Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
15
Reyðarfjörður:
13 stiga hiti í gær
og einstök
Royðarfirði. 20. dosembor.
HER hefur í dag verið einstök
veðurblíða. Hitinn komst í 13 stig,
stafalogn var alveg fyrst í morgun
en sunnan andvari þegar leið á
daginn. I birtingu í morgun var
himinninn rauður eins og við
sólsetur á sumardegi og fegurðin
slík að fólk átti varla orð til að
lýsa henni. Enginn snjór er í
veðurblíða
bænum, en þó nokkuð hált á
götum. Miklar rigningar hafa ver-
ið að undanförnu, en í heildina
verður ekki annað sagt en vetur-
inn hafi verið sérlega blíður það
sem af er. Jólasvipur er að komast
á bæinn og fólkið í jólaskap, þó
svo að veðrátta minni lítið á þann
árstíma, sem nú er.
Gréta.
Jólalög á hádegistón-
leikum Söngskólans
Nýsköpunarstjórnin
Leiörétting
ÞAU mistök urðu í myndatexta í
grein í Morgunblaðinu um „sögu-
legar sættir“, að sagt var, að
Jóhann Þ. Jósefsson hefði verið
annar af ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins í nýsköpunarstjórninni.
Það var að sjálfsögðu Pétur Magn-
ússon, þáverandi varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, sem átti sæti
í nýsköpunarstjórninni af hálfu
Sjálfstæðisflokksins ásamt Olafi
Thors. Pétur Magnússon var fjár-
mála-, viðskipta- og landbúnað-
arráðherra í nýsköpunarstjórn-
inni. Hann var einn nánasti sam-
starfsmaður Ólafs Thors á þessum
tíma og átti mikinn þátt í því
ásamt Olafi að koma þeirri ríkis-
stjórn á fót og tryggja árangur af
störfum hennar þann tíma, sem
hún sat.
Jóhann Þ. Jósefsson átti hins
vegar sæti í ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks, Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks („Stefaníu") frá
1947—1949 og var fjármála- og
atvinnumálaráðherra í þeirri
stjórn. Hann átti einnig sæti í
minnihlutastjórn Ólafs Thors,
sem sat að völdum frá 6. desember
1949 til 2. marz 1950 og var
atvinnumálaráðherra í þeirri
stjórn.
Þetta leiðréttist hér með og er
beðið velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Ný hljómplata:
Kveðja heim frá
kór Strandamanna
KVEÐJA heim. heitir ný hljóm-
plata sem Kór átthagafélags
Strandamanna hefur sungið inn á
undir stjórn Magnúsar Jónssonar
söngstjóra og við undirleik Jóninu
Gisladóttur pianóleikara. Kór átt-
hagafélags Strandamanna var
stofnaður 1958 og hefur starfað
síðan fyrst undir stjórn Jóns
Péturs Jónssonar frá Drangsnesi
og frá 1972 undir stjórn Magnús-
ar.
Á hljómplötu kórs Stranda-
manna eru mörg kunn lög og má
þar nefna Átthagavals Stranda-
manna, Rís heil þú sól, Andvarpið,
Svanur, I skógi, Kvöldljóð, Glaðir
sem fuglar, Sumar er í sveitum, Úr
útsæ rísa íslandsfjöll, Flóinn, Álft-
irnar kvaka, Stefnumót, Lítill fugl
og létta lagasyrpu með lögum Jóns
Múla og Jónasar Árnasona.
Dregið hjá L-lista
happdrættinu
DREGIÐ hefur verið í kosninga-
happdrætti L-listans í Suður-
landskjördæmi. Vinningar komu á
nr. 1518, 596, 1764, 2000, 242, 151,
1824, 1600 og 1803. Vinninga má
vitja í Samverk h.f. á Hellu, sími
5888.
KÓR Langholtskirkju undir stjórn
Jóns Stefánssonar mun syngja jóla-
lög á 12. hádegistónleikum Söng-
skólans í Reykjavík n.k. laugardag,
22. des. kl. 12.10.
Þetta eru síðustu hádegistónleik-
arnir á þessu ári, en ráðgert er að
halda þessum sið áfram á nýju ári,
því að tónleikunum hefur verið mjög
vel tekið og þeir fjölsóttir. Margir af
beztu listamönnum þjóðarinnar hafa
komið fram á hádegistónleikunum.
Þorlákshöfn:
Inga, ný
Þorlákshöfn. 20. des.
