Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 21
53
hefur aldrei staðið í harðri
kosningabaráttu fyrr. í heima-
ríki sínu, Massachusetts, vann
hann auðveldan sigur árið 1962.
Þá tók hann við sæti Johns
bróður síns, sem var kosinn
forseti 1960, en þegar John varð
forseti var Edward of ungur til
að taka strax við sætinu, og því
var leppur fundinn til að gegna
því í tvö ár. 1970 og 1976 sigraði
hann lítt vinsæla mótherja með
63% og 70% atkvæða.
Vegna nafns síns hefur hann
ekki þurft að vinna sér eitthvað
til frægðar eins og flestir fram-
bjóðendur með því að sækja litla
fundi hjá Rotary og Lions og æfa
þar ræður sínar og svör. Frá
byrjun var barátta hans á for-
síðum blaðanna með öllum
sínum hnökrum og byrjunarerf-
iðleikum.
Auk þessa er hann ávallt
borinn saman við bræður sína,
sem bræddu hjörtu kjósenda
með góðri framsögu og léttu
yfirbragði. Kennedy sagðist ekki
ætla að berjast með nöfnum
bræðra sinna, en þó nefnir hann
þá oft. Og enginn gleymir að
hann er Kennedy þegar hann
kynnir frænkur sínar og frænd-
ur á kosningafundunum, og móð-
ir hans, 89 ára gömul, stendur
við hlið hans.
Starfsmenn Kennedys hafa
sagt að í forkosningunum í
Florida í marz muni Kennedy
sýna Carter í tvo heimana. Þeir
hafa nú dregið í land og leggja
minni áherzlu á sigur í Florida
en áður. Þeir leggja nú meira
upp úr frammistöðu Kennedys í
kosningunum í Iowa í janúar, en
sérstaklega þó úr kappræðu
hans við mótherja sína í Demó-
krataflokknum, þá Carter for-
seta og Brown ríkisstjóra í
Kaliforníu.
ab.
Nýja postula-
kirkjan í nýjum
húsakynnum
NÝJA postulakirkjan á sér ekki ýkja
langa sögu sem sjálfstæð kirkjudeild.
Um 1830 hófst í Skotlandi og Eng-
landi hreyfing meðal trúaðs fólks í þá
átt að endurvekja trúarhita og ein-
faldleik frumkristninnar. Þessi trúar-
hreyfing breiddist út til Þýskalands
og Hollands, og í Þýskalandi var hin
Nýja postulakirkja stofnuð 1863. Á
þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur
Nýja postulakirkjan breiðst út um
heiminn og starfar nú af miklum
þrótti í öllum heimsálfum. "Meðlimum
hennar fjölgar alls staðar mjög ört.
Kirkjan leggur mikla áherslu á ein-
faldleik í helgisiðum og bróðurlegt
samfélag allra safnaðarmeðlima, líf í
trú og kærleika. Sá andi, sem ríkir
innan Nýju postulakirkjunnar, á því
brýnt erindi við kynslóð nútímans,
um leið og þessi kirkja er beinn
arftaki postulakirkju frumkristninn-
ar.
Nýja postulakirkjan hóf kynningu
á starfi sínu og kenningu hér á landi
fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári.
Eiginlegt trúboð hófst þó ekki fyrr en
fyrir rúmu ári, að séra Lennart Hedin
frá Kanada fluttist hingað til íslands
með fjölskyldu sinni. Hafa guðsþjón-
ustur kirkjunnar síðan farið fram að
Strandgötu 29 í Hafnarfirði. Nú hefur
Nýja postulakirkjan hins vegar feng-
ið nýtt húsnæði að Háaleitisbraut
58—60, Reykjavík, og flyst þvi starf-
semin þangað. Fyrsta guðsþjónustan
í hinum nýju húsakynnum verður n.k.
sunnudag, 16. des. kl. 4 e.h. í þeirri
guðsþjónustu mun auk séra Lennarts
Hedin prédika erindreki frá Nýju
postulakirkjunni í Kanada, séra Gene
Storer. Eru allir hjartanlega vel-
komnir til þessarar guðsþjónustu,
sem markar tímamót í nýbyrjuðu
starfi Nýju postulakirkjunnar á
íslandi.
(Fréitatilkynning frá Nýju postulakirkj-
unni)
AK»LYSIN(.ASIMINN FU:
22480
W*T0ivnbl«titb
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979
• •
Oddubækurnar
í sjöttu útgáfu
BÓKAFORLAG Odds Björnsson-
ar á Akureyri hefur nú sent á
markað sjöttu útgáfu af Öddu-
bókunum eftir Jennu Jónsdóttur
og Hreiðar Stefánsson. Alls eru
Öddu-bækurnar sjö talsins.
í frétt frá útgáfunni segir m.a.:
„Fyrsta Öddu-bókin, eftir Jennu
Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson,
kom út árið 1946 og heitir ein-
faldlega Adda, og síðan þá hefur
verið stöðug eftirspurn eftir þess-
ari bók. Hefur hún verið endur-
prentuð mörgum sinnum og nú
kemur hún út í 6. útgáfu. Sömu
sögu má segja um þær bækur sem
fylgdu í kjölfarið, allar hafa notið
feykna mikilla vinsælda, svo að
einsdæmi má telja með íslenskar
barnabækur."
Öddu-bækurnar. sjö heiti: Adda,
Adda og litli bróðir, Adda lærir að
synda, Adda kemur heim, Adda í
kaupavinnu, Adda í menntaskóla,
Adda trúlofast.
f'4 -
Adam fer fínt i veturinn. Þvi nú er hann birgur
af glæsilegum hátiðar- og hvunndagsfatnaði.
Peysu-, Combi- og Tweedföt í kippum. stakar
tweed- og flannelsbuxur, stakir tweed jakkar,
vesti og skyrtur.
Allt fatnaður „a la Adarn", enda flott eftir þvi.
Littu inn og kynntu þér málið.
LAUGAVEGI 47 SIMM7575