Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 1
40 SÍÐUR
25. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
Prentsmiöja Morgunblaðsins.
Utanrikisráðherra írans:
Kanadamenn fá
að standa skil
á gerðum sínum
Toheran — Ottawa — 30. janúar — AP
SADEGH Ghotbzadeh, utanríkis-
ráðherra írans. sagði í dag að
Kanadamcnn myndu bera alla
ábyrgð á því, ef meðferð gislanna
í handariska sendiráðinu í Teher-
an versnaði i kjölfar þess að
kanadískir diplómatar smygluðu
sex bandariskum koílegum
sínum frá íran í gær. Sagði
ráðherrann, að Kanadamenn
mundu fyrr eða síðar gjaida þess
að hafa átt þátt i að koma
Bandarikjamönnunum úr landi.
það athæfi hefði verið lögleysa og
byggst á skjalafölsunum og öðr-
um grófum brotum á alþjóðalög-
um.
Flora MeDonald utanríkisráð-
herra Kanada gerði í dag lítið úr
hótunum Iransstjórnar og sagði að
Kanadastjórn hefði ekki átt annars
úrkosta en hjálpa Bandaríkja-
mönnunum að komast frá Iran.
Roger Lemelin, útgefandi kana-
díska blaðsins La Presse, hefur
skýrt frá því, að blaðinu hafi frá
því í desember verið kunnugt um
að sex Bandaríkjamenn hefðust við
í kanadíska sendiráðinu. Hins veg-
ar hefði ekki verið skrifað um
málið í blaðið af ótta við að það
kynni að stefna lífi fólksins í
hættu. Clark forsætisráðherra
Kanada staðfesti í dag, að sér og
stjórn sinni hefði verið kunnugt
um það frá upphafi, að skotið hefði
verið skjólshúsi yfir þetta fólk í
kanadíska sendiráðinu. Hefði Tru-
deau leiðtogi stjórnarandstöðunnar
einnig vitað um málið. Clark gagn-
rýndi Trudeau fyrir að hafa sakað
stjórn sína um að taka of vægilega
til orða um töku gíslanna í banda-
ríska sendiráðinu, þar sem hann
hefði þá vitað um sexmenningana í
sendiráði Kanada í Teheran.
V estur-Þýzkaland:
2,5% hagvöxtur í ár
Itonn, 30. janúar. AP.
BÚIZT er við því, að þjóðarfram-
Iciðslan í V-Þýzkalandi aukist um
rúmlega 2,5% á þessu ári, að því er
segir í árlegri skýrslu Bonnstjórn-
arinnar um efnahagsmál, sem gefin
var út í dag.
Búizt er við því, að lítil breyting
verði á atvinnuástandinu í landinu,
en hins vegar er nokkur hætta talin
á að verðbólga aukist lítið eitt.
Atvinnuleysi í V-Þýzkalandi er nú
um 4%, en verðbólgan 4,5%. Otto
Lambsdorf efnahagsmálaráðherra
V-Þýzkalands sagði í dag, að hag-
vöxturinn í ár yrði heldur minni en
áður hafði verið spáð, en hins vegar
öllu meiri en í flestum öðrum
iðnvæddum ríkjum.
Til silungsveiða
á flugvél
ÞAÐ ER ekki algengt að menn bregði sér upp á heiðar um hávetur
til silungsveiða og enn óalgengara að menn fari í slikar veiðiferðir
á flugvélum. Á myndinni sést Guðmundur Hilmarsson flugmaður
draga vænan urriða úr Mjóavatni á Mosfellsheiði s.l. sunnudag en
þangað fór hann s.l. sunnudag með félaga sinum Þorláki
Jóhannssyni. Nánar segir frá veiðiferðinni á bls. 23.
Hermenn
S-Afríku
burt frá
Rhódesíu
Salisbury. 30. janúar. AP.
NOKKRIR tugir
s-afrískra hermanna, sem
dvalið hafa í Rhódesíu,
voru í dag kvaddir heim.
Litið er á brottför þeirra
sem táknrænan sigur fyrir
skæruliðaforingjana
Nkomo og Mugabe og
stuðningsmenn þeirra
meðal ráðamanna í Afr-
íku, en þessir aðilar hafa
lengi krafizt þess, að her-
menn S-Afríku yrðu á
brott.
Hermennirnir hafa haft gætur
á Beit-brúnni á landamærum
S-Afríku og Rhódesíu og haft
aðsetur Rhódesíumegin brúarinn-
ar. Brú þessi hefur mikilvægu
hlutverki að gegna í viðskiptum
landanna. Soames, brezki land-
stjórinn í Rhódesíu, hefur til þessa
ekki talið nauðsynlegt að senda
s-afrísku hermennina burt, en
féllst á það í dag.
Nkomo, sem kom fyrir nokkru
til Salisbury, sagði á blaðamanna-
fundi í dag, að byrjað væri að
sameina stjórnarherinn í landinu
skæruliðaherjunum og hefðu
fyrstu skrefin verið stigin í átt til
stofnunar nýs hers í landinu, sem
allir fyrrum stríðandi aðilar í
Rhódesíu ættu aðild að.
