Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 22

Morgunblaðið - 31.01.1980, Side 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 Ragnar Gunnarsson námsmaður: Stefnir íslenska þjóðfélagið í glötun? Nú er eitt kaldasta ár þessarar aldar liðið í aldanna skaut. Árið 1980 er gengið í garð, flestum til ánægju, og virðist það leggjast vel í marga. En því miður er lítil ástæða til bjartsýni. Það var ekki eingöngu geigvænlegt veðurfar sem einkenndi árið 1979. Efna- hagsmál landsins voru og eru, í miklum ólestri og er full ástæða . „að lyfta þeim á hærra plan,“ eins og Laxness sagði forðum daga. Þar kemur aðallega tvennt til. í fyrsta lagi var það olíuhækkunin. Þjóðin varð að sætta sig við geysimikla hækkun olíuverðs. Þar sem olía er eingöngu innflutt og er stór hluti orkunotkunar Islend- inga nú á dögum, var hækkunin mikið áfall. Við þurftum að sætta okkur við neikvæða þróun í þjóð- málum, svo sem 4—5% skerðingu þjóðartekna og auk þess varð von okkar um mikla framleiðsluaukn- ingu í landinu að engu. M.ö.o. hækkunin hefur valdið því að við höfum glatað mörgum milljörðum króna. í annan stað er það hið hroðalega fyrirbæri verðbólga. Hér er rétt að staldra við. Verð- bólguna og olíuverðshækkunina tel ég ekki vera hægt að bera saman. Eftirfarandi ástæður eru fyrir því: Olíuverðshækkunin er erlent vandamál, tilkomið á er- lendum vettvangi. Þess vegna verðum við að taka því vandamáli. — Það er ekki okkur að kenna. Við getum litið á þá staðreynd að önnur lönd hafa beðið samsvar- andi tjón og ísland vegna hækkun- arinnar. Um verðbólguna gegnir öðru máli. Olíuverðshækkunin hafði vissulega áhrif á verðbólg- una en var aðeins hvati á verð- bólgueldinn því að verðbólgan er fyllilega innlent vandamál og hef- ur verið í áraraðir. Því miður er ekki hægt að segja það sama um verðbólguna og olíuverðshækkun- ina, þ.e. að verðbólgan hafi fyrst komið til sögunnar á síðasta ári því að þjóðin hefur lifað við verðbólgu í u.þ.b. 40 ár. Hún hefur því verið snar þáttur í öllu okkar efnahags- og þjóðlífi í nær hálfa öld og aldrei eins mikill og á áttunda áratug, sem senn er að enda kominn. Það er mín skoðun að verðbólg- an sé eitt mesta (ef ekki mesta) vandamál, sem íslendingar hafa þurft að glíma við frá því að landið byggðist. Kannski virðist sumum þetta gífuryrði. En ætli það? Lítum á eftirfarandi stað- reyndir, sem sýna óheillaafleið- ingar verðbólgunnar á íslandi: Eins og málin standa um þessar mundir, sést að verðbólgan hefur dregið úr hagvexti og haft nei- kvæð áhrif á lífskjör landsmanna. Vegna áhrifa hennar má gera ráð fyrir að í komandi framtíð muni draga úr þjóðarframleiðslu og þjóðartekjum svo að minna verður úr að moða fyrir hvern lands- mann. Verðbólgan hefur valdið öryggisleysi og spennu í þjóðfélag- inu. Hún hefur ruglað og brenglað þekkingu og skilning fólks á gildi peninga og verðmæti vöruverðs. Hún hefur ýtt undir afbrota- hneigð í landinu svo sem í skatt- og fjársvikamálum. Og það sem er einna verst: Hún hefur skapað ástand í þjóðfélaginu sem ein- kennist af því, að hagsmunir hvers einstaklings þvinga hann til að breyta á þann veg, sem er and- stæður hagsmunum sjálfrar þjóð- arinnar. Þess vegna má segja að verðbólgan vinni að sundrungu þjóðarheildarinnar. Vegna alls þessa (fleira kemur til) virðist ekkert nema spilling og hrun bíða íslensks