Morgunblaðið - 28.11.1979, Page 26

Morgunblaðið - 28.11.1979, Page 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979 Helga Ólafsdóttir — Minningarorð Fædd 25. júlí 1896. Dáin 19. nóvember 1979. Það húmar að í kauptúni undir snarbrattri fjallshlíð á Vestfjörð- um. Veturinn er genginn í garð og slítur snjó úr kólgubökkunum yfir þorpinu. Fátt manna er á ferli, nema þeir, sem hafa brýnum erindum að gegna. Fólk unir við sitthvað innan fjögurra veggja heimilanna og það er fátt sem rýfur tilbreytingarleysi daganna í þessari veiðistöð, sem þó er ekki öll þar sem hún er séð. Undir fálátu yfirborðinu er lifað og hrærzt af meira fjöri en ætla mætti. Byggðin er að vísu einangr- uð. En það er þessi einangrun, sem veitir einstaklingum hennar styrk til að liggja hvergi á liði sínu, lifa fjölbreyttu félags- og menning- arlífi, þar sem fátt þarf til ann- arra að sækja. Hér er að finna allar þær stofnanir og atvinnu- tæki, sem gera þennan lífsstíl mögulegan. Sex til níu mánuði ársins verða menn að búa við algert samgönguleysi á landi. Strandferðaskip koma viku til hálfsmánaðarlega og áætlunar- ferðir sjóflugvélarinnar vilja verða enn stopulli. Það er ef til vill vegna alls þessa, sem ekki er treyst á umheiminn, heldur vex hér upp valinn maður í hvert rúm, þegar þörfin kallar. Og það er ekki fólk, sem þarf að bera kinnroða fyrir. Margir hinir stærri staðir mættu vera stoltir af slíku mann- vali. Hér á ég við Patreksfjörð á árunum ’54—’59, en þar átti ég þá heimili vegna atvinnu minnar. Fljótlega voru fest kaup á húseign uppi í Urðum, þar sem hin ein- stæða höfn blasir við augum fyrst, en síðan hið stórkostlega útsýni bæði inn og út eftir firðinum. í húsi, skáhallt á móti, austan og norðan götunnar, var tvílyft timburhús, sem skagaði allmjögi fram í götuna. Þar í þeim enda hússins, er að götunni vissi, bjó Helga Ólafsdóttir ásamt einka- syni sínum Þráni Hjartarsyni. Mann sinn hafði hún þá misst fyrir nokkrum árum. Þessi húsa- kynni voru hvorki háreist né víð til veggja, en þar ljómaði hver hlutur af alúð og umhyggju hús- móðurinnar. Hannyrðir hennar voru frábærar að vandvirkni og smekkvísi, hvort sem um var að ræða hluti til hversdagslegustu nota eða dýrindis útsaum, púða og veggteppi. Hún var og blómakona einstök; allt greri er hún snart. Það var ekki til sú jurt, sem ekki öðlaðist fullan þroska og fegursta yfirbragð í umsjá hennar, enda talaði hún við blómin eins og vini sína. Þá voru smáfuglarnir ekki síður líf hennar og yndi. Óþreyt- andi var hún, þegar bágt var til bjargar að vetrinum að færa þeim forða út á hjarnið. Hrein og falslaus var gleðin yfir að geta miðlað þessum smælingjum. Þeir létu heldur ekki sitt eftir liggja vor og sumar að gleðja hana, þegar hún undi sér í garðinum sínum, sunnan undir vegg, sem henni tókst að gera að sannkölluð- um unaðsreit mitt í þeirri stór- grýtisurð, sem þarna er við rætur fjallsins. Að laða fram gróður af grjóti. Slíkt verður ekki gert nema fyrir trú og af ást til alls sem lifir. Hún trúði því líka, að í stórum steini í garðinum hennar, sem aldrei var hróflað við, byggju hollar vættir, sem legðu henni lið, vakinni og sofinni. Stundum birt- ist Huldan henni í vöku, en þó oftar í draumi. Margra unaðs- stunda naut Helga í garðinum sínum í skrúði blóma og trjáa, er áttu henni líf að launa og fuglarn- ir kváðu henni óspart vorljóð og þakkararíur. Stundum þótti henni sem hún sæi álfabörn bregða fyrir að leik í garðinum, en máske þau hafi verið mennsk! En ofar öllu var þó umhyggjan fyrir einkasyninum, sem hún helg- aði líf sitt allt. Oft voru stundirn- ar langar, sem hún mátti þreyja milli vonar og ótta, þegar hannj var að störfum sínum á sjónum. Þá var vakað fram eftir nóttum og vissulega hefur þá mörg vísan orðið til í hugskoti skáldkonunnar í hljóðri bið, meðan úthafsaldan vaggaði fleyi í átt til hafnar. Listæð Helgu sló af meiri hita og hraða en svo að henni nægði það eitt að líta hið fagra í náttúrunni. Hún naut þess ekki síður að skapa; neyta