Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980
ÞETTA GERÐIST
31. JAN.
Páfi til
Brazilíu
Brazilía, 30. jan., AP.
J ÓHANNES Páll páfi II hefur
þegiö boð um að koma í opinbera
heimsókn til Brazilíu, fjölmennasta
kaþólikkaríkis í heimi, að þvi er
stjórn Braziliu gerði heyrum kunn-
ugt í dag. Dagsetning var ekki birt,
en gert ráð fyrir að páfi verði á
ferðinni um miðjan júlí. Mjög
mikill áhugi er um þvera og endi-
langa Brazilíu á páfaheimsókninni
og vonast menn til að hann fari um
sem víðast.
Brezki landsstjórinn í Rhodesíu, Soames lávarður, sést hér á tali við tvo fyrrverandi skæruliða
Njósnamálið í Japan:
Y arnar máladeildin
fær ekki leyniskjöl
Andófsmaðurinn
Batter kominn í leit-
irnar sjúkur og sár
VínarborK, 25. jan., AP.
T ÉKKNESKI andófsmaðurinn
Rudolf Battek, sem ekkert hefur
spurzt til síðustu fimm daga,
mun hafa komið til Prag i dag,
sjúkur af kalsárum og þreytu.
Hann var tekinn til yfirheyrslu
25. janúar og hvarf síðan. Ásamt
honum var yfirheyrður Ivan Kyncl,
sonur fyrrverandi fréttaritara í
Washington. Báðir mennirnir skrif-
uðu undir Charter 77 og hafa látið
að sér kveða í baráttu fyrir mann-
ré'ttindum í Tekkóslóvakíu. Sósial-
istaflokkur Austurríkis sendi í gær
áskorun til tékknesku stjórnarinnar
um að skýra frá því hvar Battek
væri niðurkominn.
Bretadrottning í hjú-
skaparmiðlunarhug?
London 30. jan. AP.
SÚ tilkynning um að Elísabet Bretadrottning muni sækja heim Jóhannes
Pál páfa II í október þessa árs, hefur á ný vakið upp áfjáðar hugleiðingar
í Bretlandi þess efnis að Bretadrottning ætli að þreifa fyrir sér i
Páfagarði, hvort þar sé litið svo á að hugsanlegur _gæti orðið ráðahagur
milli Karls krónprins, sonar hennar og Maríu Astríðar prinsessu af
Luxemburg, en prinsessan er kaþólskrar trúar.
Daily Mail vakti athygli á því að alveg nýverið hefði faðir prinsessunnar
stórhertoginn gengið á fund páfa. Væntanlegur erkibiskup af Kantara-
borg Robert Runchie hefur sagt að hann muni ekki leggjast gegn
“blandaðri giftingu“ krónprins Englands. Orðrómur um samdrátt milli
Bretaprins og Luxemburgarprinsessu hefur skotið upp kollinum öðru
hverju síðustu þrjú ár.
Fyrrum hermálaráðunautur
sovéska sendiráðsins í Tokyo, Yuri
Kozlov, fékk hernaðarleyndarmál
og skjöl frá Miyanaga, fyrrum
hershöfðingja í japanska hernum.
Með honum störfuðu tveir starfs-
menn varnarmáladeildarinnar.
Miyanaga veitti Sovétmönnum
leynilegar upplýsingar um skipu-
lag varna Kínverja við sovésku
landamærin. Jafnframt þessu
veitti hann Sovétmönnum, að því
er talið er, upplýsingar um varnir
Japana á Hokkaido, hinni nyrstu
af hinum stóru eyjum Japans. Þá
er talið að hann hafi veitt Sovét-
mönnum upplýsingar um varnar-
Stöðvar Bandaríkjamanna á Oki-
nawa.
Samkomulag innan EBE
um fiskveiðar ríkjanna
Heildarveiðimagn innan fiskveiðilögsögu rikjanna ákveðið 4,2 milljónir tonna
Briis.sels, 30. janúar. AP.
