Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
Eyjaráðstefnan:
Frá hinni fjolsóttu Eyjaráóstcfnu.
„Þessi erfiða staða er bein
afleiðing eldgossins og erf-
iðleika útvegsins síðan“
YFIR tuttugu framsögu-
menn voru á Eyjaráðstefn-
unni í Vestmannaeyjum
um síðustu helgi og voru
þar ræddir fjölmargir
þættir í málefnum Eyj-
anna, sérstaklega þar sem
um er að ræða erfiðleika
eftir gos. Hér fer á eftir
erindi Halldórs Guðbjarna-
sonar bankastjóra í Eyjum:
Að auka skilning
og þekkingu
Þegar forgöngumaður þessarar
ráðstefnu fór þess á leit við mig, að
ég héldi hér smá framsöguerindi
um peningamál og tengd málefni,
var ég í fyrstu ekki viss hverju
svara skyldi. Ýmsar ástæður voru
fyrir því, að ég var ekkert of fús til
starfsins, t.d. þær, að ég áleit að
umræður hér, um jafn viðkvæm
mál og þessi blessuðu peningamál
virðast alltaf vera, myndu engan
vanda leysa og ekkert minnka þá
óréttmætu gagnrýni sem Útvegs-
bankinn hefur svo gjarnan orðið
fyrir á undanförnum árum, og sem
ég mun síðar víkja nánar að. En að
íhuguðu máli féllst ég þó á að mæta
hér og ræða nokkuð um þátt
peningamála í hinum daglega
rekstri Eyjanna og um hlutverk og
stöðu Útvegsbankans í þessum
málum. Rétt er að það komi hér
fram, að það sem öðru fremur réð
þessari ákvörðun minni eru þau
viðbrögð sem ég hef orðið var við
að undanförnu hjá aðilum, þar sem
ég hef mætt á fundi til að ræða á
opinskáan hátt þessi sömu málefni.
Þau viðbrögð hafa undantekn-
ingarlaust verið á þann veg að
menn hafa lýst ánægju sinni með
umræðurnar, og hafa talið sig
skilja betur á eftir þau vandamál
sem sífellt er verið að kljást við í
peningamálunum. En það sem ég
vil sérstaklega undirstrika er, að
þessir aðilar hafa jafnframt lýst
skilningi sínum á erfiðleikunum og
talið sig betur upplýsta um þessi
mál, til að geta vinsað sannleikann
úr þeim sögusögnum um peninga-
mál sem sífellt ganga hér um
bæinn og venjulega allar uppá
sömu bókina. Ég áleit því, að með
umræðum um þessi mál á opinber-
um vettvangi, svo langt sem um
þau er hægt að ræða, yrði hægt að
uppræta ýmsan misskilning hjá
mönnum og jafnframt á fljótvirkan
hátt hægt að upplýsa stöðu þessara
mála í sem stærstum dráttum.
Þar sem þetta erindi mitt fjallar
aðallega um hlutverk og stöðu
Útvegsbankans í peningamálum
Vestmannaeyja, þykir mér rétt að
víkja í fyrstu að forvera Útvegs-
bankans, uppruna og mótun og
koma síðan að ýmsum þeim þáttum
sem síðar hafa skipt bankann
miklu máli og þá ekki síst Vest-
mannaeyinga.
Sjálfstætt fyrirtæki
með ríkisábyrgð
Eins og ykkur er sjálfsagt kunn-
ugt um, er Útvegsbankinn einn
þriggja ríkisbanka á íslandi. Hinir
eru Landsbankinn og Búnaðar-
bankinn. Svo gerð sé nánari grein
fyrir orðinu ríkisbanki þá er
bankastofnunum á íslandi gjarnan
skipt í þrennt, ríkisbanka, einka-
banka og sparisjóði. Megin munur
þessara stofnana má segja að sé sá,
að ríkissjóður ber ábyrgð á öllum
skuldbindingum ríkisbankanna, en
hjá einkabönkunum og sparisjóð-
unum eru það einungis eignir
þeirra sem tryggja skuldbindingar
þeirra. Að vísu hafa sparisjóðirnir
með sér sameiginlegan trygg-
ingarsjóð, en til skamms tíma var
sá sjóður til frekar lítils megnugur
til að mæta einhverjum áföllum
sem kynnu að verða hjá þessum
stofnunum. Það má því segja, að á
meðan ríkið fer ekki á hausinn þá
fara ríkisbankarnir það ekki held-
ur. Öðru máli gegnir um þá síðar-
nefndu. Þær stofnanir lúta sama
lögmáli og almenn hluta- og sam-
eignarfélög. Það er rétt að skjóta
því hér inn, til að fyrirbyggja allan
misskilning, að þótt ríkissjóður
standi á bakvið ríkisbankana þá
ber að sjálfsögðu að reka þá eins og
hvert annað sjálfstætt fyrirtæki og
að þeir geta sem slíkir teflt stöðu
sinni og sjálfstæði í hættu ef ekki
er að gáð.
