Morgunblaðið - 28.11.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
25
Pétur Sigurðsson:
Margir úr hópi launþega sem
ég hefi rætt við að undanförnu
fagna sérstaklega því stefnu-
skráratriði Sjálfstæðisflokksins,
sem hann ætlar að hrinda í
framkvæmd fái hann þingstyrk
til 2. og 3. des., að lækka
tekjuskatta. í stefnu Sjálfstæðis-
flokksins segir m.a.
• Skattar vinstri stjórnar verði
felldir niður samtals að upp-
hæð um 20 milljarðar.
• Tekjuskattar verða síðan
lækkaðir í áföngum.
• Tekjuskattar almennra launa-
tekna verður felldur niður.
Barnlaus hjón hafi 6 milljónir
tekjuskattsfrjálsar, hjón með
2 börn 8 milljónir.
Þessar fyrirhuguðu aðgerðir
vinnumarkaðarins finni lausn
þessa vanda. „Láglaunastefnur"
íiðinna ára hafa of bitra reynslu
af umfjöllun þeirra þar um að
almenningur trúi að hjá þeim sé
lausn að finna.
í umræðum sem átt hafa sér
stað milli aðila um skynsamlegri
stefnu í verðbótagreiðslum á
laun hafa að sjálfsögðu nýjar
leiðir verið ræddar sem koma inn
á lausn að „láglaunaleiðum".
Áður en fullnaðarákvarðanir um
tekjutryggingu verða teknar ér
rétt og skylt að hlusta á skoðanir
þessara aðila auk þeirra hags-
muna samtaka annarra sem mál
þetta varðar t.d. Félag einstæðra
foreldra. En það verður skylda
ríkisstjórnar, sem fær þetta
stefnumál Sjálfstæðisflokksins
til framkvæmda, að hlusta á og
taka mið af ráðum góðra manna
láglaunafólks
eru tiltölulega auðveldar í fram-
kvæmd tæknilega séð en viður-
kenna verður að málið vandast
þegar kemur að greiðslu tekju-
tryggingar til láglaunafólks og
fólks með skerta starfsorku, en
samkvæmt stefnu Sjálfstæðis-
flokksins á hluti þeirrar upphæð-
ar sem niðurgreiðslur lækka um
að renna til þeirra.
Kemur í stað
óréttláts
vísitölukerfis
Nú er ljóst að beinar greiðslur
slíkrar tekjutryggingar ofan á
daglaun þeirra sem undir lág-
launatöxtum vinna eru ekki ein-
hlítar til að ná því markmiði sem
að er stefnt með tilfærslu þess-
ara fjármuna. En markmiðið er
að tekjutrygging þessi verði til
að bæta kaupmáttarskerðingu
láglaunafólks af völdum verð-
hækkana í kjölfar þess að niður-
greiðslur landbúnaðarvara
lækka.
Það er auðvitað ekkert réttlæti
í að þessar greiðslur fylgi hinu
óréttláta verðbótakerfi á laun,
sem nú er við lýði þ.e. að sá
tekjuhæsti fái mestar verðbætur.
Rétt er að benda á að fólk sem
býr við lík laun getur haft mjög
mismunandi framfærslubyrði en
það er hana sem einmitt á að
létta. Vegur þar þyngst fjöldi
barna, hvort búið er í eigin
húsnæði og hvort það er gamalt
eða nýlegt (vegna vaxta og af-
borgana), eða í leiguhúsnæði.
Ennfremur hvort bæði hjón
vinna úti, hvort um er að ræða
einstætt foreldri, kannski með
mörg börn, eða einstakling, eða
ungling í heimahúsi.
Fólk sem hefur lík laun fyrir
dagvinnu sína fær ákaflega
mismunandi upp úr launaum-
slaginu á útborgunardegi. Þar
ræður mestu um til hækkunar
greiðslna hvort starfinu fylgir
regluleg yfirvinna eða hvetjandi
launakerfi hækki launin. Að
mínu mati er útilokað að mis-
muna í greiðslu verðbóta á laun á
grundvelli slíkra staðreynda þótt
ég telji jafn sjálfsagt að breyta
prósentugreiðslu í jafna krónu-
tölugreiðslu, ef til slíkra samn-
inga kemur á næstunni.