hinnar vammi firrtu íþróttar, stæla afl listfengi sinnar við ljóðagerð. Hún unni líka af alhug skáldskap og ljóðum, einkum hinna „eldri" skálda, sem okkur hættir til að kalla svo, en sungu sig með ógleymanlegum hætti inn í hjörtu samtíðar sinnar, ekki sízt hrif- næmra svanna. Mest dáðist Helga þó að skáldinu frá Fagraskógi, unni skáldskap hans hugástum, enda voru þau mjög jafnaldra; hann hafði þó húsbóndaárið fram yfir! Minnisstæð verður mér jafnan pílagrímsför, sem okkur auðnaðist að fara saman til heimabyggðar og æskustöðva skáldsins. Við stóð- um saman yfir moldum hins ástsæla skálds, sem henni auðnað- ist ekki að líta augum í lifanda lífi. Hann var þá látinn fyrir aðeins tveim árum. Táknrænt og ein- kennandi fyrir aðdáun hennar á þessum ljóðsvani fannst mér at- vik, sem gerðist er við gengum í garð hans. Nóttina áður var af- takaveður af norðaustri. Elztu menn mundu vart þess líka að sumri til. Lauf og greinar lágu sem hráviði í flestum görðum bæjarins. Með lotningu kraup Helga niður við garðstíginn, tók upp fagurt reyniviðarblað og lagði það varlega milli blaða í veskinu sínu. Það kæmi mér ekki á óvart, þótt þetta blað, numið á helgum reit, hefði fundið sér valinn stað í ljóðmælum eftirlætisskáldsins. Þannig var hún, funandi af til- finningum og hvergi hálf. Eg og fjölskylda mín nutum strax góðs nábýlis við Helgu og þess hamingjudekurs að eignast hana að sönnum vini. Hún var ekki allra og glóð listrænnar skaphafnar kyntu undir samhugð og andúð og gerðu tíðum skarpari skil ljóss og skugga á lífsmynstr- inu og samferðafólkinu en mörg- um fannst að efni væru til. Við ókunnuga og þá, sem hún fann ekki andlegt samfélag við, var hún fálát og dul, en þeim mun veitulli og hlýrri þeim sem hún tók og eignuðust trúnað hennar. Fjöl- skylda mín öll fór ekki varhluta af því, einkum kona mín og elzta dóttirin, Sveinbjörg, en með þeim var alltaf innilega kært. Þá veitt- ist okkur sú ánægja að mega skíra okkar eina son nafninu hennar og því mun draumkonan úr steinin- um góða hafa valdið. Eg veit líka, að þetta gladdi Helgu mjög og oft lét hún drenginn njóta nafns. Mig hefur borið nokkuð af leið við minningar liðinna daga. Víkjum nú aftur að upphafinu. Það er barið að dyrum í húmnepju vetrarins og skyldustörfum utan heimilis er lokið þennan daginn. Helga kemur færandi hendi með kúfaðan disk af glóðvolgum pönnukökum. Það þýðir ekkert að malda í móinn eða afþakka, það hefur reynslan kennt okkur, því hún er búin þeirri aðalbornu og eðlislægu kurteisi að geta látið þiggjandanum finnast, að það sé í rauninni hann sem gerir veitand- anum mesta greiðann. Gagnvart slíkri íþrótt verð ég jafnan orð- laus. En nú gerast slíkar galdra- konur æ sjaldgæfari. Og kvöldið líður og verður að nótt, eins og svo mörg önnur fyrr og síðar, við kaffidrykkju og kátar samræður, því Helga gat verið full af glensi og hrókur alls fagnaðar, þegar vel stóð á og kímni hennar djúphugsuð. Bezt þótti henni að minnast æsku- og ungmeyjarár- anna, bæði í föðurgarði vestur í Kollsvík, eða þá norður í Dufans- dal í Arnarfirði, þar sem hún dvaldi um fimm ára skeið og átti þaðan einhverjar sínar ánægju- legustu minningar. Foreldrar hennar höfðu hafið búskap á Botni innsta bæ í Patreksfirði, árið 1914 og þar átti hún lengst af heimili. En árið 1927 verða þau þáttaskil, að hún flyzt alfarið til Vatneyrar, giftist og helgar sig manni sínum og syni. Heimilið verður hennar starfsvettvangur alfarið. Mann sinn missti hún svo árið 1950. Þannig er þá umgerð lífs þess- arar konu í stærstu dráttum. Hin innri saga ósögð, þagað um vonir og þrár, sem blunduðu í brjósti, en atvik og álagahamur umhverfisins lögðu í fjötra. Og kannske má ekki ætla sér þá dul að harma það, sem aldrei varð. Helga veitti mér oftsinnis þann trúnað að sýna mér ljóð sín og leita álits míns á þeim, er hún taldi að gætu ef til vill átt erindi við einhverja fleiri. Mér var þetta ljúft og reyndi að gera mitt bezta þótt af vanefnum væri, að sjálf- sögðu. En þar þurfti