Morgunblaðið - 31.01.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
5
ósent þeirra sem kaupa
ltóbak eru unglingar“
Þar sem mentóltóbakið er selt i einhverjum mæli eru flestir
kaupendanna unglingar.
NEFTÓBAK blandað mentóli
hefur rutt sér til rúms hér á
landi. Hefur fræðslustjóri
Reykjavíkur tjáð borgarlækni
áhyggjur sínar vegna þess að
skólabörn séu í miklum mæli
farin að nota þess konar tób-
ak.
Mbl. fór í gær á stúfana til að
kanna sölu á mentóltóbakinu
og fór meðal annars í söluturna
nálægt skólum borgarinnar. í
einum þeirra, í nágrenni Voga-
skóla, kannaðist afgreiðslu-
stúlkan ekki við slíkt tóbak.
Axel Björnsson afgreiðslu-
maður á Pussycat bar sagði, að
mikið væri keypt af þessu
mentólblandaða tóbaki sem
gengur undir nafninu „Snuff“.
„Það eru aðallega unglingar
sem kaupa þetta, u.þ.b. 70%
þeirra sem tóbakið kaupa. Það
kemur fyrir að ungir krakkar
koma hingað og ætla að fá
„snuff“ en við vitum að þeir
ætla að nota það sjálfir og
viljum ekki selja þeim slíkt.
Þetta er jú tóbak.“
í Miðbæ við Háaleitisbraut
sagði Halldóra Eyjólfsdóttir
afgreiðslustúlka að mentóltób-
akið væri nýkomið til þeirra og
hún hefði ekki selt nema eina
dós.
I einum söluturni í miðbæ
Reykjavíkur fengust hins vegar
þær upplýsingar, að tóbak
þetta stæði ekki viö og mikill
Axel Björnsson hjá Pussycat
bar með dós af mentóltóbaki.
„Það eru aðallega unglingar
sem kaupa þetta.“
meirihluti þeirra sem það
keyptu væru unglingar.
Mentólið sem blandað er í
tóbakið deyfir mjög hina eigin-
legu tóbakslykt en mun hins
vegar hafa sömu áhrif og
venjulegt tóbak.
Myndir Emilía.
Halldóra Eyjólfsdóttir i sölu-
turni í Miðbæ. Hún hafði aðeins
selt eina dós af tóbakinu.
V iðskiptaf ull-
trúi Portúgals
í heimsókn hér
HÉRLENDIS er nú stadd-
ur viðskiptafulltrúi Portú-
gals, Joao de Sousa Mach-
ado til viðræðna við ýmsa
aðila sem hafa með hönd-
um viðskipti við Portúgal.
Sousa Machado tók við for-
stöðu viðskiptaskrifstofunnar
í Ósló, sem hefur með íslenzk
viðskipti að gera, á sl. sumri.
Hann mun hitta að máli þá
sem flytja inn frá Portúgal
og/eða hafa áhuga á að fá
upplýsingar um atriði þar að
lútandi, svo og ýmsa aðra þá
sem við þessi mál fást. Hann
dvelur hér til 7. febrúar.
Joao de Sousa Machado.
„Leiftursókn
möppudýranna66
MEÐ einu pennastriki hyggst nú
fjármálaráðherra gjörbreyta stöð-
unni í bjórmálinu. Það er ljóst að
bjórmálið er eitt heitasta deilumál
hér á landi að pólitískum deiluefn-
um slepptum. Nær árvissar deilur
hafa orðið um bjórmálið á Alþingi
án þess nokkru sinni að það hlyti
afgreiðslu þar. Því hefur oft verið
rætt um að skjóta því undir dóm
þjóðarinnar með þjóðaratkvæða-
greiðslu. Engum hefur nokkru
sinni dottið í hug að gera ætti út
um bjórmálið í ráðuneytum
„möppudýranna". Það þarf ekki að
fjölyrða um rök með eða móti
bjór. Né heldur skal hér rætt um
jafnan rétt ferðamanna og far-
manna. Hér er einfaldlega verið
að taka afgerandi skref í stór-
kostlega viðkvæmu og umdeildu
máli af bráðabirgðaráðherra.
Þetta er ekki drengilegt og ég get
tæpast trúað því að sá flokkur sem
áður var í fararbroddi þeirra er
hvað harðast börðust gegn áfeng-
isvandamálinu ætli nú að freista
þess að innleiða áfengt öl á íslandi
með „leiftursókn" úr Arnarhvoli.
Reykjavík, 30. janúar 1980
Ragnar Tómasson
Stórviöarsögin meö bensínmótor.
BlaÖlengd 410 mm og sjálfvirk keðju-
smurning.
Vinkilslípivél til iönaöarnota.
Þvermál skífu 7”.
Hraði: 8000 sn/mín.
Mótor: 2000 wött.
ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL
Einkaumboö á islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri.
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Óviöjafnanlegur hefill meö nákvæmri
dýptarstillingu. Breidd tannar:3".
Dýptarstilling: 0-3.1 mm.
Hraöi: 13.500 sn/min.
Mótor: 940 wött.
Eigum einnig fyrirliggjandi margar
fleiri geröir og stærðir af Skil rafmagns-
handverkfærum, en hér eru sýndar,
ásamt miklu úrvali hagnýttra fylgihluta.
Komið og skoöiö, hringið eða skrifið
eftir nánari upplýsingum.
Jafnan
fyrirliggjandi
í miklu úrvali
RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI
Borvél og fleygur, sérlega hentug
fyrir rafvirkja, pipulagningamenn og
byggingameistara. Tekur bora upp i
32 mm og hulsubora upp i 50 mm.
Slær 2400 högg/mín. og snýst
250 sn/mín.
Mótor 680 wött.
Fullkomin iðnaðarborvél meö tveimur
föstum hraöastillingum, stiglausum
hraöabreyti í rofa, og afturábak" og
áfram stillingu.
Patróna: 13 mm.
Hraðastillingar: 0-750 og
0-1500 sn/mín.
Mótor. 420 wött
öflug beltaslípivél meö 4” beltisbreidd.
Hraöi: 410 sn/mín.
Mótor: 940 wött.
Létt og lipur stingsög meö stiglausri
hraðabreytingu í rofa.
Hraöi: 0-3500 sn/min.
Mótor 350 wött.
Mjög kraftmikill og nákvæmur fræsari.
HraÖi: 23000 sn/min.
Mótor: 750 wött.
.
Þetta er hin heimsfræga Skil-sög,
hjólsög sem viöbrugöið hefur veriö
fyrir gæöi, um allan heim í áratugi.
Þvermál sagarblaös: 7y4’’.
Skuröardýpt: beint 59 mm, við 45°
48 mm. Hraöi: 4,400 sn/min.
Mótor: 1.380 wött.