Morgunblaðið - 14.12.1979, Side 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
49 v
Með stórhug
og* atorku
Jóhannes Helgi: A BRATTANN
Agnar Kofoed-Hansen rekur
minningar sinar
331 bls. Alm. Bókafélagið.
Rvik 1979.
ÆVISÖGURITARI skapar sögu-
hetju sína að nokkru ieyti í sinni
mynd. Jóhannes Helgi er harður í
horn að taka. Ut úr þessari sögu
kemur hörkukarlinn Agnar Kof-
oed-Hansen. Grannt skoðað hefði
sagan eins getað orðið flugsaga
eða ástarsaga eða hvað sem
verkast vill. En þessi er hvorugt
heldur baráttusaga einstaklings
sem sækir á brattann í flestum
skilningi, teflir á tvær hættur,
tekur erfiðleikana glímutökum og
—sigrar!
I föðurætt er Agnar kominn af
dönskum aðalsættum langt fram
og ber ráðgjafa og yfirhershöfð-
ingja hæst í þeirri fylkingu. í
móðurætt er hann hins vegar
kominn af íslensku kjarnafólki og
getur sögumaður móður sinnar
afar lofsamlega. Föður síns raun-
ar líka þó færri sögur fari af
honum.
Nú er það árátta íslendinga að
véfengja ættartölur og hefur Agn-
ar Kofoed-Hansen fengið að kenna
á því eins og margir aðrir.
» . . . þegar blikur síðari heims-
styrjaldarinnar voru komnar á
loft og Hermann taldi af öryggis-
ástæðum þörf á lögreglustjóra
með liðsforingjamenntun í
Reykjavík og var búinn að setja
mig í það embætti aðeins tuttugu
og fjögurra ára gamlan, mér
liggur við að segja þröngva mér í
embættið og út úr fluginu með
skírskotun til þjóðhollustu, þá
komst sú saga á kreik og hefur
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
gengið staflaust síðan, að ég væri
launsonur hans.«
Agnar var heilsuveill í bernsku.
Sú saga er ekki rakin með mála-
lengingum. En »stundum hefur
hvarflað að mér, að hinar löngu
legur mínar hafi vakið hjá mér
þrána til að fljúga, það er auðskil-
ið sálrænt andsvar barns sem
langtímum saman er fjötrað við
sjúkrabeð.«
Agnar hefði auðveldlega getað
stundað langskólanám og orðið
embættismaður eftir þeirri leið.
En hann ólst upp með fluginu í
heiminum, þráði það eitt að læra
að fljúga og var nógu viljasterkur
til að framkvæma vilja sinn.
Þegar hann tók að leita fyrir sér
að komast í flugnám var honum
kunngert að það kostaði þvílíka
svimandi fjárhæð að alls ekki var
nefnandi í þá daga — á sjálfum
kreppuárunum. En hann lagði
engu að síður af stað til Danmerk-
ur, févana, og hafði ekki hugmynd
um hvernig hann kynni að kljúfa
fjárhagshliðina. En það tókst.
Agnar gekk í herskóla! Og alveg
án hliðsjónar af hugmyndum okk-
ar um hermennsku er svo mikið
víst að slíkir skólar voru þá
yfirhöfuð mjög góðir. Þeir þjálf-
uðu menn að jöfnu líkamlega og
andlega. Svo mikið var lagt á
nemendur að þeir höfðu hvorki
þrek né tíma til að láta sér leiðast.
Agnar synjar ekki fyrir að hann
hafi að einhverju leyti notið sinn-
ar frægu ættar til að komast inn í
skólann. Þrátt fyrir byrjunarerf-
iðleika vegna málsins varð hann
afburðanemandi. Síðan lá leiðin
meðal annars til Þýskalands, en í
þá daga mun hreint ekki hafa þótt
ljóður á ráði ungs manns í því
landi að hann hefði gengið í
gegnum liðsforingjaskóla. Þegar
heim kom gerðist Agnar einn af
brautryðjendum flugsins hér
heima sem var að vísu löngu
hafið, en hafði orðið endasleppt
hverju sinni, mest vegna fátæktar.
