Morgunblaðið - 21.12.1979, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979
Ásgeir Þórhallsson:
Gæjar í
sjóferð
Laugrdag síðastliðið haust festi
ég svartan utanborðsmótor á op-
inn hvítan plastbát, í vör í Sörla-
skjólinu; klukkan var að ganga
fimm og sól var lágt á lofti. Þrír
kunningjar mínir stóðu hjá, Jök-
ull, Guðbergur og Jón. Grasið á
sjávarkambinum var orðið gult og
frosið; njólarnir stirðnaðir. Ýldu-
fýlu lagði frá samanhnoðuðum
þara í fjörunni. Seglbátar voru
orðnir sjaldséðir á Skerjafirðin-
um. Bjart var yfir en bára. Fallið
var hálfa leið. Þrír krakkar köst-
uðu grjóti í sjóinn. í bátnum voru
rauðar þóftur, blá plitt, ein ár, eitt
gult björgunarvesti, rauður
bensínbrúsi. Ég var klæddur
hvítri lopapeysu og snjáðum galla-
buxum. Guðbergur, sem er sterk-
byggður, með rauða derhúfu, í
klofstígvélum, klæddur lopapeysu.
Jón, dökkur yfirlitum, á stuttum
flauelisjakka og bol innan undir.
Jökull var á stígvélum en stuttum
jakka. Ég var tuttugu og fimm en
þeir um tvítugt. Gamall fíngerður
maður, með hátt enni og kónganef,
kom niður í fjöru á inniskóm.
„Ásgeir minn, þú ferð ekki að
fara út á sjó núna. Það er
hálfpartinn kominn vetur. Ykkur
verður kalt.“
„Pabbi, þú ert búinn að lána
mér bátinn. Ekki skipta þér af því
hvernig ég útbý mig á sjó.“
„Eruð þið með vettlinga og
húfur?"
„Þarf maður að taka hálfan
heiminn með í smá veiðitúr?“
„En góði besti farðu ekki með
strákana svona undir myrkur."
„Er ég að fara á*sjó eða þú.“
„Ertu með báðar árarnar?"
„Hin árin er ónýt.“
„En ef eitthvað kemur nú
fyrir?"
„Það kemur ekkert fyrir. Vélin
er nýkomin úr viðgerð."
Ég setti trékassa með handfær-
um um borð og sagði:
„Jæja, drögum bátinn á flot.“
Við drógum bátinn út í þar til
aðeins stefnið stóð á þurru. Jökull
og Jón klofuðu um borð og settust
á miðþóftuna, ég fór aftast og
byrjaði að tengja svarta gúmmí-
slöngu við mótorinn.
„Eru þið með björgunarvestin?"
sagði faðir minn.
„Við höfum gleymt hinum vest-
unum uppi í bílskúr," sagði Guð-
bergur.
„Maður drepst í sjónum á fimm
mínútum úr kulda svo að það
skiptir engu. Drífum okkur."
„Eru þið með fötu til að ausa
með?“
„Hvað heldurðu að þess þurfi.
Svona ýttu frá landi."
Guðbergur ýtti bátnum, óð út í
og stökk upp á stefnið. Jökull
stjakaði frá með árinni. Ég dældi
bensíni inn á vélina og kippti í
spotta.
„Heldurðu að það borgi sig nú
að fara svona á sjó,“ kallaði faðir
minn og hafði myndað gjalllúður
með lófunum.
Vélin hrökk í gang og báturinn
brunaði af stað. Faðir minn stóð í
fjörunni og ég sá að hann hélt
áfram að kalla.
Opinn seglbátur var að sigla inn
fjörðinn, við tókum krók á leið
okkar til að skoða hann. Seglbát-
urinn var á lensi og höfðum við
varla við honum. í bátnum voru
tveir menn í rauðum samfesting-
um og með björgunarvesti, vettl-
inga og húfur. Svo var stefnan
tekin út fjörðinn, þá byrjaði að
gefa á bátinn.
„Hvaða vatn er í bátnum?“
sagði Jökull, lyfti fótum og leit á
mig.
„Þetta er bara ágjöfin."
„Er engin fata til að ausa með?“
„Þetta er allt í lagi.“
Sjórinn í bátnum jókst og brátt
fóru plittin að fljóta.
„Kva, helvíti kemur mikið vatn
inn í bátinn," sagði ég er við
vorum farnir að nálgast Suðurnes-
ið.
Hinir horfðu þögulir niður fyrir
sig.
„Þetta getur ekki allt komið frá
ágjöfinni. Það hlýtur að leka með
viðgerðinni. Það var smá gat sem
ég fyllti í með plastfyllingarefni.
Andskotans. Við verðum að fara í
land og finna eitthvað til að ausa
með.“
Stefnan var tekin á nesið.
Á Suðurnesinu var gruggug
tjörn, grasbalar og fólk með der-
húfur að spila golf. Við dóluðum
eftir fjörukambinum, tómar
kræklingaskeljar og skorpinn þari
molnaði undan fótum okkar. Hár-
toppar feyktust í golunni. í fjör-
unni var rekaviður og netakorkur.
Við fundum þrjá plastbrúsa og
einn terpintínu-dunk úr blikki. Ég
tók til við að skera botninn úr
plastbrúsunum og djöflaðist á
dunknum.
„Geiri í ofsa framkvæmdum,
búinn að setja upp smíðaverk-
stæði," sagði Jökull og þeir hlógu
að mér.
Ýtt var frá landi eitt plittið
tekið upp og ausið; förinni var
haldið áfram.
Er báturinn silaðist fyrir nesið
kom kvika á móti. Það byrjaði að
gefa yfir bátinn og allt laust
kastaðist til. Guðbergur, sem sat
fremst, ríghélt sér þegar báturinn
skelltist ofan í öldudalina, svo að
gusaðist yfir hann. Keyra varð á
hálfri inngjöf. Guðbergur klæddi
sig í björgunarvestið, það skýldi.
Jón, sem var í strigaskóm, setti
fæturna upp á veiðarfærakassann
og faldi sig á bak við Jökul. Ég
fékk skvettur í andlitið og lopa-
peysan drakk sjóinn í sig og það
gustaði í gegnum lopann. Loks er
við vorum komnir út fyrir Gróttu,
þar sem renna átti færum, var
sólin orðin gul. Jökull og Guðberg-
ur renndu færum, Jón sat í hnipri
og fylgdist með. Ég þurfti að ausa.
Af snertingu við vatnið urðu
hendur mínar bláar af kulda.
„Það er ekki branda hér, eigum
við ekki að fara heim,“ sagði
Jökull í gamansömum tón.
„Einn ofsa fljótur að gefast
upp,“ sagði Jón, og það var hlegið.
„Það er ekkert að marka fyrr en
ég byrja,“ sagði ég og greiddi úr
færinu.
Á færinu voru þrír önglar með
gúmmíbeitu, neðst var ryðguð
sakka. Ég lét renna í botn. Um leið
fann ég að kippt var í og fiskur
djöflaðist á færinu. Steinhissa
byrjaði ég að hífa inn.
„Já, já. Við trúum þér alveg."
Á færinu var miðlungsstór
þaraþyrsklingur og spriklaði hann
Jökull með einn
þaraþyrsklinginn.
Guðbergur sat i stefni.
Segibáturinn
Jökull við
stjórnvölinn
seglbáturinn
sést á leið inn
í Nauthólsvík.