Útvegsbankinn af
grunni íslandsbanka
fyrir hálfri öld
Árið 1903 var íslandsbanki h/f
stofnsettur og tók til starfa ári
— segir Halldór
Guðbjarnason
bankastjóriút-
vegsbanka ís-
lands í Vest-
mannaeyjum
síðar. Mikið hafði áður gengið á í
pólitíkinni og voru mjög skiptar
skoðanir meðal ráðamanna þá,
hvort nauðsyn væri á nýjum banka.
Samtímis því að bankinn tók til
starfa voru stofnsett 3 útibú frá
honum, á Akureyri, Isafirði, og á
Seyðisfirði. Síðar, eða 1919 var svo
útibú frá honum opnað hér í
Vestmannaeyjum. Á þessum tíma
má ætla, að meginhluti viðskipta
landsmanna hafi verið viðskipti
vegna sjávarútvegs, enda byggðist
afkoma landsmanna þá sennilega
miklu meira á sjávarútvegi en hún
gerir nú, þrátt fyrir að þessi
atvinnugrein sé ennþá aðal mátt-
arstólpi íslensks þjóðfélags og sú
atvinnugrein sem líf fólks hér í
Vestmannaeyjum byggist algjör-
lega á. Svo löng saga sé gerð stutt,
þá lenti Islandsbanki síðar í svo
miklum erfiðleikum, að hann varð
gjaldþrota árið 1930. Sama ár var
Útvegsbankinn stofnsettur, nánar
tiltekið með lögum frá 11. marz og
reis hann á rústum hins fallna
bánka. Það má því með sanni segja,
að Útvegsbankinn sé beint fram-
hald af starfsemi íslandsbanka,
enda tók hann við allri þeirri
starfsemi sem hann hafði áður
haft, og þá að sjálfsögðu öllum
útibúum, hans. Rétt er að benda
mönnum á til gamans, að þann 11.
marz n.k. verður Útvegsbankinn
hálfrar aldar gamall.
Halldór Guðbjarnason
Bakhjarl sjávar-
útvegsviðskipta
I lögum um Útvegsbankann frá
1961 segir svo. „Hlutverk bankans
er að reka hvers konar bankavið-
skipti, styðja sjávarútveg, iðnað og
verslun landsmanna og greiða fyrir
fjármálaviðskiptum þeirra er
stunda þessar atvinnugreinar". Á
þessari skilgreiningu laganna sést,
þótt þess misskilnings gæti oft, að
bankanum er ekkert frekar ætlað
að sinna sjávarútvegi fremur en
iönaði og verslun, enda þótt nafn
hans gæti gefið annað til kynna.
En við stofnun bankans hafa þau
viðskipti sem bankinn tók við frá
íslandsbanka líklega fyrst og
fremst verið sjávarútvegsviðskipti,
og hefur það síðan orðið hlutskipti
hans að þjóna þessari atvinnugrein
öðrum fremur. En ýmsar skýringar
er þó til á því, hvers vegna bankinn
hefur ekki með árunum smám
saman minnkað hlutdeild sína í
þessum viðskiptum á kostnað ann-
arra viðskipta sem jafnframt hefði
stuðlað að auknu jafnvægi í rekstri
hans og sterkari stöðu eins og
gefur að skilja. Víkjum að þessu
örfáum orðum.