Þrettán ára hafði Agnar fyrst
komist í loftið, þá »fór pabbi með
mig í fimmtán mínútna skemmti-
flug með Súlunni.« Níu árum
Agnar Kofoed-Hansen
seinna var Agnar farinn að fljúga
hjá Lufthansa í Þýskalandi og
öðlaðist þar með alþjóðleg flug-
stjórnarréttindi.
Þegar Agnar var hér lögreglu-
stjóri á tímum stríðs og hernáms
reyndi líka á þrek hans þótt á
jörðu niðri væri. Til dæmis segir
hann frá því að einu sinni munaði
ekki nema hársbreidd að Bretar
handtækju hann og flyttu »í
alræmdasta fangelsi Breta, Tower
of London.« Bandaríkjamenn
komu í veg fyrir það. Fleira gerist
þarna stórkostlegt sem ekki verð-
ur rakið hér. Þetta er lífleg og vel
skrifuð endurminningabók. Að
forminu til er þetta ekki algerlega
eintal sögumanns. Jóhannes Helgi
veit líka nokkuð af sjálfum sér,
hann er alltaf nálægur og drekkur
t.d. te með sögumanni og fer með
honum í gönguferðir en Agnar er
áhugamaður um hvort tveggja,
tedrykkju og útivist. Höfundur
spyr, sögumaður svarar. Og þó
lítið fari fyrir spurningum hins
fyrrnefnda er lesandinn þó á þær
minntur með nokkrum hætti —
ekki samt svo að textinn beri keim
af samtali. Þetta er ósvikin minn-
ingabók eins og stendur á titil-
blaði. Ég hygg að margur muni
hafa þá sögu að segja að loknum
lestri bókarinnar að atburðir þeir,
Jóhannes Helgi
sem sögumaður skýrir frá, séu að
vísu forvitnilegir en þó séu sýnu
minnisstæðari þau persónulegu
kynni sem lesandinn hafi af sögu-
manni. Agnar Kofoed-Hansen er
ekki aðeins göngu og íþrótta-
maður í venjulegum skilningi —
hann er líka fimleikamaður í
andanum, hugsar vítt og breitt,
lítur æðrulaust á lífið og heiminn,
enda oft staddur á mörkum lífs og
dauða, iðkar hugsun eins og
heilsubótargöngu og að jöfnu með
henni.
Hefði einhver annar en Jóhann-
es Helgi skráð þessa sögu hefði
hún vafalaust orðið allt öðruvísi.
En hún er ágæt eins og hún er. Ef
ekki eru hér á ferðinni tveir líkir
— þá að minnsta kosti tveir sem
eiga vel saman. Hér gefur að líta
frásagnir af mörgu sem ekki er
sagt frá í öðrum bókum, og þess
konar erindi til lesenda á raunar
hver bók sem telst nokkurs virði
— að segja eitthvað nýtt!
Þess skal að lokum getið að
bókin er sett með stóru og skýru
letri og því einkar heppilegt les-
efni fyrir þá sem hafa ekki sem
skarpasta sjón. Nafnaskrá og at-
riðisorð á spássíu gera bókina
handhæga að fletta upp í — bæði
hratt og örugglega.
Pólitísk
ættarsaga
ólafur Ormsson:
STÚTUNGSPUNGAR
Skáldsaga.
Lystræninginn 1979.
„ — Eitthvað var hann Ágúst
heitinn, blessuð sé minning hans,
að tala um þessa rússnesku bylt-
ingu og þennan sósíalisma. Það
Bókmennllr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
voru ekki fögur orð, sem hann lét
falla um þessi fyrirbæri“.
Svo mælir kristilega þenkjandi
koma á Akureyri.
