Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.01.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 1980 Innlend skipaverzlun: „í»ví sem ekki er til er hvorki haegt að halda til streitu né fella niður“ — segir sjávarútvegsráðherra Skipasala og veiðistjórnun Stefán Valgeirsson (F) bar fram eftirfarandi spurningar til sjávarútvegsráðherra í Samein- uðu þingi: 1. Telur ráðherra eðlilegt að heimila sölu á togskipinu Dagnýju SI 70, sem hafði togveiðiheimild til þorskveiða fyrir Þórshöfn, staðbundið og skilyrt við það byggðarlag, til Hafnarfjarðar, staðar sem þegar hefur nóg hráefni og gerir nú út a.m.k. tvo skuttogara til sölu á ísfiski ein- göngu erlendis, án þess að bjóða áðurgreindu byggðarlagi for- kaupsrétt á skipinu? Smásöluverzlun í strjálbýli: Verzlun í vanda stödd 2. Telur ráðherra það ekki sanngirnismál, að byggðarlag, sem fékk togveiðiheimild á þorskveiðar fyrir b/v Dagnýju vegna ótryggs atvinnuástands, haldi heimildinni, geti það nýtt sér hana? Væri í framhaldi af því ekki eðlilegt, að sú togveiðiheim- ild, sem b/v Dagný hefur haft vegna Þórshafnar til þorskveiða, falli ella niður? 3. Telur ráðherra það samrým- ast hagsmunum þjóðarinnar að stuðla að kaupum á togaranum til veiða fyrir fisksölur erlendis, fremur en til vinnslu hér innan- lands, eins og gert er með sölunni á Dagnýju til Hafnarfjarðar? Eða ætlar ráðherrann að beita sér Á árinu 1976 var skipuð neínd til að gera úttekt á vanda smásöluverzlunar í strjálbýli er skilaði áliti og tillögum í apríl 1978. Síðan hefur ekkert gerzt í því máli. Sigurgeir Bóas- son (F) spurðist fyrir um það á Alþingi, hvað hefði verið gert til að bæta að- stöðu smásöluverzlunar á íslandi. Hann sagði vanda strjálbýlis- verzlunar bæði rekstrarvanda og uppbyggingarvanda. Fjarlægð frá heildsala væri orsök þess að veltu- hraði væri hægur, sem þýddi meiri vörubirgðir en í þéttbýlis- verzlun, meiri fjármagnsþörf, meiri vaxtakostnað, meiri hús- rýmisþörf. Lánsviðskipti væru og meiri hjá strjálbýlisverzlun, verzl- anir með sérvöru ættu erfitt uppdráttar; ýmsir kostnaðarliðir, s.s. hiti, rafmagn og sími, væru hærri og álagning á búvöru stæði ekki undir dreifingarkostnaði. Hann benti á nauðsyn frjálslegri verðmyndunar, hærri álagningar á búvöru, nauðsynleg fjárfest- ingarlán, t.d. úr byggðasjóði, rekstrarráðgjöf ofl. Hvorki núverandi né fyrrverandi ríkisstjórn Kjartan Jóhannsson, viðskipta- ráðherra, sagði hvorki núverandi né fyrrverandi ríkisstjórn hafa rætt þessi mál sérstaklega. Hann minnti þó á, að smásöluálagning búvöru hefði verið hækkuð í des- ember 1978 og almenn lagfæring gerð á verzlunarálagningu vorið 1979. Ennfremur hefði strjálbýlis- verzlun verið heimilað að leggja álagningu ofan á sannanlegan flutningskostnað vöru. hann sagði smugu hafa opnast til frjálslegri verðlagningar með nýjum verð- Sigurgeir Bóasson lagslögum. Ráðherra sagði vel við hæfi, að byggðasjóður hugaði að lánveitingum til strjálbýlisverzl- unar. Hækkun birgða í samræmi við verðlagsþróun væri mál sem menn hefðu ekki treyst sér til, hvorki almennt né sérgreint. Það að heimila strjálbýlisvefzlun skuldajöfnun við ríkissjóð vegna vöruúttektar ríkisfyrirtækja væri í umfjöllun. í almennri umræðu kom fram hjá Sverri Hermannssyni (S), að byggðasjóður hefði fyrst og fremst sinnt uppbyggingu í sjávarútvegi en uppþygging í iðnaði, sem taka ætti við nær öllu viðbótarvinnu- afli næstu ára hérlendis, væri meginverkefni á komandi árum. Vafasamt væri því að gera ráð fyrir að hann gæti sinnt fjárfest- ingarþörfum verzlunarfyrirtækja. Stefán Valgeirsson fyrir því, að Hraðfrystihús Þórs- hafnar fái leyfi til að kaupa nýjan eða notaðan togara erlendis frá, eitt sér eða í samvinnu við aðra, til að tryggja rekstur hraðfrystihúss- ins þar og koma í veg fyrir atvinnuleysi á staðnum? 