð-
veldlega tekið við rekstrinum. En
hvaða máli skiptir hvort rekstrar-
formið er notað?
Ríkið ekki
frjálst félag
Frá siðferðilegu sjónarmiði er
hér um grundvallarmun að ræða.
Meginatriðið í skoðun frjáls-
hyggjumanna er frelsi einstakl-
ingsins til orða og athafna innan
settra leikreglna og almenns sið-
gæðis. Ríkisvaldið er því í eðli sinu
andstætt hugsjónum frjálshyggju-
manna, þótt þeir viðurkenni mik-
ilvægi þess til að móta þann
ramma laga og reglna, sem nauð-
synlegur er til friðsamlegs samlífs
manna. En um leið og frjálshyggju-
menn viðurkenna mikilvægi þessa
hlutverks ríkisvaldsins, þá eru þeir
andvígir afskiptum ríkisvaldsins af
ýmsum þáttum atvinnustarfsem-
innar. Meginástæðan er sú, að
ríkisfyrirtækin eru eðli sínu sam-
kvæmt ekki starfrækt af frjálsum
samtökum einstaklinga, sem af
fúsum og frjálsum vilja hafa
ákveðið að verja hluta ráðstöfun-
artekna sinna á ákveðinn hátt. Hið
lögbundna vald ríkisins gerir því
kleift að ráðstafa æ stærri hluta af
tekjum fólks á margvíslegan hátt,
án tillits til vilja einstaklinganna,
sökum þess að menn verða að
borga skatta sína án tillits til vilja.
Þessi siðferðilegu rök nægja ein sér
til þess að réttlæta sölu þeirra
ríkisfyrirtækja sem einstaklingar
og félög þeirra gætu rekið á
hagkvæmari hátt án þess að veita
lakari þjónustu. Lækkun skatta í
kjölfar lækkunar ríkisútgjalda
Friðrik Friðriksson
minnkar þetta vald ríkisins, og er
því í anda frjálshyggju.
Menn fara betur
með eigið fé...
Margt er það í daglegri reynslu
manna, sem nota má til þess að
skýra stjórnmálaskoðanir. Menn
sjá t.d. allt í kringum sig illa farið
með eigur hins opinbera. Skorin
sæti í strætisvögnum og útkrotuð
húsgögn í skólastofum vekja óneit-
anlega þær spurningar hvort sá,
sem skemmdarverkið vann, myndi
gera slíkt hið sama heima hjá sér.
Svarið vita allir, að er neitandi, og
í framhaldi af því má spyrja, hvers
vegna er svo illa farið með eigur
hins opinbera? Svarið við þessari
spurningu felst í þeim einfalda
barnasannleik, að menn fara betur
með eigið fé en annarra. Það er
þetta lögmál, sem skýrir það, að
ríkisfyrirtæki eru jafnan verr rek-
in en einkafyrirtæki. Ástæðan er
ekki vanhæfni stjórnenda eða
viljaleysi, heldur sú, að stjórnend-
ur ríkisfyrirtækja vantar bæði
sjálfstæði í athöfnum og hvata til
góðrar frammistöðu. I einstakl-
ingsfyrirtækjum tryggir einka-
eignarrétturinn sjálfstæði í at-
höfnum og hvatinn er möguleiki á
hagnaði, ef réttar ákvarðanir eru
teknar, og ábyrgð þess að þola tap,
ef illa gengur. Það er á þessum
grundvelli, sem frjálshyggjumenn
berjast fyrir því, að einstaklingum
verði seld þau ríkisfyrirtæki, sem
auðveldlega má starfrækja á annan
og hagkvæmari hátt.
En leiðir þessi ráðstöfun til
atvinnuleysis eins og margir hafa
boðað? Ef menn eru hræddir um,
að sala ríkisfyrirtækja leiði af sér
atvinnuleysi, eru þeir um leið að
viðurkenna, að tiltekinn hópur
ríkisstarfsmanna sé óþarfur, m.ö.o.
að um dulbúið atvinnuleysi sé að
ræða. Hlutverk markaðarins í
þessu tilfelli er annars vegar að
veita upplýsingar um, að verðgildi
vinnuframlags þeirra sem vinna
vinnuna sé ekkert í þessari starf-
semi, og hins vegar vísbending um,
að menn verði að leita sér nýrri
starfa. Ef þau eru ekki til, þá
verður að skapa fleiri atvinnutæki-
færi. Efnahagsstefna Sjálfstæðis-
flokksins byggist á því að auka
atvinnutækifærin í landinu.