Það er heldur ekki hægt að
mínu mati að mismuna í greiðsl-
um slíkrar tekjutryggingar fólki,
sem vinnur á nær sama dag-
vinnukaupi, þótt einhverjir
þeirra vinni aðeins dagvinnu-
tíma, en aðrir nætur- og helgi-
dagavinnu, ekki aðeins vegna
þess að það vill og getur unnið
þannig, heldur þarf og verður að
vinna, m.a. til að bjarga verð-
mætum frá skemmdum.
Miða á við
framfærslubyrði
Við greiðslu slíkrar tekju-
tryggingar, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn boðar í stefnu sinni,
þarf að finna nýjar leiðir sem
mæli og bæti þá aukningu fram-
færslubyrðar sem einstaklingur
og fjölskyldur innan láglauna-
geirans verða fyrir vegna fyrir-
sjáanlegra verðhækkana þegar
niðurgreiðslur lækka.
Ólíklegt er að hagsmunaaðilar
úr röðum allra þeirra sem málið
varðar svo mótun slíkrar stefnu
verði farsæl og þeir fjármunir
sem til umráða verða nýtist sem
best þeim, sem helst þurfa á að
halda. Við úrlausn þessa verk-
efnis finnst mér athugandi að
kanna sérstaklega þann þátt í
framfærslubyrði sem stafar af
húsnæðiskostnaði.
Taka ber tillit til
húsnæðiskostnaðar
Ég tel þess virði að athuga
gaumgæfilega hvort mið megi
taka af þessum stóra útgjaldalið
allflestra, ef tekjutrygging sú
sem við sjálfstæðismenn boðum
verður tekin upp.
Ég á að sjálfsögðu ekki aðeins
við þá sem leigja hjá öðrum
heldur einnig einstæða foreldra,
eftirlaunafólk, aldraða og aðra
með skertar launatekjur sem
reyna að halda í íbúðir sínar og
búa þar meðan heilsa og geta
leyfir. Ég á líka við það unga fólk
sem af miklum dugnaði berst í að
koma upp sínum eigin íbúðum
áfram sem hingað til, halda
þeirri eign sem varð til við
gjörólíka vaxtastefnu, eða á
síðustu misserum, þegar við óða-
verðbólgu vinstri stjórnar bætt-
ust óðavextir hennar.
Ef tekjutrygging yrði notuð til
greiðslu í hluta húsnæðiskostn-
aðar er hægt að taka til greina
m.a. húsnæðisþörf, fjölskyldu-
tekjur, stærð fjölskyldu og
kostnað við húsnæðið sem um
leið verður óbeint aðhald í þágu
leigjenda.
Guðmundur H. Garðarsson:
Með lögum skal
land byggja
Óhróðri um íslenzka
löggæzlumenn svarað
Fram hefur komið í yfirstand-
andi kosningabaráttu, að Ólafur
Jóhannesson leggur megin-
áherzlu á að komast á ný í
vinstri stjórn með Alþýðubanda-
lagsmönnum. Sigur vinstri
flokkanna í kosningunum þýðir
ný vinstri stjórn — stjórn óða-
verðbólgu, upplausnar og at-
vinnuleysis.
En það eru fleiri hliðar á
vinstri bandamönnum sem vert
er fyrir almenning að huga að til
þess að vita hvað innra býr í
hugskoti þeirra manna, sem Ól-
afur Jóhannesson leitar trausts
og halds hjá, þ.e. Alþýðubanda-
lagsmönnum.
I síðasta hefti Réttar, 3. hefti
1979, en í ritnefnd þess eru m.a.
Svavar Gestsson fyrrv. ráðherra,
menn, allt Alþýðubandalagsfólk,
samstarfsmenn Ólafs Jóhannes-
sonar í vinstri ríkisstjórn og
borgarstjórn Reykjavíkur, ber
ábyrgð á þeim rakalausa og
ósanna áburði, að íslenzkir lög-
gæzlumenn við skyldustörf ráð-
ist á menn og berji. Og það atriði
að segja, að íslenzkir löggæzlu-
menn hafi fylkt liði til verndar
hakakrossinum, eru ekki aðeins
ósannindi af grófustu gerð, held-
ur sögufölsun um störf hundruða
löggæzlumanna, sem hafa þjón-
að íslenzku þjóðinni af
trúmennsku og skyldurækni á
liðnum áratugum.