Sjávarútvegsráðherrar ríkja
Efnahagsbandalags Evrópu hafa
komið sér saman um heildarfisk-
veiðikvóta innan fiskveiðilögsögu
ríkjanna fyrir árið 1980. Miðjarð-
arhafið er undanskilið. Heildar-
magn sem veiða má á árinu er 4,2
milljónir tonna. Þetta er í fyrsta
sinn, sem ríkin hafa getað komið
sér saman um heildarfiskveiði-
kvóta.
Hins vegar er búist við hörðum
deilum um skiptingu kvótans í ljósi
fyrri deilna ríkjanna. Sjö af ríkjum
EBE standa að samkomulaginu. Þau
eru Bretland, írland, Belgía, Hol-
land, Frakkland, V-Þýzkaland og
Danmörk.
„Nú er eftir að yfirstíga erfiðasta
hjallann," sagði Buchanan Smith,
aðstoðarsj ávarútvegsráðherra
Breta, um skiptingu kvótans. Fram-
kvæmdanefnd EBE mun á næstu
vikum ræða við ríkisstjórnir EBBi-
ríkjanna um skiptingu kvótans. í
samkomulagi ríkjanna er gert ráð
fyrir eftirliti með veiðum til að
tryggja að veiðimagnið fari ekki
fram úr heildarkvótanum. Sam-
komulagið nær til 30 fisktegunda.
1974 — Farþegaþota PanAm
fórst á Samoaeyjum með 95 af
101 um borð.
1971 — Þrír geimfarar fara til
tunglsins með Apollo 14.
1962 — Utanríkisráðherrar
Ameríkuríkja útiloka Kúbu frá
þátttöku í málum Vesturheims.
1958 — Fyrsta bandaríska
gervihnettinum, Explorer I,
skotið upp.
1957 — Lagningu olíuleiðslunn-
ar frá Abadan til Teheran lýkur.
1950 — Truman forseti fyrir-
skipar smíði vetnissprengju.
1943 — Uppgjöf Þjóðverja við
Stalíngrad.
1928 — Leon Trotsky vísað úr
landi í Sovétríkjunum.
1917 — Þjóðverjar taka upp
ótakmarkaðan kafbátahernað.
1891 — Borgarastríð í Chile.
1884 — Rússar taka Merv af
amírnum í Afganistan.
1858 — „Great Eastern“ hleypt
af stokkunum.
1606 — Guy Fawkes tekinn af
lífi fyrir samsæri á Englandi.
1596 — Stríði bandalags kaþ-
ólskra Frakka gegn mótmælend-
um lýkur með Folpmbray-tilsk-
ipununum.
1578 — Orrustan um Gem-
bloux:Ósigur Hollendinga.
1504 — Lyons-samningurinn:
Frakkar láta Napoli af hendi við
Spánverja.
Afmæli. Franz Schubert, aust-
urrískt tónskáld (1797—1828) —
Norman Mailer, bandarískur rit-
höfundur (1923 - -) — Anna
Pavlova, rússnésk dansmær
(1885—1931) — Carol Channing,
bandarísk leikkona (1921 - -).
Andlát. 1933 John Galsworthy,
rithöfundur.
Innlent. 1926 Fyrsta útvarps-
sending á Islandi — 1522 Sveins-
staðafundur — 1719 d. Þormóður
Torfason — 1133 d. Þorlákur bp
Runólfsson — 1889 d. Guðbrand-
ur Vigfússon prófessor í Oxford
— 1881 Póstskipið „Phönix"
ferst við Snæfellsnes — 1935
Mjólkurverkfall — 1937 Fyrsta
íslenzka svifflugan reynd — 1951
„Glitfaxi" ferst — 1966 Eigna-
tjón í fárviðri um allt land —
1973 Fundur forsætisráðherra
Norðurlanda í Reykjavík — 1979
Póstrán í Sandgerði — 1958 d.
Páll Hermannsson alþm.
Orð dagsins. Menn verða að
klífa fjallið ef þeir vilja virða
fyrir sér flatlendið — Kínversk-
ur málsháttur.
