Morgunblaðið - 21.12.1979, Side 13

Morgunblaðið - 21.12.1979, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 13 • • Þorsteinn 0. Stephensen leikari — 75 ára í dag Hvorki verður gildi þess í tölum talið né vegið, að Þorsteinn Ö. Stephensen skyldi gerast leiklist- arstjóri útvarpsins allsnemma á ferli þess og ráða því mikla leikhúsi áratugum saman. Ég bendi á þrennt í því sambandi: leikstjórnarhæfni hans, leiklist- argáfur hans sjálfs (svo að enginn hefur orðið annar eins útvarps- leikari að margra dómi) og svo íslenzkukunnáttu hans og virð- ingu fyrir tungunni, — að ógleymdri virðingu hans fyrir leiklistinni. Fyrir tilverknað hans á Ríkis- útvarpið í fórum sínum margan leiklistargimstein varðveittan á segulbondum, og verður sú náma vonandi tiltæk um raðir áratuga, jafnvel alda. Ég færi Þorsteini alúðarfyllstu afmælisóskir og vona að hans njóti enn lengi við meðal okkar, þrátt fyir 75 árin og þaðan af meira. Baldur Pálmason. I dag, föstudaginn 21. desember, á Þorsteinn Ö. Stephensen leikari og fyrrverandi leiklistarstjóri Út- varpsins 75 ára afmæli. Kynni okkar Þorsteins hófust fyrir nær 40 árum hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Mörg okkar í hópi leikara, sem nú eru komin vel yfir miðjan aldur, voru þá að stíga sin fyrstu spor á fjölunum í gömlu Iðnó. Við litum að sjálfsögðu upp til hinna lífsreyndu manna, sem voru sigld- ir og höfðu menntast í listgrein sinni í fjarlægum löndum. Öll ólum við þann draum í brjósti að komast út fyrir „pollinn“ og afla okkur frekari menntunar. En sá draumur virtist nokkuð fjarlægur um þær mundir, því úti í hinum stóra heimi geisaði heimsstyrjöld og menn virtust gera sér til gamans að drepa hver annan. Þorsteinn var á þessum árum í vitund okkar yngri manna hinn reyndi og virti leikari, sem við tókum okkur til fyrirmyndar. Frumraun sína á fjölunum þreytti Þorsteinn Alþingishátíðarárið 1930. Sigldi til Kaupmannahafnar árið 1933 og stundaði nám á Konunglega leikskólanum þar í borg. Kom heim að námi loknu og byrjaði að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og jafnframt hóf hann störf hjá Útvarpinu. Á næsta ári er því liðin hálf öld frá því Þorsteinn steig sín fyrstu spor á leiksviðinu í Iðnó. Og enn er Þorsteinn í sviðsljósinu, meira að segja á báðum aðalleiksviðum höfuðborgarinnar. Hann leikur um þessar mundir afann í „Stund- arfriði" í Þjóðleikhúsinu, og eftir nokkra daga verður frumsýning hjá Leikfélagi Reykjavíkur á „Kirsuberjagarðinum" eftir Tsjekov, en þar fer hann með hlutverk gamla þjónsins Firs. Þorsteinn mun hafa starfað hjá Útvarpinu í nær 40 ár. Fyrst sem þulur, en jafnframt vann hann að leiklist, bæði sem leikari og leik- stjóri við þá stofnun. Leiklistar- stjóri Útvarpsins var hann skipaður árið 1946 og gegndi því starfi til ársloka 1974. Þó segja megi að starf Þorsteins hjá út- varpinu mætti telja nægilegt æfi- starf hverjum meðalmanni, þá hefur hann komið víðar við eins og flestum er kunnugt. Hann hefur leikið á leiksviðum höfuðborgar- innar flest árin og unnið þar marga merka leiksigra og skapað minnisverðar persónur, sem munu lifa í vitund listelskandi leikhús- gesta um ókomin ár. Þorsteinn var einn þeirra fram- sýnu áhugamanna, sem lyftu Leik- félagi Reykjavíkur upp úr þeim öldudal, er félagið lenti í þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950. Þá voru flestir af bestu og reyndustu leikurum L.R. ráðnir á fastan samning hjá Þjóðleikhús- inu. Háværar raddir heyrðust meira að segja um það, að réttast væri að leggja Leikfélagið niður, en af því varð þó ekki sem betur fór. Þorsteinn hefur tvívegis verið formaður Leikfélags