Öll þau útibú sem bankinn tók
við og stofnsetti voru á þessúm
tímum í stærstu fiskveiðibæjum
landsins, ísafirði, Siglufirði, Seyð-
isfirði, Vestmannaeyjum og Kefla-
vík að ógleymdri Reykjavík. Enda
þótt einhver verslunar- og iðnað-
arviðskipti hafi átt sér stað úti á
landsbyggðinni, þá hefur það verið
sáralítið miðað við sjávarútvegs-
viðskiptin. í Reykjavík hefur þessu
verið öðruvísi farið, enda atvinnu-
vegaskiptingin þar fjölbreyttari en
úti á landsbyggðinni. Það er líka
staðreynd, að Útvegsbankinn í
Reykjavík hafði geysimikil við-
skipti við verslunina og aðrar
þjónustugreinar á þessum tíma. En
síðan tekur sá ófögnuður að gerast,
að hver bankinn á fætur öðrum er
stofnaður og allt eru þetta bankar
sem ætlað er að þjóna öðrum
atvinnugreinum en sjávarútvegi.
Þetta varð til þess, að þessir
bankar tóku sinn skerf af þeim
bönkum sem fyrir voru en það voru
ríkisbankarnir þrír, en að mestu
lenti þetta þó á Útvegsbankanum
og Landsbankanum, þar sem Bún-
aðarbankinn var á þessum tíma
ekki orðinn sá banki sem hann er í
dag. En þar sem Landsbankinn,
sem aðal banki þjóðarinnar, var
miklu öflugri banki en Útvegs-
bankinn, mátti hann betur við
þessum breytingum og varð því
ekki jafn illa úti og Útvegsbankinn
vegna þessa. Síðar meir, þegar
kapphlaupið um útibúin hófst,
fylgdi bankinn ekki með í þeirri
endaleysu og hefur æ síðan orðið að
gjalda þess.
Furða að sjóðir sjáv-
arútvegsins eru ekki
í Útvegsbankanum
Einn þátt er rétt að minnast á
sem verulegu máli hefur skipt fyrir
Útvegsbankann og Landsbankann
einnig. Það er ávöxtun sjóða sjáv-
arútvegsins og í Seðlabankanum.
Hér á ég við Stofnfjársjóð fiski-
skipa, Verðjöfnunarsjóð og Afla-
tryggingarsjóð. Þessir sjóðir eru
myndaðir með skattlagningu á
sjávarafurðir og skyldusparnaði
útgerðarinnar. En það furðulega er
að þessir fjármunir eru ekki varð-
veittir í þeim bönkum sem þó
aðstoða við sköpun þeirra heldur í
Seðlabanka Islands. Til að menn
geri sér í hugarlund hvað hér er átt
við, þá eru þessir fjármunir ekki
mældir í milljónum króna heldur
milljörðum króna. Þetta eru í sem
fæstum orðum þeir megin þættir
sem ég tel að hafi orsakað það að
bankinn hafi um of bundist við-
skiptum við sjávarútveg sem svo á
síðari tímum hafa sífellt orðið
þyngri og erfiðari bánkanum.
Útibú bankans eru öll staðsett í
sjávarútvegsplássum víða um land-
ið og frá þeim skyldum verður ekki
hlaupið að fjármagna þessa undir-
stöðuatvinnugrein þjóðarbúsins.
Nýir bankar hafa verið stofnaðir,
ekki til að sinna sjávarútvegi
heldur öllum öðrum atvinnugrein-
um sem segja má að hafi framfæri
sitt af sjávarútvegi, og taka þar
með hin léttari og jafnvel betri
viðskipti frá bankanum og með
árunum hefur það fé, sem með
skattlagningu og sparnaðarskyldu
er lagt á sjávarútveg verið flutt frá
bankanum og til Seðlabankans og
þar með dregið úr getu bankans og
möguleikum til fjölbreyttari og
betri þjónustu á tímum harðrar
samkeppni um sparifé þjóðarinnar.
Hlutdeild sjávarút-
vegs í útlánum úr
51% í 81% á 7 árum
Hér að undan hef ég í stórum
dráttum farið yfir sögu Útvegs-
bankans, forvera hans, stofnun ög
mótun. Ætla ég nú að víkja nánar
að starfsemi bankans hér í Vest-
mannaeyjum og ýmsum málum
þeim tengdum. — Segja má að
hlutverk útibúsins hér sé tvíþætt. í
fyrsta lagí að sinna því meginverk-
efni að fjármagna undirstöðuat-
vinnuveg byggðarlagsins, sjávar-
útveginn, og í öðru lagi að fjár-
magna allar aðrar lánsbeiðnir svo
sem til iðnaðar, verslunar, bæjar-
málefna, samgöngumála, þjónustu
og einkaneyslu.
Þáttur sjávarútvegsins í starf-
semi útibúsins hefur verið og er að