4. Mun ráðherrann beita sér fyrir því, að togarar og önnur togskip fái því aðeins fiskveiði- Kjartan Jóhannsson leyfi, að þeir landi afla sínum hér innanlands, ef fiskvinnslustöð eða stöðvar vantar fisk til vinnslu og óska að fá afla þeirra keyptan? Svör sjávarútvegs- ráðherra Kjartan Jóhannsson, sjávar- útvegsráðherra, sagði það grundvallarstaðreynd, að öllum íslenzkum skipum væru þorsk- veiðar heimilar þar og þá, sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Þess vegna gæti það orðið ágreinings- atriði, hvort nokkuð annað en siðferði og drengskapur hefðu getað bundið Togskip hf. við þá yfirlýsingu, að bv. Dagný myndi ekki stunda þorskveiðar, þá nýtt skip félagsins kæmi til landsins. Þrátt fyrir vafa að lögum og þótt hugurinn stæði til þorskveiða, stóð Togskip hf. við þessa yfirlýs- ingu. Síðar var fyrirtækið leyst undan henni gegn tímabundnum löndunum á Þórshöfn. Þessi tímabundna kvöð fylgir skipinu þó selt verði. Að þessu sögðu svaraði ráðherra spurningum þingmanns- ins þannig: • Spurning 1: „Stjórnvöld geta hvórki heimilað né bannað sölu skipa milli innlendra aðila." • Spurning 2: „Togveiðiheimildir einstakra skipa þekkjast ekki í íslenzkum lögum og því, sem ekki er til, er hvorki unnt að halda til streitu né fella niður." • Spurning 3: „Mér er hvorki kunnugt um að stjórnvöld né opinberar stofnanir hafi stuðlað að umræddum kaupum og afstaða mín til kaupa á togurum erlendis frá eins og nú er ástatt, er tvímælalaust neikvæð, eins og allir vita, sem fylgjast með efni íslenzkra fjölmiðla." • Spurning 4: „Eins og áður er sagt eru ekki gefin út nein fisk- veiðileyfi fyrir einstök togskip og ekki er hægt að grundvalla stjórn- un á stjórntæki sem ekki er til. Þar sem stjórntækið er ekki til er heldur ekki unnt að svara fyrir- spurninni." Landgrunn Islands: Raimsóknum ekki sinnt sem skyldi Hvað hefur ríkisstjórn íslands gert til að fram- fylgja einróma ályktun Álþingis frá því desem- ber 1978 um rannsókn landgrunns íslands, spurði Eyjólfur Konráð Jónsson (S) á Alþingi í fyrradag. Hvaða sérfræð- ingur, íslenzkir og er- lendir, hafa verið ráðnir til starfans? Hefur verið aflað og unnið úr nægi- legum upplýsingum um landgrunn fslands og af- stöðu til landgrunns ná- lægra ríkja til að íslenzkra hagsmuna verði gætt til hins ítrasta á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna eða i samningum við önnur riki? Lítið sem ekkert gert Bragi Sigurjónsson, iðnað- arráðherra, gat þess m.a. að sett hefðu verið lög (nr. 41/1979) um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn þar sem kveðið væri á um skilgreiningu landgrunnsins, afmörkun milli landa og land- grunnsrannsóknir. Rakti hann síðan landgrunnsrannsóknir við ísland og almenna upplýsinga- söfnun þar um sl. tvö ár, aðal- lega þó áður en framangreind ályktun Alþingis var samþykkt. Kom hann þar inn á mikilvægt starf dr. Guðmundar Pálssonar, jarðeðlisfræðings, Ólafs Flóvenz, jarðeðlisfræðings, og ráðningu Karls Gunnarssonar, jarðeðlis- fræðings, til Orkustofnunar, sem eingöngu sinnir verkefnum af þessu tagi. Þá lagði ráðherra fram skýrslu um könnun setlaga á landgrunni úti af Norðurlandi, sem unnin var 1978 að frum- kvæði bandaríska fyrirtækisins Werstern Geophysical Co. of America. Því miður hefði málum þess- um ekki verið sinnt sem skyldi að öðru leyti, enda hefði Alþingi ekki veitt nægjanlegt fjármagn til þessara hluta. Mikilvægir íslenzkir fram- tíðarhagsmunir Eyjólfur Konráð Jónsson (S) þakkaði svörin en gagnrýndi hve lítið hefði verið aðhafst frá því ályktun Alþingis var gerð, þó mikilvægir íslenzkir framtíðar- hagsmunir væru í húfi. Vel hefði að vísu verið staðið að marghátt- aðri gagnasöfnun varðandi Jan Mayen, sem fyrst og fremst væri að þakka Ólafi Egilssyni í utan- ríkisráðuneytinu, með aðstoð Páls Imslands, sem byggi að mikilvægri jarðfræðilegri þekk- ingu á Jan Mayensvæðinu. Ráðn- ing Karls Gunnarssonar til þess- ara starfa væri og fagnaðarefni. Hins vegar hefði bókstaflega ekkert verið gert til að afla upplýsinga um hafsvæðið suður af Islandi né það vísindalega rannsakað. Nefndi hann sér- staklega Rockallhásléttuna, sokkið land sem upphaflega var áfast Grænlandi en landrek og klofnun hefði myndað gjá milli þessa nú sokkna lands og írlands og Skotlands (200 mílna breiða og 2—3 þús. m. djúpa). — Þarna kynnu að felast mikilvægir hags- munir og bæði Bretar og írar hefðu lengi reynt að styrkja stöðu sína til þess en minna hefði verið gert af íslenzkri hálfu. Mikilvæg setlög hefðu borizt frá Islandi og væru vest- ast í þessu svæði. Bragi Sigurjónsson Eyjólfur Konráð Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.