Hundruð Afgana í fang-
elsum í Sovétríkjunum
Ixindon. Kahul. 30. janúar. AP.
MARGT bendir til þess, að mörg
hundruð afganskir fangar séu nú
i haldi i fangelsum og vinnubúð-
Trudeau
Simone Veil
Ólympíuleikarnir í Moskvu:
Trudeau og Simone Veil
vilja hætta við þátttöku
París — Toronto — Madrid — Essen —
Kaupmannahöfn — 30. jan. — AP.
SIMONE Veil, íorseti Evrópu-
þingsins, hefur sagt, að hún sé
fylgjandi því, að þjóðir heims
mæti ekki á Olympiuleikana á
sumri komanda verði þeir haldn-
ir i Moskvu. Frú Veil var áður
ráðherra í stjórn Giscards d’Es-
taings Frakklandsforseta, en
hann hefur lýst sig fylgjandi því
að sendir verði keppendur á
leikana í Moskvu.
Trudeau, leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar í Kanada, sagði í dag, að
hann mundi styðja það, að engir
keppendur yrðu sendir til Moskvu,
ef sú ákvörðun yrði liður í sam-
ræmdum aðgerðum gegn Sovétríkj-
unum, sem mörg lönd kæmu sér
saman um. Clark forsætisráðherra
Kanada hefur þegar lýst sig and-
vígan þátttöku Kanadamanna í
Olympíuleikunum, verði Sovét-
menn ekki farnir með her sinn frá
Afganistan fyrir 20. febrúar.
Spánski kommúnistaleiðtoginn
Santiago Carillo sagði í dag, að það
væri fásinna að ætla að hundsa
Olympíuleikana og að Spánverjar
ættu vitaskuld að senda þangað
keppnismenn.
I Kaupmannahöfn áttu for-
svarsmenn dönsku olympíunefnd-
arinnar fund með Olesen utanríkis-
ráðherra og Mathiasen menningar-
málaráðherra, þar sem rætt var
um þátttöku Dana í Olympíuleik-
unum. Eftir fundinn sagði Olesen
að ákvörðun um þetta væri alfarið
í höndum olympíunefndarinnar og
íþróttasamtakanna. Möller forseti
dönsku olympíunefndarinnar sagði
eftir fundinn að nefndin væri
ákveðin í að senda keppendur á
leikana.
Forseti v-þýzka íþróttasam-
bandsins sagði í dag, að hann teldi
mjög ólíklegt að V-Þjóðverjar
hættu við þátttöku í Olympíuleik-
unum.
um í Sovétríkjunum, að því er
Times í London skýrir frá í dag í
frétt frá fréttaritara blaðsins í
Kabul. Robert Fisk. Fisk hefur-
borizt í hendur bréf frá einum
þessara fanga, trúarleiðtoga að
nafni Waez, en bréfi þessu var
laumað út úr fangelsi og komið
til ættingja mannsins i Kabul.
í bréfinu segir Waez, en hann
var handtekinn eftir byltinguna í
Afganistan 1978, að hann og
hundruð annarra afganskra fanga
séu í haldi í Rússlandi og dvelji
þeir í vinnubúðum í Tula rúmlega
200 kílómetra suður af Moskvu.
Ættingjar mannanna hafa til
þessa talið þá af.
Miklir herflutningar voru til
flugvallarins í Kabul í dag, að því
er farþegar, sem þaðan komu með
indverskri áætlunarflugvél, sögðu
fréttamönnum í Nýju Delhi. Að
sögn farþeganna lentu margar
sovézkar vélar með hermenn og
hergögn á flugvellinum og voru
allar vélarnar losaðar í mikilli
skyndingu.
V-þýzkur vörubílstjóri, sem
saknað hafði verið í Afganistan,
skýrði í dag frá því, að hann hefði
verið tekinn fastur af uppreisnar-
mönnum og fengið slæma meðferð
þar til hann gat fullvissað þá um
að hann væri ekki Rússi. Félagi
mannsins var drepinn af upp-
reisnarmönnum. Af lýsingu vöru-
bílstjórans virðist mega ráða, að
uppreisnarmenn hafi stóran hluta
Austur-Afganistans á valdi sínu.
Peacock utanríkisráðherra
Ástralíu sagði í dag, að stjórn
Ástralíu mundi liðsinna þjóðum,
sem væru í hættu vegna innrásar
Sovétríkjanna í Afganistan. Pea-
cock, sem staddur er í Islamabad,
sagði að Ástralía mundi auka
efnahagsaðstoð sína við Pakistan.
Sovézk áhrif
á N-írlandi?
Dublin. 30. janúar. AP.
SENDIHERRA Bandaríkjanna á
írlandi, William V. Shannon, var-
aði í dag við því, að Sovétríkin
kynnu að seilast með „kámugar
krumlurnar" til Norður-írlands.
Sendiherrann sagði, að Sovét-
mönnum gæti ótvírætt verið akk-
ur í því að ala á sundrungu og
óvild á Norður-írlandi, þótt ekkert
lægi fyrir um það að þeir hefðu
seilzt þar til áhrifa til þessa.