Morgunblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 11 Albert Guðmundsson, alþingism.: Mótmæli sérsköttun atvinnuhúsnæðis Albcrt Guðmundsson (S) mót- mælti harðlega frumvarpi um framlengingu sérstaks skatts á verzlunar- og skrifstofu- húsnæði, sem Sighvatur Bjorgvinsson. fjármálaráð- herra, mælti fyrir á Alþingi fyrr í vikunni. Ræða þing- mannsins fer hér á eftir: Fjármálaráðherra hefur nú mælt nokkur orð með því frumvarpi, sem hér liggur fyrir og gat þess, að markmið með því væri að sporna við gegndarlausri fjárfestingu í verslunar- og skrifstofuhús- næði. Ég vil halda því fram. að þetta sé alrangt hjá hæst- virtum ráðherra. Hér er skattur á fasteignir, sem eru þegar nýttar fyrir verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Hæst- virtur ráðherra virtist rugla saman nýbyggingarsjóðs- gjaldi og þeim skatti, sem hér er rætt um. Þetta gjald er til viðbótar þeirri álagningu, sem heitir nýbyggingargjald. Herra forseti. Þetta frum- varp til laga um sérstakan skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði, sem greiða skal til ríkissjóðs, er að mínu viti afar ranglátur skattur. Það skal greiða af stofni sérstaks eignarskatts eins og hann er á fasteignamatsverði í árslok 1979. Þessi sérstaki skattur skal nema 1.4% af þessum fasteignamatsstofni, eins og hann verður í árslok og er áætlað, að hann muni nema um 1500 millj. kr., 1.5 milljörð- um, á árinu 1980. Ég vil benda háttvirtum þingmanni á þá staðreynd, að fyrirtæki eiga almennt í miklum rekstrar- fjárvanda og íþyngjandi skatt- ar af því tagi, sem hér um ræðir, eru gjaldþoli þeirra flestra, sem skattinn eiga að greiða, um megn. Almennt eru fyrirtæki veikt upp byggð, t.d. vegna fjársveltis og ef taka á af þeim meira en sanngjarnt er í ríkishítina, þá endar það með lokun fyrirtækjanna og þar með er atvinnuöryggi þeirra, sem við þessi fyrirtæki starfa, stefnt í voða. Ég vil mótmæla þessari skattlagn- Albert Guðmundsson. ingu sem ákaflega óréttlátri, en mun þó greiða atkv. með því, að frumvarpi þessu verði vísað til nenfdar í von um, að þar hljóti það gaumgæfilega athugun, sem vonandi verður til þess, að nefndin geti orðið sammála um, að þennan órétt- láta skatt beri að leggja niður og að hún telji að lokinni þeirri athugun viturlegt að mæla ekki með skattlagningunni eða áframhaldi á þessari skatt- píningu, en á árinu 1979 nam þessi skattur samtals 1030 millj. kr. eða rúmum milljarði samkv. skattskrá 1979. Og það eru upplýsingar, sem koma fram í athugasemd með þessu frumvarpi. Það er ekki enda- laust hægt að skattpína eða mergsjúga fyrirtæki, hvorki með endursamþykkt tíma- bundinna laga, þegar þau falla úr gildi, eða með nýjum álagn- ingum. Ríkissjóður má ekki endalaust verða óseðjandi. Menn verða að gefa athafnalíf- inu nokkra möguleika til bjargar. Það verður ekki gert með því að draga eigið fé fyrirtækja í æ ríkari mæli út úr arðbærum rekstri inn í rikishitina, og ég vil segja við ykkur, háttvirtir alþingis- menn, gefið fyrirtækjum og atvinnurekstrinum lífsvon, dragið úr kostnaði við ríkis- reksturinn. Þetta