Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 6
38
Kaflar
úr
tveim
nýjum
barna-
og
ung-
linga-
bókum
Það heíur löngum viljað
brenna við að barnabækur
og annað efni sem ætlað er
börnum hefur verið sett
skör læsra en það sem
borið er á borð fyrir full-
orðna. Hvenær hefur t.d. ver-
ið fjallað um barnabækur í
sjónvarpsþættinum Vöku.
svo að eitt dæmi sé nefnt.
Enn er í sumum tilvikum
greitt lægra verð fyrir
barnaefni. Spurning er
líka, hvort íslenskir barna-
bókahöfundar séu metnir til
jafns við aðra höfunda. Sitja
þeir við sama borð og
aðrir, þegar veita skal
starfslaun eða fé úr öðrum
launasjóðum Raunar ætti
slíkt ekki að vera óeðlilegt
í ljósi þess að engir eiga jafn
stóran lesendahóp en einmitt
barnabókahöfundar. Á það
er líka að líta, að þeir sem
skrifa fyrir börn, taka á sig
talsverða ábyrgð, sem fyllsta
ástæða er til að meta að
verðleikum, þegar vel
tekst til. Á barnaári væri
ekki úr vegi að taka þessi mál
til endurmats, örva íslenska
barnabókahöfunda til
dáða og gera hlut hinna
svokölluðu barnabókmennta
ekki minni en annarra bók-
menntagreina.
Á þessu ári koma mun
færri íslenskar barnabækur
út en nokkru sinni fyrr og er
það í sjálfu sér alvarlegt
íhugunarefni.
Fyrir jól þegar mest
berst á markað af nýjum
bókum birta blöðin alla jafna
kafla úr athyglisverðum
hókum, íslenskum og
þýddum. En hvenær hafa
barnabækur orðið fyrir val-
inu? Morgunblaðið gerir nú
bragarbót í þessu efni og
birtir kafla úr tveimur
íslenskum barna- og ungl-
ingabókum. Með því vill
blaðið undirstrika, að það
leggur allar greinar bók-
mennta að jöfnu.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
ANDRÉS
INDRIÐASON
LYKLABARN eftir Andrés Indriöason
er verölaunasagan í barnabókasam-
keppni Máls og menningar í tilefni
barnaárs. Þetta er fyrsta skáldsaga
Andrésar, en hann hefur áður skrifaö
barnaleikrit fyrir Þjóðleikhúsið og
leikritaflokk fyrir útvarpiö um Elísa-
betu, sex ára telpu, sem horfir á
veröldina sínum eigin augum. Enn-
fremur samdi hann ævintýrið „i
sjöunda himni“, sem nýlega kom út á
hljómplötu og handrit aö Veiðiferð-
inni, kvikmynd fyrir börn og fulloröna,
sem frumsýnd verður á næsta ári. Auk
þess hefur hann þýtt fjölda barna-
bóka. Andrés hóf blaðamennsku hér á
Morgunblaðinu og hefur starfað sem
dagskrárgerðarmaður við sjónvarpið
frá upphafi þess og einkum unnið að
gerð dagskrárefnis fyrir börn hin
síðari ár.
Bókin Lyklabarn er skrifuð út frá
sjónarhóli Dísu, sem er 10 ára. Hún er
nýflutt í nýtt, hálfbyggt hverfi meö
foreldrum sínum og litlum bróður,
sem hún gætir á daginn. Við kynn-
umst leikfélögunum, sem hún eignast
og stendur stundum í svolitlu stríði
viö, litla bróður hennar, foreldrum
hennar, sem alltaf hafa svo mikið að
gera, Guöfinnu, konunni, sem á heima
í íbúöinni á móti og fleira fólki.
í kaflanum, sem hér birtist, segir frá
því, þegar krakkarnir fara í fótbolta-
leik. Auk Dísu koma hér mest við sögu
Una, vinkona hennar, sem á heima í
næsta húsi, og Árni, sem á heima á
Akureyri en er nú i heimsókn hjá
Guðfinnu, ömmu sinni.
Armann Kr.
Einarsson
Ármann Kr. Einarsson á fimmtíu
ára rithöfundarafmæli um þessar
mundir. Hann hefur um langt árabil
veriö virkur félagi í samtökum rithöf-
unda og barist fyrir rétti barna- og
unglingabókahöfunda. Hann er nú
formaður Félags íslenskra rithöf-
unda.