efnahagslífs ef ekki verð- ur breyting á. Er það kannski tilviljun að á síðastliðnum 10 árum hafi um sex þúsund manns, umfram þá sem hafa komið til landsins, flust frá landinu — eflaust í mörgum tilvikum beinlín- is flúið? Ég tel það víst að ástandið í landinu eigi þar stærst- an hlut að máli. Verðbólgan hefur hreinlega gegnsýrt þjóðfélagið — mótað hugsunarhátt fólks í stóru og smáu — gert þjóðfélagið óheil- brigt, ef svo má að orði komast. Afleiðingar þess eru m.a. að sumt fólk gjörsamlega gefst upp og flyst á erlenda grund. Hverjir bera ábyrgð? Þegar þessum grátlegu sann- reyndum er velt fyrir sér vakna óneitanlega ýmsar spurningar, eins og t.d. hvernig á því standi að í Noregi er verðbólgan örfá prós- ent, meðan hún rokkar á milli 50—80% á íslandi? Eru þjóðfé- lagslegar aðstæður þessara landa svo ólíkar eða eru lífskilyrði þar betri? Vissulega hafa Norðmenn margt, sem eykur framgang og framfarir, svo sem eigin olíu og almennt trausta atvinnuvegi. En hvað með ísland? Eru ekki allar aðstæður eins og þær geta best verið? Flytjum við ekki meira út á hvert mannsbarn en nokkur önnur þjóð? Er ekki þjóðarframleiðslan mikil? Býr landið ekki yfir náttúruauðæfum? Höfum við ekki fengsæl fiskimið? Er ekki við- skiptajöfnuður tiltölulega góður? Jú! Allt þetta er rétt. Því er ekki að neita að lífsafkoma þjóðarinn- ar er góð (enn sem komið er) þrátt fyrir verðbólgudrauginn. En hver er þá ástæðan? Ástæðan er fyrst og fremst sú, að landinu hefur ekki verið stjórnað á réttan og skynsamlegan hátt. Stjórnmála- menn hafa margir gert mikil mistök. Framkvæmda- og lögg- jafavald þjóðarinnar hefur verið í umsjá þessara manna með dapur- legum afleiðingum. Þessir menn hafa síðan gert enn meiri mistök í tilraun sinni að bæta jnistök sín. Nú skal skýrt hvað átt er við. í sem stystu máli hafa þessir menn eytt meiru en þeir hafa aflað (t.d. með skatt- og tollálagningu). Þeg- ar þeir hafa síðan gert sér grein fyrir að slík ráðstöfun gengur ekki, hafa þeir aðallega gert tvennt. I fyrsta lagi hafa þeir sópað að sér milljarðalánum svo að hvert mannsbarn, sem fæðist, hefur líf sitt með mikinn skulda- bagga á baki sér. í öðru lagi hafa þeir, til þess að standa í skilum, látið prenta peningaseðla með engu verðgildi, þ.e. peningarnir hafa verið gjörsamlega verðlausir. Þessi tvö atriði sýna öllum að ráðstöfun af þessu tagi gerir illt verra — með henni er aðeins verið að flýja vandann. Á þessu stigi er verðbólgan farin að koma fram í ýmsum þáttum þjóðlífsins. Þá er komið að launþegasamtökum landsins að taka við sér og ein- beita sér að aðgerðum, sem reyn- ast prýðisgóður aflgjafi verðbólg- unnar. Þar er átt við hina taum- lausu launahækkun í landinu, sem einkennt hefur undanfarin ár. Launahækkunin hefur haft slæm- ar afleiðingar í för með sér og vegna hennar hefur hin neikvæða þróun í efnahagsmálum eingöngu farið úr öskunni í eldinn Ástæð- una fyrir allri þessari hækkun tel ég fyrst og fremst vera fólkinu sjálfu í landinu að kenna og þá á ég við launþega. Vel er skiljanlegt að launþegar vilji bera sem mest úr býtum fyrir starf sitt — njóta afraksturs erfiðis síns. Og auðvelt er að skilja að mörgum launþegum Ragnar Gunnarsson. svíði sárt að sitja í sama farinu hvað snertir launagreiðslu í sama mund og verðlag í landinu al- mennt síhækkar vegna verðbólg- unnar. Vegna þessa