eru kosn- ingaloforð flestallra ef ekki allra stjórnmálaflokkanna að ég held. Fækkið sköttum, lækkið skatta og dragið úr kostnaði. Það er þjóðarhagur. Lögreglan leiðbeinir við kirkju- garðana UM JÓLIN eiga margir erindi í kirkjugarðana í Reykjavík. Ý msir þurfa að fá upplýsingar um graf- reiti, sem skrifstofa kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæmis veitir á venjulegum skrifstofu-. tíma. Þar sem Þorláksmessu ber upp á sunnudag má búast við því, að margir vilji nota þann dag til þess að heimsækja kirkjugarð- ana. Því verða upplýsingar veittar á staðnum þann dag frá kl. 10-12 og 13-17. Jafnframt má benda þeim á sem ætla neðst eða syðst í Fossvogsgarð að nota hliðið, sem er á girð- ingunni fyrir neðan og vestan bækistöðvar Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, en að öðru leyti mun lög- reglan nú sem fyrr leið- beina og aðstoða í umferð- inni. Frá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Trudeau Trudeau kemur aftur Leiðir frjálslynda í kosningunum Ottawa 19. des. Reuter PIERRE ELLIOT Trudeau, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada ætlar að leiða Frjáls- lynda flokkinn í þinifkosninv unum i Kanada þann 18. febrúar n.k. Í yfirlýsiniíu Tru- deaus. sem var gefin út þcssa efnis í gær, sagði, að hann hefði orðið við eindreKnum 'áskorunum flokksmanna sinna um að koma á ný til forystu. en hann saífði af sér formennsku flokksins i sl. mánuði. Trudeau sagði, að tækist Frjálslynda flokknum að sigra i kosningunum myndi hann freista þess að mynda nýja ríkisstjórn í Kanada. Trudeau er nú sextugur að aldri. Hann sagðist mundu gera ráðstafanir til að bæta efnahag landsins og sérstak- lega yrði að huga að orkumál- um. Trudeau sagði að hver sem niðurstaða kosninganna yrði myndi þetta verða síðasta kjör- tímabil sitt. Til kosninganna var boðað eftir að stjórn Joe Clarks, sem hefur setið síðan í maí, beið lægri hlut í þinginu með sex atkvæða mun. SAMBYGGT STERÍÓSETT UTSÖLUSTAÐIR Karnabær Laugavegi 66 - Karnabær Glæsibæ — Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafiröi - Eplió Akranesi - Eplið Isafirði - Cesar Akureyri Verð sem þ á morgun SHARP SG320 SHARP SG330 KR. 327.000.- KR. 395.000.- Strax eftir jól trúir þú því ekki aö hafa fengið hljómtæki meö slík toppgæöi fyrir svona lítið verð SG-320 SAMBYGGT STERÍÓSETT TÆKNILEGAR UPPLVSINGAR MAGNARAR: 2X15 WÖTT R.M.S. UTVARP: 4 UTVARPSBYLGJUR, FM. FM STERIO, LW, MW. SW PLÖTUSPILARI: HALFSJALFVIRKUR, S-ARMUR. SEGULBAND: MEÐ <2 1 noa SJALFLEITARA SG-330 SAMBYGGT STERIÓSETT TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR: MAGNARAR: 2 X 20 WÖTT R M.S, UTVARP: 4 UTVARPSBYLGJUR. FM. FM STERIO. LW. MW. SW PLÖTUSPILARI: HÁLFSJÁLFVIRKUR S-ARMUR. SEGULBAND: MEÐ MQGQ SJÁLFLEITARA. HÁTALARAR: 2 STK. 40 WÖTT, R.M.S. 40 OHM HÁTALARAR. 2 STK. 40 WÖTT R.M.S. 4 OHM MAGNETÍSKT PICK UP 1 • 1 • FIUKUF. f 1* . a,»>| Bestu kaupm hvemig sem a er litið! ááSjí^ HLJÓMDEILD VmKARNABÆR Laugavegi 66, 1. hæö. Simi frá skiptiborði 85055

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.