Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.01.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 17 heimilar konum, sem samkvæmt lögregluskýrslu hefur verið nauðg- að, að eyða fóstri sínu. Auðvitað eru slík tilfelli algert undantekn- ingatilfelli, enda vafalaust fæstar blaðafréttir, sem um þetta mál fjalla, hreinar nauðgunarfréttir. Gildir hér það sem stundum er sagt, að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Hér þarf að kalla ungt fólk til ábyrgðar á lífi sínu og lífi annarra. En auðvitað verður að gera ráð fyrir hreinum riauðgun- artilfellum. Það breytir hins vegar engu um réttarstöðu barnsins. Þó að barn komi í heiminn utan hjónabands, hefur það sömu rétt- indi í dag eins og hjónabandsbarn. Sama rétt á barn, sem frjóvgast í móðurkviði í skjóli valdbeitingar. Syndir feðranna eiga ekki að koma niður á börnunum. Ef hins vegar mæður lentu í slíkri ógæfu að ganga með börn eftir sitt hatursfólk (ef við gerum ráð fyrir að við elskum ekki óvini okkar, eins og Kristur boðar) myndi slík meðganga verða mun léttari, ef mæður tækju tillit til lífsréttarins og virtu hann. Það er hins vegar auðveldara að segja hlutinn, en verða fyrir honum, en það breytir ekki nokkru um réttmæti minna röksemda. — Verðum við ekki samt, segir nú konan, að treysta sérfræðing- unum fyrir því að úrskurða rétt um það, hvort um afbrigðilegt líf er að ræða eða ekki? — Þetta er ekki fyrst og fremst spurningin um það, hvort þeim sé treystandi eða ekki. Aðalatriðið er það, að þeir hafa ekki heimildir frekar en ég og þú til að sniðganga lífsréttinn, þótt þeir hafi háskóla- próf. Þeir hafa ekki rétt til þess að setja mörkin milli lífs og dauða. Það er aðalatriðið. Hér skiptir ekki máli, hvort þeir heita félags- fræðingar, læknar eða lögreglu- menn. En úr því þú spurðir mig hvort þeim væri treystandi, ætla ég að segja þér, að til dæmis geðlæknar eru síður en svo sam- mála um það, hvað sé afbrigðilegt og hvað ekki. Meira að segja eru sérfræðingar ekki vissir um það í mörgum tilvikum, hvort eitthvað sem þeir telja afbrigðilegt, t.d. hjá ófrískri konu, sé hægt að lækna, eða hvort það er að öllu leyti háð erfðum. Einnig er breytilegt eftir tímum hvenær eitthvað telst af- brigðilegt og meira að segja fer það stundum eftir því, í hvaða landi við erum stödd! Svona er nú nákvæmnin mikil hjá sérfræðing- um. Eftir stutta þögn hélt ég áfram: Aðalatriðið er og verður þetta: Mannlegu lífi verður að þyrma. Við höfum ekki heimildir né getu til að tortíma lífi og getum ekki farið í manngreinarálit. Þetta gildir um allt mannlegt líf, frá frjóvgun til dauða. — Er þá fóstureyðing morð, spurði konan. — Já, sagði ég, morð. — Ég þarf að hugsa þetta mál betur, sagði konan, en ég þakka þér fyrir merkilegt og gott samtal. Þakka þér og vertu blessaður. — Já, þakka þér sömuleiðis og vertu blessuð. íslenskir íþróttamenn tóku fyrst þátt í Ólympíuleikum 1908. Þar gátu þeir í fyrsta sinn komið fram sem sérstök þjóð meðal þjóða, er þeir sýndu þjóðaríþrótt sína, glímuna. Það var stoltur hópur, sem gekk inn á leikvanginn í London þann sumardag. Það að geta verið á Ólympíuleikum sem sérstök þjóð var mikill sigur þá og æ síðan eru Ólympíuleikarnir og þátttaka íslands þar ekki svo lítill liður i okkar stöðugu sjálfstæðis- baráttu. Því ber að heiðra þá og sækja, þótt ekki séu sóttir þangað dýrir málmar. yið gkulum minn. ast frumkvöðlanna, sem unnu hinn stóra sigur 1908, með því að ljá ekki nafn íslands í grafskrift Olympíuleikanna. Falli þeir niður nú, verða þeir vafalaust aldrei aftur haldnir. Jafnviðamikið fyrirtæki og þeir eru nú er ekki nema á valdi stórvelda að halda og hvenær hafa stórveldi verið til friðs? Ég spyr. tW ) .s UM árabil hafa brunaverðir farið í eftirlitsför um hverfi borgarinnar og var slík ferð farin fyrir skömmu í Mið- bæinn og þá komið við í Grjótaþorpinu. Þar voru að undirlagi slökkviliðsins gerð- ar ráðstafanir til þess að halda opinni „neyðaraðkomu“ inn í húsaþyrpinguna og skilti sett á staur. Er þá auðvitað bannað að loka þeirri leið með því að leggja bílnum sínum þar. Bað slökkviliðið blaðið að birta þessa mynd, sem einmitt sýn- ir hvernig bíleigandi einn hefur gjöarsamlega hundsað skiltið með áletruninni: Slökkvilið — Neyðaraðkoma! Svona skeytingarleysi getur orðið æði afdrifaríkt, það er óhætt að bóka það. Og er enn ein sönnun þess, sem margir halda fram, að íslendingar séu margir mjög tillitslausir. Verö: Ca. 3.495. þús. Verö: Ca. 3.130. þus. i* 1200 Siðastliðið ár og það sem af er þessu ári, er LADA mest seldi bíllinn. Það er vegna þess að hann er á mjög hagstæðu verði, og ekki síst, að hann er hannaður fyrir vegi sem okkar. Nu eru allir LADA bilarmeð höfuðpúðum, viðvörun- arljósum ofl. ofl. Verö: Ca. 5.320. þús. Verö: Ca. 3.750. þus. Verö:Ca. 3.570. þus. < LADA station er hægt að fá með 1200 sm3 eða 1500 sm3 vél. LADA „er mest setdi 0111100” BIFREIÐAR & LANDBUNADARVELAR Suðurlandsbraut 14, sími 38600 Góöir greiösluskilmálar Söludeild sími 312 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.