Literaturnaya Gazeta um Sakharov:
Fúllyndur háskólaborg-
ari, liðhlaupi og svikari
Moskvu, 30. janúar. AP.
VIKURITIÐ Literaturnaya Gaz-
eta hrakyrti í dag andófsmanninn
Andrei Sakharov í grein sem birt
var í þessu sovézka menningar-
riti. Sagði í greininni að Sakh-
arov væri „fúllyndur háskóla-
borgari“, „liðhlaupi og svikari“
sem heföi leitt stórmikinn skaða
yfir meðbræður sina.
„í tíu ár hefur Sakharov verið að
ófrægja sovézku þjóðina og allt
hefur hans tal verið vatn á myllu
endurskoðunarsinna og öfgaafla
Vesturlanda. Nú hafa þessi öfl
verið svipt meginuppsprettu sinni
varðandi upplýsingaútvegun, sem
hefur komið frá miklum sérfræð-
ingi í andsovézku níði — manni
sem útvegaði þessum öflum alla
svívirðu um Sovétríkin sem hægt
er að hugsa sér.
Blaðið sagði að loks hefði þolin-
mæði stjórnvalda þrotið og Sakh-
arov hefði verið sjálfdæmdur í
útlegð frá Moskvu. „Þeir sem halda
uppi vörnum fyrir Sakharov láta
sig engu skipta rétt sovézku þjóð-
arinnar, sem lengi hefur krafizt
þess að bundinn yrði endir á
þennan andsovézka áróður rógber-
ans og stöðvuð bein aðild hans í að
þyrla upp hernaðarlegum geðæs-
ingum — sem beinast allar gegn
hans eigin þjóð,“ sagði í bók-
menntaritinu.
Veður
Akureyri -5 skýjaó
Amsterdam 5 skýjaó
Aþena 13 heióskírt
Barcelona 12 þokumóóa
Berlín 3 rigning
BrUasel 7 rigning
Chicago -9 skýjaó
Dublin 11 heiöskírt
Feneyjar 4 þokumóða
Frankfurt 3 skýjaó
Genl 5 skýjaö
Helsinki 5 heíóskírt
Hong Kong 13 skýjaó
Jerúsalem 8 heiðskírt
Jóhannesarborg 25 heiðekírt
Kaupmannahöfn 0 snjókoma
Kairó 15 heióskirt
Las Palmas 18 léttskýjaó
Lissabon 15 skýjaó
London 10 skýjað
Los Angeles 15 rigning
Madrid 11 skýjaó
Malaga 15 léttskýjað
Mallorca 14 léttskýjaó
Miami 23 skýjað
Montreal 11 bjart
Moskva -19 bjart
Nýja Dehli 21 bjart
New York 1 bjart
Ósló -6 bjart
París 10 skýjaó
Reykjavík -2 skýjaó
Rio de Janeiro 32 bjart
Rómaborg 13 rigníng
San Francisco 10 bjart
Stokkhólmur -4 skýjaó
Tel Avív 16 heióskírt
Tókýó 9 rigning
Tokyo, 30. janúar. AP.
JAPANSKA utanríkis-
ráðuneytið hefur ákveðið
að láta ekki af hendi hern-
aðarleyndarmál við jap-
önsku varnarmáladeild-
ina, sem er deild innan
utanríkisráðuneytisins.
Jafnframt þessu mun jap-
anska stjórnin senda Sov-
étmönnum harðorða mót-
mælayfirlýsingu vegna
njósnamálsins í Japan að
því er japönsk blöð skýrðu
frá í dag.
Japanska blaðið The Times, sem
gefið er út á ensku, hafði eftir
heimildum í utanríkisráðuneytinu
að allt upplýsingastreymi yrði
stöðvað þar til varnarmáladeildin
gerði ráðstafanir til að koma í veg
fyrir leka. „Þetta gildir þar til við
erum vissir um, að hernaðarleynd-
armál fari ekki beinustu leið til
Sovétríkjanna," hafði blaðið eftir
ónáfngreindum embættismanni.
ERLENT