Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 23

Morgunblaðið - 14.12.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1979 55 fclk í fréttum Jil Islands? + ÞETTA er danskur blaða- maður, Jens Jörgen Kjærgaard, sem fyrir skömmu hlaut svonefnd „Glaxoverðlaun" fyrir blaða- mennsku, (10.000 danskar krón- ur). bað er sérstök dómnefnd sem um þessi verðlaun fjaliar, en þau veitir lyfjafyrirtæki biaða- mönnum í Danmörku, sem sýna í verki góða blaðamennsku. Jens Jörgen er 46 ára. Hann hefur verið í blaðamennsku frá því á árinu 1953. Hann hefur verið blaðamaður við Berlingske Tid- ende frá því á siðasta ári. Blaðið hefur það eftir verð- launahafanum að hann myndi vilja nota verðlaunin til þess að fara til íslands til þess að skoða þar eldfjailasvæðin. — Kona hans hefur lika starfað við blaða- mennsku. Andlegir leiðtogar milljarðs manna + ÞETTA er ein fárra fréttamynda, sem borizt hafa frá heimsókn Jóhannesar Páls páfa til Tyrklands á dögunum. Hér heilsar hann Demetrius patríarka grísku rétttrúnaðarkirkjunnar við komu sína til Istanbul. Þessir kirkjuhöfðingjar eru leiðtogar tveggja kirkjudeilda, hinnar rómversk-kaþólsku og þeirrar grísk-kaþ- ólsku, en innan þeirra eru alls um einn milljarður manna. Bruninn hjá Ringo Starr + HÉR í „Fólkinu i fréttunum", var sagt frá því á fimmtudaginn, að til greina kæmi að haldnir yrðu hljómleikar með Bitlunum. — Þess var getið þar að hinn gamli trommari Bitlanna Ringo Starr hefði orðið fyrir tjóni af völdum eldsvoða. — Þessi AP-mynd er af trommaranum þar sem hann er við húsið sitt í íbúðarhverfinu, sem heitir Hollywood Hills (Hollywood-hæðir) og er í Los Angelesborg, meðan á slökkvistarfinu stóð. - Brunaverðir eru að berjast við eldinn í þaki hússins. — Brunatjónið er talið nema um 135.000 dollurum, segir í myndatextanum. Talið er að kviknað hafi i þaki hússins út frá arineldi. Indíána- árás! + HINN kunni vestur-þýski kvikmyndastjóri Werner Herzog sagði frá því fyrir skömmu, að rúmlega 100 Aguaruna-Indíánar hefðu gert árás þar sem hann hafði komið sér upp kvik- myndaveri og tækni- mönnum og búnað öllum til þess að gera kvikmynd um þýzkan gúmmi-barón, sem var þar á öldinni sem leið. Indíánarnir brutu allt og brömluðu í bækistöðinni í árásinni og nemur tjónið um 80.000 dollurum um- reiknað í ísl. kr. rúmlega 30 milljónir. Árni Egils Basso Erectus Þaö fer ekkl framhjá neinum sem hlustar á þessa plötu aö um snilll Árna á hljóöfærl sitt eru engar ofsagnir. Ásamt honum leika á plötunni Mike Melwoln á píanó, Peter Roblnson á strengjavél, Mitch Jaoe Porcaro í percussion. David Grigger á trommur og svo konsertmeistar- inn Jerry Vlnci. Brunaliðið Útkalt Verö kr. 8.750 Tilboösverö 7.500 Plata sem sannir tónllstarunnendur veröa aö eignast. Verö kr. 8.750 Tilboösverö 7.500 Með eld í hjarta Jólaplata Brunaliðsins Verö kr. 8.750 Tilboösverö 7.000 Plötuhreinsarar frá Groove Tube. Verð kr. 2.500. Kassettutæki í mörgum litum og stæröum á góöu verði ^ Viö keVP'*r öiluit' P\°Jí^6Wr«e^ SENDUM í PÓSTKRÖFU LAUGAVEGI 33 — SÍM111508 -101 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.