Á Akureyri gerist fyrri hluti
skáldsögu Olafs Ormssonar. Sagt
er frá tveimur fjölskyldum: Guð-
mundi Jónssyni bruggara, konu
hans Helgu Pjetursdóttur og son-
um þeirra Snorra Þór og Pjetri
Diðrik; einnig Ágústi Lundkvist
og konu hans Ingrid, bæði sænsk,
og dótturinni Sigríði, Guðmundur
og Ágúst drekka saman og eru hér
lítríkar lýsingar á drykkjuskap
þeirra og ýmsum uppátækjum við
skál. Snorri Þór og Pjetur Diðrik
verða snemma skotnir í Sigríði og
enda þótt hún sé í fyrstu lofuð
Pjetri Diðrik endar hún sem kona
Snorra Þórs. Þau hjón flytjast til
Reykjavíkur og eignast þar synina
Jósep Stalín (f. 1935) og Helga
Brynjólf (f. 1937). Pjetur Diðrik
kynnist stúlku í Reykjavík og
eignast með henni soninn Adólf
Guðmund. Nafngiftirnar benda til
pólitískra skoðana bræðranna,
annar er á band Stalíns, hinn er
nasisti.
Snorri Þór verður að hrökklast
frá Akureyri vegna pólitískra að-
gerða sem hann á þátt í. Hann
hafnar í Bretavinnunni í
Reykjavík, áttar sig fljótt á mál-
um þar og verður þátttakandi í
stríðsgróðanum, gleymir æsku-
hugsjónum sínum. Pjetur Diðrik
gengur í lögregluna, lýkur lög-
fræðiprófi og verður gamall sér-
vitringur í Vesturbænum. Pólitísk
átök móta þá bræður báða, enda
er Ólafur Ormsson fyrst og fremst
að draga upp mynd þess hver
áhrif pólitískar sviptingar sam-
tímans hafa á einstaklinga og líf
þeirra. I lok sögunnar er sagt frá
Helga Brynjólfi, en hann býður sig
fram í prófkjöri fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og vinnur frækilegan
sigur.
Það er ekki svo lítið sem Ólafur
Ormsson stefnir að í Stútungs-
ólafur Ormsson
pungum. Hvernig það tekst veltur
á lesandanum. Sætti maður sig við
íslenzk þjóðfræði:
ÍSLENZKIR MÁLSHÆTTIR.
Bjarni Vilhjálmsson og
óskar Ilalldórsson tóku saman.
Önnur útgáfa með viðauka.
Almenna bókafélagið 1979.
Bjarni Vilhjálmsson kemst svo
að orði í Formálsorðum íslenzkra
málshátta:
„Málshættir bera oft vott um
mikla athyglisgáfu, næman skiln-
ing á mannlegu lífi og viðleitni til
að grafast fyrir um eðli fyrirbæra
hins daglega lífs og draga álykt-
anir af hinu einstaka til hins
almenna. Þeir eru fyrst og fremst
sprottnir úr vitsmunalífi manns-
ins, en fátítt er, að þeir tjái dýpstu
tilfinningar hans. Þeir eru því
fremur í ætt við heimspeki en
ljóðrænan skáldskap. Líkingamál
ýkta og umfram allt skoplega
mynd af samtímanum má hafa
gaman af sögunni. En það er
áberandi. hve sagan er líkt og
klofinn í tvennt. Frá lífinu á
Akureyri fyrir stríð er sagt með
þeim hætti að ekki er farið út í
miklar öfgar. Þar má finna raun-
sæilega lýsingu sem nálgast það
að vera trúverðug. Svo er einnig
um vissa þætti Reykjavíkurlýs-
ingar í hernámsárunum og síðar.
En höfundurinn sleppir fljótlega
alveg fram af sér beislinu. Hann
velur þann kost að tileinka sér
algjöra skopstælingu og temur sér
pólitíska innrætingu af grófasta
tagi. Persónur sem áður voru af
holdi og blóði verða tákn og þjóna
eingöngu undir það að lýsa fyrir-
litningu höfundar á þeim sem ekki
eru sama sinnis og hann. Þetta tel
ég galla vegna þess að með meiri
aga held ég að Ólafi Ormssyni
þeirra minnir þó stundum á
kveðskap, og búning sinn hafa þeir
oft fengið léðan frá bundnu máli,
eins og vikið verður að hér á eftir.
