Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
27
Jóhanna Daníelsdótt-
ir — In memoriam
Fædd 4. marz 1899.
Dáin 18. nóvember 1979.
Ég man ekki lengur í hvaða
erindagjörðum ég fór niður í
kjallara, en ég man, hvernig mér
var heilsað af hlýlegri eldri konu.
Hún talaði með þýzkum hreim. Af
og til brá fyrir í málfari hennar
töfrandi blöndu af orðum, sem
hvorki voru þýzk né íslenzk. En
við skildum hvort annað. Bæði
kom þar til, að eitthvað eimdi eftir
af þeirri þýzku, sem ég hafði einu
sinni lært og svo hitt, að það sem á
vantaði kom með látbragði, töfr-
andi léttleika og hreyfingum.
Þetta var hún Jóhanna, sem ég
hafði heyrt, að ætti heima í
kjallaranum, en ég hafði aldrei
séð hana, aðeins haft af henni
spurnir.
„Þú vinnur í leikhúsi," sagði hún
og það fólst talsverð virðing í
orðunum. Ég játti því, en reyndi
að gera sem minnst úr þessari
tómstundaiðju minni. „Það er svo
spennandi," sagði hún, „ég dansaði
einu sinni, en það er langt síðan.
Ég byrjaði þriggja ára að dansa,
— dansaði eins og dúkka, — meira
að segja fyrir Vilhjálm keisara."
Síðan hélt hún áfram að lýsa því
fyrir mér hvernig allt hefði verið,
hve stórir salirnir hefði verið og
fólkið prúðbúið. Allt var þetta
gert af lífi og sál. Og skyndilega
fannst mér ég vera staddur á
keisaralegu hirðballi og kjallara-
gangurinn heima víkka í allar
áttir. Ég sá sali og súlnagöng,
spegla og verandir eins langt og
augað eygði. Að lokum setti hana
hljóða og hún sagði: „En það er
langt síðan.“ Allt í einu varð
kjallaragangurinn heima bara
kjallaragangur og ég bara
menntaskólanemi á íslandi. En
hún hélt reisn sinni. Ég undraðist
það, því hún hafði verið svipt
öllum veraldlegum gæðum, misst
fjölskyldu og son í þeirri flónsku,
sem enn er stunduð víða um
heirninn og kallast stríð. Ég hef
grun um það, að á tímabili hafi
Faðirvorið hennar styst í eina
setningu: ... .„gef oss í dag vort
daglegt brauð“. Síðan spannst við
Faðirvorið hennar aftur vegna
þess, að aldrei sleppti hún alveg
tökunum á því og það ekki tökun-
um á henni. Hvað um það, síðari
heimsstyrjöldin skolaði henni á
strendur þessa lands og hún fór að
vaka yfir sjúkum á Vífils-
staðaspítala. Þar vann hún í
áratugi, lifandi í starfi og trú
umhverfi sínu ogsjálfri sér. Hún
var sterk kona, hún Jóhanna.
Okkar leiðir lágu ekki saman
fyrr en hún hafði lokið sínum
starfsdegi. Hún hlúði að
samferðafólki sínu á svo alúðlegan
hátt, að maður stóð oft orðlaus
gagnvart rausn hennar og því, hve
litlir hlutir í hennar garð voru
metnir mikils. Hún krafðist einsk-
is af mér eða mínum, en veitti allt
hvað af tók við öll hugsanleg
tækifæri. Hún var rausnarleg
kona, hún Jóhanna.
Hún skipti ekki skapi, tók öllu
með aðdáunarverðu jafnaðargeði,
nema þegar hún gladdist. Þá var
sem opnaðist inn að innstu kviku
sálar hennar og hún hoppaði af
kæti. Hún var glöð kona og auðug,
hún Jóhanna.
Ég furðaði mig oft á því,
hvernig svona stór sál rúmaðist í
svona nettum líkama. Þessi
gljáandi kona bjó yfir töfrum, sem
eru sjaldséðir. Allt það, sem hún
óafvitandi kenndi mér um lífið og
tilveruna mun búa með mér og
vonandi veitist mér einhvern tíma
á lífsleiðinni sú lukka að finna
þetta gullna jafnvægi, sem ein-
kenndi allt hennar fas.
Það má vera, að mér reynist það
erfitt að útskýra það fyrir honum
syni mínum litla, að nú getum við
ekki lengur farið í heimsókn til
Jóhönnu og að hún geti ekki
lengur sungið barnagælur fyrir
hann og gefíð honum kex.