Raunhæfar tillögur um stóriðju og
iðnað hérlendis eru forsendur fyrir
því, að okkur takist að komast frá
núllvaxtarvítahringnum, þar sem
hagvöxtur er enginn og lífskjör
njörvuð niður.
Selt
eða skilað
Fyrrnefndur framkvæmdastjóri
rekur ríkisfyrirtæki hallalaust, og
er það vel, en því miður eru það
ekki rök fyrir því, að ekki eigi að
selja. Ef litið er alveg framhjá
þeim siðferðilegu rökum, sem ég
nefndi áðan, þá er ljóst, að ef
ríkisfyrirtæki er rekið hallalaust,
þá verður einkafyrirtæki rekið með
hagnaði, ekki vegna hækkaðs verðs
á vöru eða þjónustu, heldur minnk-
andi tilkostnaðar, sem felst í betri
nýtingu á fjármagni. Hagur al-
mennings vex um leið, þar sem vel
rekin fyrirtæki vaxa og dafna, geta
af sér ný atvinnutækifæri og geta
greitt hærri laun.
Að lokum má velta fyrir sér
framkvæmdinni á sölu ríkisfyrir-
tækja. Ég sé í fljótu bragði tvær
leiðir færar. Önnur er sú að selja
bréf á nafnverði, þar sem nafnverð-
ið verður fundið með því að bera
saman viðkomandi fyrirtæki og
önnur í sambærilegum rekstri. Hin
leiðin er einfaldlega sú að skila
fólkinu fyrirtækjunum aftur, þ.e.
að senda hlutabréfin heim í pósti,
enda hefur almenningur greitt
fyrir rekstur þessara fyrirtækja
með sköttum. Þessi leið virðist
kannski í fljótu bragði óraunhæf
en er að mínu viti vel framkvæm-
anleg, t.d. mætti hugsa sér að slíkt
yrði gert á stað eins og Siglufirði
þar sem ríkisfyrirtækið Þormóður
rammi er starfrækt, og einnig væri
þetta möguleiki á mörgum fleiri
stöðum.
Hvor leiðin sem valin er, byggir
þó á þeirri forsendu, að sölu
ríkisfyrirtækjanna fylgi skatta-
lækkun, sem gerir fólki kleift að
ráðstafa betur sínu sjálfsaflafé.
Það er einnig grundvallaratriði, að
fyrirtækjum verði gert kleift að
byggja sig upp af eigin fjármagni.
Það verður hins vegar ekki fyrr en
aðstæður í þjóðfélaginu og skatta-
lög hafa breyst þannig, að hluta-
bréf í fyrirtækjum verður sam-
keppnisfært, sparnaðarform á við
önnur. Þá fyrst þegar almenningur
getur ávaxtað fé sitt í blómlegri
atvinnustarfsemi verður lagður
varanlegur grunnur að sjálfstæð-
um atvinnurekstri.
Með því að efla sjálfstæða at-
vinnustarfsemi vilja frjálshyggju-
menn vinna tvennt. í fyrsta lagi
viljum við leggja varanlegan grunn
að framtíð sjálfstæðrar þjóðar og í
öðru lagi viljum við treysta fólki,
með því að veita því möguleika og
aðstöðu til að nýta hæfileika sína
og þekkingu. í stað þess að refsa
fólki fyrir ráðdeildarsemi eins og
nú er, vilja frjálshyggjumenn áð
hver fái að vera sinnar gæfu
smiður.
Helgi M. Sigurðsson, námsmaður:
Hrakfarir hentistefnunnar
Ég vil geta þess hér í upphafi,
að eftirfarandi grein á helst heima
í Þjóðviljanum, því að hún fjallar
um deilu innan raða vinstri-
manna. En í fyrsta lagi er Þjóð-
viljinn ekki þekktur fyrir að vera
opið blað, sérstaklega ekki fyrir
kosningar. í öðru lagi talar undir-
ritaður máli samtaka sem Alþýðu-
bandalagið er um þessar mundir
að reyna að þegja í hel, þ.e.
Fylkingarinnar. í þriðja lagi birt-
ist greinin hér af því, að Morgun-
blaðið er sá vettvangur sem Al-
þýðubandalagsmenn völdu sjálfir
til að ræða viðkomandi deilu. Hún
hefur ekki verið rædd í Þjóðviljan-
um enn sem komið er og segir sína
sögu um hve málefnaleg staða
Alþýðubandalagsins í henni er
veik.