snúa launþeg- ar sér að samtökum sínum og krefjast launahækkunar. Yfirleitt fá þeir hækkun vegna þess að launþegasamtökin eru aðeins að gegna hlutverki sínu — gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að bæta hag og kjör félagsmanna sinna, ef þörf er á. En launþegar verða að gera sér grein fyrir því að slíkt er alveg ótækt á þessum verðbólgutíma því að framleiðni í landinu eykst ekki samfara þessari launahækk- un. Launþegar verða að gera sér grein fyrir því að aukin framleiðni er grundvallarskilyrði þess að unnt sé að bæta hag þeirra. Launþegar verða að gera sér grein fyrir því að verði kaupmáttur launa aukinn, fara þjóðarútgjöld fram úr þjóðartekjum sem hefur í för með sér aukningu innflutn- ings, halla utanríkisviðskipta og aukna skuldasöfnun við útlönd. En það, eins og við sjáum, eykur verðbólgu. Vítahringur stjórnmálamanna Af öllu þessu, sem talað hefur verið um, sést að verðbólgan er sannkallaður vítahringur — víta- hringur, sem ávallt hefur stækkað og eflst með hverjum mánuði að undanförnu. Verðbólgan er orðin að óðaverðbólgu, sem við íslend- ingar viðumst ætla að sitja uppi með. Upphaf þessarar martraðar er, eins og áður kom fram, fyrst og fremst röng og óskynsamleg stjórnun og kjánalegar aðferðir stjórnmálamanna við að bæta misgjörðir sínar. Já! Það er ekki aðeins, að stjórnmálamenn hafi valdið íslandi ótrúlegu tjóni, held- ur virðast þeir ekki vera menn til þess að bæta það. Flest það sem þeir hafa gert til bóta gagnvart verðbólguþróuninni, svo sem að hækka vexti, lækka gengið með kaupbindingu, draga úr ríkisút- gjöldum o.fl., hefur haft litla sem enga þýðingu og jafnvel aukið verðbólguna, t.d. öll gengislækk- un. Þetta er sem sagt ástand efna- hagsmála um þessar mundir. Ekki er það beint glæsilegt. Það finnst a.m.k. stjórnmálamönnum ekki? Við lesum oft og iðulega í dagblöð- unum, umsögn margra stjórn- málamanna um hver slæmt ástand það er, sem ríkir í efna- hagsmálum landsins, um skað- ræðisvaldinn verðbólguna og hennar illu fylgifiska, um hvað beri að gera til að kveða hana niður o.s.frv. Sama er að segja um útvarpið. Við sjáum og heyrum í sjónvarpi og hljóðvarpi sams kon- ar setningar sagðar. Það vantar ekki að þessir labbakútar tali um hitt og þetta og þykist miklir menn en horfi í leiðinni á efnahag landins molna niður. Ég segi að stjórnmálamenn séu flestir óhæfir að sjá um efna- hagsmál landsins vegna þess að þeir eru flokksbundnir (langflest- ir). Mér er það ljóst að þetta eru stórmæli en auðvelt er að sýna fram á, að þau eru ekki eintómt orðagjálfur. Við skulum byrja á því að líta aftur í tímann. Árið 1958 sprakk stjórn sú sem Her- mann Jónasson forsætisráðherra leiddi. Um það hafði hann að segja: „I ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þess- um málum, sem að mínum dómi gætu stöðvað hina geigvænlegu verðbólguþróun...“ Þetta var fyrir rúmum 20 árum. Mjög svipað er að segja um stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem gafst upp 1974 — samstaða stjórnarinnar var bágborin og hún leystist upp. Þá var verðbólgan komin á skrið. „Allt er komið í strand", stóð í Þjóðviljanum. Þá var komið að hinni óvinsælu stjórn Geirs Hall- grímssonar, sem sprakk 1978. Hún m.a. afrekaði það, að setja verð- bólgumet. — Þar var frægur aðskilnaður Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins. Við skul- um enda á vinstri stjórninni, sem söng sitt síðasta í fyrra, eftir að hafa náð verðbólgumetinu af sjálfstæðis- og framsóknar- mönnum. Við það tilefni sagði Benedikt Gröndal m.a.: „Þessari ríkisstjórn hefur ekki tekizt að koma sér saman um úrlausn efnahagsmála, ekki um óðaverð- bólgu.. .