Ármann hefur sent (rá sér tvær
nýjar bækur fyrir þessi jól, þ.e.
GOGGUR VINUR MINN — saga úr
þorskastríðinu og MAMMA í UPP-
SVEIFLU. Síöar nefnda bókin var
meðal þeirra handrita sem bérust í
barnabókasamkeppni Máls og menn-
ingar, og dómnefndin mælti meó til
útgáfu ásamt verðlaunabókinni nú á
barnaári.
Mamma í uppsveiflu er bekkjar-
saga 12 ára barna. Krakkarnir ákveóa
aó halda skemmtun til aó safna fyrir
dýru heyrnartæki. Þeir lagfæra gam-
alt hús, sem mikill styr stendur um,
og ráógert er að rifa. En þegar nýja
barnaleikhúsiö „MUSARHOLAN" er
um þaö bil aó taka til starfa fer
mamma Geira, nýja stráksins í
bekknum, „í uppsveiflu" og hætta er'
á aó öll þessi fyrirhöfn sé til einskis.
Hér birtist 3ji kafli bókarinnar, en
hann heitir Steinahverfió.
LYKLABARN
Það tók ekki langan tíma að
skrapa saman í tvö lið. Una hafði
gengið í hús og látið boð út ganga
um að klukkan tvö ætti að fara
fram knattspyrnuleikur. Það fylgdi
ekki sögunni hvar leikurinn átti að
fara fram, enda taldi hún réttast
að láta það liggja milli hluta. Það
var ekki um aðra staði að ræða en á
milli húsanna eða á götunni. Þótt
gatan væri fáfarin var ekki á það
að treysta að nota hana fyrir
knattspyrnuvöll. Það gat alltaf
komið bíll í upplögðum marktæki-
færum. Þess vegna sagði það sig
sjálft að eini staðurinn var svæðið
á milli húsanna. Að vísu voru
spýtur og mótajárn á víð og dreif
og bílar þurftu líka að troða sér
þarna inn, en við því var ekkert að
gera.
I hádeginu hafði Dísa hjólað yfir
í næsta hverfi. Hún hafði komið við
í sjoppu og keypt sér ís. Hún hafði
rekist á verslun sem hún vissi ekki
af, og þar var opið. Hún gat því
keypt það sem mamma hennar
hafði beðið hana um. Hún kom
aftur um það leyti sem knatt-
spyrnuleikurinn var að hefjast.
— Þú átt að vera í mínu liði,
kallaði Una til hennar.
— Ég ætla fyrst að fara með
þetta inn, sagði Dísa og benti á
plastpoka sem hékk við stýrið á
hjóli hennar.
— Þú getur gert það á eftir,
manneskja, sagði Una og skipaði
henni að leggja hjólið frá sér.
Dísa gerði eins og hún bað um.
Hún lagði hjólið á hliðina og reyndi
að átta sig á því hvað hún ætti að
gera við pokann með mjólkinni og
öllu því sem hún hafði keypt.
— Flýttu þér, manneskja! kall-
aði Una. Við erum að byrja!
Dísa lagði pokann ofan á hjólið
og flýtti sér til hennar.
Una var fyrirliði í sínu liði en
Árni stjórnaði sínu. Hann virtist
þekkja flesta krakkana með nafni
og var eins og heima hjá sér j)ótt
hann væri nýkominn í hópinn. I liði
Unu voru aðallega stelpur en að
auki nokkrir fimm og sex ára
pollar. Árni hafði sagt, að litlu
krílin yrðu líka að fá að vera með.
Una hafði látið það gott heita, en
það leyndi sér ekki að hún var
ekkert hrifin af því.
— Eigum við að spila á eitt eða
tvö mörk? spurði Árni og leit í
kringum sig. í liði hans voru
strákar í meirihiuta. Hann bætti
við að það þyrfti stærra svæði ef
spilað væri á tvö mörk, en það væri
líka miklu skemmtilegra.
Una sagðist vilja spila á tvö
mörk.
— Hver vill vera í marki hjá
mér? hrópaði hún.
Enginn gaf sig fram.
Hún horfði rannsakandi augum
á liðsmenn sína og reyndi að gera
upp við sig hverjum hún ætti að
treysta til að gæta marksins.
Loks benti hún á Dísu.
— Þú verður í marki! hrópaði
hún.
Dísu brá.
— Ég kann ekki að vera í marki,
sagði hún.