NÝ verzlun var opnuð 8. desember
s.1. Hún heitir verslunin Inga Unu-
bakka 4. Eigandi hennar er Ingi-
björg Einarsdóttir. Reykjabraut 10,
Þorlákshöfn.
Þarna eru á boðstólum snyrtivör-
ur, rafmagns- og ljósatæki, klukkur,
úr og skartgripir, svo eitthvað sé
nefnt. Verzlunin er í húsnæði Ölfus-
apóteks, sem nú hefur dregið saman
verzlun
seglin að nokkru leyti, en Ingibjörg
starfar að hluta til hjá apóteki
Ölfushrepps, við afgreiðslu lyfja svo
og við sölu á ýmsum sjúkravörum.
Þess má geta í leiðinni að í verzlun-
inni er tekið við klukkum og úrum til
viðgerðar. Þorlákshafnarbúar fagna
að sjálfsögðu aukinni þjónustu og
óska eiganda hinnar nýju verzlunar
velfarnaðar.
— Ragnheiður
Mjólkurvöru-
kynning
KLÚBBUR matreiðslumeistara
heldur árlega matarkynningu
og basar n.k. sunnudag í veislu-
sal Hótel- og veitingaskóla
íslands í Sjómannaskólanum
kl. 13-17.
Kynntir verða að þessu sinni
nýir ábætisréttir í samráði við
Mjókursamsöluna og hafa
klúbbfélagar fundið ýmsar upp-
skriftir að réttum unnum úr
skyri, ými, jógúrt, og sýrðum
rjóma. Ágóðinn af basarnum
rennur til útgáfu kennslubókar í
matreiðslu fyrir Hótel- og veit-
ingaskóla íslands.
Lögreglublað-
ið komið út
LÖGREGLUBLAÐIÐ. 1. tölublað
14. árgangs, er nýkomið út og
kennir þar margra grasa að venju.I
ritnefnd eru Ingólfur Sveinsson,
sem er ábyrgðarmaður, Hákon Sig-
urjónsson og Þorgríntur Guð-
mundsson.
I blaðinu er m.a. að finna viðtal við
Björn Sigurðsson formann Lögreglu-
félags Reykjavíkur og greinar eru
eftir Vilmund Gylfason ráðherra,
Jónas Jónasson varðstjóra, Ólaf Ás-
geirsson varðstjóra, Stefán Tryggva-
son flokksstjóra, Þorstein Pétursson
flokksstjóra, Guðmund Gígju flokks-
stjóra, Ársæl Kr. Einarsson flokks-
stjóra og Ragnheiði Davíðsdóttur
lögreglumann. Margt fleira er í
ritinu. Það fæst á Lögreglustöðinni í
Reykjavík.
SAFN ENDURMINNINGA
MANASILFUR
GILS GUÐMUNDSSON \ALDI
Hér er að finna fjölbreytilegt sýnishorn minninga eftir fóik úr
öllum stéttum, konur og karla, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til
núlifandi manna. Hér eru öðru fremur valdar frásagnir„þar sem lýst
er með eftirminnilegum hætti sálar- og tilfinningallfi sögumanns-
ins sjálfs eða hvernig hann skynjar tiltekin fyrirbæri tilverunnar, sé
hann þess umkominn að veita lesandanum hlutdeild í lífsreynslu
sinni," segir Gils Guömundsson í formála.
MÁNASILFUR — skuggsjá íslensks mannlífs.
Bræðraborgarstíg 16 Símii2923-i9i56
Eftirtaldir tuttugu og sex
Anna Thorlacius
Ágúst Vigfússon
Árni Óla
Bernharð Stefánsson
Bjartmar Guðmundsson
Briet Bjarnhéðinsdóttir
Elínborg Lárusdóttir
Gísli Jónsson
Guðmundur Björnson
höfundar eiga efni í bókinni:
Guðmundur Jónsson
Guðný Jónsdóttir
Guöný Jónsdóttir Borgfjörð
Hermann Jónasson, Þingeyrum
Indriði Eiharsson
Ingólfur Gislason
Jón Steingrimsson
Jónas Sveinsson
Magnús Á. Árnason
Magnús Pálsson
Ólina Jónasdóttir
Sigurður Breiðfjörð
Sveinn Björnsson
Sveinn Gunnarsson
Tryggvi Gunnarsson
Þorsteinn Jónsson
Þórbergur Þórðarson