Ég er forsjóninni þakklátur
fyrir það, að leiðir okkar lágu
saman. En nú hefur Jóhanna
kvatt þennan heim. Megi Guð gefa
henni sinn frið, — hvers betra get
ég óskað henni?
Vinur.
Minning —
I minningargrein um Helgu
Jóhannesdóttur frá Sauðárkróki
hafa orðið nokkrir hnökrar í
setningu: Hlaupið er yfir línu í
handriti, orð hafa brenglast. Ekk-
ert þó er tekur því að leiðrétta
nema eitt: Fallið hefur niður eitt
nafn í upptalningu 7 barna Helgu
Jóhannesdóttur. Nafnið er: Helga
Ragnheiður (f. 1927) kölluð
Heiða, næstsíðust í systkinahópn-
um. — Þetta er því verra sem
Ragnheiður er eina barn Helgu
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvernig talar Guð til manna? Hvernig vita menn, að Guð
talar við þá?
Biblían segir: „Eftir að Guð forðum hafði oftsinnis
talað til feðranna og með mörgu móti fyrir munn
spámannanna, hefir hann í lok þessara daga til vor
talað fyrir soninn“ (Hebr. 1,1).
Ritningarnar sýna, að Guð talar til okkar á
margvíslegan hátt. Stundum er nærvera hans svo
áþreifanleg, að við heyrum til hans með líkamlegum
eyrum okkar, eins og reyndin var um Pál postula,
þegar Kristur sagði við hann er hann var á leiðinni til
Damaskus: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“
En hann talar oftar í ritningunum. Jesús Kristur
lagði mikla áherzlu á þau tengsl við Guð, því að hann
sagði aftur og aftur: „Ritað er“. Við ættum að
rannsaka ritningarnar til að komast að raun um, hvað
Guð segir við okkur í orði sínu.
Enn fremur talar Guð til okkar í breytni þeirra,
sem hann hefur endurleyst og kallað. Páll sagði við
Tímóteus: „Ver þú fyrirmynd trúaðra“. Margir hafa
skynjað rödd Guðs fyrir áhrif manna, sem hafa veitt
Kristi viðtöku og gefið sig alla undir vald hans.
Guð talar líka til okkar fyrir son sinn, Jesúm Krist.
„Hefir hann í lok þessara daga til vor talað fyrir
soninn“. Ekki er til skýrari vitnisburður um Guð en
sá, að hann gaf son sinn, til þess að hann skyldi deyja
fyrir syndir okkar. Það er erfitt að vera vantrúaður,
þegar við horfum á Krist.
Leiðrétting
sem verið hefur með henni allan
tímann. — Hún er litla stúlkan
sem fylgt hefur henni við ráðs-
konustörf hjá vegavinnu og brúar-
gerðar flokkum og við húshald í
verbúðum Suðurnesja. Síðar, sem
fullorðin stúlka unnið með móður
sinni við sláturhús og fiskvinnslu
á Sauðárkróki. Unnið fyrir heimil-
inu eftir að Helga fékk ýmsa
atvinnusjúkdóma og tók að þreyt-
ast með nokkuð háum vinnualdri
(sem Helga kallaði ,,leti“).
Síðast en ekki síst hefur Heiða
annast móður sína áttræða og
heilsulitla af mikilli umhyggju og
kærleika. — Þetta vildi ég biðja
blaðið að leiðrétta. — Einnig bæta
hér við nokkrum orðum um félags-
mál. — Helga gekk í Verka-
kvennafélagið Ölduna fljótlega
eftir að það var stofnað (líklega
um 1930) og tók mikinn þátt í
félagsstörfum. Hún var í stjórn
félagsins og einnig formaður í
nokkur ár. Hún var gerð að
heiðursfélaga Öldunnar 1976. —
Stefán Jónsson.
*
RÆÐUR ATVINNU
ÞEIRRA
Áfangaleið vinstri stjórnar er ófær.
Hún ógnar atvinnuöryggi okkar.
Veltum ekki verðbólgunni á undan
okkur. Hefjum nýtt tímabil framfara
með leiftursókn gegn verðbólgu.
Samstaða okkar um stefnu Sjálf-
stæðisflokksins getur ráðið úrslitum
um atvinnuöryggi íslendinga.
Þú hefur áhrif—Taktu afstöðu!
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
Frelsi til framfara—Nýtt tímabil