Hún fann hvernig roðinn hljóp í
kinnar hennar og hjartað fór að slá
örar. Hún setti hnúana upp að
kinnunum, leit niður fyrir sig og
sparkaði í spýtukubb.
— Þú verður víst í marki, sagði
Una ákveðin. Alla vega til að byrja
með, bætti hún við.
Dísa komst ekki upp með neitt
múður. Hún varð að láta sér lynda
að gera eins og fyrirliðinn mælti
fyrir.
Una var búin að finna tvo stóra
steina og búa til mark. Það var
mikii asi á henni. Hún stikaði milli
steinanna og taldi.
— Eitt... tvö ... þrjú ... fjög-
ur ... fimm ... Fimm skref!
Hún hljóp yfir að markinu sem
Árni hafði búið til og stikaði á
sama hátt milli steinanna.
— Fjögur? Við erum með fimm
skref!
— Minnkaðu þá þitt mark um
eitt skref, sagði Árni. Hann lét
Unu ekki koma sér úr jafnvægi.
Una kallaði til Dísu og bað hana
að færa marksteininn um eitt
skref.
— Það má vera stórt! bætti hún
við.
Þegar öll réttlæti hafði verið
fullnægt að þessu leyti báðu Árni
og Una einn pollann að tína upp
lítinn stein og fela hann í annarri
hendi. Una pantaði að velja hönd
og fékk það. Hún valdi einmitt þá
höndina sem steinninn var í. Sam-
kvæmt því átti hennar lið að hefja
leikinn.
Það kom reyndar í ljós að pollinn
hafði misskilið hlutverk sitt. Hann
hafði verið með steina í báðum
höndunum, en það fékk Árni aldrei
að vita.
Þegar allt virtist vera tilbúið sá
Árni ástæðu til að segja nokkur vel
valin orð um eðli knattspyrnunnar.
Hann sagði að knattspyrna væri
fyrst og fremst samvinna.
— Reyniði að láta boltann ganga
á milli ykkar í staðinn fyrir að
halda honum, sagði hann. Það er
ekkert gaman þegar allir eru í
einni þvögu.
Svo byrjaði leikurinn.
Það kom strax í ljós að heilræði
Árna höfðu ekki mikil áhrif á Unu.
Hún treysti meira á einstaklings-
framtakið en það að vinkonur
hennar gætu hjálpað upp á sakirn-
ar í leiknum. Hún komst auðveld-
lega fram hjá tveimur pollum og
sparkaði síðan eins fast og hún gat
í boltann. Því miður fór hann þó
ekki í þá átt sem hún ætlaðist til.
Hann tók stefnu á steypuhrærivél-
ina upp við húsið heima hjá henni.
Mamma i uppsveiflu
Steinahverfið
Við Geiri gengum í hægðum
okkar niður götuna í áttina að
stoppistöðinni. Við vorum enn með
allan hugann við þessa óvenjulegu
heimsókn til kennarans okkar.
Finnst þér ekki skrýtið, sagði
Geiri allt í einu upp úr þurru, hún
kallaði hana Beru.
Það er bara stytting úr Hallbera.
Alveg sama, það er dálítið neyð-
arlegt, sagði Geiri. Ég er viss um ef
ég reiddist einhvern tíma snögg-
lega við kennarann þá mundi ég
kalla hann Beru. Það er ekkert
meira en hann kallar mig Geira.
Sjáðu! hrópaði ég allt í einu,
strætisvagninn er kominn.
Við veifuðum öllum öngum og
hlupum eins hart og við gátum. En
það dugði ekki til. Rétt í þann
mund er við komum á stoppistöð-
ina renndi ferlíkið út á akbrautina,
sendi okkur væna reykjargusu í
kveðjuskyni og fjarlægðist óðfluga.
Bölvuð bikkjan! hrópaði Geiri og
steytti hnefann.
Strætisvagninn er nú ekki hest-
ur, svaraði ég brosandi.
Það er sama, hann er þó að
minnsta kosti farartæki, vagn-
skrattinn, hreytti Geiri út úr sér.
Hann gat vel beðið eftir okkur.
Við ráðguðumst um hvað gera
skyldi. Það var víst hálftími þang-
að til næsti vagn kæmi. Það hafði
kólnað talsvert með kvöldinu og
setti að okkur hroll eftir hlaupin.
Inni hjá Hallberu hafði líka verið
mjög heitt.