Málshættir eru vissulega misjafn-
ir að efni og orðfæri. Stundum eru
þeir leftvægt mas um sjálfsagða
hluti, en þegar bezt hefur til
tekizt, eru þeir spaklegir að hugs-
un og mótaðir af hugviti og
listfengi."
Einnig er bent á að málshættir
hafi oft verið kallaðir „alþýðleg
heimspeki.“ Líklega er sú skil-
greining ekki sem verst, að
minnsta kosti stenst hún hvað
þessa bók varðar. Hér hefur þess
verið gætt að gefa fjölbreytta
mynd af íslenskum málsháttum. í
fyrstu útgáfu eru um sjö þúsund
málshættir og viðaukinn er rífleg-
ur. Meðal annars hefur verið
gæti tekist að skrifa ádeilusögu án
forskriftar. Góð hugmynd verður
að litlu fyrir bragðið í Stútungs-
pungum, en þar með er ekki sagt
að sagan geti ekki verið sæmilegt
skemmtiefni. Sagan hlýtur að
höfða til viss hóps lesenda sem
Ólafur Ormsson virðist skrifa
fyrir, en margt bendur til þess að
sá flokkur sé óðum að þynnast,
hinn gamli kreppukommúnismi er
orðinn að myndastyttu sem tor-
velt er að blása lífi í.
Boðað er framhald Stútungs-
punga í sögulok. Eigi að halda
þeim áfram í sama stíl er hætt við
að þeir hafi fátt markvert fram að
færa og frásagnargáfa höfundar-
ins kafni í moðreyk. Það er eins og
Ólafur Ormsson geri sér ekki
grein fyrir að tímarnir hafa
breyst síðan ungir menn heilluð-
ust af lestri Kommúnistaávarps-
ins norður á Akureyri.
stuðst við tvö söfn austfirskra
kvenna: Vogrek og Völuskjóðu
Guðfinnu Þorsteinsdóttur og
óprentað málsháttasafn Kristínar
Árnadóttur á Borg á Skriðdal, en
hún var ættuð frá Þvottá í Álfta-
firði.
Málshættir eru hver öðrum
líkir. Það er athyglisvert hvernig
þeir breytast með tímanum. Það
sem áður var fastmótað verður á
vörum yngra fólks með ýmsum
tilbrigðum og gjarnan eftir lands-
hlutum. Þetta sýnir vel gildi og
nauðsyn málshátta, en þeir sem
ofnota þá eiga á hættu að tala
fyrir daufum eyrum. Best fer á því
að þeir séu brúkaðir sparlega, ekki
síst vegna þess að þeir hafa
tilhneigingu til þess að setja málið
í skorður og gera það of bóklegt,
jafnvel innantómt. Um slíkt gildir
sama og hefð sem orðin er kækur.
Alþýðleg heimspeki
vörur daglega i allar
deildir til jóla
Vorum að
taka upp
dömu og
herraskó.
Stórkostlegt
úrval
Alltaf
eykst
úrvalið
í fötum,
peysum,
skyrtum
og alls
konar
gjafavörum
Vorum
taka
upp:
kjóla
dragtir
blússur
peysur
disco
dress
o.fl..
Og nú er
úrvalið
vægast sagt
stórglæsilegt
unglinga
Ef þú færð ekki plötuna
sem þú leitar að hjá
okkur þá fæst hún
hvergi!
Klæðskera
þjónusta
á staðnum.
HLJOMDEILD
KARNABÆR
SKODEILD
KARNABÆR
UNGLINGADEILD
KARNABÆR
i hjarta borgarinnar
aö Austurstræti 22.
Leitið ekki
langt yfir skammt
Sími frá skiptiborði 85055
Austurstræti 22.