„ Fleiri dæmi má nefna en þessi nægja til samanburðar. Þær línur sem eru undirstrikað- ar spegla í raun hið ríkjandi hugarfar stjórnmálamanna gagn: vart öðrum stjórnmálamönnum. í öllum tilvikum virðist aðalástæð- an fyrir upplausn og endalokum ríkisstjórna vera hin sama: stjórn- málamenn — ólíkra stjórnmála- flokka — hefur skort samstöðu til að leysa alvarleg vandamál, sem steðja að þjóðinni. Þeir virðast flestir hugsa meira um hag síns eigin stjórnmálaflokks en hag og framvindu sinnar eigin þjóðar. Til gamans skulum við líta á hluta úr kvæðinu Haugaeldur eftir ljóðaskáldið fræga Einar Bene- diktsson. Þar sjáum við hann tala um atriði, sem svipar mjög til þeirra, sem minnst var á áðan: Óstjórn, heift til allra valda, oksins klóm var síðar hremmd. Anda og listum hömlur halda, hreppakóngar borðum falda. Heiting þúsund þýja er efnd þunglega með nefnd við nefnd — fyrir vistráð eldri alda. 111 er þræladrápsins hefnd. Þarna talar Einar m.a. um að valdfýsn og innanlandsdeilur hafi orðið til þess að íslendingar glöt- uðu sjálfstæði sínu. — Þar á har.n eflaust við Sturlungaöldina. En við sjáum hann lýsa skoðun sinni á mönnum þeim sem stjórna landinu. Álit hans er ótvírætt: Stjórnmálamennirnir (hreppa- kóngarnir) skreyta sig til þess að sýna vald sitt en bregðast síðan meginhlutverki sínu — að bæta hag þjóðarinnar. Með illu (ráða- lausu) stjórnarfari höfum við kall- að yfir okkur örbirgð og eymd, segir Einar. Við skulum hafa það hugfast að þetta var ort fyrir mörgum árum. Sú staðreynd er sorgleg að niðurstaða Einars um stjórnmálamenn hans tíma sé fullgild um stjórnmálamenn nú. Eflaust skiljið þið nú, lesendur góðir, að það er ekki að ástæðu- lausu að ég telji þessa flokks- bundnu stjórnmálamenn óhæfa til að sjá um efnahagsmál landsins. Lítið bara á núverandi stjórnar- myndunarviðræður. I margar vik- ur hafa blöðin sagt okkur frá því að „boltinn renni á milli flokk- anna allra“ og engum hefur tekist að hitta í mark. Astæðan fyrir því að ekki hefur teist að mynda stjórn er fyrst og fremst sú að hver og einn flokkur keppist um að neita tillögum annarra flokka. Þar komum við að kjarna málsins: Það fyrsta sem stjórnmálamenn hugsa um, þegar þeir velta fyrir sér tillögum annarra stjórnmála- flokka, er hvaða þýðingu þær hafa fyrir þeirra eigin flokk — ekki hvaða þýðingu þær hafa fyrir þjóðina. Utanþingsstjórn Að minni hyggju er utanþings- stjórn hentugust fyrir þjóðina tij þess að reisa efnahaginn við. í þeirri stjórn gætum .við haft t.d. Jónas H. Haralz bankastjóra, Jón Sigurðsson forstjóra Þjóðhags- stofnunar og Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóra og fyrrv. formann Félags íslenskra iðnrek- enda. Þessir menn hafa m.a. sýnt fram á það, að þeir annars vegar hafa mikinn skilning á öllu því sem viðkemur hinni leiðinlegu þróun efnahagsmála og hins vegar bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Við getum nefnt fleiri til að fylla upp í stjórnina, eins og t.d. Ásmund Stefánsson fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.