Alþýðubandalagið hefur lengi
eignað sér ýmis félög og samtök og
reynt að nota þau sér til fram-
dráttar. Þar á meðal eru Samtök
herstöðvaandstæðinga. En nýlega
átti sér stað grundvallarbreyting
á afstöðu SHA til Abl. Þau lýstu
því yfir að nú ættu herstöðvaand-
stæðingar ekki lengur neinn skel-
eggan fulltrúa á alþingi, Alþýðu-
bandalaginu væri ekki lengur
treystandi. Á þingi SHA fyrir
skömmu kom jafnvel fram tillaga
um að SHA byðu fram sinn eigin
lista í komandi kosningum.
Rauðsokkahreyfingin er önnur
samtök sem Alþýðubandalaginu
hefur veist erfitt að ráðskast með
upp á síðkastið. 1. maí 1978 tók
hún t.d. þátt í göngu Rauðrar_
verkalýðseiningar en ekki í full-
trúaráðsgöngunni. Sömuleiðis hef-
ur margvísleg gagnrýni á Alþýðu-
bandalagið komið frá hreyfing-
unni, bæði í ræðu og riti, m.a. á
hinni óauðsveipnu Rauðsokkasíðu
Þjóðviljans.
Þriðju samtökin sem hér verða
nefnd eru SÍNE, Samband
íslenskra námsmanna erlendis.
Stjórnir þess á undanförnum ár-
um hafa ekki verið hallar undir
Alþýðubandalagið en Abl. hefur
alltaf átt mikið fylgi meðal al-
mennra félaga þess í kosuingum.
Þetta fylgi vildi Alþýðubanda-
lagið tryggja sér í komandi kosn-
Helgi M. Sigurðsson
ingum og sendi í því skyni félags-
mönnum SÍNE hjartnæmt bréf.
Hafa birst úr því glefsur hér í
Morgunblaðinu. Málflutningur Al-
þýðubandalagsins í þessu bréfi var
með þeim hætti sem menn hafa
átt að venjast úr þeim herbúðum.
Flokkurinn stærði sig af hlutum
sem alls ekki voru hans verk og
nefndi ekki aðra sem miður hafa
farið.
Stjórn SÍNE var hins vegar ekki
fyllilega hagvön hér á landi eftir
langa námsdvöl erlendis. Hún tók
upp á því ólíkindabragði að svara
bréfinu opinberlega á mjög mál-
efnalegan hátt. (Mbl. 16.11) Rakti
hún samviskusamlega úr blekk-
ingarvefnum en lét þess getið í
lokin að líklega hefði Abl. þó
reynst námsmönnum skárst af
þingflokkunum fjórum.
Ulfari Þormóðssyni kosninga-
stjóra Alþýðubandalagsins í
Reykjavík brá eðlilega við tiltæki
þetta. En menn sem skipta sér af
stjórnmálum verða að gæta still-
ingar. Samdægurs og bréf SÍNE
birtist, sendi hann frá sér svar-
bréf sem óneitanlega verður að
teljast með því ómerkilegasta sem
sést hefur í blaðamennsku undan-
farinna mánaða. Honum datt ekki
í hug að ræða hlutina á málefna-
legum grundvelli heldur reyndi
hann að fela hina slæmu málefna-
legu stöðu Alþýðubandalagsins
með því að varpa fram, algerlega
órökstutt, rætnum staðhæfingum
um stjórn SÍNE og Fylkinguna.
Gekk hann svo langt að fullyrða
að þessir aðilar væru orðnir nánir
bandamenn Sjálfstæðisflokksins
og þátttakendur í leiftursókninni
frægu.
Það á náttúrlega ekki að þurfa
að svara svona þvættingi en allur
er varinn góður. Úlfar veit það
fullvel, að við hliðina á Fylking-
unni er Alþýðubandalagið einn af
bestu vinum Sjálfstæðisflokksins,
enda eru verulegar líkur á því að
næsta ríkisstjórn muni saman-
standa af Alþýðubandalaginu og
Sjálfstæðisflokknum. Úlfar er
bara sama marki brenndur og
kollegar hans! Fyrir honum er
flokkurinn allt og því svífst hann
einskis honum til varnar.
Alþýðubandalaginu gremst
skiljanlega að missa ítök sín i
helstu baráttusamtökum sósial-
ista hér á landi. En það getur
aðeins sjálfu sér um kennt. Á
undanförnum árum hefur það
þróast hratt til hægri og náð til
sín ófáum framsóknaratkvæðum
fyrir bragðið. En í staðinn hefur
Álþýðubandalagið gerst æ svik-
ulla við málstað sósíalista og gat
því ekki átt von á öðru en
minnkandi stuðningi frá þeim.