Morgunblaðið - 28.11.1979, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 1979
31
Meistarar KR
ofjarlar Fram
• Klaus Hilpert færði Gunnari Sigurðssym pennasett að gjöf er hann
kom hingað um helgina. Ljósm. Mbl. Emilia.
Skagamenn endurráða Hilpert
Árni Sveinsson
íslandsmeistarar KR unnu
mikilvægan sigur í úrvalsdeild-
inni i gærkvöldi þegar þeir
mættu Fram i Hagaskólanum.
Framarar hafa verið i mikilli
framför í siðustu leikjum og var
við því búist að þeir myndu
velgja íslandsmeisturunum und-
ir uggum. Þeir veittu þeim að
vísu harða keppni í gærkvöldi en
sigur KR var þó aldrei í hættu.
Lokatölurnar urðu 70:63 eftir að
staðan hafði verið 37:33 í hálf-
leik, KR-ingum í vil.
Leikurinn í gærkvöldi var slak-
ur af beggja hálfu. Sóknarleikur
beggja liða var fremur þunglama-
legur og hittni slök, sérstaklega
hjá stórskyttunni John Johnson,
sem aldrei fann rétta miðið í
þessum leik. Inn á milli brá fyrir
góðum köflum hjá báðum liðum,
sérstaklega áttu Framarar ein-
stöku sinnum fallegar leikfléttur,
sem gáfu stig og var þar fremstur
í flokki Símon Ólafsson, sem að
þessu sinni var bezti maður leiks-
ins. Ef Johnson hefði verið í stuði
í þessum leik hefðu úrslitin getað
orðið önnur.
• Simon ólafsson og Ágúst Líndal í baráttu undir körfunni.
Getrauna- spá M.B.L. 2 ■o C 3 O 5 Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sundav Telegraph SAMTALS
1 X 2
Bolton — Bristol City 2 X X X X X 0 5 1
Brighton — Derby 1 X 2 2 1 2 2 1 3
Coventry — Ipswich X 1 1 1 1 1 5 1 0
Leeds — Crystal Palace 1 X 2 2 X 2 1 2 3
Liverpool — Middlesbrough 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Man. City — Wolves X 1 1 X 1 1 4 2 0
Norwich — Aston Villa 1 X X X 1 1 3 3 0
Nott. Forest — Arsenal X X 1 X X 1 2 4 0
Southampton — Stoke 1 1 1 1 1 1 6 0 0
Tottenham — Man. Utd. 2 1 1 X 1 X 3 2 1
WBA — Everton 1 1 X 1 1 1 5 1 0
Birmingham — Leicester 1 X 1 X 1 X 3 i 0
KR-ingar byrjuðu leikinn af
miklum krafti og komust í 9:2 en
Framarar jöfnuðu síðan metin 9:9.
Leikurinn var nú í jafnvægi en um
miðjan hálfleikinn náðu Framar-
ar forystunni 19:15. Ekki tókst
þeim að halda unnu forskoti og
nokkru síðar skoruðu KR-ingar 12
stig í röð og gjörbreyttu stöðunni.
í seinni hálfleik höfðu KR-ingar
yfirleitt nokkurra stiga forystu og
undir lokin tóku þeir góðan sprett
og tryggðu sér öruggan sigur.
KR-ingar hafa loft leikið betur
en í þessum leik. Jón Sigurðsson
var að vanda potturinn og pannan
í leik liðsins en hann skoraði
óvenju lítið að þessu sinni. Marvin
Jackson var aftur á móti í stuði í
þessum leik, skoraði mikið og
barðist mjög vel í vörninni. Garð-
ar og Árni voru drjúgir og sá
síðarnefndi var sterkur í lokin.
í liði Fram var Símon langbezt-
ur en næstur honum kom Þorvald-
KR — Fram
70:63
ur Geirsson. Johnson var langt frá
sínu bezta að þessu sinni. Annars
virðist það há liðinu hve breiddin
er lítil.
Dómarar voru Sigurður Valur
Halldórsson og Kristbjörn Al-
bertsson og sluppu þokkalega frá
verkefninu.
Stig KR: Marvin Jackson 32,
Garðar Jóhannsson, 9, Árni Guö-
mundsson 8, Jón Sigurósson 8,
Ágúst Líndal 5, Geir Þorsteinsson 4,
Gunnar Þorvaröarson 2 og Þröstur
Guðmundsson 2.
Stig Fram: Símon Ólafsson 26,
John Johnson 16, Þorvaldur Geirs-
son 10, Björn Jónsosn 4, Hilmar
Gunnarsson 3, Björn Magnússon 2
og Ómar Þróinsson 2.
- SS.