sjaldnast stafkrók að hagga svo óbrigðul var smekkvísi hennar og tilfinning fyrir bundnu máli. Efni ljóðanna þurfti hún ekki að sækja til annarra. Ég hvatti hana til að safna saman því helzta af kvæðum sínum, sem hún kærði sig um að kæmu fyrir almennings sjónir og tók hún því heldur dauflega. Þó varð það úr, að hún lét til leiðast fyrir þrábeiðni mína. Birtust nokkur kvæða hennar í tímaritinu „Heima er bezt“ í janúar 1974. Að leiðarlokum er okkur, konu minni og börnum, efst í huga innilegt þakklæti til hinnar látnu fyrir órofa tryggð allt frá fyrstu kynnum, og einlæga vináttu í okkar garð. Vináttu, sem við munum ætíð geyma hjarta næst. Elliárin urðu Helgu erfið á marga lund. Heilsan brast og rænulítil var hún að mestu rúm- föst á ellideild sjúkrahússins á Patreksfirði. Ég veit, að ef hún mætti nú mæla, væru það þakkir til lækna og starfsfólks sjúkra- hússins, sem önnuðust hana af frábærri umhyggju til hinztu stundar. Þó held ég, að á engan sé hallað, þegar ég leyfi mér fyrir hönd heitinnar að færa frú Ing- veldi Magnúsdóttur sérstakar þakkir fyrir þá einstæðu hjálp og kærleiksríku umönnun, sem hún var óþreytandi að veita allt til enda vegferðarinnar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég biðja ættingjum og ástvin- um Helgu allrar blessunar og huggunar í sorg sinni. Að síðustu vil ég kveðja vinkonu mína með hennar eigin orðum. Ekkert megnar að lýsa æðruleysi hennar og einlægri trú, nú þegar leiðir skiljast að sinni. Kom! Ó. kom þú til min, kraftur himnanna stór. Gefðu sál minni sýn inn í sælunnar kór. Láttu ljósið þitt bjart lýsa mér á þinn fund, svo mér eilifðin öll verði unaðarstund. (H.Ó.) Friðbjörn Gunnlaugsson. Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. + Bróöir okkar, ÞÓRLINDUR SVEINBJÖRNSSON, lést 26. nóvember í Vífilstaöaspítala. Fyrir hönd systkina, Hulda Sveinbjörnsdóttir. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi KARL L. JAKOBSSON, Holtageröi 59, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 29. nóvem- ber kl. 1.30. Margrét Karlsdóttír, Magnús Magnússon, Níels Karlsson, Guörún J. Árnadóttir, börn og barnabörn. Móöir okkar ELÍSABET V. KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Hólmum í Vopnafiröi, Kleppsvegi 6, Reykjavík, sem andaöist 21. þ.m., veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29. nóvember kl. 15.00. Guöný Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Guöni Þ. Jónsson. + Eiginmaður minn, faöir og tengdafaöir, SÍMON NJÁLSSON Freyjugötu 7 veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 30. nóvember kl- 15 00 Margrét Th. Ingvarsdóttir, Svava S. Guttadaro, Louis Guttadaro, Gunnar Stmonarson, Njéll Símonarson, Svava S. Vilbergsdóttir. + Hugheilar þakklr færum viö öllum þeim, nær og fjær, sem auösýndu okkur samúö og heiöruöu minningu sonar okkar, bróöur og dóttursonar, HAUKSJÓHANNESSONAR. Arna Hjörleifsdóttir Jóhannes R. Snorrason Hjördís Jóhannesdóttir Hjörleifur Jóhannesson Jóhannes Örn Jóhannesson Snorri Jóhannesson Margrét Jóhannesdóttir Gróa Hertervig + °g Þökkum af alhug auösýnda samúö og virðingu viö andlát jaröarför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu. HELGU JÓHANNESDÓTTUR, Víöigrund 6, Sauöárkróki. Rannveig Þorvaldsdóttir, Ottó Geir Þorvaldsson, Guörún Þorvaldsdóttir, Ragnheiöur Þorvaldsdóttir, Sigríöur Þorvaldsdóttir, Kristinn Baldursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartáns þakkir fyrir auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og jaröarför eiginkonu minnar, móður og systur, HÖNNU SVANBORGAR HANNESDÓTTUR Ágúst Guömundsson, Gunnar Ágústsson, Ingveldur og Svala Hannesdætur. + Þökkum innilega hlýhug viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu INGIBJARGAR EIRÍKSDÓTTUR frá Djúpadal Aöalgötu 4, Sauöárkróki. Sérstakar þakkir sendum viö starfsfólki sjúkrahúss Sauöárkróks. Sigurgeir Sigurösson, Sigríöur Gyöa Siguröardóttir, Eiríkur Sigurósson, Margrét Siguröardóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.