Reykjavíkur, árin 1949-50 og 1960-61. Þá hefur hann jafnan verið mjög virkur í félagsmálum leikarastétt- arinnar. Hann stóð m.a. að stofn- un Félags íslenskra leikara, ásamt fleiri hugsjónamönnum, en það var stofnað 22. sept. 1941. Var Þorsteinn formaður þess fyrstu fimm árin. Fullyrða má, að Þorsteinn Ö. Stephensen hafi manna mest mót- að leiklistarstarfsemi útvarpsins frá upphafi. Hlutverk hans þar eru orðin fjölmörg. Auk þess hefur hann stjórnað fjölda leikverka, en þýtt önnur og búið til flutnings í útvarpi. Á löngum leikferli hefur hann orðið útvarpshlustendum um land allt minnisstæður fyrir túlkun sína á margþættustu persónum heimsbókmenntanna, bæði í gleði og sorg. Engan leikara hef ég þekkt, sem hefur náð jafn góðu valdi á hljóðnemanum og Þor- steinn. í öllum upptökum á list- rænu efni er það mikil nauðsyn að komast í náið samband við þetta litla „apparat". Oft reynist hljóð- neminn mörgum túlkendum erki- óvinur, en öðrum náinn vinur. Þorsteinn fyllir síðari hópinn, enda hefur honum veist auðvelt að koma þar á framfæri fíngerðustu blæbrigðum mannlegs sálarlífs í öllum þess margbreytileika. Marg- ar frábærar upptökur eru til með Þorsteini hjá útvarpinu, varð- veittar á segulböndum og hljóm- plötum, sem vitna um listræn vinnubrögð agaðs og mikilhæfs listamanns. Þorsteinn er mikill smekk- maður á íslenska tungu og hefur næmt brageyra. Honum reynist auðvelt að fella ræðu sína í stuðlað mál þegar því er að skipta. Á gleðistundum er jafnan ánægju- legt að vera samvistum við Þor- stein. Hnyttileg tilsvör hans og safaríkur „húmör" lífga þá upp á stemmninguna. Þorsteinn var í hópi þeirra gömlu starfsmanna hjá Ríkisút- varpinu sem gerðu sér ljóst, að nauðsyn bar til að starfsmenn þar stofnuðu með sér félagssamtök. Hann gekkst fyrir því ásamt nokkrum samstarfsmönnum að stofna Starfsmannafélag Ríkis- útvarpsins 2. mars 1936. Hann var fyrsti formaður þess og sat í stjórn þess um margra ára skeið. Fyrir hönd Starfsmannafélags Ríkisútvarpsins sendi ég vini mínum Þorsteini hugheilar árnað- aróskir, bæði frá yngri og eldri starfsmönnum útvarpsins á þess- um merkisdegi í lífi hans. Við væntum þess, að hann eigi ennþá oft eftir að blanda við okkur geði hér við Skúlagötuna og taka hljóðnemann þeim tökum sem honum einum er lagið. Klemcnz Jónsson. I leiklistarsögu okkar hafa orðið óvenju glögg kynslóðaskipti. Alda- mótakynslóðin er brautryðjend- urnir, sem byrja nánast með tvær tómar og setja leiklistinni mark og mið. Uppúr 1920 kemur svo næsta kynslóð, sem færir fram kröfurnar og leggur grundvöllinn að atvinnuleikhúsi á Islandi. Þessi kynslóð, sem var fædd um og upp úr aldamótum, sem steig sín fyrstu spor á leiksviði á þriðja áratugnum — einmitt þeim árum sem það réðst, að byggja skyldi fyrir Islendinga Þjóðleikhús — og sem svo lifði það á sínum þroska- árum að sjá drauminn um at- vinnuleikhús rætast — þessi kynslóð á enn nokkra ágæta full- trúa í okkar leikhúslífi. Einn þeirra er sú gamla kempa Þor- steinn Ö. Stephensen, sem er sjötíu og fimm ára í dag. Það er gæfa íslensks leikhúss að til starfa fyrir það hafa valist menn með gáfur og hæfileika Þorsteins Ö. Stephensens. Hann lék talsvert í skóla en mun þó hafa haft hug á háskólanámi og hóf það, áður en hann ánetjaðist Thaliu. Hann lék þá fyrst í leikflokki Haralds Björnssonar á alþingishátíðarárinu 1930, Björn hreppsstjóra í Fjalla-Eyvindi (hlutverk sem hann lék síðar í tveim næstu uppfærslum, 1940 og 1950 við opnun Þjóðleikhússins). Haraldur var þá nýkominn heim frá leiknámi í leiklistarskóla Kgl. leikhússins í Höfn, (ásamt Önnu Borg fyrstur íslendinga til að stunda eiginlegt leiknám). Ég