Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
19
Allir aldursflokkar eiga samleið með jólasveinunum.
Jólasveinarnir:
Þá fóru allir
til kirkju
FRAM að 1770 var þríheilagt á
öllum stórhátíðum, en þá var
það numið úr lögum. Víða var
fólki þó gefið frí á þriðja í jólum
fram undir miðja 19. öld. Fjór-
heilagt varð ef aðfangadag eða
fjórða bar upp á sunnudag og
hét það brandajól. Síðan heita
brandajól ef þríheilagt verður,
en brandajól hin stóru nefndu
menn þá fornu fjórhelgi, og eins
ef Þorláksmessuna bar upp á
sunnudag. Fram að 1774 var
messað á jólanóttina og þóttu
það svo mikil hátíðabrigði, að þá
fóru allir til kirkju sem vettlingi
gátu valdið. Oft var þá aðeins ein
manneskja heima til þess að
gæta bæjarins, en víða var það
talið hættuspil þar sem huldu-
fólkið sótti í það að koma heim á
bæina og halda þar dansa sína
og veizlur. Stundum bar það
einnig við, að tröllin komu til
þess að ná í þann sem heima var,
en hver sá sem lét huldufólkið
sjá sig eða að minnsta kosti gaf
sig nokkuð í dansinn og gleðina
með því, átti líf sitt í hættu eða
hugarró.
Þessi unga mær hefur komist
yfir islenzkan skautbúning og
skartar sínu fegursta eins og
ailir gera á jólum. Teikning:
Halldór Pétursson.
En með vaxandi ljósmagni frá
fallvötnum lands vors hefur
sögnum fækkað og leikur skugg-
anna er ekki eins tilþrifamikill á
öld tækninnar þótt allt sem einu
sinni var haldi að sjálfsögðu
áfram á sinn hátt.
Misjafnt er mannanna lán, en
aldrei verður hamingjan metin í
veraldlegum gæðum þótt gott sé
að hafa aðgang að þeim. Aðeins
vegna styrkleika hugsunarinnar
og afstöðu fólks til hins jákvæða
geta allir notið þess friðar sem
jólahelgin býður mannfólki, frið-
ar þess, sem með trú sinni kann
bæði lítillæti og þakklæti.
- á.j.
Gluggagægir Ilalldórs Péturssonar er þarna að æfa sig fyrir
jólaferðalagið með annað augað dregið í pung en hitt á útopnu.
jr
Islenzka efnahags-
spilið komið út
KOMIÐ er út fjöskylduspilið
„íslenzka efnahagsspilið'* og geta
þar allt að 6 spilað. Sigurvegari
er sá, sem fyrstur nær ákveðinni
verðmætaupphæð. t.d. 1.500 millj-
ónum króna. A kassanum utan
um spilið eru nokkur heilræði,
sem kannski gefa einhverja hug-
mynd um spilið. Þar stendur
m.a.: ..Skuldastund gefur gull í
mund“. „Greitt lán er glatað fé“
og „Verðbólgið hús er hamingju
betra“.
í spilinu eru svokölluð lukku-
kort. Til gamans verða hér til-
greindir textar nokkurra „lukku-
korta“: „Stjórnmálaflokkur þinn
kemst til valda. Þú færð nýja og
betri stöðu og aðstöðukort að eigin
vali. Sé ekki til aðstöðukort má
geyma þetta lukkukort." „Þú
kaupir mikið magn af steinsteypu
fyrir síðustu verðhækkun og selur
aftur eftir hækkun og hagnast um
13 milljónir."
En öll lukkukortin í spilinu eru
ekki svona hagstæð. Sem dæmi
má hér nefna: „Þú kaupir bensín á
tunnur fyrir 7 milljónir króna
áður en gengisfelling skellur á.
Bensínið geymir þú í í bílskúrnum
þínum og í kjallaranum hjá Gulla
frænda þínum. Eldvarnarstofnun
ríkisins þefar bensínið uppi. Þú
tapar öllu og greiðir kr. 14 millj-
ónir í sekt til bankans." „Þú fréttir
að banna eigi innflutning á
víngerðarefnum og kaupir mikið
magn, sem þú geymir i kyndiklef-
anum. Hiti og raki hafa
óheillavænleg áhrif á birgðirnar.
Þú tapar 5 milljónum."
A morgun laugardag
Nýr og betri kabarettbakki
Forréttur: Chanttlly rækjur
Aöalréttur: Hamborgarhryggur, kjúklingur, heilsteikt og niöurskorið
nautafillet og síöast en ekki síst jaröarberja fromage t eftirrétt.
Verð kr. 3.850-
KRAltt
VIÐ HLEMM
Sími24633
Sérstakleya á lækk-
udv verði bjóðum við
hálfar brauðsneiðar,
blandað ádegij 6—8
teyundir á kr. 990-
Spariö ykkur tíma
og fyrirhöfn.
Viö sendum án
endurgjalds.
Okkar vegna,
pantiö
tímanlega.
Pantanasímar: 25640 — 25090 — 20490.
ÍBiiaMIMMMMMÍÍlMMMB