Morgunblaðið - 14.12.1979, Qupperneq 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
Kosningabarátta Edwards
Kennedy hefur gengið illa að
undanförnu. Hann hefur ekki
staöið sig vel í sjónvarpsviðtöl-
um eða ræðum síðan hann lýsti
forsetaframboði sínu yfir í nóv-
ember s.i. og fjölmiðlar fara um
hann mun haröari orðum nú en
áður. Jafnvel þeir sem voru
öruggir um að hann ynni út-
nefningu Demókrataflokksins í
júlí fyrirhafnarlaust eru farnir
að efast. f síðustu viku tók
Carter forseti forystu í vin-
saldakapphlaupi þeirra í skoð-
anakönnunum. en það hefur
hann ekki gert fyrr.
Carter þykir hafa staðið sig
mjóg vel í deilunni við Iran, en
nú eru rúmar 5 vikur síðan
„námsmenn" hertóku banda-
ríska sendiráðið í Teheran.
Hann hefur aflýst öllum ferðum
og fundum í sambandi við kosn-
ingabaráttuna að svo komnu
máli og helgar sig vandanum í
Iran. Hann lýsti þó yfir fram-
boði sínu til endurkjörs í síðustu
viku, en án mikillar viðhafnar.
Carter hefur sýnt forystuhæfi-
leika sem margir höfðu sagt
Hallar undan f æti fyrir Kennedy
hann vanta. Kennedy var í hópi
þeirra, sem sögðu landið vanta
leiðtoga, en Carter hefur sannað
á undanförnum vikum að svo er
ekki.
Hertaka sendiráðsins og
gíslanna í íran hefur sameinað
bandarísku þjóðina gegn einum
óvini, Khomeini og fyigisveinum
hans. Sendiráðið var tekið þegar
Iranskeisari, sem var steypt af
stóli í byltingu fyrir ári, var
fluttur frá Mexíkó í sjúkrahús í
New York til krabbameinslækn-
inga. „Námsmennirnir" heimta
að keisarinn verði fluttur til
írans til að standa reikningsskil
gerða sinna. Carter forseti hefur
þvertekið fyrir það.
Kennedy styður Carter i bar-
áttunni um líf gíslanna í íran, en
gagnrýndi þó keisarann harð-
lega í ræðu. Hann kallaði keisar-
ann einn mesta glæpahund ald-
arinnar og ítrekaði nauðsyn þess
að flytja hann úr landi hið
bráðasta. Orð Kennedys féllu
ekki í góðan jarðveg, og hann
hefur verið gagnrýndur harðlega
fyrir þau. Virtir dálkahöfundar
eftir ONNU
BJARNADÓTTUR
Washington Post fullyrtu jafn-
vel, að þau hefðu kostað keisar-
ann hæli í Argentínu. Þeir sögðu
samningaviðræður Bandaríkja-
manna við argentínsk yfirvöld
um hæli handa keisaranum hafa
verið langt komnar þegar
Kennedy flutti ræðu sína, en þá
hefðu samningaviðræðurnar
rofnað. Kennedy hefur reynt að
draga í land og útskýra hvað
hann meinti, en vill nú helzt að
orð hans gleymist sem fyrst.
CBS-sjónvarpsstöðin gerði
heimildaþátt um Kennedy um
það leyti sem hann lýsti yfir
framboði sínu. Þar átti Roger
Mudd samtal við hann, þar sem
Kennedy þótti standa sig mjög
illa. Hann gat ekki svarað því á
sannfærandi hátt hvers vegna
hann vildi verða forseti, og svar
hans við spurningu um Chappa-
quiddick var augsýnilega þaul-
æft. Kennedy þykir mjög óskýr í
svörum og oft slæmur ræðu-
maður. í sama viðtali og jafn-
framt í þættinum „Face the
Nation" var hann afar langorður
í svörum um helztu baráttumál
sín, og fólk þurfti að beita allri
sinni athygli til að skilja hvað
hann var að fara.
Kennedy er þó mjög vel heima
um innlend og erlend málefni.
Hann hefur setið á þingi í
næstum 18 ár og er í hópi
fremstu öldungadeildarþing-
manna. Hann nýtur geysilegra
vinsælda með þjóðinni. En hann
eins og þú leggurþig
formast Latex/Lystadún dýnan undir þér — og eltir síðan
hverja hreyfingu þína þannig, að hún styður alltaf undir mitti og mjóhrygg.
Latex/Lystadún dýna er samsett úr stinnu Lystadún undirlagi
og mjúku Latex yfirlagi.
Þyngstu líkamshlutar bæla Latexlagið niður að stinnu
Lystadúnlaginu. Þannig lagar dýnan sig að líkamanum.
Árangurinn er að hryggsúlan liggur nokkuð bein, hvíldin verður
fullkomnari og þér hættir síður til eymsla í hrygg. Þau orsakast oft
af röngum rúmdýnum.
LYSTADÚN
L/stadúnverksmiójan Duqquvoqi8 Sími84655