hygg það gefi auga leið, að þarna var hvetjandi fordæmi enda halda einmitt utan til slíks náms í Höfn á næstu árum nokkrir íslenskir leikarar, Sigrún Magnúsdóttir fyrst, þá þau Þorsteinn Ö. Steph- ensen og Regína Þórðardóttir og loks Lárus Pálsson. Þorsteinn kemur heim um mið- bik fjórða áratugarins, og eins og aðrir hinna „lærðu“ leikara, verð- ur hann að sætta sig við annað aðalstarf og hafa list sína í hjáverkum. Hann leikur að vísu ýmis meiri háttar hlutverk — kannski vakti hann fyrst verulega athygli sem Jeppi á Fjalli 1934 — en nefna má Björn Breiðvíkinga- kappa í Fróðá Jóhanns Frímanns, Pál postula í Gullna hliðinu, Zardan í Vopnum guðanna, David- sen konsúl í Uppstigningu, Hlopov í Eftirlitsmanninum, Voltore í Volpone, að ógleymdum Brynjólfi biskupi í Skálholti, því hlutverki sem aflaði Þorsteini mestrar al- menningshylli á þessum árum. En hans daglega starf var að öðru leyti í Ríkisútvarpinu, fyrst sem þulur, síðan leiklistarráðunautur, eins og það hét þá, og loks leiklistarstjóri. Þannig atvikast það, þegar ís- lenskir leikhúsmenn sjá loks draum sinn um atvinnuleikhús rætast, við opnun Þjóðleikhússins 1950, að Þorsteinn er bundinn öðru starfi, þar sem hann er staddur í miðri uppbyggingu. Hann verður því í hópi þeirra, sem ákveða að halda starfinu áfram í Iðnó og næsta áratuginn eru þeir Þorsteinn og Brynjólfur Jóhann- esson máttarstólpar Leikfélags Reykjavíkur. Á þessum árum vex list Þorsteins mjög að þrótti og fjölbreytileik, skírist í tilfinninga- legri reisn sinni og vitsmunalegri dýpt og notaleg kímnigáfa lista- mannsins verður í senn léttari og beittari, þegar svo ber við. Frá þessum árum eru hlutverk eins og Róbert Belford í Marmara Kamb- ans, dómarinn í Elsku Rut, Absa- lon Beyer í Önnu Pétursdóttur ,(þessar sýningar skiptu sköpum fyrir Leikfélagið), keisarinn í Pi- pa-ki, Krans birkidómari í Ævin- týri á gönguför, Jean Valjean í Vesalingunum (Hugo — Gunnar Hansen), dr. Sloper í Erfingjan- um, þingmaðurinn í Kjarnorku og kvenhylli, Lenni í Músum og mönnum, Vérsjinin í Þrem systr- um og Crocker-Harris í Brown- ing-þýðingunni eftir Rattigan, en fyrir það hlutverk hlaut hann Silfurlampann, viðurkenningu leikgagnrýnenda, sem þá var veitt. Yngri leikhúsgestum er þessi þula náttúrlega nöfnin ein, en eldri leikhúsunnendum segja þau meira: þarna er lifandi leiklistar- saga okkar og nokkrir af tindum hennar. Um 1960 er Þorsteinn Ö. Steph- ensen form. Leikfél. Reykjavíkur eitt árið og leikur þá m.a. Bramlan í fyrsta leikriti Jökuls Jakobsson- ar, Pókók, hann er Edward í gamanleiknum Sex eða sjö á móti Regínu Þórðardóttur, sem þá kem- ur aftur til starfa fyrir L.R. og síðast en ekki síst gamli maðurinn í Stólunum eftir Ionesco í samleik við Helgu Valtýsdóttur. Næstu árin sést Þorsteinn stop- ulla á sviði. Hann er með í eðlisfræðingunum, en á tvö af sínum minnisverðustu hlutverk- um sem Pressarinn í Dúfnaveislu Laxness (1966) og Davíð í Sumarið ’37 eftir Jökul (1968). I Þjóðleikhúsinu hefur Þor- steinn Ö. leikið öðru hverju og mest á seinni árum. Hann lék við opnunina Arnas Arneus í íslands- klukkunni (auk Björns hrepp- stjóra, sem áður getur), síðan í gamanleiknum Hve gott og fagurt. Á sjöunda áratugnum lék Þor- steinn með í Endaspretti Ustinovs og Jóðlífi eftir Odd Björnsson. Frá síðustu árum má svo minnast eins af guðunum í Góða sálin í Sezúan eftir Brecht, hjarðmannsins í Ödi- púsi konungi eftir Sófokles, Abba í Sandi eftir Agnar Þórðarson á Litla sviðinu, að ógleymdum gamla manninum í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar, sem Þor- steinn er að leika um þessar mundir (og búinn að vera að leika