Morgunblaðið - 21.12.1979, Page 24

Morgunblaðið - 21.12.1979, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Barnaguðs- þjónusta í Dóm- kirkjunni EINS og undanfarin ár verður barnaKuð.sþjónusta í Dómkirkj- unni seinasta sunnudag fyrir jól, sem nú ber upp á Þorláksmessu, en að öðru leyti fer barnastarf Dómkirkjunnar fram í Vcstur- bæjarskólanum við ÖlduRótu. Barnaguðsþjónustan á sunnu- dag hefst kl. 11 og er von á ýmsum góðum gestum til kirkju. Kór Vesturbæjarskólans mun syngja undir stjórn Ragnhildar Gísla- dóttur og Barnalúðrasveit Mela- skólans mun leika jólalög undir stjórn Páls P. Pálssonar. Sr. Hjalti Guðmundssonar talar við börnin og Sr. Þórir Stephensen les fyrir þau sögu. Marteinn H. Frið- riksson leikur á orgelið og Krist- inn Hallsson óperusöngvari verð- ur forsöngvari. Við viljum hvetja foreldra til að koma með börnum sínum í Dóm- kirkjuna á morgun kl. 11 og eiga þar með okkur góða stund í anda þeirrar miklu hátíðar kristinna manna, sem í vændum er. Hjalti Guðmundsson. Bragakaffi 819 kr. per pk Kakó 1899 kr. 400 gr Hagkaups grænar baunir 249 kr. 1/2 dós Perur 725 kr. heil dós Bakaöar baunir 259 kr. 1/4 dós Blandaö grænmeti 499 kr. 19 oz Allt kjöt á gamla veröinu HAGKAUP Morgunblaðið óskar eftir blaðburöarfólki Uppl. í síma 35408 Austurbær Miðbær Hverfisgata 4—62 Úthlíð ' Fjögur ár liðin frá því að umbrotin hófust við Kröflu - Ekki sannfærður um að nokkurt lát sé á atburðarásinni, segir Páll Einarsson FYRIR réttum fjórum árum, eða 20. desember 1975, byrjaði eldgos í Leirhnúk og þar með Mývantseldar hinir nýrri, eins og umbrotin á þessu svæði hafa verið nefnd. Minni háttar eld- gos. jarðskjálftar kvikuhlaup neðanjarðar, landris og sig á víxl, hafa síðan vcrið tíðir atburðir. Þessa dagana búast jarðvísindamenn við nýrri um- brotahrinu á svæðinu og hafa reyndar gert síðan um miðjan október, en svo virðist sem þróunin á Kroflusvæðinu hafi hægt á sér. Til að fræðast um hvað jarðvísindamenn telja að sé að gerast spjölluðum við við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing og var hann fyrst spurður hvort þessum umbrotum væri e.t.v. að ljúka. — Af þeim gögnum sem ég hef séð, er ég ekki sannfærður um að nokkurt lát sé á atburða- rásinni. Landrisið hefur verið miklu hægara nú en oftast áður og annað slagið hafa komið lítil landsig, þannig að risið hefur gengið til baka. Einkum var þetta rétt eftir síðustu mánaða- mót, en þá seig landið hægt í nokkra daga, en byrjaði síðan aftur að rísa og er nú að ná sömu hæð og það var komið í áður. — Hver er þín skoðun á því hvað er að gerast þarna fyrir norðan? — Þessum lotum hefur alltaf fylgt að landrisið hefur verið hægara undir lok tímabilsins, en þessi hægi kafli núna hefur verið óvenju langur og síðustu hrinum hefur þessi síðasti kafli alltaf verið að lengjast. Ekki er ljóst af hverju þetta stafar, en sumir vilja túlka þetta á þann veg, að aðrennslið að neðan fari minnk- andi og aðrir á þann hátt, að kvikuhólfið leki þegar þrýsting- urinn í því er orðinn svona hár. — Ég hef sjálfur viljað út- skýra þessi litlu landsig með leka í kvikuhólfinu og það skýrir þá um leið af hverju landrisið hefur verið svona hægt, þ.e. að leki komi á móti aðsteyminu að neðan og valdi því, að landið rís ekki eins hratt og ella. Páll Einarsson jarðeðiisfræðingur reyndar líkurnar á að annað kvikuhlaup geti farið á sömu slóðir, en það útilokar það greinilega ekki. Við búum hins vegar ekki yfir nægri vitneskju til að geta sagt um hvað skorpan getur gliðnað mikið og hvað hún er búin að gliðna mikið. Ef jarðskorpan getur ekki gliðnað meira þýddi það, að þrýstingur- inn í kvikuhólfinu gæti aukist það mikið að kvikan gæti komist upp á yfirborðið. — Bent hefur verið á, að Mývatnseldar 1721—29 hafi staðið i fimm ár og þvi megi jafnvel vænta að lok þessara umbrota á Kröflusvæðinu séu á næsta leyti eða er þróunin núna önnur en þá? — Óneitanlega er viss svipur með þessu og því, sem gerðist þá, en þróunin er ekki nákvæmlega sú sama. Það liðu þrjú ár í Mývatnseldum frá því að um- brotin hófust með miklum látum 1724 og þangað til stórt gos kom upp á yfirborðið þremur árum seinna. Nú eru hins vegar liðin fjögur ár frá því að umbrotin hófust. Árið 1724 byrjuðu um- brotin með skjálftahrinu, sprengigosi í Víti og einhvers konar virkni í Leirhnúk. Síðan komu skjálftahrinur og e.t.v. smágos annað slagið í þrjú ár ekki ósvipað því, sem hefur gerzt síðustu fjögur árin. Hraungos byrjaði síðan 1727 og var tals- vert mikið fram til 1729. Byrjun- in virðist að mörgu leyti svipuð, en hins vegar vitum við ekki hvað virknin hélt í rauninni lengi áfram í Mývatnseldum og t.d. er talað um einhver umbrot 1746, en þarna á milli er tímabil, sem við vitum lítið um, sagði Páll Einarsson að lokum. -áij. — Hvað gerist þá næst og hvenær? — Um það er ósköp lítið hægt að segja og hefur alltaf verið erfitt. Það er viss skilningur á því hvað gerzt hefur, en mjög erfitt að segja hvað á eftir að gerast. Það eina, sem við getum í rauninni sagt með nokkurri vissu í þessu sambandi, er hven- ær „krítískt" ástand er komið á svæðinu og það hefur nú verið síðan um miðjan óktóber. — Áttu von á að kvikuhlaup- ið verði ofanjarðar eða neðan i þetta skiptið? — Það má eiginlega segja, að spennuástandið í jarðskorpunni ráði því hvort kvikan kemst í norður eða suður og þetta spennuástand breytist í hvert skipti, sem skorpan gliðnar við hvert kvikuhlaup. Þá minnka Forsíða Morgunblaðsins 21. desember 1975. Hætta á sprengigosum á öllu Mýyatnssvæðinu Brezku togar- arnir flytja sig á ný mið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.