Allir góðir íslendingar fyllast
viðbjóði á því hugarfari, sem
felst á bak við umrædda grein
Réttar. En því miður er hún
Svava Jakobsdóttir fyrrv. al-
þingismaður og Ólafur R. Ein-
arsson form. útvarpsráðs, allt
„gott“ Alþýðubandalagsfólk,
segir svo um afstöðu Réttar til
íslenzkra löggæzlumanna við
skyldustörf, í nafnlausri grein:
„Islenzk lögregla réðst all-
harkalega á unga íslend-
inga aðvörunar- og laga-
laust, meiddi menn og
barði. Var hún kannske
eftir bandaríska skólun að
rifja upp barsmíðar sínar
frá þeim tíma, er hún fylkti
liði til verndar hakakross-
inum — “
Þetta er einhver svívirði-
legasta árás sem gerð hefur
verið á prenti á íslenzka lög-
gæzlumenn.
Ómerkt grein í blaði hlýtur að
vera birt með vitund og vilja
ritnefndarmanna. Aðstandendur
Réttar, Svavar Gestsson, aðrir
ritnefndarmenn og meðstarfs-
ekkert einsdæmi um afstöðu
Alþýðubandalagsmanna til laga
og réttar í landinu. — Þeirra
bandamanna, sem Ólafur Jó-
hannesson og framsóknarmenn
binda hvað mestar vonir við
varðandi endurreisn vinstri
stjórnar.
Alþýðubandalagsmenn eru
hættulegir bandamenn, sem
svífast einskis, ef völdin eru
annars vegar.
Eitt fyrsta skrefið í átt til
upplausnar og eyðingar íslenzks
réttarríkis er fólgið í því að
veikja trú manna á löglegum
yfirvöldum. Þetta vita Alþýðu-
bandalagsmenn.
Þess vegna skipuleggja þeir
árásir á íslenzka löggæzlumenn.
Eina vörnin gegn þessari hættu
er að styrkja hið íslenzka borg-
aralega réttarríki. Það gerist
bezt með ósigri vinstri flokk-
anna í komandi kosningum.
Með lögum skal land byggja.
Guðmundur H. Garðarsson.
Þórir Haukur Einarsson Drangsnesi:
Áskorun til Vestfirðinga
GÓÐIR VESTFIRÐINGAR. Sig-
urlaug Bjarnadóttir frá Vigur
skipar baráttusætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi í komandi Alþingis-
kosningum. Sigurlaug hafði tek-
ið þá ákvörðun að una glöð og
reif við sinn hlut ef prófkjör
vísaði henni til sætis á þann veg.
Illu heilli höguðu atvikin því
svo, að ekki varð af prófkjöri
sjálfstæðismanna í Vestfjarða-
kjördæmi að þessu sinni fremur
en við síðustu kosningar. Um
nánari tildrög þar að lútandi
mun ég ræða síðar í sambandi
við stærra og víðtækara mál.
Fyrir orð og milligöngu
ábyrgra manna féllst Sigurlaug
eftir nokkra umhugsun á að
skipa þriðja sætið samkvæmt
tilvísun og skikkun kjörnefndar
og kjördæmisráðs og axlaði þar
með byrði óvissu og tvísýnnar
baráttu fyrir hugsjónum sjálf-
stæðisstefnunnar á Vestfjörð-
um.
Með virðingu og aðdáun fylgd-
ist undirritaður glöggt með
framkomu og viðbrögðum Sigur-
laugar Bjarnadóttur í þessu máli
á kjördæmisráðsfundi.
Það gleður mig að geta vottað,
að Sigurlaug axlaði þessa byrði
með drengskap, djörfung og
reisn og bjargaði þar með
naumlega einhug og samheldni
sjálfstæðismanna á Vestfjörð-
um. Að öðrum ólöstuðum er það
fyrst og síðast henni að þakka,
að við bárum gæfu til að snúa
saman bökum af fullum heilind-
um í kosningabaráttunni að
þessu sinni.
Ég skora á Vestfjrðinga og þá
ekki sízt vestfirskar konur, að
fylkja sér þétt um lista Sjálf-
stæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi og tryggja kvenskör-
ungnum Sigurlaugu Bjarnadótt-
ur frá Vigur verðugt og velskip-
að þingsæti í komandi konsing-
um, til heiðurs og hagnaðar um
vestfirskar dyggðir og farsældar
fyrir land og lýð.