Morgunblaðið - 14.12.1979, Page 10

Morgunblaðið - 14.12.1979, Page 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 BOKIN EK AVALLT INNIHALDIÐ EN EKKIUMFANGIÐ — Og þá erum við komnir að Þjóðsögu. „Jæja. Allt frá heimilisdagbók- inni til 1954 gaf ég ekki út bækur. Ég var hins vegar búinn að velta því talsvert fyrir mér að gefa út Islendingasögurnar í aðeins tveimur bindum. Ætlaði að prenta þær á biblíupappír og þá í dálítið stærra broti, en tíðkast hafði. Ég bar svo þessa hugmynd mína undir Gunnar Einarsson, meistara minn. Hann stoppaði mig í þessu, en sagðist vera tilbúinn með mér í útgáfu á þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Það var svo úr að við stofnuðum Þjóðsögu 1954 og byrj- uðum á þjóðsögum Jóns Árnason- ar. Við fengum þá Árna Böðvars- son og Bjarna Vilhjálmsson í lið með okkur og breyttum yfir í upprunalegt mál sögumanna og skrásetjara þjóðsagnanna. Þetta safn varð alls sex bindi.“ — Hvers vegna fóruð þið yfir í upprunalega málið? „Vegna íslenzkrar tungu. I mínum augum var það höfuðatrið- ið að hafa sögurnar á sama máli og sögumenn höfðu. Þeir voru alls staðar að af landinu og með betri hætti fannst mér ekki hægt að varðveita tungu þjóðarinnar." — Hvað hefur Þjóðsaga gefið út margar bækur á þessum 25 árum? „Nú bara veit ég ekki. En þjóðsagnaflokkarnir og árbæk- urnar eru orðin 42 bindi. Gunnar hætti í Þjóðsögu eftir 4 ár, en ég hélt áfram. Fljótlega kom Gráskinna hin meiri, sem Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson söfnuðu með helmings- viðbæti. Á eftir Gráskinnu kom Gríma hin meiri, sem Þorsteinn M. Jónsson og Jónas Rafnar söfn- uðu. Síðan Rauðskinna Jóns Thor- arensen og nú erum við byrjuð að vinna Sigfús Sigfússon, sem ég reikna með að verði 8 bindi í allt, en tvö þau fyrstu koma á næsta ári.“ — En hvernig lentirðu í Árbók- inni? Ég get ekki hugsað mér ólíkari útgáfur en hana og þjóð- sögur. „Það er rétt. Þetta eru eins ólíkar útgáfur og hugsast getur. En ég get skýrt sjálfan mig í þessu með því að vísa til áhuga míns á gildi myndarinnar í textanum. Reyndar var það fyrir áeggjan Björns Svanbergssonar að Árbók- in lenti í mínum fórum. Hann hafði séð auglýsingu, þar sem auglýst var eftir umboðsmanni fyrir þessa útgáfu og fyrir hans áeggjan gaf ég mig fram. Björn ætlaði nú reyndar að vera með mér í þessu, en hann hvarf frá því er á reyndi. Ég hef hins vegar ekki vikið frá vöggunni. Árbókin gefur mjög gott færi á að sýna fram á gildi myndarinnar í textanum. Með bókinni í ár sendi ég smábækling af Eyjólfi Kárs- syni til að benda fólki á, hvað mikið vantar í textann, þegar myndina vantar. Texti og mynd eru nefnilega systkini." — En Þjóðsaga hefur gefið fleira út en þjóðsögur og árbækur. „Já. Ég hef reynt að halda mínum tiktúrum í útgáfunni. Einn góður kunningi minn gaf mér nefnilega titilinn tiktúrumeistari í bókaútgáfu. Mér hefur alltaf þótt svolítið vænt um þennan titil og reynt að standa undir honum. Annars var það Guðmundur Böðvarsson, sem kom mér á sporið í ljóðaútgáfu. Ég