Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
„Áhuga minn á bókum rek ég til þess tíma, er ég var barn uppi í Landeyjum, þar sem ég var í sveit á Gularási. Og í
gegnum Þjóövinafélagsalmanakiö fékk ég áhuga á sögulegum fróðleik. Því hef ég svo verið aö safna allar götur síöan og
þaö var ekki fyrr en fyrir um ári síðan aö ég eignaðist þaö allt saman. Nú hef ég þetta upphaf mitt hérna í hillunni." Og
Hafsteinn Guömundsson forstjóri Þjóösögu stendur upp úr skrifborösstólnum og gengur aö öörum bókaveggnum, tekur
þar út bók og gælir viö hana. Þetta geröi hann oft á meðan viö töluöum saman. „Annars var mér tvennt ofar í huga en
prentverk á þessum tíma. Mig langaöi til aö veröa skipstjóri sem er eölileg barnslöngun í Vestmannaeyjum, og mig langaöi
líka til að veröa prestur. Faöir minn vissi af því fyrrnefnda og leizt ekkert á, sennilega af því aö ég var smávaxinn fram eftir
öllum aldri. Hann tók því málið í sínar hendur og þegar ég kom úr sveitinni 14 ára gamall, hafði hann útvegaö mér vinnu í
prentsmiðju. Ég hugsa aö ég heföi þrátt fyrir vöxtinn orðið vel liötækur sjómaöur og ég hygg aö ég heföi orðið bænheitur
prestur. En týpógrafían hertók mig alveg er fram í sótti.“
BÓKIN ER ÁVALLT
INNIHALDIÐ EN
EKKIUMFANGIÐ
Morgunblaðið ræðir við Hafstein Guðmundsson
í tilefni 25 ára afmælis bókaútgáfunnar Þjóðsögu
Hjá kommum og
íhaldi í Eyjum
„Faðir minn hafði útvegað mér
vinnu hjá Guðjóni ó. Guðjónssyni,
sem þá rak nýtt prentverk í
Eyjum; Prentsmiðju Guðjóns-
bræðra. Bróðir hans var Þorbjörn
bóndi í Kirkjubæ. En Guðjón var
trúlofaður uppi á landi og eirði
ekki unnustulaus í Eyjum. Hann
fór til lands og þar með missti ég
minn fyrsta meistara. Það átti nú
eftir að henda mig oftar því að
jjeir urðu sex meistararnir áður en
yfir lauk.
Guðjónsbræður seldu svo
prentsmiðjuna, sem varð komm-
únistaprent. Og ég fylgdi draslinu.
Hjá kommunum var Isleifur
Högnason aðalmaðurinn og eftir
að Guðjón fór úr Eyjum, fluttist
prentverkið að Bolsastöðum, sem
voru fallegt hús við Helgafells-
braut, sem ísleifur átti. Mér féll
afburða vel við ísleif. Hann var
góður húsbóndi og ljúfmenni.
Meistari minn var Árni Guð-
laugsson. Á Bolsastöðum settum
við Eyjablaðið, málgagn verka-
manna í Eyjum. Og þar fékk ég
svo minn þriðja meistara, Stein-
dór Sigurðsson, skáld.
Svo fór ég frá Bolsastöðum og í
íhaldsprentið. Þar var gefið út
vikublaðið Víðir, blað sjálfstæð-
ismanna eða íhaldsmanna eins og
þeir þá hétu. Það var Einar Ágúst
Bjarnason prentari, sem kippti
mér þarna yfir, og hjá íhaldinu
var ég bæði setjari og dýnamór.
Vélin var handsnúin og merkis-
maðurinn Jói á Hól, sem var
aðaldýnamórinn, gat ekki alltaf
mætt til starfa og þá hljóp ég í
skarðið. í íhaldsprentinu urðu enn
meistaraskipti hjá mér, þegar
Guðjón Long tók þar við prent-
smiðjustjórninni. Eg var nú orð-
inn úrkula vonar um að ég yrði
nokkurn tímann prentari heima í
Vestmannaeyjum. Ég var stöðugt
að lenda á milli meistara og þá
varð ég að fá mér vinnu annars
staðar. Til dæmis vann ég í
bakaríinu hjá Jóni Waagfjörð. Þá
var ég 16 ára. Ég mætti fyrstur á
morgnana til að kveikja undir
ofninum og koma upp dampi áður
en bakararnir mættu og síðastur
fór ég á kvöldin eftir að hafa tekið
til í bakaríinu og pússað plöturn-
ar. Á daginn var ég svo dráttar-
klár. Þá keyrði ég út brauðin í
handvagni. Það eru talsverðar
brekkur í Vestmannaeyjum og ég
held, að ég hafi verið búinn að fá
nóg að degi loknum. En fyrir þetta
fékk ég að borða."
— Þér hefur ekki dottið í hug
að verða bakari?
„Nei. Það hvarflaði held ég
aldrei að mér. Ég gat fljótt slegið
upp kringlum og skonroki, og
tvíbökum, sem í reyndinni er ekki
alveg vandalaust verk. En ég fékk
aldrei að fara í brauðin.