sem næst árið). Ur sjónvarpi má minnast Þor- steins í hlutverki skóarans í Romm handa Rósalind eftir Jökul og sem annars af postulunum í smásögu Laxness, Jón í Brauðhús- um og í minnisverðum samleik við annan stórleikarann af þessari kynslóð, Val Gíslason. Hér hefur nú ærið verið upptal- ið. Og þó er ekki rakið það sem hefur verið höfuðvettvangur Þor- steins Ö. Stephensens í áratugi, en það er Ríkisútvarpið — hljóðvarp- ið eins og það heitir nú á döguiru Ég hygg að á engan sé hallað, þó að hér sé staðhæft, að útvarpsleik- ara höfum við ekki eignast snjall- ari en Þorstein Ö. Stephensen. Hér stoðar lítt að telja upp hlutverk, enda nafnaþulan orðin nógu löng, en skemmtilegt verk- efni verður það fyrir leikhúsfræð- ing framtíðarinnar að gera skil því fjölbreytta safni af fólki, gáfuðu og heimsku, skemmtilegu og leiðinlegu, þröngsýnu og víðsýnu, þrjósku- og tillitsömu, venjulegu og óvenjulegu. Stundum hefur maður heyrt því fleygt, að í embætti leiklistar- stjóra hafi Þorsteinn verið væru- kær. Ef litið er yfir viðfangsefnin á hans tíma, leynir sér hins vegar ekki, að þar hefur ríkt listrænn metnaður og strangmenningarlegt mat í verkefnavali, sem lætur önnur sjónarmið koðna; það eru þessar kröfur sem enn þann dag í dag leggja grundvöll að almennri hlustun útvarpsleikrita og al- mennt séð, hafa stuðlað, ásamt fleiru sem þar á einnig þátt, að óvenjulegum leiklistaráhuga íslendinga. Einkum hygg ég hlut- ur Þorsteins verði drjúgur, þegar menn fara að velta fyrir sér hvernig við höfum kynnst og eignast mörg meiri háttar verk heimsbókmenntanna og hvernig íslenskur búningur þeim var val- inn. Mig langar að segja hér dálitla sögu, sem lýsir vel, hve ríkt þetta mat og þessar kröfur eru Þorsteini ævinlega. Ég var að koma heim frá námi og klæjaði í lófana að fást við verkefni leiklistarkyns. Þorsteinn spurði, hvort ég vildi ekki þýða eitthvað fyrir sig. Ég svaraði því játandi og trúlega ekki af hinni réttu auðmýkt, því ég lét þess getið það yrði þá að vera eitthvert bitastætt verk. „Já, viltu ekki reyna við The Lady is not for burning?" sagði Þorsteinn og glotti við. Sá leikur er óþýddur enn það ég best veit. En þó að þessi bundinmálsleik- ur Frys hafi aldrei komist á pappír á íslensku, hvað þá á svið eða í útvarp, þá ýtti Þorsteinn við mér að íslenska Brunarústina eft- ir Strindberg og leikstýra í út- varpi. Það var mín fyrsta sjálf- stæða leikstjórn og fyrir það er ég Þorsteini að sjálfsögðu þakklátur. En annars er svo ótrúlega margt sem við leikhúsfólk megum vera honum þakklát fyrir. Hér tjóir ekki að nefna allt, en hjá því verður ekki komist að minnast þess, að Þorsteinn var hvata- maður að stofnun Fél. ísl. leikara og fyrsti formaður; menningar- hlutverk þess félags var honum kappsmál, svo sem vera ber í stéttarfélagi fólks sem að málefn- um lista vinnur. Það er hlutskipti sumra að verða meiri almenningseign en aðrir menn. Einn þeirra er Þor- steinn Ö. Stephensen. Mikilhæfum listamönnum hlýtur það að vera gleði að finna það, að þeir eiga hljómgrunn með þeirri þjóð, sem hefur fætt þá. Ékki síst þegar þeim sjálfum er svo annt um þessa þjóð, að það má kallast grundvöll- ur listar þeirra. Listrænn húman- ismi Þorsteins Ö. Stephensens hygg ég nefnilega sé sprottinn af þessu: elsku til þessa mannfólks og umhyggja um velferð þess í okkar hrjóstruga landi. Aðdáendur Þorsteins Ö. Steph- ensens óska honum allra heilla á þessum tímamótum. Sveinn Einarsson (LjAsm. Vignir) Þorsteinn Ö. Stephensen 1 hlutverki Arnas Arnæus í íslandsklukk- unni eftir Halldór Laxness - á leiksviði Þjóðleikhussins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.