hitti hann eitt sinn á förnum vegi með Saltkorn í mold og okkur talaðist svo til, að ég gæfi þau út. Ég hafði svo gaman af þessu, að ég held því áfram. Ég hef svo mikla ánægju af því að ganga frá textanum. Þetta er hrein lífsnautn hjá mér og enginn texti er erfiðari viðfangs en ljóða- texti." — Mér sýnist af þessum ljóða- bókum Þjóðsögu, að þú haldir þig í ljóðunum við samtíðarmenn. Hef- ur þér aldrei dottið í hug að sækja lengra aftur líkt og í óbundna málið? Nú sprettur Hafsteinn upp einn ganginn enn og áður en ég veit af hefur hann sótt í hillu og dreift 22 smábókum á borðið fyrir framan mig. Þarna er Gullregn komið, smábókaflokkur með ljóðaúrvali gömlu meistaranna. „Ég byrjaði á Gullregni 1955. Ástæðan var sú, að ég hafði eitt sinn heima við gripið niður í ljóð Bjarna Thorarensen og þá komst ég allt í einu að því, að ég vissi harla lítið um skáldið og reyndar mörg ljóð þess líka. Ég er áreiðan- lega ekki einn um þetta, hugsa ég og tek þar ákvörðun um það að koma með einhverjum hætti út úrvali og æviágripi. Þessi hug- mynd þróaðist svo í smábók, sem ég hugsaði sem handtak frá Hól- um til viðskiptamanna. Guðni Jónsson tók verkið að sér og hann lagði til nafnið Gullregn. Þessar smábækur voru ekki seldar, held- ur sendar út eftir viðskipta- mannabók prentverksins. Þetta þróaðist svo út í skemmti- legustu útgáfu. Margir góðir menn hjálpuðu til við ljóðaval og gerð æviágripa, auk Guðna man ég í svipinn eftir Jóhannesi úr Kötlum, Karli Kristjánssyni, Jóhanni Gunnari Ólafssyni, Pétri Sigurðs- syni og Þorsteini frá Hamri. Ég skildi Gullregnið auðvitað eftir í Hólum, en ég sakna þess ávallt. Það gekk eitthvað skrykkj- ótt með útkomu þess fyrst eftir að ég hætti og nú veit ég ekki betur en að það sé dottið upp fyrir. Því miður. Kannske á það þó eftir að lifna við.“ — Ætlar þú að gera eitthvað í tilefni 25 ára afmælis Þjóðsögu? „Já. Og að mínum dómi svolítið skemmtilegan hlut. Matthías Jo- hannessen gaf mér handrit með 19 smáþáttum eftir sig. Kverið verð- ur tölusett í mjög litlu upplagi og kemur ekki í bókaverzlanir. Þetta kver kemur dt á næsta ári, en verður með ártalinu 1979. Ég vil heldur að sú litla bók komi til manns, þegar fjölmiðlar hafa lægra um slíka hluti." Brjóstabrotið hæfði Jónasi — Hvert er þitt álit á íslenzkri bókaútgáfu? „Mér finnast íslenzkar bækur upp til hópa í alltof stóru broti, þær eru oft eins og riðvaxið fólk. Nú undanskil ég strax uppsláttar- bækur og myndabækur og vissu- lega eru sum bókverk önnur þann- ig, að þau útheimta stóran síðu- flöt, og skulu því eðli sínu sam- kvæmt vera í stóru broti. En í alltof mörgurn tilfellum er bæði of þykkur pappír og of stórt brot. Ég hef ekki gefið þessum bókum heitið „hjólbörubrot" eða útþandar bækur, en þó heyri ég þær nefndar svo oft og einatt. En hvers vegna skyldi til dæmis reifari, sem er beinlínis afþrey- ingarhlutur, þurfa að vera í stærsta flokki almennra bóka? Ég vil ekki draga skóinn niður af neinum, en ég vildi að menn sæju að sér. Og þá skírskota ég til þeirra, sem kaupa, en ekki fyrst og fremst til þeirra, sem gefa út. Bókin er ávallt innihaldið, textinn, en ekki umfangið. Sjálfsagt finnst samt sumum, sem gefa bækur, að þær þurfi að vera fyrirferðarmiklar. Þessi stóru brot almennra bóka hafa líka verið nefnd „sölubrot". Ég hef ekki reynslu á þessu sviði.