Einkunnag jofin
KR: Jón Sigurðsson 3, Garöar Jóhannsson 3, Árni Guömundsson 3, Geir
Þorsteinsson 2, Ágúst Líndal 1, Þröstur Guðmundsson 1, Gunnar
Þorvaróarson 1, Birgir Guóbjörnsson 1.
FRAM: Símon Ólafsson 4, Þorvaldur Geirsson 3, Björn Magnússon 2, Bjöm
Jónsson 2, Ómar Þráinsson 1, Hilmar Gunnarsson 1.
Færeyingar undirbúa
C-keppnina af natni
•T'
C-KEPPNIN í handknattleik fer
fram í Færeyjum dagana 2.-9.
febrúar næstkomandi. Svo var
ákveðið á IHF-þinginu, sem hald-
ið var í Reykjavík á síðasta ári.
Og undirbúningur fyrir keppn-
ina er nú á fullri ferð í Færeyjum
og eyjaskeggjar leggja mikið
kapp á að vel takist til.
11 af þeim 14 þjóðum, sem eru í
C-hópnum, verða meðal þátttak-
enda, en þrjár þjóðir verða ekki
með einhverra hluta vegna. Það
eru Malta, Kýpur og Grikkland.
Skipt verður í tvo riðla og fara
leikirnir fram í íþróttahöllunum í
Vogi, Þórshöfn og Klakksvík. í
A-riðli leika Austurríki, Noregur,
Ítalía, Luxemborg og Færeyjar, en
í B-riðli leika saman Frakkland,
Portúgal, Finnland og Belgía.
Leikirnir í riðlakeppninni fara
fram dagana 2.-7. febrúar, en
úrslitaleikir um sæti í mótinu fara
fram 9. febrúar.
Mikill viðbúnaður er í Færeyj-
um vegna C-keppninnar, en þetta
er í fyrsta skiptið sem þjóðin
heldur jafn umfangsmikið mót og
hér um ræðir. Hafa heimamenn
áætlað að um 250 manns komi til
Eyjanna í tengslum við keppnina,
auk dómara og fréttamanna.
Merki keppninnar og lukkudýr
fylgja hér með og er einkum
lukkudýrið skemmtilegt, en fáir
hafa líklega séð grindhvali í hand-
knattleik, þeim mun oftar séð þá
skorna í bita á myndum frá
grindadrápi.
Iþróttamaður Grohe
VESTUR-ÞÝZKI knattspyrnu-
þjálfarinn Klaus JUrgen Hilpert
kom i stutta heimsókn hingað til
lands um síðustu helgi og var
erindið að endurnýja samning
við Akurnesinga um að þjálfa lið
þeirra næsta sumar.
Á sunnudaginn átti Hilpert
fund með leikmönnum ÍA og
knattspyrnuráði Akraness. Ríkir
almenn ánægja á Akranesi með
það að Hilpert skuli hafa gefið
kost á sér til áframhaldandi
starfa á Akranesi en hann er sem
kunnugt er þekktur og eftirsóttur
þjálfari í heimalandi sínu. Er Mbl.
kunnugt um að Hilpert stóðu til
boða ýmis störf næsta sumar en
hann valdi Akranes. í vetur kenn-
ir hann við íþróttaskólann í Köln.
Hilpert mun koma hingað til
Kraftlyftingar
- Reykja-
víkurmót
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í kraft-
lyftingum fer fram 8. desember
n.k. Þátttökutilkynningum þarf
að skila inn fyrir 2. desember.
Þær má tilkynna i sima 15924 og
31970.
lands í febrúar en fram að þeim
tíma munu leikmenn IA æfa eftir
fyrirsögn Hilperts og mun Hörður
Helgason stjórna æfingunum.
Nýtt knattspyrnuráð var valið
fyrir skömmu á Akranesi og er
Gunnar Sigurðsson formaður þess
en henn er margreyndur stjórnar-
maður og hefur áður verið for-
maður ráðsins.
Þá hafa Akurnesingar endur-
nýjað samning við Þýzk-íslenzka
verzlunarfélagið hf um að auglýsa
merki Grohe á búningum Akur-
nesinga. Grohe-umboðið hefur
gert vel við leikmenn í A, t.d. fengu
þeir allir vatnsnuddtæki að gjöf í
haust og Árni Sveinsson var
valinn íþróttamaður Grohe 1979
af vestur-þýzka fyrirtækinu og
hlaut hann vegieg verðlaun frá
því.
Knattspyrnu-
þjálfarar
Knattspyrnuþjálfarafélag
íslands heldur almennan félags-
fund á Hótel Esju á morgun,
fimmtudag, kl. 20.00. Rætt verð-
ur um stofnun knattspyrnuþjálf-
arasambands Evrópu og aðild að
sambandinu. Síðan verða almenn-
ar umræður. Stjórnin.