Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 19

Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 51 ÁKAFI Kaupmaður nokkur var maðurinn var að lesa Morg- kominn í búð sína klukkan unbiaðið, en drengurinn sjö að morgni. Fimm stóð þegjandi og beið. Eftir mínútum síðar sá hann tveggja mínútna bið ræskti lítinn, prúðan og snyrti- hann sig og sagði: legan dreng standa fyrir „Afsakið, herra, en ég er framan búðarborðið. Kaup- að flýta mér.“ Kaupmaðurinn leit upp. „Hvað vilt þú?“ spurði hann. „Ég vil fá vinnu, ef þér hafið eitthvað handa mér að gera.“ „Jæja,“ sagði kaup- maðurinn. „Viltu það? En af hverju ertu að flýta þér?“ „Skóianum lauk í gær, og ég hef ekkert fengið að gera enn. Ég má ekki eyða tímanum. Ef ég fæ ekkert að gera hér, verð ég að fara eitthvað annað." „Hvenær getur þú kom- ið?“ spurði kaupmaðurinn. „Ég er kominn og gæti verið byrjaður að vinna, ef þér vilduð." Nokkrum mínútum síðar var drengurinn farinn að vinna. Hann reyndist hinn ötulasti verkamaður, og líkaði kaupmanninum svo vel við hann, að hann gerði hann síðar að meðeiganda sínum, er drengurinn hafði lokið öllu námi sem ungur maður. „Tíminn er dýrmætur. Því fyrr sem þú lærir að nýta hann vel þeim mun betra." KALLI KOKKUR Kalli á úr vöndu að ráða. Hann vantar tvo hnífa i eldhúsið, sem eiga að vera nákvæmlega eins. Getið þið hjálpað honum að finna þá? Sendið þulur, ljóð, frumsamdar sögur og teikningar MARGIR voru duglegir að senda Barna- og fjölskyldusíðunni sögur og teikningar í síðasta mánuði. Við kunnum þeim öllum bestu þakkir og hvetjum bæði þá og ekki síst þá, sem ekki hafa sent okkur efni — að senda blaðinu frumsamið efni. Sérstaklega viljum við hvetja foreldra, forráðamenn barna og aðra þá sem umgangast börn að meira eða minna leyti til að örva börnin til skapandi tjáningar. Skemmtilegast þykir okkur þegar efnið er fjölbreytt svo sem sögur, kvæði þulur, gátur, skrýtlur, þrautir o.s.frv. Um leið og við sendum þessar kveðjur okkar viljum við einnig þakka þeim kennurum, sem sendu okkur efni fyrir áramót og létu nemendur sína vinna ákveðin verkefni fyrir blaðið. Ur Islandssögunni - Uni danski Teikningar & texti Friðrik G. Sturluson LlN\ VA^ ^aNUf^. NDKíKiJA V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.