“ — Ertu að tala um fermetrana? Veggfóðrið? „Eg hef heyrt svona hjal um það, að íslendingar kaupi bækur af fordild í fermetratali. Það getur vel verið, að þess séu einhver dæmi, en ég held að sá hópur sé hverfandi lítill. Og ég get sannað mitt mál: í þau tvö skipti, sem ég hef lent í því að verða að taka bækur til baka af fólki, hafa þær verið hreinlega upplesnar. Því segi ég hiklaust, að obbinn af fólki kaupir bækur af lestrarþörf, en ekki vegna vöntunar á veggfóðri. Ég tel mig vita, að þegar fólk kaupir bækur fyrir sjálft sig, þá rekur lestrarþörfin það áfram, en ekki fordild. Það er einkennandi fyrir íslenzk heimili, að allur fjöldi þeirra hefur yfir að ráða fallegu bókasafni. Það merkilega er að mér finnst að tekjurnar séu stundum í öfugu hlutfalli við bókaeignina. Að mínu viti er þetta séríslenzkt fyrirbæri. Hins vegar hugsa ég að öðru máli gegni um gjafabækur. Það er í eðli okkar að vera stórtæk. Við viljum gefa vel. Og þessi venja hefur skapað þörf- ina á stórum bókum og freistað útgefenda til að gefa út loftmiklar og útþandar útgáfur; lítinn texta á síðum, stóra jaðra og sem allra þykkastan pappír." — Hvernig er þá hin rétta bók að þínu mati? „Nú skal ég segja þér litla sögu. Eitt sinn, áður en Kristinn And- résson fór til útlanda, bað hann mig að ganga frá kvæðum og sögum Jónasar Hallgrímssonar. Þegar hann kom aftur og sá bókina, sagði hann: Þú hefur eyðilagt þessa útgáfu fyrir mér með þessu ræfilslega broti. Þá sagði ég: Þú ættir, Kristinn, jafn lesinn maður og þú ert, að vita það, að þegar ljóð Jónasar komu út í fyrsta sinn, þá var sagt að heimasæturnar hefðu gengið með bókina á milli brjóstanna. Sú bók, sem þar kemst, verður að vera í hæfilegu broti. Kristinn fór og talaði við dr. Jón Helgason. Svo kom hann og sagði: Þetta er stórfínt. Doktor Jón segir að þú hafir rétt fyrir þér. Svo fór nú, að þessi bók varð Kristni ákaflega hjartfólgin. Og hún hefur komið út í tveimur útgáfum þótt tíkó þætti eins og Kristinn komst fyrst að orði. Þetta segir þó ekki að allar bækur eigi að vera litlar. Það er ekkert ófrávíkjanlegt með bókina fremur en aðra hluti. En lífið getur ekki verið tómt loftbrauð. Ég hef til dæmis oft vélt fyrir mér fyrstu útgáfu Þjóðsögu. Þjóð- sögur Jóns Árnasonar voru svo yfirgripsmikið efni, að hefði ég sett þær í það brot, sem ég helzt vildi, þá hefðu bindin ekki orðið sex, heldur níu eða tíu. Svo réði frumútgáfan ákaflega miklu. Mér hefur alltaf fundizt að ég hefði ekki átt að fara eftir þessu, heldur hafa það eins og ég vildi sjálfur; fleiri bindi og smærri." — Hefur þú gefið út fleiri bækur, sem þú sérð eftir? „Ég sé alls ekki eftir því að hafa gefið út þjóðsögurnar eins og þær eru. Það er ekki eftirsjá, þótt ég hugleiði, hvort annað brot hefði ekki verið hentugra, þegar ég er þannig gerður, að ég er aldrei ánægður með neitt, sem ég geri, nema til næsta dags.