Nei. Ég var allur í prentinu,
hvað sem tautaði og raulaði. Svo
segi ég einu sinni við Guðjón
Long, þegar hann er að fara í
sumarfrí til Reykjavíkur, að ég
sjái ekki fram á það að verða
nokkurn tíman prentari með
þessu laginu og bað hann í guð-
anna bænum að útvega mér vinnu
í Reykjavík. Ég sló þessu fram í
hálfkæringi og gerði svo sem
ekkert með það. En þegar Guðjón
kom aftur, sagði hann: „Ég er
búinn að útvega þér vinnu í
ísafold. Þú getur farið í dag, ef þú
vilt“. Og ég fór daginn eftir til
Reykjavíkur og í ísafold, þar sem
ég lenti hjá mínum sjötta og
síðasta meistara, Gunnari Ein-
arssyni."
— Hvenær var þetta?
„Ég kom til Reykjavíkur 1929,
þá 17 ára. Ég byrjaði 2. september
og Gunnar gaf mér tveggja ára
námstíma út á þessa stubba mína
heima. Svo lærði ég hjá honum í
tvö og hálft ár. Ég kláraði mig 2.
marz 1932 og vantaði þá mánuð í
tvítugt, en ég er fæddur 7. apríl
1912.
Ég man, hvað það var erfitt að
koma til Reykjavíkur. Ég átti ekki
neitt veraldlegra gæða og þekkti
enga. Afabróður átti ég í
Reykjavík, Ágúst Jónsson frá
Höskuldarkoti, sem bjó á Grettis-
götu 8. Ég þekkti hann ekki neitt,
en fór samt til hans að tilvísun
móður minnar og bað um mat og
skjól. Hann reyndist mér ákaflega
vel; skaut yfir mig skjólshúsi, gaf
mér að borða og keypti handa mér
frakka og annað sem ungkarl
þurfti, er lifa skyldi upp á eigin
Fyrsti námskeiöshópur Hafsteins. Efri röð: Halldór Magnússon, Stefán Traustason, Ólafur Árnason, Óli
Vestmann Einarsson, Ragnar Guömundsson, Einar Einarsson, Óli Þór Ólafsson, Guömundur H. Pétursson.
Neðri röö: Garöar Sigurösson, Hafsteinn Guömundsson, Guömundur Ragnar Jósepsson og Ingólfur
Guöjónsson.
reikning. Hann hjálpaði mér líka
að koma undir mig fótunum í
leiguhúsnæði á Klapparstíg 42.“
Atvinnulaus í
fjórar mínútur
— Hver af þessum sex meistur-
um þínum er þér minnisstæðast-
ur?
„Þetta voru allt ákaflega ólíkir
menn, bæði í útliti og að mann-
gerð. Allir voru þeir ágætismenn,
en þó tel ég Gunnar Einarsson
tvímælalaust þann sérstæðasta."
— Af hverju?
„Til þess liggja margar ástæður.
Mér þótti eiginlega fjarskalega
vænt um hann, en það var mér
eðlislægt.
Hann var skapmikill en fjarska-
lega raungóður. Og svo rak hann
mig einu sinni úr starfi. Það er
eini tíminn á ævinni, sem ég hef
verið atvinnulaus, meðan ég gekk
frá ísafoldarprentsmiðju og upp á
Laugaveg 1 þennan vordag 1935.
Ætli það hafi ekki tekið um fjórar
mínútur."
— Af hverju rak Gunnar þig?
„Ég hugsa að hann hafi verið í
slæmu skapi þennan dag. Þetta
var á útborgunardegi, sem var
föstudagur. Eg hafði farið til
læknis og þegar ég kom aftur spyr
Gunnar: Hvar hefur þú verið,
strákur? Hjá lækni, svara ég. Ertu
að rífa kjaft?, spyr hann þá. Nei,
segi ég. Eg hafði leyfi. Hann hafði
þá engar vöflur á því, heldur reif
snifsi af innpökkunarrúllu og
skrifaði á það uppsögnina.
Ég fór beinustu leið upp í
Prentsmiðjuna Acta og það má sá
ágætismaður Guðbjörn Guð-
mundsson eiga, að hann tók mig
strax í vinnu, þótt ekki væri mikið
að gera. En daginn eftir hringir
Gunnar í mig og spyr: Hver
djöfullinn er þetta, drengur? Því
kemurðu ekki í vinnuna? Ég
minnti hann á, að hann hefði rekið
mig daginn áður. Og nú kemur
rúsínan í pylsuendanum. Þú átt
ekki að taka mark á svoleiðis
vitleysu, strákur, sagði Gunnar.
Og komdu með uppsögnina. Og ég
fór aftur til hans um haustið."
— Manstu eitt verk öðrum
fremur, sem þú vannst í ísafold?
„Hvort ég man.“ Og nú fer
Hafsteinn eina ferðina í bóka-
vegginn. „Sjáðu þessa hérna."
Hann leggur fyrir mig íslenzka
þjóðhætti eftir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili. „Þetta er eitt af þeim
verkum, sem ég hef komið nálægt,
sem mér þykir hvað allravænst
um. Ég var svo ungur og kunni svo
lítið til verksins. Þessa bók hand-
setti ég alla saman. Það tók heilt
sumar. Hún er 500 blaðsíður, í
þessu líka stóra „sölubroti".
Ég man, hvað mér þótti mikið
til um að fá þetta verkefni. Fram
að því hafði ég verið mest í
smáprentinu; „á letigarðinum",
eins og einn vinnukrókurinn í
ísafold var kallaður. En nú reyndi