Ég stakk upp á því að við
veifuðum leigubíl á götunni og
skiptum milli okkar ökugjaldinu.
Nei, ég tek aldrei leigubíl, sagði
Geiri. Þeir eru svo dýrir.
Ég andmælti ekki félaga mínum.
Eflaust var mamma hans fátæk
þótt hann minntist aldrei á það.
Hvað erum við lengi að ganga?
spurði Geiri.
Oh, ætli það sé ekki rúmlega
hálftíma gangur heim til mín.
Þá skulum við ganga, sagði Geiri
ákveðinn.
Ég varð að viðurkenna að það
væri besta lausnin. Það var ekki
betra að norpa í kuldanum og bíða
eftir næsta vagni. Allt í einu skaut
upp ágætis hugmynd. Að mér
skyldi ekki hafa dottið þetta strax í
hug. Ég greip í handlegginn á
Geira og næstum hrópaði á móti
golunni.
Við getum stytt okkur leið, ef við
förum í gegn um Steinahverfið.
Hvar er það?
Þetta er gamalt hverfi skammt
frá höfninni, húsin eins konar
bakhús fínu bygginganna í mið-
borginni. Þótt byggingarnar séu
komnar til ára sinna eru sumar
þeirra hinar reisulegustu og vel við
haldið. Nokkrar eru reyndar hrör-
legir kofar sem standa auðir.
Þarna eru einnig skúrar og stórt
gamalt pakkhús. Göturnar eru ekki
annað en krókóttir gangstígar, illa
lýstir.
Úff, þetta er þá hálfgert drauga-
hverfi, sagði Geiri og hryllti sig.
Ekki veit ég það, svaraði ég. Það
býr þarna slangur af fólki, að
minnsta kosti á Berti bergrisi
heima í einu húsinu.
Hvað segirðu, Berti bergrisi?
Geiri horfði á mig steinhissa.
Karlinn heitir víst Dagóbert, en
flestir kalla hann aldrei annað en
Berta bergrisa vegna þess hve hann
er stór og tröllslegur. Hann sést
heldur aldrei spariklæddur.
Er hann sterkur?
Já, enginn veit hvað hann er
sterkur.
Sýndu mér Steinahverfið, sagði
Geiri ákafur.
Allt í lagi, við skulum koma.
Síðan þutum við af stað. Ég tók
forustuna, því ég vissi nákvæmlega
hvar var styst að fara.
Næstum alla leiðina hlupum við
Geiri við fót. Það gafst lítið tóm til
að tala saman. Ég var líka forvit-
inn, því satt best að segja var orðið
talsvert langt síðan ég hafði komið
í Steinahverfið. Þetta var frægur
staður. Fólk reifst heiftarlega um
hverfið í fjölmiðlum. Sumir vildu
láta vernda gömlu timburhúsin
sem sögulegar minjar, aðrir sögðu
að það væri mikill þrifnaður að
jafna allt draslið við jörðu og reisa
í staðinn nýtísku byggingar.
Brátt nálguðumst við Geiri
hverfið. Ég fann strax mjóa stíginn
og beygði inn á hann. Gatan lá í
talsverðum halla og horn á stóru
tjörguðu timburhúsi skagaði út í
hana.
Hvaða hús er þetta? spurði Geiri.
Þetta er gamla pakkhúsið.
Hviss!
Æi, það skaust eitthvað loðið
milli lappanna á mér, hrópaði
Geiri.
Láttu þér ekki bregða, það er
mikið af köttum hérna í hverfinu.
Berti bergrisi er mikill dýravinur,
hann fóðrar jafnt fugla og flæk-
ingsketti. Sumir segja að hann gefi
jafnvel rottunum.
Ha, ha, ha! Sá er góður, sagði
Geiri og hló.
Uss, hafðu ekki hátt, sagði ég
aðvarandi. Það getur verið hættu-
legt að vekja á sér óþarfa athygli í
Steinahverfinu.
Uhu, er ekki öllum frjálst að
ganga hér í gegn?
Jú, en stundum hefur verið
brotist hér inn í skjóli myrkurs og
oftar en einu sinni hafa brennu-
vargar verið á ferð.
Ég skil, svaraði Geiri. Lögreglan
hefur strangar gætur á hverfinu.
Nei, ég held að lögreglan sjáist
hér sjaldan, en það er...
Ég lauk ekki við setninguna því