“ — Sérðu þá ekki eftir neinu? „Ég held ekki. í mínum bókum eru engin huldubörn, sem ég vildi halda frá sjónum skaparans. Hins vegar hef ég éfalaust gefið út bók og sagt sem svo, að hún hefði að skaðlausu mátt bíða einhvern tíma. En það er allt annar handleggur. Það er reyndar svo margt, sem gjarnan hefði mátt bíða næsta dags, þótt það sé algjörlega and- stætt lífsmunstri rnínu." Að búa við það sem í manni býr — En áttu þér einhvern draum í bókaútgáfu? „Það hefur alltaf verið mín innsta ósk, að ég gæti með starfi mínu opnað augu fólks fyrir því, hvað það sjálft hefur til brunns að bera. Við gerum of mikið af því að líta alltaf til annarra og við gleymum því, hvað það er mikil- vægt, hvað fólk almennt fæðist í raun með fjölbreyttar gáfur og möguleika. Manni hættir svo við því að hyggja ávallt, að náunginn sé betur úr garði gerður en maður sjálfur. Það er of mikil fyrirhöfn að skyggna sinn eigin mann. Þar liggja oft hin duldu verðmæti. Og í bókagerð dreymir mig fyrst og fremst um það að geta opnað augu samtíðarmanna minna fyrir gildi fagurra bóka göfugs texta. Mér finnst að okkur hætti of mikið til þess að fara okkar fram í gegnum þykkt og þunnt og brjóta þannig lögmál næsta manns, sem oft eru hluti eigin lögmáls. En þótt ég segi, að við lítum of mikið til annarra, þá á ég síður en svo við það, að við högum okkur eins og við værum ein í heiminum. Okkur ber að hlusta á fólkið í ^slcnjfa sfatílanbið rTlll ■ LDTI BJÖRN ÞORSTEINSSON HEIMSKRINCLA mxHTiMiajm ■Alai «r * * * * —1.»» *** ww* » * * * w . • » * *• WILLIAM SHAKESPEARE *« a *• *• « >: t- LEIKRIT - ■ * i * ... j * HELGI HALFDANARSON •* * »•» ■ * • * »* ■ * a *•* * , HEIMSKRINCLA n * » **! H' | * «•» " *• * V ** . V. * Rammatitlar bókaflokkanna. kringum okkur og taka tillit til þess. Það er ærinn lærdómur fólginn í því að hitta mann, sem leiðir okkur að einhverjum hlut, sem okkur ber að varast, eða líta nánar á. Þú spyrð, hvort ég eigi mér draum. Eg trúi draumum. Og fyrir þá eða vegna þeirra hef ég komizt af til þessa dags. Annars var þetta það sem ég ætlaði ekki að minnast á. Það er í þessu tilfelli svo auðvelt að segja að maður segi ósatt og sé haldinn bábiljum og hindursvitn- um.“ — Segðu mér þá, Hafsteinn. Ef ég gæfi þér kost á öðru jarðlífi. Myndirðu haga því öðru vísi en þessu? „Nei. Svo vitlaus getur maður nefnilega verið, að maður vilji ekki sníða af sér agnúana. En það er lærdómsríkt að vita af þeim. Ég veit til dæmis, að ég er alltof félagaður maður. Ég hafði eitt sinn bókhaldara út í prenthúsinu. Honum hefur efalaust fundist ég vera lítið við, því einn daginn lagði hann fyrir mig skrá og sagði hana HALLDÓR KILJAN LAXNESS PRJÓNASTOFAN SOLIN GAMANLEIKUR I ÞREM ÞÁTTUM MÁL OG MENNINC REYKJAVlK 1962 Opna- eða tvítitill 25 ára afmælisflokks MM.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.